Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 17. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Barátta fyrir búsetu Eftirfarandi tvö erindi voru meðal þeirra erinda, sem fyrir þinglok. Arnór PéturssonstarfarhjáTryggingastofn- flutt voru á stórfundi húsnæðissamvinnufélagsins Búseta í un og er virkur félagi innan samtaka fatlaðra og m.a. Háskólabíói í Reykjavík sunnudaginn 8. apríl. Fundinn formaður íþróttafélags fatlaðra. Ásdís Ingólfsdóttir er sóttu milli sjö og átta hundruð manns og þarna var stefna kennari við Menntaskólann við Sund og á sæti í stjórn félagsins kynnt og settar fram kröfur á hendur þingmanna Búseta. um að þeir afgreiði húsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra Hagkvæmt húsnæði öllum til handa! Ræða Ásdísar Ingólfsdóttur, kennara: Kæru félagar og gestir. Einn af ráðherrum landsins er kærður fyrir það lögbrot að halda tík í Reykjavík. Allt ætlar af göfl- unum að ganga. Lagalegan rétt ráðherra til tíkarhalds verður að tryggja. Tvöþúsund og fimmhundruð manns ganga í félag sem hefur það að markmiði að tryggja fólki þak yfir höfuðið. Krafa okkar til Al- þingis er að lagalega verði félagið viðurkennt og það tryggt með lögum, að braskarar og bófar mis- noti ekki hugmynd þessa. Og hvað gerist? Hvað segja vorir landsfeður - vort háa Alþingi? EKKERT! Við sem hér erum í dag erum ekki tíkarvirði. Hvað er orðið af húsnæðisfrum- varpinu? Hvað er að gerast í þing- inu? Skyldi nokkur maður hafa trú- að því að jafn sjálfsögð mannréttindi og öruggt húsaskjól eru þyrftu að kosta áralanga bar- áttu við yfirvöld? Þeir hafa kannski komist að því mennirnir, sem árið 1919 þýddu bæklinginn um hús- næðissamvinnufélög. Hvernig skyldi málum verða háttað eftir önnur 65 ár þegar bamabörn mín eru vaxin úr grasi? Kemur eitthvert þeirra til með að finna gulnað eintak af Búsetanum okkar í skrifborðsskúffu og spyrja: Hvað er nú þetta?; NEI. Það má aldrei verða - og til þess erum við hér í dag: - að þau börn sem eru að vaxa úr grasi og þeirra börn þurfi ekki að upplifa það að vera á götunni eða í dýru leiguhúsnæði... - að þeir unglingar utan af landi, sem sækja þurfa skóla til Reykjavíkur, verði ekki að búa í Gistiheimilinu í Brautarholti eða við Snorrabraut, eins og ég veit að sumir nemenda minna neyðast til að gera... - og við erum hér einnig vegna þess unga fólks, sem ekki getur flutt úr foreldrahúsum sökum þess að það fær ekki húsnæði við hæfi. Og afa þeirra og ömmu vantar líka hentugt húsnæði, en verða að sitja í of stórum íbúðum, sem þau geta ekki losnað við. Slíkur er glundroðinn í húsnæð- ismálum á höfuðborgarsvæðinu - og víðar. En... við erum ekki hvað síst „Okkar leið í húsnæðismálum er hagkvæmasta leiðin fyrir þjóðarbú- ið“, sagði Ásdís Ingólfsdóttir, kenn- ari, í ávarpi sínu á fundi Búseta í Háskólabíó sl. sunnudag. (Ljósm. -eik-) stödd hér í dag til að koma því til leiðar, að fólk á öllum aldri geti valið sér lífsform, en sé ekki neytt út í áralangt strit og endalausar af- borganir vegna húsakaupa. Fólk hefur leyft sér að segja við mig, að það sé aumingjaskapur og leti að vilja ekki eignast sitt eigið þak yfir höfuðið. En ég segi við ykkur: Ég er ekki sá aumingi að láta neyða mig út í það að eyða bestu árum ævi minnar í að koma mér upp einhverju þaki - á meðan börnin mín ganga sjálfala eða er komið fyrir hjá vandalausum. Og ég segi enn: Ég tel ekki að það sem við krefjumst af ríkisvald- inu sé svo ósanngjarnt að ástæða sé til að berja okkur af sér, rétt eins og við værum að reyna að stela síðustu krónunum upp úr vösum ráðherr- anna. Það má jú öllum vera ljóst, að okkar leið í húsnæðismálum er hagkvæmasta leiðin fyrir þjóðar- búið. Okkar krafa er: Hagkvæmt húsnæði öllum til handa! Arnór Pétursson, formaður íþróttafélags fatlaðra: að ljúka Skylda þingmanna verkinu fyrir vorið Amór Pétursson: „Búseti er búinn að rétta út höndina. Ég skora hér með á stjórnvöld að taka í hana“. (Ljósm. Atli) Það er sama í hvaða stétt menn eru, hvaða stjórnmálaskoðanir þeir aðhyllast - allir viðurkenna að þrjár frumþarfir manns í hinu siðmenntaða þjóðfélagi séu fæði, klæði og húsnæði. Útlendingar, sem koma til ís- lands, dást gjarna að því hvað við byggjum stórt og vel. Alkunn er sagan af Bandaríkjamanninum sem fyrir nokkrum árum var búinn að vera í Reykjavík í hálfan mánuð og spurði oft hvar fátæklingarnir byggju. Alltaf fékk hann svarið: þeir eru ekki til. Síðan