Þjóðviljinn - 17.04.1984, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Qupperneq 9
Þriðjudagur 17. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 inBKiaiJWL S£ wmt*m Umsjón: I g3l roit 1 tT Víðir Sigurðsson Endurnýjað hjá KSÍ og Adidas Eimskip aftur með 500 þúsund Steinn Jóhannsson, ÍR, nálgast markið og sigur í Lillý Viðarsdóttir, nýja hlaupastjarnan frá Stöðvarfirði, sveina- og drengjaflokki. Mynd: -eik. á lokasprettinum á laugardaginn. Mynd: -eik. Víðavangshlaup íslands: Lillý hin stöðfirska óvæntur sigurvegari Knattspyrnusamband íslands hefur endurnýjað samning sinn við Heildverslun Björgvins Schram hf., umboðsaðila Adidas, um notk- un á íþróttafatnaði Adidas, og einn- Íg hlotið nýjan 500 þúsund króna styrk frá Eimskip. KSÍ og Adidas hafa lengi haft samstarf, þetta er áttunda árið sem þessir aðilar gera samkomulag um að öll lið KSI leiki í búningum frá Adidas. Eimskip styrkti KSI einnig myndarlega í fyrra og í ár óska for- ráðamenn fyrirtækisins þess sér- staklega að upphæðinni verði eink- um varið til verkefna sem tengjast starfsemi yngri flokka í knatt- spyrnu. Eimskip hefur boðist til að gefa bikar sem veittur yrði sem verðlaun í 6. flokksmót sem haldið yrði í sumar, og einnig farandbikar sem keppt yrði um á landsmóti fyrir telpur. Jón Ásgeirsson, formaður sið- ferðislegu styrkveitendanna. Siðferðileg- ur styrkur! Stuðningsmannalið landsliðsins í knattspyrnu hefur verið sett á lagg- irnar. KSÍ bauð til sín á dögunum 35 landsþekktum áhugamönnum um íslenska knattspyrnu. Hlutverk þeirra verður að veita landsliðinu siðferðilegan styrk, auk þess sem þeir munu vinna að því að styrkja landsliðið fjárhagslega. Formaður hefur verið skipaður Jón Ásgeirs- son, sá landsfrægi fyrrum útvarps- maður og gamall Þróttari. - Frosti. Frá Heimi Bergssyni fréttamanni Þjóðviljans í Englandi: Zola Budd, hin 17 ára suður- afríska stúlka sem á dögunum fékk breskan ríkisborgararétt á um- deildan hátt, náði ólympíulág- markinu í 3000 m hlaupi í fyrstu atrcnnu nú um helgina. Hún keppti á móti í Dartford, setti breskt ung- lingamct og var þremur sekúndum undir lágmarkinu þrátt fyrir að hún fengi enga keppni og hlaupa- brautin væri léleg. Tími hcnnar var 9:02,6 mín. Það er þó alls ekki öruggt að hún fái að keppa fyrir hönd Breta á Ól- KSÍ hefur ráðið fjóra menn til starfa fyrir komandi keppnistíma- bil. Anton Bjarnason starfar fyrir tækninefnd KSÍ og sér um mót 6. flokks og stúlkna sem Eimskip styrkir. Guðni Kjartansson hefur verið ráðinn þjálfari 21 árs lands- liðsins og Lárus Loftsson sér um drengjalandsliðið. Þá hefur Aðal- steinn Steinþórsson, Austfirðingur og háskólaleiðtogi með meiru, ver- ið ráðinn starfsmaður móta-, dómara- og aganefndar. - Frosti/VS. Fyrirmyndar mótanefnd Fyrir nokkru sendi Mótanefnd Knattspyrnusambands íslands frá sér leikjaskrá fyrir komandi keppnistímabil. Þetta er nánast einsdæmi hérlendis, skráin var til- búin tveimur mánuðum fyrir fyrsta leik og á nefndin mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf. Það er alltof algengt hérlendis að mótaskrár í hinum ýmsu íþróttagreinum birtist ekki fyrr en viðkomandi mót er löngu komið í fullan gang og móta- nefndir annarra sérsambanda mættu taka kollega sína hjá KSÍ sér til fyrirmyndar í framtíðinni. - Frosti/VS. Knattspyrnudeild Fram og IBM hafa gert með sér auglýsingasamn- ing þess efnis að meistaraflokkur Fram mun leika með IBM- auglýsingu á keppnispeysum sínum lciktímabilið 1984. Samningurinn gekk í gildi þann 1. apríl sl. og renn- ur út 1. apríl 1985. IBM mun greiða Fram 300 þús- und krónur á þessu leiktímabili og félagið fær aukagreiðslur ef góður árangur næst í sumar. Halldór B. Jónsson, formaður knattspyrnu- deildar Fram, og Gunnar Hansson, fulltrúi IBM, lýstu báðir yfir ánægju með samningsgerðina. „Auka- og hliðartekjur eru nauðsynlegar til að halda knatt- spyrnufélögum gangandi í dag, það er ekki lengur hægt