Þjóðviljinn - 20.03.1984, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. mars 1984’ ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Orkuframkvæmdir minnka um þriðjung
Orkusóunin mikla er
runnin út í sandinn
Parf að fara 20 ár aftur
í tímann til þess að sjá
lægri tölur, sagði Hjör-
leifur Guttormsson á Alþingi
Kjósendur þeirra flokka sem
styöja núverandi ríkisstjórn
hafa líklega vænst þess aö
sprett yröi úr spori í orku- og
iönaöarframkvæmdum eftir
alla þá gagnrýni sem núverandi
stjórnarflokkar höföu uppi um
sleifarlag og seinagang á
þessu svið í tíð Hjörleifs Gutt-
ormssonar sem iðnaðarráð-
herra. í staö þess er nú farið í
hina áttina og þaö býsna rösk-
lega eins og Hjörleifur benti á í
umræðum um lánsfjárlög 1984
á Alþingi. „Þegar litið er á hlut-
fall orkuframkvæmda af þjóö-
artekjum kemur í Ijós, aö þær
hafa aldrei verið minni síðan
1963-64. Þaö þarf aö fara 20 ár
aftur í tímann til þess aö sjá
lægri tölur í sambandi viö virkj-
unarframkvæmdir og aörar
orkuframkvæmdir í landinu,
heil 20 ár aftur ítímann. Þetta er
nú sóknin mikla á orkusviöinu -
sú mikla sókn sem boöuð var
fyrir síðustu kosningar."
Samanburður
tveggja tímabila
Samkvæmt upplýsingum iðnað-
arráðuneytisins eru þessi áform
uppi varðandi næstu fjögur ár:
„Helstu framkvæmdir verða við
Kvíslaveitur, Blönduvirkjun,
stækkun Þórisvatnsmiðlunar og
undirbúning nýrra virkjana, en
næst í röð virkjana er Fljótsdals-
virkjun skv. ályktun Alþingis.
Fjárfestingar án vaxta í þessa liði
eru áætlaðar: 1985: 1.000 millj.
kr., 1986: 1.100 millj. kr., 1987:
1.100 millj. kr. og 1988: 600-1.100
millj. kr. (háð byrjun á næstu vir-
kjun).“
Hjörleifur Guttormsson: Þriðjungi
minna varið til orkuframkvæmda
næstu fjögur ár heldur en sl. fjögur
ár.
Til samanburðar eru svo raun-
tölur áranna 1979-1983; en þá eru
framlögin öll árin nema 1979 langt
yfir einn milljarð króna. 1980:
1.421 millj. kr., 1981: 1.561 millj.
kr., 1982 1.340 millj. kr„ 1983
1.286 millj. kr. En á þessu ári, eins
og fram kentur í frumvarpi til láns-
fjárlaga, eru áætlaðar 900 þúsund
krónur.
„Þetta eru svör iðnaðarráðherra
og hans ráðuneytis", sagði Hjör-
leifur Guttormsson. „Hér kemur
fram ekki aðeins sá gífurlegi sant-
dráttur upp á 37.2% í raforkufram-
kvæmdum á þessu ári frá því sem
var á síðasta ári, heldur eru áætlan-
ir ríkisstjórnarinnar og iðnaðarráð-
herra að þær verði sent neniur ná-
lægt þriðjungi minni en verið hefur
sl. fjögur ár á komandi fjórum
árum. Þetta er tölulega útfærð
sóknin mikla á orkusviðinu eins og
hún nú blasir við frá ríkisstjórn-
inni."
Hvar er
vaxtarbroddurinn ?
I máli Hjörleifs kom fram að
ekki væri af neinu að taka í lánsf-
járáætlun sem snerti orkunýtingu
og iðnaðarframkvæmdir.
Kísilmálmverksmiðjan á Reyðar-
firði væri ekki á bíaði. Af meiri-
háttar framkvæmdum væri ekki
annað að hafa samkvæmt
fjárfestingar- og lánsfjáráætlun en
áframhald við þau fyrirtæki sent
grunnur hefði verið lagður að laga-
lega og byrjað sumpart á fram-
kvæmdum við á síðasta ári. Al-
mennar iðnaðarframkvæmdir ættu
að dragast saman um 6%, þannig
að ekki væri að sjá vaxtarbroddinn
á sviði iðnaðar, hvorki almenns né
stóriðnaðar, í lánsfjáráætlun.
