Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Kasparov vann þriðja árið í röð. Pía á íslandi. (Ljósmynd atli). Óskarsverðlaunin í skák_ Kasparov og Pía unnu! Garry Kasparov hreppti hin eft- irsóttu Óskarsverðlaun í skák og er það í þriðja sinn í röð sem hann hreppir verðlaunin. í öðru sæti, eins og sl. 3 ár varð heimsmeistar- inn Anatoly Karpov. Garry Kasp- arov hlaut 984 stig en Karpov 918. Það eru 84 skákfréttaritarar stærstu dagblaða heims sem kjósa skákmann ársins. Að þessu sinni varð Kasparov í efsta sæti á 65 list- um en Karpov aðeins á 14 listum. Sagt er að það angri Karpov mjög aðverma2. sætið. Annarserröð 10 efstu manna þannig: Garry Kasp- arov 984 stig, Anatoli Karpov 918, Viktor Kortsnoi 631, Vassily Smyslov 610, Rafael Vaganian 465, Ulf Anderson Svþj. 397, La- jos Portich Ungvl. 368, Jan Tim- man Holl. 359, Anthony Miles Eng. 324, Jonathan Nunn Engl. 268. í kvennaflokki sigraði sænska stúlkan Pia Cramling með 847 stig, næst kom Maia Chiburdanidze So- vétr. með 792 stig og í 3. sæti varð sú fræga skákkona Nona Gaprind- asvili með 657 stig. -S.dór Stundakennarar HÍ lögðu niður vinnu í gær Vilja fá aðgang að rannsóknum „Við leggjum höfuðáherslu á að stundakennarar við Háskóla Is- iands fái sömu aðstöðu til rannsókna og fastráðnir kennarar en eins og nú er erum við einungis ráðin til kennslu án þess að tekið sé tillit til þarfar okkar fyrir að stunda rannsóknir“, sagði Gumundur Oli Ingvarsson stundakennari við Há- skólann en í gaer lögðu þeir niður kennslu til að ieggja áherslu á kröf- ur sínar. Guðmundur Óli sagði að upphaf málsins mætti rekja til ársins 1981 en þá voru settar reglur um greiðslur til stundakennara og störf þeirra almennt án samráðs við þá. Var boðað til verkfalls og að því loknu fallist á að starfsreglurnar giltu til 29. febrúar 1984 en að því tímabili loknu yrðu teknar upp við- ræður við stundakennara um nýjar reglur. 15. mars sl. hefðu samtök stundakennara farið fram á að við- ræður yrðu upp teknar og jafn- framt verið ákveðið að leggja niður vinnu 16. apríl til að leggja áherslu á kröfurnar. „í síðustu viku barst okkur svo svar frá menntamálaráðuneytinu þar sem boðið er upp á viðræður en einnig óskað eftir því að þær hæfust ekki fyrr en að loknum sérkjara- samningum. Við höfum ekki tekið afstöðu til þeirrar beiðni ennþá en höfum í dag verið að ræða okkar mál hér á starfsdegi sem svo er kall- aður“, sagði Guðmundur Óli að síðustu. -v. Akureyri Skorið upp við sullaveiki Rúmlega fertug kona var skorin upp á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í sl. viku til að nema á brott sull. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum af rannsókn sýna, mun hér vera um eiginlegan sull að ræða. Þetta er i annað sinn á skömmum tíma að skorið er upp vegna sulls á Akureyri, samkvæmt frásögn Ak- ureyrarblaðsins íslendings. -«g ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng Rekstur KRON í blóma: 6.3 miljónir í hagnað 1983 Aðalfundur Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis var haldinn að Hótel Sögu sl. sunnudag. Ólafur Jóns- son, formaður stjórnar KRON, setti fundinn og tilnefndi fundarstjóra þá Baldur Óskarsson og Her- mann Þorsteinsson en fundarritara Eystein Sig- urðsson og Ásgeir Hösk- uldsson. Ólafur Jónsson flutti skýrslu stjórnarinnar og verður nánar greint frá ræðu hans síðar hér í blaðinu. Þá flutti Ingólfur Ólafs- son, kaupfélagsstjóri, sína skýrslu og skýrði reikninga félagsins. Sagði hann afkomu félagsins góða. Heildarvörusala að frádregnum söluskatti, varð 160 milj. kr. Er það 60% aukning frá árinu áður. Heildarlaunagreiðslur voru 26.678 þús. kr. Tekjuafgangur6,3 milj. en 3,2 milj. árið áður. Eiginfjárstaða í árslok var 68% af eignum og styrktist hún á árinu. Stærsta verk- efni KRON á sl. ári var að koma Miklagarði á fót. „Á þessu ári verður eitt megin- verkefnið að tryggja rekstur Mikl- agarðs jafnframt því að treysta rekstur búða félagsins. Því verða fjárfrekari verkefni að bíða. Þó mun verða unnið áfram að bygg- ingu verslunarhúss við Furugrund í Kópavogi og stefnt að því að opna þar verslun á þessu ári“, sagði Ing- ólfur Ólafsson kaupfélagsstjóri. Þeir Ólafur Jónsson, Böðvar Pétursson og Ásgeir Jóhannesson höfðu nú lokið kjörtíma sínum í stjórn félagsins. Ólafur og Böðvar báðust undan endurkjöri og voru kosnir í þeirra stað Kjartan Ólafs- son og Þröstur Ólafsson. Gunnar Grímsson, annar endurskoðandi félagsins, hafði og lokið sínum kjörtíma og baðst undan endur- kosningu. í stað Gunnars var Jörg- en Þór Halldórsson kjörinn endur- skoðandi. Varaendurskoðandi, Björn Stefánsson, er fluttur af fé- lagssvæðinu og var Baldvin Einars- son kjörinn í hans stað. Þá voru og kjörnir 18 fulltrúar á aðalfund SÍS og 12 til vara. Félagsmenn KRON í árslok 1983 voru 14.591. -mhg HAFSKIP SUÐURNES NEW YORK GDYNIA VESTERVIK :m: HELSINKI NORFOLK*****,, W"“ IHI , IPSWICH itt **** ANTWERPEN :m ALABORG KEFLAVIK V V FREDRIKSTAD ROTTERDAM wr HAMBORG HALMSTAD Okkar menn á Suðurnesjum hafa nú opnað vöruafgreiðslu í Keflavík. Með því einföldum við málin fyrir hina fjölmörgu viðskiptavini okkará Suðurnesjum og gerum vöruafgreiðsluna fljótvirkari og hagkvæmari. Varan leyst út á staðnum eftir tollafgreíðslu í Keflavík. Okkar menn,- þinir menn HAFSKIP SUÐURNES Iðavöllum 5-Sími: 3320, Keflavík. GAUTABORG KAUPMANNAHÖFN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.