Þjóðviljinn - 20.03.1984, Side 7

Þjóðviljinn - 20.03.1984, Side 7
Þriðjudagur 20, mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Björn Þórhallsson: Feginn því ef unglingataxtinn veröur tekinn út. Meiri hækkun en okkur óraði fyrir v* segir Björn Þórhallsson varaforseti ASI „Ég man ekki betur en að ríkis- stjórnín hafi gert ráð fyrir nýjum kjarasamningum á árinu og það er meira en okkur óraði fyrir ef skattar eru hækkaðír núna“ sagði Björn Þórhallsson við Þjóðviljann í gær. „Ég er andvígur öllum skattahækk- unum og sérstaklega hækkun á beinum sköttum." Aðspurður um þá kjarasamningaþar sem unglingataxtinn hefur verið felidur niður sagði Björn Þórhallsson: „Ég er mjög feginn því ef ákvæðið um ungling- ataxtann er ekki framkvæmt og vil helst að það verði sem víðast sem því er ekki framfylgt", sagði Björn Þórhallsson að lokum. RAÞ Vor í lofti hjá Samhygð Árshátíð annað kvöld Árstíðarfundur Samhygðar verður haldinn á Hótel Borg n.k. miðvikudagskvöld kl. 20.30. Á fundinum verða haldnar ræður og einnig verður revía og leikrit og fjöldasöngur. Veitingar verða á staðnum. Að sögn Kristínar Sæ- varsdóttur leiðbeinanda eru allir þeir hvattir til að koma sem hafa fengið sig full-sadda á siðlausum valdhöfum sem líta á fólk sem hluti en ekki manneskjur. „Við viljum prófa nýjar leiðir þar sem maðurinn er ofar kerfinu og vekja fólk til umhugsunar um atriði eins og andofbeldi, góð sam- skipti og virkni fjöldans," sagði Kristín að lokum. Bjarni Jakobsson: Ut í hött að rýra samningana með þessu. „Þetta er tillaga um skattahækkun44 Ólafur Jóhannesson: Skollaleikur að segja að þetta sé bara leiðrétting. Ólafur Jóhannesson á Alþingi: Fj ár málapólitíkin þarfnast skýringa Yfirdráturinn í Seðlabankanum hefur aukist um 200 milljónir á einum mánuði „Það er kominn tími til þess að fara að ræða fjármálapólitík hæstvirtrar ríkisstjórnar og fá á henni ýmsar skýringar“, sagði Olafur Jóhannesson m.a. í umræðunum um skattahækkanirnar á Alþingi í gær. Olafur kvaðst þó ekki ætla að gera ríkisfjármálin að umræðuefni að þessu sinni. Ríkisfjármálin voru hinsvegar til umræðu í neðri deild í gær og þar kom fram af þeim þremur yfirlýs- ingum sem Albert Guðmundsson gaf á Alþingi 15. febrúar er tvær þegar orðnar ómerkar nú mánuði síðar. Albert sagði fyrir mánuði að er- lendar skuldir yrðu ekki auknar. Hann sagði í öðru lagi að yfirdrátt- ur í Seðlabankanum yrði ekki aukinn. í þriðja lagi sagði Albert að skattar yrðu ekki hækkaðir í hans tíð. í umræðunum á Alþingi kom fram að yfirdráttur ríkissjóðs hjá Seðlabankanum hefði verið 2.564 milljarðar króna 15. febr. sl., en væri orðinn 2.759 milljarðar 15. þessa mánðar. Á einum mánuði hefur yfirdrátturinn því vaxið um 200 milljónir króna. Stjórnarliðar eru nú að keyra í gengum þingið skattahækkanir. Þá stendur aðeins eftir hin mán- aðargamla yfirlýsing um enga aukningu erlendra skulda. Við af- greiðslu lánsfjárlaga hefur konúð í ljós að allt stefnir í aukningu á er- lendum skuldum. Hugsanlegt er því að afdrif þessara yfirlýsinga Al- berts Guðmundssonar hafi m.a. verið tilefni ummæla Ólafs Jóhann- sagði Tómas Arnason í umrœðum um hœkkun skattprósentunnar Við aðra umræðu um frum- varp ríkisstjórnarinnar til breytinga á skattaiögum í efri deild Alþingis í gær lýsti Ólafur Jóhannesson yfir því að hann myndi greiða atkvæði á móti þeim skattahækkunum sem það felur í sér, eftir að stjórnarliðar beittu sér fyrir því í síðustu viku að skattprósenta yrði hækkuð á ný vegna þess að kauphækkanir hefðu verið lítillega meiri í ASÍ/ VSÍ samningunum en gert hefði verið