Þjóðviljinn - 13.03.1984, Page 16
DJÚÐVIUINN
Þriðjudagur 13. mars 1984
Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er haegt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í algreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 m* m - mmmammmmmmmmmmmmmmm mm 81663
ÍSAL gengið í Félag íslenskra iðnrekenda
Allar undanþágur úr
segir Örn Friðriksson trúnaðarmaður
„Við vissum auðvitað af þessu áður en við undirrituðum síðasta
kjarasamning og lýstum því þá strax yfir að það þyrfti að endur-
skoða þær sérstöku undanþágur sem ÍSAL hefur haft í sambandi
við framkvæmd á verkföllum og þá sérstaklega samúðarvinnu-
stöðvanir“, sagði Örn Friðriksson aðaltrúnaðarmaður í álverk-
smiðju Alusuisse í Straumsvík.
Fyrir skömmu gekk íslenska
álfélagið í Félag íslenskra iðnrek-
enda en eins og menn muna lá sú
ákvörðun fyrir áður en nýgerðir
kjarasamningar við starfsmenn
verksmiðjunnar voru undirritaðir.
Olli tilkynningin um að ISAL
hygðist ganga í FÍI talsverðu
fjaðrafoki á samningafundum og
við lá að upp úr viðræðum slitnaði.
Við spurðum Örn hvort starfs-
menn hefðu verið undir inngöng-
una búnir.
„Við náðum fram endurskoðun
á þessum ákvæðum í nýgerðum
kjarasamningum. Helstu breyting-
arnar eru þær að í stað fjögurra
vikna aðlögunartíma áður en til
fullrar framleiðslustöðvunar kem-
ur gefa starfsmenn nú aðeins
tveggja vikna aðlögunartíma.
Einnig var ákvæði um undantekn-
ingu varðandi samúðrvinnustöðv-
anir við álframleiðslu. Það kvað á
um að samúðarvinnustöðvanir
yrðu boðaðar með minnst 3ja
vikna fyrirvara eftir að vinnustöðv-
un hefði hafist annars staðar. Þessi
fyrirvari styttist nú í eina viku“,
gUdi
sagði Örn ennfremur.
„Með þessu gerist í raun það að
sömu ákvæði verða nú í gildi hvað
þessi atriði varðar og gildir með
aðra innan Félags íslenskra iðnrek-
enda. Með þessu mismunum við
ekki þeim atvinnurekendum".
Örn sagði að það yrði að koma í
ljós hvort þessi innganga ÍSAL
þýddi að umboð fyrirtækisins færi
sjálfkrafa yfir til félagsins þegar
viðræður um kjarasamninga færu
næst fram. - v.
Þessi fallega blárefslæða er búsett austur á Héraði, nánar tiltekið á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá. Feldurinn á
henni leggur sig á tæpar 1500 krónur ef miða má við uppboðsverðið í Danmörku. Ljósm.:- Ál.
Refaskinnauppboð í Danmörku:
Mjög gott verð
segir framkvœmda-
stjóri SÍL
„Meðalverðið var mjög gott, eða
1470 krónur íslenskar fyrir hvert
skinn og hafði hækkað um 25% frá
í febrúar“, sagði Jón Ragnar
Björnsson, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra loðdýrarækt-
enda, í gær, en í fyrri viku fór fram
skinnauppboð í Danmörku. Þar
voru seld um 2500 íslensk hlárcfa-
skinn og er nú búið að selja um
<85% af skinnunum sem fóru til
Danmerkur í haust.
Jón Ragnar sagðist ekki vera bú-
inn að fá endanlegt verð á íslensku
skinnunum, en verðið hefði verið
frá 1160 krónum upp í 1873 fyrir
blárefinn eftir stærð og gæðum.
Shadow-skinnin fóru að meðaltali
á 1573 krónur. Markaðurinn hefur
;að sögn Jóns farið batnandi frá ára-
mótum en í desember var verðið
mjög lágt. Nú er aðeins eitt uppboð
eftir í Danmörku og verða þá seld
skinn í undirflokkum.
Jón Ragnar sagðist ekki geta
borið þetta verð saman við verðið
sem fékkst fyrir íslensku skinnin í
Hudson Bay uppboðinu fyrir
skömmu en hann átti ekki von á að
þetta verð væri nokkuð lakara.
_____________________-ÁI.
Húsbruni á
Vatnsleysu-
strönd
Býlið Þórustaðir á Vatnsleysu-
strönd skemmdist illa í eldsvoða sl.
föstudag.
Það var skömmu fyrir kl. 14.00 á
föstudag að bóndinn á Þórustöðum
Páll V. Jónsson varð var við reyk í
kyndiklefa og síðan' eld í þaki við
stromp. Slökkvilið frá Keflavík var
kvatt á staðinn og var þá orðinn
töluverður eldur í húsinu. Tókst að
ráða niðurlögum eldsins um kl.
