Þjóðviljinn - 17.04.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Þriðjudagur 17. aprfl 1984 DJOÐVIUINN Máígagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjonarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglysingastjori: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðsiustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Þreytumerkin Þó ríkisstjórnin sé ekki búin að sitja lengi að völdum eru margs konar þreytumerki farin að sjást á henni. Hveitibrauðsdagarnir eru greinilega liðnir og forsætis- ráðherrann farinn að skreppa á skíði. Fræg er sú yfirlýsing forsætisráðherra að hann sé orðinn hundleiður á fjárlagagatinu. Málgagn hans tekur undir í leiðara á laugardag og segir að þetta sé „hundleiðinglegt gat“. Greinilegt er af ríkisstjórnar- málgögnunum að þau eru orðin lúin af að verja ríkis- stjórnina og biðja hvert á fætur öðru um að umræðu verði hætt um vandræðamálin. Þannig biðst Tíminn undan umræðum um fjárlagagatið og kemst að þeirri niðurstöðu að opinber umræða sé ekki vænlegur kostur til að leysa úr „vandasömum ágreiningsefnum“. Málpípum Vinnuveitendasambandins er svipað far- ið, þar sem beðist er undan talnaupplýsingum um lág- launasvæðið ísland. „Einhliða samanburður í launum talinn er einskis virði“, segir í Ieiðara DV í gær. Og Morgunblaðið hefur leitt fram Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins til að komast að þeirri niðurstöðu að launasamanburðurinn sé býsna óþægilegur. Innan ríkisstjórnarinnar eru enn fleiri þreytumerki, þannig að málgögn hennar sýna ekki nema toppinn af ísjakanum. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins mæta ekki á fundi hver hjá öðrum og Framsóknarráðherrar eru farnir að ýta sérstökum frumvörpum úr vör til að klekkja á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Allir eru samráðherrarnir orðnir þreyttir á ein- leikjum fjármálaráðherrans. Og ekki má gleyma því, að þjóðin er orðin þreytt á ríkisstjórninni. * Atak gegn krabbameini í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar skipaði heilbrigðisráð- herra nefnd til að athuga hvort rétt væri að auka röntgenmyndatökur í leit að brjóstkrabbameini. Nefndin hefur nú lagt til að teknar verði upp skipu- lagðar hópskoðanir með röntgenmyndatökum. íslendingar standa framarlega í krabbameinsleit þannig að vakið hefur heimsathygli. Um sl. helgi var alþjóðleg ráðstefna fólks með sérþekkingu á þessu sviði. Niðurstöður ráðstefnunnar koma heim og saman við niðurstöður rannsókna hérlendis og víðar, að margt bendi til þess að skipuleg leit meðal kvenna, með myndatökum og skoðun lækki dánartíðni af völdum brjóstkrabbameins. Nú þegar hefur tekist að fækka verulega dánartíðni af völdum legkrabbameins með skipulagðri leit og flest bendir til þess að árangri megi ná í baráttunni við brjóstkrabbamein. Samkvæmt upplýsingum sérfræðinga má ætla að þriðji hver íslendingur fái einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni og það er næst algengasta dánarorskök með- al þjóðarinnar. Útreikningar sýna að 31.5% íslenskra karla og 32.8% kvenna fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Langalgengasta krabbameinið meðal íslenskra kvenna er brjóstkrabbamein. Tæplega 8% kvenna eða 13. hver íslensk kona fær krabbamein í brjóst. Á