Þjóðviljinn - 13.03.1984, Side 10

Þjóðviljinn - 13.03.1984, Side 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 13. mars 1984 Ragnar Karlsson og Jóhann Geirdal: Kjarasamningur VSI og ríkisvaldsins Dýrkeyptir lærdómar Einhvern tíma hefur verkalýöshreyfingin og einkan- lega forysta hennar mátt muna sinn fífil fegri. Nú loks- ins rúmu hálfu ári eftir að atvinnurekendur í skjóli ríkisvaldsins hófu eina grimmúölegustu aöför að kjörum og félagslegum réttindum launafólks, hefur nokkurra mánaða umþóttunartími forystumanna launþega skilað árangri. Heildarsamtök launþega hafa skrifað undir samninga við vinnuveitendur og ríkisvald þar sem launþegum skal tryggður, í rúmt ár, sami kaup- mátur og sá sem var lægstur á síðasta ári. Þannig hefur þessi bið á því að nokuð raunhæft væri aðgert í kjaram- álum, fest kjaraskerðinguna í sessi og forystumenn launþega hafa fallist þannig á megin röksemd atvinnu- rekenda fyrir kjaraskerðingu bráðabirgðalaganna í vor, að launin væru alltof há. vinnustöðunum, út á meðal félags- manna, skilaði tilætluðum árangri sem kom fram í þeirri réttlátu reiði sem megnaði að felia samninginn. Samningarnir bera dug- og úr- ræðaleysi forystu launafólks vinti. Þeir endurspegla ekki á neinn hátt vilja launamanna né baráttustyrk verkalýðshreyfingarinnar. Lítið var gert til þess að kanna hug launþega. Það var ekki gerð minnsta tilraun til þess að virkja hreyfinguna til baráttu til að endur- heimta fyrir kaupmátt. Atburðarásin frá setningu bráð- abirgðalaganna s.l. sumar, undir- strikar það að viðbrögð forystu- manna launþega voru frá fyrstu tíð lítið annað en japl og jaml og fuð- ur. Lengst af tímabilinu var höfuð- Ragnar Karlsson. dyrum, þar sem umræðuefnið var forskrift ríkisstjórnarinnar ættuð úr fjárlögum. A þeim grundvelli hefur nú verið samið. Síðan í sumar hafa fjölmargir hópar launþega lýst yfir einörðum vilja sínum til þess að snúa vörn í sókn og að forystan hæfist þegar handa að undirbúa launafólk undir átök, með það að meginkröfu að lágmarkslaun yrðu ekki undir 15.000 kr. á mánuði, og að tryggt væri að kaupmáttarrýrnunin væri stöðvuð og launafólki væru tryggð- ar umtalsverðar kjarabætur Forysta launþegasamtakanna daufheyrðist við þessum kröfum og hefur nú endanlega lýst þær óraun- hæfar, með undirritun nýrra samn- inga. Kröfunum var fundið allt til foráttu. Forystan þóttist ekki skilja kröfuna um 15000 kr. lágmarks- Eftir þá útreið sem verkalýðshreyfingin hefur fengið með undirritun nýrra kjarasamninga er brýnt að sá tími sem nú fer í hönd verði notaður til þess að endurskoða starfshætti og skipulag hinna faglegu og pólitísku verkalýðshreyfingar, segja greinarhöfundar. Myndin er frá undirritun samninga ASI og VSI. Ávinningar þeir sem atvinnurek- endur hafa af samningunum eru þó fleiri. Gengið er á hlut eftirvinnu, næturvinnu, bónustaxta og vaktaá- lags af greiddu tímakaupi því nú skulu þessar greiðslur ásamt líf- eyrissjóðsgreiðslum, atvinnuleys- istryggingabótum og ellilífeyri miðaðar við falstaxta sem eru fyrir neðan umsamin lágmarkslaun. Þetta ákvæði samninganna mun hafa í för með sér umtalsverða kjaraskerðingu fyrir ýmsa starfs- hópa, s.s. fólk í fiskvinnslu, þar sem eftirvinna og afkastahvetjandi launakerfi er viö lýði. Að auki er hætt við að þessi útsala eftir- og næturvinnunnar muni auka enn það óhóflega vinnuálag sem tíðkast í ýmsum starfsgreinum. Einnig er sjálfsögðum réttindum launafólks sem áunnist hafa fyrir baráttu hreyfingarinnar, sum hver eftir áratuga baráttu. fórnað í