Frestun
á frestun ofan
Hjörleifur sagði að lítið hefði
verið um annað að ræða en frestan-
ir í virkjana- og raforkufram-
kvæmdum hjá ríkisstjórninni, og
nefndi þar til Blönduvirkjun, Suð-
urlínu og Kísilmálmverksmiðjuna,
sem enn væri spurningarmerki við.
Þá hefði ekkert heyrst unt stækkun
álverksmiðjunnar í Straumsvík.
í því samhengi sagði Hjörleifur:
„Það líður nú ntjög á
marsmánuð og stutt í það að upp
renni 1. apríl, en það er sá dagur
sem iðnaðarráðherra samkvæmt
samningi gerir ráð fyrir og stefnir
að hafa lokið samningunt við Alus-
uisse vegna endurskoðunar á raf-
orkuverkið og öðrum þáttum að-
alsamnings. Við skulum sjá hvað
þeir dagar marsmánaðar sent eftir
lifa færa okkur í þeint efnum, eftir
því verður beðið."
-ekh
BÚSETI:
Niðurstöður
húsnæðiskönnunar
Ungt fólk fjölmennast í félaginu
Athugun á húsnæðisaðstöðu og
húsnæðisóskum Búseta lauk þann
15. febr. sl. og liggja nú fyrir ýmsar
athyglisverðar niðurstöður. Alls
bárust 570 svör. Úrvinnslu úr
könnuninni og skýrslu um hana
annaðist Elías J. Héðinsson, lektor.
Unga
fólkið
fjölmennast
Könnunin sýnir að æskufólk
fylkir sér mest um félagið, (sjá
meðfylgjandi stólparit). Þannig
reyndust 52% þeirra, sem í könn-
uninnitókuþátt, áaldrinum 16-29
ára. Síðan kemur nokkur lægð en
fjölgar svo aftur í eldri aldurshópn-
um. Fjölmennasti aldurshópurinn
er 22 ára gamalt fólk, sá fámennasti
44 ára. Úr þvífjölgar aftur í hópun-
um, sem sýnir að margt eldra fólk
þarfnast hentugra húsnæðis og tel-
ur búseturéttarformið henta sér.
Tölur um aldurssskiptingu þjóð-
arinnar sýna að stærstu árgangar
landsmanna eru fólk, sem fætt er á
árunum 1957-1964, nú 20-27 ára.
Það er nú sem óðast að stofna
heimili eða gerir það á næstu árum.
Fæst af þessu fólki hefur komið sér
upp húsnæði og þetta eru þeir
aldurshópar, sent fjölmennastir
eru í Búseta.
Meiri hlutinn
verkafólk
Samkvæmt könnuninni er verka-
fólk í miklum meiri hluta í félaginu,
eða 58% (sjá stólparit). Séu ein-
göngu taldir þeir félagsmenn, sem
stunda launaða vinnu, hækkar
hlutfall verkafólks upp í 77%. (Sjá
línurit 1).
Stærstur hluti félagsmanna er
láglaunafólk í framleiðslu- og þjón-
ustugreinum. í síðast nefnda hópn-
um eru konur í miklunt meiri hluta.
Þá er mikill fjöldi nema í félaginu,
einkum iðnnema eða nema í verk-
legum greinum. Aðeins einn smá-
atvinnurekandi tók þátt í könnun-
inni. Enginn bankastjóri hefur enn
gerst félagsmaður.
Algengast er að fólk kjósi 3ja
herbergja íbúðir (sjá töflu 2). Með-
alstærð þeirra íbúða, sem óskað
var eftir, var 3,12 herbergi. Þetta er
lág tala þegar þess er gætt, að með-
al stærð íbúða hérlendis er komin
yfir 4 herbergi. Meðalstærð þess
húsnæðis, sem félagsmenn búa við
nú er hinsvegar, samkvæmt könn-
uninni, 2,67 herbergi.