að treysta á innkomu af leikjum, og því eru svona samningar geysilega mikils ympíuleikunum í sumar. Aðferð Breta við að koma henni í gegnum kerfið hjá sér og setja hana fremst í röð umsækjenda um ríkisborgara- rétt hefur sætt mikilli gagnrýni, innan Bretlands og utan. Olympíu- nefnd Evrópu á eftir að ræða ntálið og erfitt að spá hvað gerist. Breska blaðið Daily Mail og amerískur auðjöfur, Mark McCormick, komu máli Zolu í gegn, í eiginhags- munaskyni að flestra mati. En hvað sem því líður er hin berfætta Zola Budd frábær hlaupari á heimsmælikvarða og ætti að verða í fremstu röð á Ólympíuleikunum í Los Angeles, svo framarlega sem henni verði leyft að keppa þar. Lillý Viðarsdóttir, 16 ára stúlka úr Súlunni á Stöðvarfirði, kom, sá og sigraði í kvennaflokki Víða- vangshlaups Islands sem haldið var á Miklatúni í Reykjavík á laugar- daginn. Hún kom mjög á óvart og sigraði örugglega. Önnur varð Rakel Gylfadóttir, FH, og þriðja virði“, sagði Halldór á blaða- mannafundi fyrir helgi. Framarar standa í stórræðum um þessar mundir, þeir eru að byggja við félagsheimili sitt við Safamýri og í sumar verður grasvöllur félags- ins tekinn til gagngerrar endurnýj- unar. Ekki er þó reiknað með að hann verði tilbúinn til notkunar fyrr en eftir þrjú ár. Við hann er fyrirhugað að reisa áhorfenda- stúku fyrir 1000-1500 áhorfendur. Framarar hafa einnig samið við Heildverslun Björgvins Schram um að öll knattspyrnulið félagsins leiki í Adidas-búningum í sumar. Verður það fjórða árið í röð sem knattspyrnumenn Fram klæðast þeim. - VS. Paul McStay, hlnn bráðefnilegi 19 ára landsliðsmaður hjá Celtic, skor- aði sigurmarkið í undanúrslitaleikn- um gegn St. Mirren. Unnur Stefánsdóttir, HSK. Þær hlupu 3 km. Sigurður P. Sigmundsson, FH, sigraði í karlaflokki (8 km), Sigfús Jónsson, ÍR, varð annar og Haf- steinn Óskarsson, ÍR, þriðji. Gunnar Guðmundsson, FH, sigr- aði í strákaflokki, Guðrún Valdi- marsdóttir, ÍR, í stelpnaflokki, Finnbogi Gylfason, FH, í pilta- flokki, Guðrún Eysteinsdóttir, FH, í telpnaflokki og Steinn Jó- Celtic er komið í úrslit skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu í 42. skipti eftir 2-1 sigur á St. Mirr- en í undanúrslitunum á laugardag. Paul McStay skoraði sigurmark Celtic níu mínútum fyrir leikslok, áður hafði Brian McClair fært lið- inu forystuna en Frank McDougall jafnað fyrir St. Mirren. Aberdeen verður andstæðingur Glasgow-búanna, vann Dundee 2- 0 í hinum undanúrslitaleiknum. Ian Porteus skoraði fyrra markið en Gordon Strachan það síðara á lokamínútu leiksins. Aberdeen stefnir því á þrennuna miklu, hannsson, ÍR, í flokki sveina og drengja. ÍR og FH skiptu með sér sigrum í sveitakeppni, nema hvað HSK sigraði í einni. Keppendur voru um 150 en þar vantaði 50 manna hóp frá Vestur-Húnavatnssýslu sem ekki komst vegna ófærðar á Holta- vörðuheiði. Elsti keppandinn var , sjónvarpsmaðurinn Haukur Herg- eirsson, 53 ára, og var hann sér- staklega heiðraður. - VS. Skotlandsmeistaratitilinn, skoska bikarinn og sigur í Evrópukeppni bikarhafa annað árið í röð. Einn leikur var í úrvalsdeildinni, Dundee United vann St. John- stone 3-0 og voru Paul Sturrock og John Reilly meðal markaskorar- anna. Allar líkur eru á að Morton og Dumbarton komist í úrvals- deildina, þau eru efst í 1. deild með 47 og 46 stig en Partick Thistle, sem hefur leitt í nánast allan vetur, er að dragast aftur úr, hefur 42 stig. Forfar hefur þegar unnið 2. deild með miklum yfirburðum. Zola fór létt með Ólympíulágmarkið Framarar semja við IBM og Adidas Sigurður P. Sigmundsson, FH, heldur á lofti sigurlaunum sínum en hann sigraði í karlaflokki Víðavangshlaups íslands. Honum á hægri og vinstri hönd eru ÍR-ingarnir Sigfús Jónsson og Hafsteinn Óskarsson, sem urðu í öðru og þriðja sæti. Mynd: -eik. Skoska knattspyrnan: Celtic í úrslit í 42. skiptið! Aberdeen stefnir á þrennuna - VS.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.