samningunum fyrir nokkurra prós- enta kauphækkun sem launþegum eru þó engan veginn tryggðar út samningstímabilið. Ákvæði síðan 1937 um að ung- menni frá 16 ára aldri skuli njóta fullra kaupgreiðslna hefur verið sett til hliðar og réttindi launafólks til atvinnuleysisbóta og lífeyris- trygginga eru skert þar sem launa- tengd gjöld atvinnurekenda miðast við kauptaxta fyrir neðan um- samnin lágmarkslaun. Meirihluti aðildarfélaga Alþýð- usambandsins hefur þegar gengist við gerðum samningarnefndarinn- ar og samþykkt samning Vinnu- veitendasainbandsins. Áður hafði formannafundur aðildarfélaga ASÍ lagt blessun sína yfir samninginn og flestir formenn lögðu hart að sínum mönnum í héraði að samþykkja þá, enda fælust í þeim umtalsverður ávinningur fyrir launafólk. Nokkur félög hafa ekki orðið við þessum tilmælum og fellt samning- inn. Munar þar mest um Dags- brún, en fjölmennur fundur félags- ins felldi samkomulagið með mikl- um mun atkvæða. Enn hafa ekki verið greidd atkvæði innan BSRB um nær samskonar samkomulag við ríkisvaldið og þegar er staðfest milli VSÍ og ASI. Á ávöxtunum skuluð þér þekkja þá Þeim sem vilja vita er það ljóst að samningar þeir sem forysta ÁSI og BSRB hefur tekið við úr hendi atvinnurekenda og ríkisvalds eru tilræði við lífsafkomu launþega og verkalýðshreyfinguna. Málsbætur forystumanna launamanna eru þær helstar að ekki hafi verið svigrúm til meiri kjarabóta vegna bágrar stöðu þjóðarbúsins og takmark- aðrar greiðslugetu fyrirtækjanna og að launþegar þurfi vart að búast við betri samningum sökum áhuga- leysis þeirra sjálfra um kaup sitt og kjör. Það er flest sem mælir á móti áreiðanleik þessarar skarpskyggni. Nærtækasta sönnunin' er Dags- brúnarfundurinn á dögunum. Hann er staðfesting á því að.ef forystan sýnir ákveðni þá fylgir fólkið henni eftir.“ Víðtækt upp- lýsingastarf forystu félagsins úti á áherslan lögð á kröfuna um endur- heimt samnings- og verkfallsréttar- ins. Á meðan lá baráttan fyrir endurheimt kaupmáttarins nánast í þagnargildi. Eftir að ríkisstjórnin hafði skilað verkfallsréttinum og samningsréttinum að hluta, beindust augu manna í æ ríkari mæli að 1. febr., en þá skyldi gengið til „frjálsra samninga, óháða afskiptum ríkisvaldsins" að því er ríkisstjórnin tilkynnti. Það var því að vænta er kröfu- gerð verkalýðshreyfingarinnar liti dagsins Ijós, aö hún yrði stórhuga og stefndi að því að vinna upp það sem tapast hafði. Að fjöldaaðgerð- um yrði beitt til að þvinga VÍS til að ræða málin eftir nótum verkalýðs- hreyfingarinnar. Að samningstími yrði hafður stuttur til þess að hægt yrði að koma í veg fyrir að ríkis- stjórnin eyðilegði ávinninga þá sem næðust í samningunum með því að hleypa launahækkunum út í verðlagið á ný. En allar þessar von- ir brugðust. Þess í stað hófst samningamakk örfárra forystumanna fyrir luktum laun. Hún taldi engan grundvöll fyrir hreyfinguna að fara út í að- gerðir s.s. verkfall, því atvinnuleysi fylgdi í kjölfar slíkra aðgerða. Einnig var talað um að gefa ríkis- stjórninni enn frekari frest til að sýna hvað í henni byggi o.s.frv. í stað þess að hugað væri að raunhæfum baráttuleiðum í þessari „erfiðu stöðu" var lítið aðhafst og ekkert tillit tekið til þeirra áfanga- sigra sem náðst hafa s.s. í baráttu verkamanna í Straumsvík og skjót- unnins sigurs Dagsbrúnarmanna á dögunum. Samningarnir skulu í gegn hvað sem það kostar launa- menn. Fúafen stéttasamvinnunnar Undanhald verkalýðshreyfing- arinnar á sér þó lengri sögu en frá s.l. vori. Hinn almenni félagsmað- ur héfur smátt og smátt verið að missa trúna á forystunni og á mætti hreyfingarinnar. Það þarf varla að sæta furðu. Verkalýðsflokkarnir hafa tekið þátt í pólitísku samkrulli „Ég tel að með þessum samningum hafi unnist mikill sigur fyrir ríkis- stjórnina..." Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. „Við hrópum ekki húrra fyrir þessum samningum, en það var mat okkar að þessi kostur væri betri en að efna til átaka á vinnu- markaðnum." Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. „Ég er ánægður..., en það er Ijóst að með þessum samningum er gengið út á ystu nöf miðað við þær efnahagslegu aðstæður sem við búum við.“ Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins. „Samningarnir eru... gerð- ir með launamisrétti að leiðarljósi þótt heitið væri hinu gagnstæða.“ Andrés Kristjánsson, fyrrv. ritstjóri Tímans. Jóhann Geirdal. með borgaraflokkunum í hartnær áratug, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi. Ríkisstjórnarþátttaka þeirra uppfyllti ekki þær kröfur sem launamenn hljóta að gera til setu þessara flokka í ríkisstjórn. Þess- um ríkisstjórnum tókst ekki að við- halda kaupmætti launa og hvað þá að auka hann. Þess í stað var krukkað í kjarasamninga og gripið inní verðbætur, á sama tíma og ekki var hreyft við eigna- og tekj- uskiptingunni í samfélaginu. Verkalýðsflokkunum hefur ver- ið umhugað að forysta verkalýðs- hreyfingarinnar lyti ríkisstjórn- armunstri meðan þeir eiga í ríkis- stjórnarsamstarfi. Á síðasta ASÍ- þingi löguðu forystumenn sig að ríkisstjórnarmunstrinu þrátt fyrir mjög ólíkar áherslur og starfshætti innan verkalýðshreyfingarinnar. Allan valdaferil síðustu ríkisstjórn- ar var verkalýðshreyfingin henni mjög velviljuð þrátt fyrir að ástæða hafi verið annars. Þetta getur for- ystan leyft sér vegna þess hve trygg hún er í sessi, einkum vegna ólýð- ræðislegs skipulags fjölmargra verkalýðsfélaga. Það hefur aftur leitt til þess að almennir félags- menn telja sig ekki þess megnuga að hafa áhrif á það hverjir skipi forystu félaganna og hvaða stefnu hún framfylgi. Ein afleiðing þessa er sú að forr- æðishyggja sem fram kemur við samningagerðina sjálfa. Almennir félagar eru ekki hafðir með í ráðum. Þetta kom skýrt fram við gerð kjarasamninga ríkisins við BSRB, er samninganefnd samtak- anna tók sér tveggja daga frest til að kynna aðildarfélögunum samn- ingsdrögin. Þrátt fyrir þennan frest voru drögin ekki kynnt opinber- lega og félagsmönnum var ekki gefinn kostur á að láta álit sitt í ljós. Einungis var talað við fáa útvalda, stjórnir og samninganefndir ein- stakra félaga. Forræðishyggjan kom þó enn skýrar fram í persónu- legu leynimakki framkvæmda- stjóra VSÍ og forseta ASÍ. Eftir þá útreið sem verkalýðs- hreyfingin hefur fengið með undir- ritun nýrra kjarasamninga, en brýnt að sá tími sem nú fer í hönd verði notaður til þess að endur- skoða starfshætti og skipulag megin meiða verkalýðshreyfingar- innar, þess faglega og pólitíska. Að öðrum kosti er þess vart að vænta að framsókn atvinnurekenda og ríkisvaldsins verði stöðvuð. Sú endurskoðun hlýtur að þurfa að taka mið af samstarfi verka- lýðsflokkanna, jafnt innan stéttar- félaganna sem innan Alþingis. Slíkt samstarf verður að hafna ábyrgð verkalýðsstéttarinnar á efnahagskreppunni og krefjast óskoraðrar stjórnunar verkafólks á fyrirtækjum. 1.03. 1984. Ragnar Karlsson Jóhann Geirdal „Þessir samningar negla niður kjaraskerðinguna... Það er ekkert endurheimt af henni.“ Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.