fór hann með rútu til Akureyrar og er ekið var framhjá kartöfluskúrunum í Árbæ á hann að hafa sagt: „O yes, here live the poor people“. Enginn virðist hafa getað sagt honum, að í mörgum af þessum stóru og fallegu húsum væru ris- íbúðir, súðarherbergi og kjallara- holur, sem í mörgum tilfellum væru leigð út, og jafnvel fyrir okurleigu, þeim sem einhverra hluta vegna gátu ekki komið sér þaki yfir höf- uðið. Einn hópur fólks er þar í hvað erfiðastri aðstöðu, en það eru fatl- aðir. í könnun sem gerð var á mál- efnum fatlaðra í Reykjavík og ná- grenni 1981 kom fram, að þriðj- ungur svarenda búa í húsnæði, sem byggt er fyrir 1950, að tæplega helmingur einstæðra foreldra með- al fatlaðra og um helmingur einbúa búa í húsnæði, sem aðrir eiga. Að sjálfsögðu hafa fatlaðir átt nokkra valkosti varðandi húsnæði og eru þeir m.a. að byggja eða kaupa á hinum almenna markaði, kaupa hjá Verkamannabústöðum, leigja í þeim húsum sem félaga- samtök þeirra hafa byggt í því skyni, leigja á hinum almenna markaði - en allir hafa þessir val- kostir sína galla og sín takmörk. Má þar nefna að fæstir fatlaðir hafa fjárráð til að byggja eða kaupa á hinum almenna markaði. Margir hafa alls ekki fjárráð til að kaupa hjá Verkamannabústöðum; þeir hafa alls ekki notið þess forgangs, sem ég tel að þeir ættu skýlaust að njóta, og nánast enginn verka- mannabústaður hefur uppfyllt þær kröfur og skilyrði sem búseta fatl- aðra krefst og er það ekki fyrr en nú síðustu ár sem úr því var bætt. Hjá þeim félagasamtökum fatl- aðra, sem eiga íbúðir, eru fleiri hundruð manns á biðlista. Ég tel, að sú stefna að byggja fyrir fatlaða sér sé gengin sér til húðar enda á vissan hátt ómanneskjulegt. Eða hvað fyndist ykkur ef allir dökk- hærðir byggju í Árbænum og allir sem væru yfir 200 pund í Grafar- vogi? Fæstir fatlaðir hafa fjárráð til að leigja á hinum almenna markaði nema þá kannski í nánast óíbúðar- hæfu og heilsuspillandi húsnæði. Með tilkomu Búseta gefst fötl- uðum stórkostlegt tækifæri til að fá húsnæði. Þeir hafa auk þess allan möguleika á að taka þátt í þvf hvernig er byggt svo þarfir þeirra varðandi búsetu ættu að koma fram og vera vel borgið. Jafnframt yrði fjármálahliðin væntanlega hvað viðráðanlegust með slíku fyrirkomulagi. Ég er ekki að halda því fram, að fólkið hér í sögunni að framan hafi vísvitandi skrökvað, heldur hafi það ekki vitað betur. Nú eru nokk- uð mörg ár síðan þetta var og al- menningur miklu upplýstari.Með tilkomu Búseta ætti öllum al- menningi og stjórnmálamönnum að vera kunnugt um hve geigvæn- legir erfiðleikar þessa fólks eru og hvað vandamálið er mikið. Þó nokkrir fatlaðir, sem áhuga hafa á að búa í eigin húsnæði, búa á stofnunum sem ríkissjóður greiðir kostnaðinn af og skiptir hann þús- undum króna á mánuði. Því yrði eflaust um umtalsverðan sparnað að ræða, ef þessu fólki yrði gert kleift að komast yfir húsnæði hjá Búseta, auk þess sem það hlýtur að vera manneskjulegra og veita meiri lífsfyllingu heldur en að vera nán- ast dæmdur til æviloka inn á stofn- un. Ég hef hér eingöngu rætt um hvernig þetta mál snýr að fötluð- um, en ekki minnst á þá þætti sem öllum eru sameiginlegir, svo sem óöryggið og sálarstríðið sem fólk lendir í. Til dæmis veit ég um fimm manna fjölskyldu sem bjó á fjórum stöðum í þremur sveitarfélögum sama árið. Auk þess er ég sannfærður um að slíkt óöryggi og sífelldir flutningar geta haft stór- skaðleg áhrif á börn og unglinga, sem alast upp við þetta. Almenn umræða í landinu hefur nú síðastliðnar vikur snúist mikið um svokallað „gat“. Ég fullyrði að gatið sem félagsmenn í Búseta standa frammi fyrir er miklu stærra og miklu brýnna að fylla upp í. Það er því skylda hæstvirtra alþingis- manna að snúa sér strax að því, fara úr blaserjökkunum, taka út úr sér vindlana, bretta upp ermarnar og ljúka verkinu fyrir vorið. Það er skoðun mín að allir þing- menn, hvar í flokki sem þeir standa, þrátt fyrir mismunandi skoðanir um stefnur, markmið, leiðir og áherslur, gefi sig í þetta starf, því þeir vilja fegra og bæta mannlíf í landinu. Félagar í Búseta stefna að því að fegra og bæta líf þeirra þúsunda fólks, sem er hús- næðislaust, býr í heilsuspillandi húsnæði eða býr við ótrygga leigu. Hér er kærkomið tækifæri til að taka höndum saman. Búseti er bú- inn að rétta út höndina. Ég skora hér með á stjórnvöld að taka í hana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.