Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 3. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 RUV 1 7.00 Veðurfregnir.. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar Jónssonar frá kvöld- inu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Unnur Halldórsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis Karlsson“ eftir Maríu Gripe Pýðandi: Torf- ey Steinsdóttir. Siguriaug M. Jónasdóttir les (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 „Ljáðu mér eyra“ Málmfríður Sigurðar- dóttir á Jaðri sér um þáttinn (RÚVAK). 11.15 Við Pollinn Gestur Jónasson velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Þýskdægurlög 14.00 „Eplin í Eden“ eftir Óskar Aðalstein Guðjón Ingi Sigurðsson les (12). 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- frá lesendum 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlist Kariakórinn Hreimur syngur lög ettir núlifandi þingeysk alþýðu- tónskáld; Guðmundur Norðdahl stjVEinar Markússon leikur eigin hugleiðingu á pianó um tónverkið „Sandy Bar" eftir Hallgrim Helgason/Tómas Jónsson og Helgi Arn- grímsson syngja eigin sönglög í þjóðlagastíl við gitarundirleik. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Vlð stokkinn Stjórnendur: Margrét Ól- afsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 20.00 Barnalög 20.10 Glefstur. Um Þórarin Eldjárn og Ijóð hans. (Áður út. 1982). Umsjónarmaður: Sig- urður Helgason. 20.40 Kvöldvaka Höfuðstaður í hátíðar- skniða Eggert Þór Bemharðsson les frá- sögn af konungskomunni 1907 úr bókinni „íslandsferðin 1907“ eftir Sven Poulsen og Holger Rosenberg í þýðingu Geirs Tómas- sonar. 21.15 Skákþéttur Stjórnandi: Guðmundur Arnlaugsson. 21.40 Útvarpssagan: „Syndln er lævís og llpur“ eftir Jónas Árnason Höfundur les (7)- 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passíusálma (37). 22.40 Kvöldtónlelkar a. „Coriolan“-forleikur op. 62 eftir Ludwig van Beethoven. Fílharm- oniusveit Berlinar leikur; Herbert von Kara- jan stj. b. Fiðlukonsert í d-moll op. 47 eftir Jean Sibelius. Ginette Neveu og hljóm- sveitin Fílhamiónia leika; Walter Susskind stj. c. „Dauðinn og dýrðarljómínn”, tónaljóð eftir Richard Strauss. Fílharmóníusveit Berl- ínar leikur; Herbert von Karajan stj. - Kynnir: Guðmundur Gilsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Vagg og velta Stjórnandi: Gísli Sveinn Loftsson. 16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Stjómandi: Krist- ján Sigurjónsson. 17.00-18.00 Frístund Stjórnandi: Eðvarð Ing- ólfsson. „Dagsbrunarmenn hafa markað brautina sem fara þarf. Þökk sé þeim fyrir það“, skrifar Óskar L. Arnfinnsson í bréfi sínu. Samheldni tryggir sigur Nú hefir það komið fram, sem ég sagði hér í Þjóðviljanum 2. mars síðastliðinn, að samheldni fólskins, afl samtakamáttarins, væri það, sem með þyrfti í verka- lýðsbaráttunni. Þessi orð hafa nú ræst. ASÍ-VSÍsamningarnir voru taldir viðþolanlegir af forystu- mönnum ASÍ og ekki talið hægt að ná betri samningum miðað við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu. Og svo að fólk almennt væri ekki tilbúið í átök til að rétta við kjör sín. Þetta mat forystunnar hefir reynst rangt. Eins og ég hélt fram var aldrei leitað til fjöldans og hann spurð- ur álits. Það er ekki