árinu 1982 létust 25 Í9lendingar í umferðarslysum. Á sama ári lést 31 kona af völdum krabbameins í brjósti. Sérfræðingar telja að lækka megi dánartíðni af völd- um þess um 35 til 40% með skipulagði leit og mynda- tökum. Á mannslífið verður ekki lagður neinn mælikvarði peninga. Þau eru alltof dýr til þess. Hins vegar hefur komið fram að stofnkostnaður fyrir hópskoðun og myndatökur kvenna yrði um 10 miljónir króna. Rekstr- arkostnaður á ári er talinn nema sviðapri upphæð. íslendingar hafa ekki efni á því að láta þetta verkefni bíða. klippt Sjónarmiðin undir í nýútkomnu tímariti Alþýðu- sambands íslands er leiðari eftir Ásmund Stefánsson, þar sem segir m.a. „Framvinda hefur leitt í ljós ýmsa veikleika í starfi verkalýðs- hreyfingarinnar. Sundurþykkja gerir að verkum að spjótalögin beinast í alvarlegum mæli að sam- herjum fremur en andstæðing- um. í erfiðu efnahagsástandi og illvígri pólitískri stöðu reynist hreyfingunni erfitt að beita sér. í fjöldmiðlaumræðum verða sjón- armið hreyfingarinnar undir og ná illa eyrum almennings." Þröngsýn handleiðsla Síðar segir í leiðaranum: „íslenskur fjölmiðlaheimur einkennist af þröngsýnni hand- leiðslu stjórnmálaflokka sem hver fyrir sig vill færa raunveru- leikann í þær umbúðir sem henta stundarhagsmunum hans á hverj- um tíma. Verkalýðshreyfingin getur hvergi á það treyst að sjón- armið hennar séu kynnt og skýrð. Þó flokkar velji að kalla sig verkalýðsflokka, er allt eins víst að þeir telji hagsmunum augna- bliksins betur borgið með því að afflytja og rangfæra það sem ger- ist á vettvangi verkalýðssamtak- anna. Ef til vill er veikasti hlekk- urinn í starfi samtakanna hve illa þau standa að vígi í fjölmiðla- heiminum.“ Forystan láti til sín taka „Reynslan sýnir að verkalýðs- hreyfingin þarf að koma sjónar- miðum sínum milliliðalaust á framfæri. Fræðslu- og upplýsing- astarf verkalýðssamtakanna nær í dag til of þröngs hóps og mikið skortir á að það sé nægilega reglubundið og umsvifamikið. Verkalýðshreyfingin verður að standa sig í fjölmiðlaþjóðfélagi nútímans. Forustumenn hreyf- ingarinnar verða að láta meira til sín taka í almennri um- ræðu. Samtökin verða að marka sér skýrari stefnu og koma henni á framfæri við almenning. Sam- tökin verða að vera virkari í þjóðmálaumræðunni, koma af- stöðu sinni til skila og svara áróðri andstæðinganna. Sjón- armið atvinnurekenda, andfé- lagslegra afla og hentistefnufólks úr ýmsum áttum hefur dregið úr tiltrú fólks á verkalýðshreyfing- una og trausti félagsfólks hennar á eigin baráttustyrk. Gegn þessu verður að snúast.“ Kynna nýjar hugmyndir... „Ef til vill er það samtökunum fjárhagslega ofviða að marka sér bás með rekstri sjónvarps, út- varps eða dagblaðs. Það er hins vegar ljóst að Vinnan, Fréttabréf ASÍ, bæklingar, fréttatilkynning- ar og ályktanir mega sín lítils í fjölmiðlaslag dagsins. Staðan verður að styrkjast. Kannski væri svarið hálfsmánaðarblað sem dreift væri á öll heimili landsins. Slík útgáfa væri þung fjárhagsleg byrði, jafnvel þó leitað væri sam- starfs við önnur samtök, en gæfi hreyfingunni möguleika á því að vera stöðugt með í umræðunni, greina frá því sem er að gerast á hverjum tíma, kynna nýjar hug- myndir og skýra afstöðu sína. Alla möguleika verður að kanna. Samtökin verða að sækja fram í fjölmiðlaheiminum. Á.S.