Þjóðviljinn - 17.04.1984, Page 7

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Page 7
Þriðjudagur 17. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Af Friðarpáskum FRIÐARPÁSKAR 1984 hófust sl. laugardag með því að friðarsinnar söfnuðust saman á Lækjartorgi og gengu þaðan til Norræna hússins. Kalt var í Reykjavík þennan dag og gangan því ekki fjölmenn, en Norræna húsið yfirfylltist um leið og friðarvikan var sett. Jóhanna Bogadóttir lýsti Friðar- páska setta og að því búnu flutti dr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum í Kós, ávarp sem birtist hér á síðunni. Síðan var rætt um friðaruppeldi og fluttu Andri ísaksson og Margrét Pála Ólafssdóttir erindi um það mál og svör- uðu fyrirspurnum. Um kvöldið var fluttur leikþátturinn Ég læt sem ég sofi, en hann verður endurtekinn á páska- dag kl. 20.30. Margvíslegt efni er á boðstólum alla vikuna og yfir páskana og er barnafólki sérstaklega bent á myndasmiðjuna og barnatímana. Dagskrá Friðarpáska 1984 1984 birtist í blaðinu sl. föstudag og laugardag og unnt er að nálgast dagsk- rána í Norræna húsinu með áorðnum breytingum. Þjóðviljinn mun flytja fréttir af sumum dagskrárliðum og í dag birtum við ávarp dr. Gunnars Kristjánssonar. Dr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum: „Þorum við að lifa í voninni?“ „Lei&um hugann að því öðru hverju, að margir telja sig hafa rétt til þess a& lita á OKKUR sem óvini,“ sag&i dr. Gunnar Kristjánsson m.a. i ávarpi sínu. Kæru friðarvinir. Við eru komin hingað í Norræna húsið til þess að skiptast á skoðun- um um málefni friðarins. Og við eru ekki ein um það. Um allan heim er það einmitt þetta sérstaka málefni sem dregur að sér athygli manna óskiptari en endranær. Þeir sem til þessara daga hafa boðað eru hver með sínum hætti fulltrúar hinnar miklu friðarhreyfingar samtímans. Friðarhreyfing samtímans er án efa einhver öflugasta hreyfing, sem fram hefur komið. Raunar þekkj- um við fleiri slíkar alþýðuhreyfing- ar úr samtímanum og má þar nefna umhverfisverndarhreyfinguna, mannréttindahreyfinguna og kvennahreyfinguna, sem eru þeirra stærstar. Samt er hér ekki um að ræða hreyfingar í víðteknum skilningi orðsins; þetta eru ekki fé- lög eða samtök sem einhver hefur stofnað, heldur hafa þessar hreyf- ingar einfaldlega orðið til. Þær bera vitni um djúptæka viðhorfs- breytingu. Slíkar hreyfingar eru því tím- anna tákn, nánar tiltekið jákvæð tímanna tákn, því að tímarnir eiga sér einnig neikvæð tákn - sumir segja feigðarboða. Og þessir feigðarboðar samtímans gefa til kynna sitthvað um lífsstíl samtím- ans. Friðarhreyfingin er andsvar við einum skelfilegasta feigðarboðan- um; gereyðingarhættunni. Og raunar þurfum við ekki lengur að spyrja hver hún sé, því það ættum við öll að vita. Nú ættum við að spyrja hvernig hún er til komin og hvernig stefnunni verði breytt. Samt ættum við að hafa í huga orð bandaríska mannfræðingsins Margaret Mead, að „stærsta synd samtímans sé sinnuleysið um stað- reyndir þess heims, sem við byggj- um“. En jafnvel þótt við vitum ekki meira en það, að lítið barn deyr úr hungri aðra hverja sekúndu eða tæplega tvöþúsund á hverri klukkustund - á sama tíma og milljörðum króna er varið tii víg- búnaðar á þeirri sömu klukkustund - þá ætti það að nægja til þess að við hrykkjum við. Og það ætti að nægja til þess að taka orð Vatíkan- þingsins fyrir tveimur áratugum al- varlega, en þar segir, að „vígbún- aður samtímans sé glæpur gegn mannkyninu“. Glæpur gagn mannkyninu. Get- um við verið sinnulaus? Ættum við ekki að spyrja okkur sjálf, hvort okkar litríki og yfirborðsfagri lífs- stíll hafi dauðann að förunaut eða hvers vegna þurfa milljónir að deyja úr hungri? Hvers vegna þurf- um