Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Eilíf veisla á Reyðarfirði: Nýtt íslenskt leikrit frumsýnt Meirihluti hlutverka í höndum kvenna Nýlega var frumflutt nýtt ís- lenskt leikrit á Reyðarfirði eftir Margréti Traustadóttur sem þar býr. Leikritið, sem heitir Eilíf veisla, fjallar um hjóna- bandssögu nýgiftra hjóna sem slíta samvistum eftir skamma sambúð. Verkið hef- ur þegar verið sýnt víða á Austurlandi við góðar undir- tektir, og fyrirhugað er að sýna það á fleiri stöðum eystra. Margrét leikstýrir verk- inu sjálf. „Þetta er baktería sem ég hef gengið með frá æsku“, sagði Mar- grét í stuttu spjalli við Þjóðvilj- ann. „Ég hef lengi glímt við að skrifa og satt að segja á ég efni í kassatali heima við, hvort sem það nýtist mér nú nokkurn tíma“. Margrét kvaðst hafa verið þrjú ár að skrifa leikritið, sem lýsir sambúð hjóna frá giftingu og þar til samband þeirra flosnar upp eftir þrjú ár. „Þetta er nú ekki nein lífsreynslusaga mín“ sagði Margrét, „þó auðvitað fléttist inní hlutir sem ég hef reynt í eigin lífi eða séð gerast hjá öðru fólki. Leikritið lýsir ekki einungis við- brögðum hjónanna, heldur kann- ski ekki síður hvernig fólk um- hverfis þau bregst við, við- brögðum tengdafólks og kunn- ingja“. Margrét kvað ekki hafa verið tiltakanlega erfitt að leikstýra verkinu sjálf, samstarfið við leikendur hefði gengið vel, leikstjórnin hefði verið sér mjög lærdómsrík og „mun ábyggilega verða mér til hjálpar í framtíðar- verkum". Hún taldi jafnframt að þegar fólk hefði einu sinni fengið bakteríuna, þá væri ekki undan- komu auðið og hún væri þegar komin með nýtt efni á heilann. í Eilífri veislu eru fimmtán hlutverk sem eru í höndum tíu leikara. Það er athyglisvert að af leikurunum tíu eru sjö konur, en kvenhlutverk eru að öðru jöfnu gjaman mun færri en karlhlut- verk og þetta er því nokkurt ný- mæli. Þess má að lokum geta að systir Margrétar, Sólveig, hefur samið tvö leikrit, sem hafa verið sýnd eystra. „Ætli þetta sé ekki í blóðinu", sagði Margrét að lok- um. -ÖS Búseti í Árnes- sýslu Húsnæðissamvinnufélag var stofnað á Selfossi 19. mars sl. og eru nú komnir í féiagið rúmlega 50 manns. Félgssvæði þessa hús- næðissamvinnufélgs er Árnes- sýsla öll. í stjórn Búseta í Árnessýslu eiga sæti: Bragi Ólafsson, for- maður, Davíð Kristjánsson, Eiríkur Guðmundsson, Sjöfn Halldórsdóttir og Sólveig Guð- mundsdóttir. Endurskoðendur félagsins eru Margrét Einarsdótt- ir og Sigurgeir Friðþjófsson. Búseti í Árnessýslu hefur opn- að skrifstofu að Eyrarvegi 3, Sel- fossi, og síminn þar er 2248. Skrifstsofan er opin alla virka daga frá 17-19 en auk þess er opið til kl. 22 á fimmtudögum og á laugardögum er opið frá 14-17. Þar er tekið á móti skráningu nýrra félaga og veittar upplýsing- ar um húsnæðissamvinnufélög. Nú hafa verið stofnuð 3 hús- næðissamvinnufélög í landinu, í Reykjavík, á Akureyri og í Árnessýslu. Búsetafólk íhugar nú stofnun landssambands, en slíkt samband fengi inngöngu í sam- band húsnæðissamvinnufélaga á Norðurlöndum. Verulegur styrk- ur yrði í inngöngunni fyrir Búseta hér á landi, því henni gæti fylgt ýmis konar aðstoð, m.a. fjár- hagsleg. ast Annað uppboð ríkisvíxla „Við erum eftir atvikum ánægðir með þetta útboð. Þetta eru að vísu ekki þeir vextir sem við erum að sækjast eftir, en það er eðiilegt að menn sýni varfærni núna og trúlega myndi takast betur til ef sjór væri lygnari á efnahagssviðinu“, sagði Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu í gær. í öðru útboði ríkisvíxla á miðvikudag tók ríkið tilboðum í víxla að nafnvirði 28,5 miljónir króna, en 30 miljónir voru boðnar út. Kaupverð víxlanna var 26,9 miljónir, sem jafngildir 25,97% meðalársvöxtum. í fyrsta útboð- inu, þegar selt var að nafnvirði 19 miljónir króna, voru vextirnir sem ríkið þarf að borga lægri eða 25,72% en menn hafa talað um þessi útboð sem „baromet“ á tiltrú manna á efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar. Höskuldur sagði að ævintýra- ljóminn sem einkennt hefði fyrsta útboðið virtist nú farinn af. Þá var algengt að menn reiknuðu með 30- 50% vöxtum, en þorri tilboða nú hljóðaði upp á 22-30%. Næsta upp- boð á ríkisvíxlum er áætlað í maí- byrjun. Lmlitiis sbírteini Alþvðu bankans Þú færö 6% hærri vexti af innlánsskírteinum Alþýöubankans en af almennum sparisjóðsreikningum. Þú leggur einfaldlega inn ákveðna upphæð (lágmark kr. 3.000) og sex mánuðum síðar tekurðu hana út ásamt vöxtum, sem á ári nema nú 21 %. Með því að leggja inn upphæðina ásamt vöxtum í aðra sex mánuði nærðu 22,1% ávöxtun á ári af innlánsskírteininu. Eftir fyrstu sex mánuðina reiknast annars almennir sparisjóðsvextir af innlánsskírteininu þar til þú tekur út. Innlánsskírteini Alþýðubankans eru skattfrjáls eins og almennar sparisjóðsbækur. Þau eru afgreidd frá og með 16. apríl í Alþýðubankanum, Laugavegi 31, og útibúum Suðurlandsbraut 30 og á Akureyri. Við gerum vel vid okkar fólk Alþýðubankinn hf. ái auglýsingaþjOnustan'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.