fyrr en hinn fjölmenni Dagsbrúnarfundur kolfellir ASÍ/VSI samkomulagið að það kemur í ljós að menn eru til í átök, eru búnir að fá nóg af kaupráninu og krefjast lagfær- inga. Hið sama gerðist í Vestmannaeyjum. Og hver verður svo útkoman? Bæði í Eyjum og Dagsbrún nást fram allt aðrir og betri samning- ar. Hver skyldi svo ástæðan vera? Jú, það þurfti að sýna VSÍ foryst- unni að mönnum var alvara í að rétta kjör sín og til þess yrði sam- takamátturinn notaður ef með •þyrfti. Það var það sem VSÍ for- ystan skildi. Svo lengi sem ég man til hefir -ávallt verið viðkvæðið í atvinnu- rekendum að ekki væri tækifæri til lagfæringa á launum verka- fólks, atvinnureksturinn bæri ekki hærra kaupgjald. Þetta er nú orðin svo þvæld og úrsérgengin plata, að engum, sem nálægt samningamálum kemur, dettur í hug að taka mark á þessu væli atvinnurekenda. En þegar ríkisstjórnin aflétti banni við samningum, gaf sarnn- ingsfrelsi, þá var settur 4% rammi, sem ríkisstjórninni þótti hæfileg kauphækkun. Þetta gripu atvinnurekendur á lofti og reyndu að halda sig við það. Slíkt hefir nú, sem betur fer, verið brotiðábak aftur. Þráttfyrirþað, sem náðst hefir, þá er fjarri því að náðst liafi það sem búið var að ræná af launafólki. Er þetta upp- hafið og áður en þessu ári lýkur verður vonandi búið að fá leiðréttingu þessara mála, svo flestir geti sæmilega við unað. En það næst ekki nema með sam- stilltu átaki samtaka launafólks. Dagsbrúnarmenn hafa markað brautina sem fara þarf. Þökk sé þeim fyrir það. Oskar L. Arnfinnsson. Jónas Árnason fjallar um syndina og margslunginn breytileika henn- ar í útvarpssögunni um þessar mundir. Sjónvarp kl. 21.35: Þáttur um Nató Er Nató lífakkeri eða stríðshanski?, verður spurt í umræðuþætti í sjón- varpinu í kvöld. RUVft 19.35 Hnáturnar. Breskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaóur Edda Björgvinsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Skarpsýn skötuhjú. 9. Týnda konan. Breskur sakamálamyndaflokkur I ellefu þáttum gerður eftir sögum Agöthu Christie. Heimskautakönnuður leitar aðstoðar hjá Tommy og Tuppence við að hafa uppi á unnustu sinni. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.35 Skll Kvikmynd þessa lét upplýsingadeild Atlantshafsbandalagsins gera í tilefni af 35 ára afmæli samtakanna. Hún er um aðdrag- andann að stofnun bandalagsins árið 1949 og sögu þess í Ijósi stjórnmálaþróunar í Evr- óþu siðan. 22.05 Er NATO Irfakkeri eða stríðshanski? Umræðuþáttur um efni kvikmyndarinnar á undan og hlutverk Atlantshafsbandalagsins sem Islendingar hafa átt aðild að frá upp- hafi. Umræðum stýrir Helgi E. Helgason fréttamaður. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. Útvarp kl. 21.40: Syndin eftir Jónas Sagan sem útvarpað er á öldum ljósvakans um þessar mundir er hin snjalla saga Jónasar Árnason- ar Syndin er lævís og lipur. Það er höfundur sjálfur sem les á sinn skilmerkilega hátt. Lesturinn í kvöld er í sjöunda sinn og hefst kl. 21.40, en annars er sagan á dagskrá útvarpsins á mánu- dögum, þriðjudögum og mið- vikudögum. Skil heitir þáttur nokkur, sem sýndur verður í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.35. Forrádamenn Atlantshafs- bandalagsins létu gera þennan þátt í tilefni af 35 ára afmæli hernaðar- bandalagsins, og