við að liffa á kostnað hinna aumustu? Hvers vegna þurfum við að lifa á kostnað framtíðarinnar með sóun auðlinda, útrýmingu dýrategunda og mengun lífríkisins. Allt spurningar um lífsviðhorf okk- ar sjálfra. Þegar nánar er skyggnst kemur í ljós, að gereyðingarhættan er að- eins ein afleiðing þessa lífsstfls og hún á sér margar rætur. Hún á sér t.d. rætur í offramleiðslu ger- eyðingarvopna. Hún á sér einnig rætur í því að öryggiskerfi gagn- kvæmrar fælingar er gengið sér til húðar með tilkomu ótrúlega fullkominna vopna, einkum hinna margumræddu meðaladrægu eld- flauga í Evrópu. í þriðja lagi, og þar er komið að atriði, sem verða mun þungt á metunum þessa daga, er orsökina að finna í lífsviðhorfum okkar sjálfra. Fleiri atriði mætti nefna, sem snerta lífsviðhorf, t.d. afstöðu okkar til kjarnorkuvopna, efnavopna eða almennt til vopna og styrjalda. Þótt friðarhreyfingin hafi verið í sviðsljósinu í þrjú ár og sitt hvað hafi breyst til hins betra af hennar völdum, halda hin stóru hernaðar- bandalög þó áfram með engu minni krafti en fyrr að setja upp nýjar eldflaugar, hrinda á flot nýj- um kafbátum og herskipum, gera tilraunir með nýrri og afkastameiri gereyðingartæki, framleiða full- komnari gereyðingavopn á slíkum forsendum og í anda þvflíkrar mannfyrirlitningar, að sérhverjum manni með óbrjálaða dómgreind hlýtur að sortna fyrir augum. Og enginn er öruggari þrátt fyrir aukinn vopnabúnað. Það er engu líkara en hið illa hafi náð ofurvaldi á ýmsum valdastofnunum þessa heims. En því mun meir eflast hin jákvæðu tímanna tákn að krafti og áhrifum. Um langa hríð hefur t.d. „freeze-hreyfingin“ í Bandaríkjun- um haft meirihlutafylgi þar í landi, ef marka má skoðanakannanir. Nú eru skoðanir manna innan friðarhreyfingarinnar á hernaðar- bandalögum vissulega skiptar, en um stefnu þeirra í kjarnorkuvíg- búnaði gegnir öðru máli, og einnig um þá hernaðarhyggju, sem hern- aðarbandalögin hafa haft í för með sér. í stað þess að auka traust milli þjóða auka þau hatur og í stað þess að efla elsku til óvinarins, draga þau upp af honum grýlumyndir, sem oftast eru fjarri öllum raun- veruleika. Hin stóru hernaðar- bandalög berjast bæði gegn friðar- hreyfingunni, því þau óttast bæði hið sama: að vilji almennings til sátta og friðasamlegra samskipta verði hernaðarhyggjunni yfirsterk- ari. En samt vilja þau vera með og hafa þann sjálfsskilning, að þau séu hinar sönnu friðarhreyfingar hvort um sig. Þannig eru málefni friðar- ins margslungin og von að ýmsum fallist hendur. Vígbúnaður á sér rætur í lífsvið- horfum, sem fyrr segir. Vígbúnað- ur með geryðingarvopnum, þar sem okkar menn eru reiðubúnir til að leggja sköpunarverkið í rúst ef svo ber undir, þarfnast kröftugrar grýlumyndar. Óvinurinn getur ekki verið neinn venjulegur óvin- ur, þegar svo mikið er í húfi. Hér (Ljósm. Atli). erum við komin óralangt frá öllum hefðbundnum kenningum um varnir þjóða - við erum einungis að tala um gereyðingu og rætur henn- ar. En hver er sá óvinur? Er sá óvinur til, sem réttlætir slíkan hugsunarhátt? Baráttan er ekki milli hugsjóna. Því til sönnunar má minna á það að Bandaríkin eiga gott samstarf við stærsta kommúnistaríki heims, Kína. Það sýnir, að andstæð hug- myndakerfi geta lifað saman í friði. Og svo er önnur hlið á málinu: hvernig erum við t.d. í augum Rússa, sem misstu tuttugu milljónir manna í seinni heimsstyrjöldinni? Hvernig erum við í augum íbúa Hiroshima eða Nagasaki eða í augum sveltandi íbúa þriðja heimsins? í augum meginþorra íbúa þriðja heimsins eru Evrópumenn síður en svo frið- samt fólk, sem hefur réttlæti í há- vegum. Leiðum hugann að því öðru hverju að margir telja sig hafa rétt til þess að líta á okkur sem óvini. „Farísear" allra tíma hafa ein- kennst af því, að þeir hafa séð hið illa í fari annarra og réttlætt hatur, yfirgang og glæpi með þeim hætti. En það er til önnur leið, t.d. sem Abraham Lincoln, mælti með, er hann sagði: „Hvernig get ég eytt óvinum mínum á öruggari hátt en þann að gera þá að vinum mín- um?