ráð fyrir. Lárus Jónsson (Sj.) formaður fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar og Albert Guðmunds- son (Sj.) fjármálaráðherra sögðu báðir að hér væri aðeins um leiðrétt- ingar að ræða í kjölfar samning- anna og skattbyrðin myndi ekki aukast milli ára. Af því tilefni sagði Ólafur Jóhannesson: „Þó verið sé að tala um, að þetta séu leiðrétting- ar, þá er það auðvitað skollaleikur, sem hvert barn sér í gegnum." Eiður Guðnason (A) fagnaði Tómas Árnason: Auðvitaö er þetta tillaga um skattahækkun og ég stend með henni. yfirlýsingu Ólafs Jóhannessonar (F) og kvað það ekki einasta óvið- felldið heldur hreint kjaftshögg á launafólk að ríkisstjórnin skyldi ætla að ná aftur því litla sem það fékk umfram ríkisstjómarramm- ann í samningunum. Stefán Bene- diktsson (BJ) sagði að með ákvörðun stjórnarinnar að elta uppi þessa fáu aura sem fólk hefði fengið í kjarasamningunum væri seilst lengra en góðu hófi gegndi. Ragnar Arnalds (Ab) sagði að verulegur hluti launafólks fengi skattíþyngingum samkvæmt þeim tillögum er nú lægju fyrir. Fólk með meðaltekjur og rúmar meðal- tekjur fengi skattíþyngingu. Aðeins létti á þeim lægri í tekjustiganum og þessvegna mætti hugsanlega halda því fram að skattbyrðin yrði að meðaltali hin sama og í fyrra. Hinsvegar yrði á það að líta að út- svarsbyrðin yrði verulega þyngri á þessu ári heldur en í fyrra. Heildar- skattbyrðin myndi því aukast veru- lega. „Ég er hræddur um að ýmsir stuðningsmenn þessarar ríkis- stjórnar hrökkvi illilega við þegar á að fara að hækka skatta við fyrsta tækifæri er þeir fá ögn betri niður- stöðu í samningum en stjórnin gerði ráð fyrir. Nokkrar umræður urðu um hlut stjórnarflokkanna í þessari ákvörðun. Fram kom að Sjálfstæð- isflokkurinn hafði samþykkt skatt- ahækkunina í þingflokki sínum, Tómas Arnason sagði að engin samþykkt hefði verið gerð hjá Framsóknarflokknum, en þing- menn hans styddu tillögurnar nema Ólafur Jóhannesson. „Þetta er tillaga um skattahækkun og ég stend að henni“, sagði Tómas. „Þetta er tillaga ríkisstjórnarinnar og fjármálaráðherra sérstaklega“. Hann sagði það svo fara eftir ýms- um hagstærðum hvort skattbyrði breyttist við þetta eða ekki. Yfirlýsingar fjármálaráðherra voru einnig til umræðu og kvað Ólafur Jóhannesson illt til að vita um svo góðan dreng sem fjármála- ráðherra að hann gæti ekki staðið við yfirlýsingar sínar um að ekki kæmi til skattahækkana í hans tíð. Frumvarpið um breytingu á skattalögunum var samþykkt til þriðju umræðu í efri deild með prósentuhækkunum á skattstigun- um með atkvæðum stjórnarliða nema Ólafs Jóhannessonar sem greiddi atkvæði gegn þeim ásamt stjórnarandstæðingum. -ekh Bjarni Jakobsson form. Iðju: „Ég átti ekki von á þessu“ „Samningarnir eru rýrðir með þessari skattahækkun og við áttum ekki von á því að þetta myndi ger- ast“, sagði Bjarni Jakobsson að- spurður um nýjustu skattahækk- anirnar. Það er alveg útí hött að rýra nýgerða samninga með þess- um hætti en samkomulagið hefur verið samþykkt og ég tel það miður að þetta skuli gerast núna“. Aðspurður um þá kjarasamn- inga þar sent unglingataxtinn er felldur niður sagði Bjarni Jakobs- son að hann hafi aldrei verið ánægður með unglingataxtann en samninganefndin hafi ekki talið sig komast lengra. „Við bárum fullt traust til samninganefndar ASÍ og samþykktum samningana á for- mannaráðstefnunni, en það kann vel að vera að mat þeirra stóru appar- ata hér í Reykjavík sé annað en þar sem aðrir samningar hafa verið gerðir,“ sagði Bjarni Jakobsson. -RAÞ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.