16.00. Talið er að kviknað hafi í út
frá rafmagni.
Húsið er illa skemmt af eldi og
vatni og allt innbú ónýtt. Engin slys
urðu á fólki en Páll bjó ásamt eigin-
konu sinni í húsinu. - lg.
Sókn undirritaði samninginn fyrir helgi
Félagsfundur hjá Sókn í
Starfsmannafélagið Sókn hefur
náð samkomulagi við Vinnumála-
nefnd ríkisins, Reykjavíkurborg og
sjálfseignarstofnanir um nýjan sér-
kjarasamning og var hann undir-
ritaður s.l. fimmtudag.
Þjóðviljinn náði tali af Óttari
Magna Jóhannssyni sem átt hefur
sæti í sexmanna samninganefnd
Sóknar og innti hann álits á samn-
ingnum. „Þessi samningur er nán-
ast samhljóða ASÍ-VSI samningn-
um, og staðfestir þ.a.l. þá miklu
kjaraskerðingu sem orðið hefur, ég
skrifaði ekki undir þennan samn-
ing og ég mæli með því að hann
verði felldur á félagsfundinum í
kvöld". Ennfremur benti Óttarr
Magni á að ekki hafi fengist skýr
svör varðandi eldri deilumál eins
og réttindi Sóknarfólks til að setja
börn sín á barnaheimili ríkisinsspít-
alanna. Einnig taldi hann það at-
hyglisvert að á sama tíma og ráða-
menn þjóðarinnar viðurkenndu að
enginn gæti lifað á 15.000 kr. á
mánuði væru aðilar vinnumarkað-
arins að semja um 12.000 kr. lág-
markslaun.
„Þetta samkomulag gengur of
skammt og er algjörlega óaðgengi-
legt fyrir ungt fólk og aðra sem eru
neðarlega í launastiganum. Ég trúi
því að hægt sé að ná fram frekari
leiðréttingu á kjörum fólks og mæli
því með að samkomulagið verði
fellt svo að deiluaðilar geti sest nið-
ur að nýju og komið sér saman um
lífvænleg laun“, sagði Óttarr
kvöld
Magni að lokum.
Þjóðviljinn hafði samband við
Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur vegna
samningsins en hún vildi ekkert
segja um málið fyrr en að loknum
félagsfundi í Sókn. Þess skal getið
að Félagsfundurinn verður kl.
20.30 í kvöld í Hreyfilshúsinu.
-Rþ.
Hvenær varð Magnús
forstjóri talsmaður ASÍ?
Forstjórinn hefur í hótunum í nafniASI,
segir Guðmundur J. Guðmundsson
„Framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins virðist vera orð-
inn sjálíkjörinn talsmaður verka-
lýðshreydngarinnar að cigin
mati“/ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson við Þjóðviljann í gær er
við bárum undir hann þau ummæli
Magnúsar ^Gunnarssonar fckvstj.
VSI að þau verkalýðsfélög sem
felldu samníng VSÍ og ASI væru
með því að koma aftan að öðrum
verkalýðsfélögum, sem hefðu sam-
þykkt samninginn.
„Ég hef aldrei vitað til þess fyrr“,
sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son, „að forstjóri Vinnuveitenda-
sambandsins tæki að sér að túlka
afstöðu Alþýðusambandsins eða
hafa í hótunum í þess nafni. Ég
þykist sjálfur vera í miðstjórn Al-
þýðusambandsins og ég frábið mér
þennan málflutning sem stjórnar-
maður þar.“
Þess má geta að Pétur Sigurðs-
son forseti Alþýðusantbands
Vestfjarða og formaður verkalýðs-
félagsins Baldurs mótmælti þessum
ummælum framkvæmdastjóra VSÍ
í viðtali við Alþýðublaðið s.l.
fimmtudag, en samningur ASÍ og
VSÍ var samþykktur í hans félagi
með 41 atkvæði gegn 12 á meðan 71
skiluðu auðu. „Viðhöfumekkertá1
móti því að einstök félög reyni að
ná samningum án þess að fylgjai
heildarsamtökunum, við höfum
einmitt oft bent á að slíkt sé væn-
legt tii árangurs", sagði Pétur sem
sagðist jafnframt vilja mótmæla því
að VSI væri að „hengja hatt sinn
hjá verkalýðshreyfingunni á þenn-
an hátt“, eins og Magnús Gunnars-
son hefði gert með yfirlýsingu
sinni.
ólg.
Magnús Gunnarsson-hver
kemur aftan að hverjum?