fjallar þátturinn um aðdragandann að stofnun bandalags- ins árið 1949 og sögu þess í Ijósi stjórnmálaþróunar í Evrópu síðan. Við íslendingar gerðumst aðilar að bandalaginu hinn 30. mars, en endan- lega var gengið frá stofnun þess úti í Washington hinn 4. apríl. Á eftir verður rætt um þáttinn í sjónvarpssal undir stjórn Helga E. Helgasonar, fréttamanns Sjónvarps- ins. Umræðuþátturinn ber heitið Er Nató lífakkeri eða stríðshanski? Sjónvarp kl. 19.35: Hnellnar og hressar hnátur Hnáturnar heitir þátturinn sem sjónvarpið býður yngstu kynslóðinni uppá á þriðjudögum. Útsending hefst klukkan 19.35 og kostar ómælt tára- flóð á heimilum yngstu landsmanna ef gleymist að kveikja á. Hnáturnar eru kvenleg útfærsla á Herramönnunum, sem eru svipaðar klessur í laginu, og túlka einhverja ákveðna eiginleika í fari manna og kvenna, svo sem hroka, geðillsku. gleði o.s.frv.. Herramennirnir hafa verið þýddir á íslensku og komið út á litlum vasabókum og áreiðanlega verður stutt í að Hnáturnar eignist sínar bækur hér á landi einnig. Raun- ar sjást hinir margnefndu Herramenn einnig í hverjum þætti og stundum sést meira af þeim en aðalstjörnunum og heiti þáttanna því kannski rang- nefni. Penna- vinur/ vinkona óskast Sarah McLiesh frá Ástralíu er 18 ára göntul og vili gjarnan komast í bréfasamband við ís- lendinga á svipuðu reki. Helstu áhugamál hennar eru tónlist, og þá aðallega popp, bókmenntir og tungumál. Hún skrifar á ensku og er mjög dugleg að svara bréfum. Heimilisfang hennar er; Sarah McLiesh Surrey Hills Melbourne Victoria 3127 Australia bridge Það getur verið dýrkeypt að kunna ekki kerfið sitt. Það fengu ítölsku kvenmennirnir í landsliðinu á síðasta EM að reyna. Þú situr í Norður og heldur á þessum spilum: D753 D108 ÁK9 Á84 Ert á hættunni gegn utan, þú ert gjafari og opnar á 1 grandi. Austur kemur inná á 2 tíglum sem er útskýrt „eðlilegt", tígul- litur og einhver styrkleiki. Framhald sagna voru: 1 grand 2 tíglar 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 liglar Pass 3 spaðarPass 4 spaðarAllir pass Útspil Austurs er hjartaás og meira hjarta. Vestur sýnir hátt- lágt, sem þýðir 2-4-6 litur í hjarta (jöfn tala). Hvað gerir þú sem sagnhafi, með þessi spil í Suður á móti þér?: ÁG84 K94 D832 32 Tekurðu svíninguna í spaða og hættir á stungu í hjartanu eða tekurðu á spaðaás og vonar að Austur eigi bara tvo spaða og nái ekki að trompa þriðja hjart- að? Jæja, sú hollenska í leiknum við þær ítölsku valdi að fara upp með ásinn og spila síðan lágum spaða. Austur tók þá kónginn og spilaði hjarta og Vestur trompaði. Síðan vargjafaslagur á lauf og spilið fór því einn nið- ur. Eftir að þær hollensku höfðu kært spilið til keppnis- stjóra, var úrskurðurinn sá að þær hollensku skrifuðu 450 í sinn dálk vegna rangra útskýr- inga andstæðinganna, en á sama tíma spilaðist spilið á sama hátt hinum megin, nema þar sá Austur enga ástæðu til að melda inná. Sú ítalska tapaði því spilinu á sama hátt og það þýddi 11 impa til Hollands. Það getur verið dýrt að kunna ekki kerfið sitt... Tikkanen Evrópu er skipt í tvennt. En hvorugnr hlutinn heyrir Evr- ópu til. Gœtum tungunnar Sagt var: Veðrið er að slota. Rétt vaeri: Veðrinu er að slota.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.