“ Vangaveltur um nýjan flokk? Sighvatur Björgvinsson er ekki að tvínóna við að barna söguna í kjallargrein í DV í gær. Þar segir hann: „Um þetta hugsa þeir nú þegar rætt er um fjölmiðlaátak á vegum verkalýðsforystunnar, sem er auðvitað ekkert annað en vanga- veltur um nýjan flokk. Myndi slíkur flokkur fá fylgi? Ásmundur og Björn, Kristján og Flaraldur, Aðalheiður og Einar Ólafsson, greint og gáfað fólk - en fá þau fylgi? Því getur sá einn svarað sem af eigin rammleik ekki má mæla: sjónvarpið. Því verða menn annaðhvort að láta kylfu ráða kasti - eða kasta ekki.“ Vitlaust stöðumat? Sitt sýnist nú hverjum um þessi mál. í Norðurlandi á Akureyri, sem Alþýðubandalagið í kjör- dæminu gefur út, er pistill vik- unnar eftir Þröst Ásmundsson. „Lærum af mistökunum“ heitir pistill Þrastar. Þar segir m.a.: „Árás ríkisstjórnarinnar á launafólk virtist síá ýmsa forystu- menn í verkalýðshreyfingunni út af laginu. Athafnaleysi og þögul mótmæli við skerðingu frum- stæðustu mannréttinda voru með ólíkindum. En hafi mat þeirra þá, að „staðan" gæfi ekki tilefni til mikilla aðgerða, verið rétt, reyndu þeir a.m.k. ekki mikið til að breyta „stöðunni“. Alvar- legast er þó það kolvitlausa „stöðumat" sem birtist í A.S.Í.- V.S.Í samningunum. Þeir samn- ingar breyttu sáralitlu sem engu um hina hrikalegu kjaraskerð- ingu sem launafólk hafði orðið fyrir. Og lágkúran sem fólst í ung- lingataxtanum var svo hroðaleg að maður kveinkar sér við að nefna það. Þessir samningar voru svo bornir á borð fyrir fólk, - yfir- leitt með því uppgjafarausi að ómögulegt væri að breyta þar stafkrók." Dagsbrún stolt og sómi „Eins og allir vita var það Dagsbrún, stolt og sómi íslenskr- ar verkalýðsstéttar, sem snéri við blaðinu og gerði nýjan samning fyrir verkafólk þessa lands. Þetta gerðist þrátt fyrir víðtækt sam- særi stjórnvalda, fjölmiðla og at- vinnurekenda í því skyni að kæfa í fæðingu alla andspyrnu við smánarsamkomulagið. Sérstak- lega er ástæða til að þakka Þjóð- viljanum fyrir góða frammistöðu við að koma sjónarmiðum verka- fólks á framfæri, en þar stóð hann nánast einn eins og svo oft áður. Svavar Gestsson sagði réttilega eftir undirritun A.S.Í.-V.S.Í. samningsins að hann gæfi ekki rétta mynd af baráttustöðu verkalýðshreyfingarinnar. Það reyndist rétt eins og sýndi sig á næstu vikum. Og þá vaknar spurningin: Hvernig stóð á því að ýmsir forystumenn hreyfingar- innar misreiknuðu sig í þessu efni svo augljóslega? Svarið liggur í úreltum vinnubrögðum við undirbúning kjarabaráttunnar af hálfu margra forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögðin í Dagsbrún sýna að rétt samspil forystu og félaga skilar árangri. Hér þarf mörgu að breyta á næstu mánuðum." Greinileg kynslóðaskipti í lok pistilsins segir Þröstur: „Eitt hið eftirtektarverðasta við gerð síðustu kjarasamninga var það, að greinileg kynslóða- skipti eru í uppsiglingu í verka- lýðshreyfingunni. Þessum kyn- slóðaskiptum munu fylgja ný og betri vinnubrögð innan hreyfing- arinnar, meira lýðræði og virkara fjöldastarf. Þess er að vænta að slík umskipti verði einnig hér á Akureyri innan tíðar og verka- lýður þessa bæjar skipi sér á ný í fylkingarbrjóst stéttar sinnar.“ -óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.