“ Lincoln, Gandhi og Martin Luther King sóttu allir lífsviðhorf sín á sama stað: í Fjallræðuna. Það er í þeirri ræðu, sem einkenni krist- innar trúar kemur fram, og til sanns vegar má færa, að þar sé greinilegasta einkenni okkar trúar og þar með rauði þráðurinn í krist- inni lífsskoðun: afstaðan til óvinar- ins. Og það er sú afstaða, sem margir vilja ekkert af vita, þótt þeir nuddi sér utan í Krist að öðru leyti. Breski heimspekingurinn Bert- rand Russell benti á það á sínum tíma, að helstu minnisvarðar í landi hans væru til þess reistir að heiðra minningu manna, sem hefðu öðr- um fremur verið duglegir við að drepa útlendinga og afhjúpuðu þeir þar með frumstæða hvöt, sem býr með öllum mönnum: óttan við það sem er framandi og þar með framandi skoðanir. f stað þess að hlusta á aðra höfum við oft til- hneigingu til þess að stimpla það með einhverjum óæskilegum stimplum. Þótt það eigi við um okkur íslendinga engu minna en aðra, megum við þó gleðjast yfir því að þurfa ekki að heiðra minn- ingu manna, sem lögðu aðra að velii með vopnum. Okkar frelsis- hetja, Jón Sigurðsson, varðist með rökum og af sanngirni þar sem vopn voru óþörf, hvað þá ger- eyðingarvopn. Skáldið Franz Kafka sagði, að það þyrfti ótrúlega mikinn skort á hugmyndaflugi til þess að láta leið- ast út í styrjöld. í framhaldi af því mætti álykta, að það þyrfti ótrúlega mikið hugmyndaflug til þess að tryggja friðinn. Og það er vissulega rétt. Notum hugmyndaflugið! Hvað t.d. ef það væri stríð og enginn tæki þátt í því? Og gerum okkur í hugar- lund að það sé friður og stjórnmálaleiðtogarnir hafi ekki tekið eftir því? Ný lífssýn, skapandi samfélagsandi, opið treystandi samfélag, lífsnautnin frjóa; slíkt hlýtur að einkenna samfélag þeirra, sem fylkja sér um friðinn. Hin jákvæðu tákn hafa í för með sér nýjan, ákvæðan og skapandi lífsstfl. En samt skulum við hafa í huga orð Nóbelsskáldsins okkar, sem hann viðhafði í frægri ræðu, að friðarsinnar hefðu ævinlega verið stimplaðir sem glæpamenn. Það er gömul saga og ný. Hinn fyrsti þeirra var ekki aðeins stimplaður sem slíkur, heldur og krossfestur sem slíkur. Það er því engin tilvilj- un, að þessi friðarvika er haldin í dymbilviku, þegar við rifjum upp magnþrungna atburði. Jesús var maðurinn, sem var stimplaður guðlastari. Hann var maðurinn sem talaði um sáttargjörðina. Og var hann ekki líka maðurinn, sem stillti óvinunum upp í nýju ljósi, og ennfremur sá, sem settist meðal ut- angarðsmanna? En hann var líka maðurinn óttalausi, sem leiðtog- arnir óttuðust. Þarf það að koma svo mjög á óvart þegar allt er dreg- ið saman, að Pílatus hafi heldur viljað Barrabas? En spurningin er ekki lengur hvern Pflatus valdi og ekki heldur hvað þjóðarleiðtogar samtímans velja. Spurningin er um okkur sjálf og um okkar eigin sannfæringu. Spurningin er sú, hvort við þorum að láta skurðgoðið grimma. sprengjuna, sigla sinn sjó, láta af. tilbeiðslunni og þar með óttanum. Hvort við þorum að taka þá áhættu að lifa í voninni, efla hin mildu lífsgildi og sækja auðlegð okkar í mannlegt samfélag og í samskipti við fólk, hvar sem það er og hvem- ig sem það er. Ræðum um valkosti. Leitum leiða brott frá hatri og dauða. Snú- um baki við ofurvaldi hins ílla og hlúum að voninni. Er það ekki hið eina sanna raunsæi á okkar tímum? „Friður og ró“ gæti þessi mynd af Friðarpáskum 1984 heitið. (Ljósm. Atli)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.