Mikill meiri hluti þeirra sem
svöruðu, eða 78,9%, vilja búa í
fjölbýli. Einnig voru flestir, eða
80%, hlynntir því, að við hönnun
húsnæðis, væri lögð áhersla á sam-
eignina.
Þjóðfélagshópar
°/
/o
Verkafóik 27.8
Verkafólk í
þjónustustörfum 23.5
Iðnaðarmcnn 7.4
Miðhópar 17.6
Atvin nurekendur 0.2
Nemar 18.7
Aðrir 5.0
Samtals 100.0
Orsakir óska eftir oúsetuíbúö. O/ /o Ekki iáð á að byggja
eöa kaupa 74.0
Vi'.ja tá örvggt húsnæði 62.7
Vilja stærra lúsnæöi Búa hjá forchirum. 25.4
viija búa . t af fvrir sig Vegnd léiegs ástands 22 7
núverandi húsnæðis 20.5
Missa i.iiverandi leiguibuð 18.9
Eru húsnæðislausir 14.9
Hversvegna Búseti?
Tafla 3 sýnir hvaða orsakir liggja
til þess að fólk hefur gengið í Bú-
seta. (Samanlagðar prósentur eru
meiri en 100 þar sem hver svarandi
gat merkt við fleiri en eitt svar).
Þrír fjórðu félagsmanna telja sig
alls ekki ráða við að byggja eða
kaupa og telja því húsnæðissam-
vinnuna heppilegasta fyrir sig.
Þetta tengist því, að meðaltals-
greiðslugeta svarenda reyndist
5057 kr. á mánuði, langt undir því
sem nauðsynlegt er til þess að
standa í byggingum eða húsa-
kaupum. Óskin unt öruggt húsn-
æði er rík í hugunt rúntlega 70%
svarenda. Stór hópur félagsntanna
býr nú heima hjá foreldrum sínum
en vill geta búið út af fyrir sig.
Fiinmti hver svarandi telur sig búa í
svo lélegu húsnæði að illviðunandi
sé, og fimmti ltver telur sig standa
frammi fyrir því að missa núver-
andi leiguíbúð. Loks kemur í ljós
að 15% svarenda eru húsnæðis-
laus.
Aðstaða leigjenda
58% svarendaeru leigjendur. Af
þeim leigðu 3/i á frjálsum markaði,
um 15% hjá ættingjum og um 10%
hjá opinberum aðilunt. Húsaleiga
reyndist vera að meðaltali 5350 kr.
hjá leigjendum á frjálsunt mark-
aði. Tafla 4 sýnir annarsvegar
nteðalleigu eftir herbergjafjölda en
hinsvegar allra hæstu leigu fyrir
mismunandi herbergjastærðir.
Meðalleiga er eðlilega hæst á
íbúðum sem eru 4 herbergja eða
stærri, 7190 kr. á mánuði. Hús-
gjöld ekki meðtalin, sem víða
nema verulegri upphæð. Hámarks-
leiga sem krafist er, reyndist hins-
vegar vera mun hærri en meðalleig-
an. Hún er einnig tiltölulega hærri
fyrir minni íbúðir, einkurn tveggja
herbergja. Og sá sem um þessar
rnundir neyðist til að leita sér að
íbúð í húsaleigufrumskóginum,
finnur oftast íbúðir, sem liggja
nærri hámarkinu. Meðalleigan
lækkar vegna þess að sá leigjenda-
hópur, sent lengst hefur búið á
sarna stað, greiðir yfirleitt mun
lægri leigu en krafist er í nýleigu
hverju sinni.
Niðurstaða könnunarinnar sýnir
ljóslega að leigan virðist öðru
fremur fara eftir herbergjafjölda.
Leiga pr. herbergi virðist þannig
vera svipuð eða jafnvel hærri í
gamla bænum í Reykjavík en í nýju
hverfunum þó að íbúðir í gantla
bænum séu bæði minni og yfirleitt í
miklu lélegra ásigkomulagi.
-mhg