Þjóðviljinn - 17.04.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNj Þriðjudagur 17. aprfl 1984 S-Afríka: Apartheidstjórnin í sókn ANC og SWAPO útilokuð frá nágrannaríkjunum Yfirvöld í Mosambique efndu til sérstakra hátíöahalda í landinu hinn 16. mars síðastliðinn með hrísgrjóna- og olíugjöfum til fólksins og auknu framboði á varningi í verslunum. Ástæðan var samningur sá sem þeir Samora Machel forseti Mos- ambique og Pieter Botha for- sætisráðherra S-Afríku undir- rituðu þennan dag við hátíð- lega athöfn að viðstöddum fjölda erlendra sendifulltrúa. Samningurinn var sá fyrsti sem löndin höföu gert sín á milli frá því Mosambique varð sjálfstætt 1975. Hann varðaði skuldbindingar um friðsamlega sambúð ríkjanna og S- Afríka hætti stuðningi sínum við MNR, andspyrnuhreyfinguna í Mosambique, gegn því að Mos- ambique hætti stuðningi við frelsis- samtök blökkumanna í S-Afríku, Afríska þjóðarráðið (ANC). Samora Machel túlkaði samning- inn sem mikinn sigur fyrir þjóð sína, er binda muni enda á það styrjaldarástand sem ríkt hefur á milli ríkjanna frá 1975, þar sem andspyrnuhreyfingin hafði stór- lega aukið umsvif sín og skemmd- arverk á síðustu árum með stuðn- ingi S-Afríku. Samningurinn inniheldur einnig ákvæði um efnahagslega samvinnu á sviði ferðamála, flutninga á sjó og loforð um að unnið verði að samkomulagi milli ríkjanna um greiðslur S-Afríku til Mosambique fyrir orkuna sem kemur frá raf- orkuverinu í Cabora Bassa, en ork- uver þetta var byggt í Mosambique á nýlendutímanum af Portúgölum og S-Afríku, og fer öll orka þaðan til S-Afríku. ANC gert útlœgt Þótt samningi þessum hafi verið fagnað í Mosambique, þá er langt því frá aðhann vekji fögnuð alls staðar. Félagar Afríska þjóðar- ráðsins í Mosambique hafa orðið að yfirgefa landið eða fara í flótta- mannabúðir sem eru undir eftirliti. Húsrannsókn var gerð í stöðvum samtakanna og þeim var einungis leyft að hafa 10 manna pólitískt Pieter Botha, forsætisráðherra S- Afríku hefur náð tangarhaldi á ná- grannarikjunum. sendiráð í höfuðborginni Maputo. Þetta gjörbreytir allri aðstöðu ANC, sem áður hafði haft frjálsan aðgang um landamæri ríkjanna. „Stjórnvöld í Mosambique hafa tekið að sér lögregluhlutverk fyrir apartheid-stjórnina", var haft eftir einum bitrum félaga ANC, og framkvæmdanefnd samtakanna sagði að samkomulagið „hlyti óhjákvæmilega að stuðla að áfram- haldandi ólögmætri stjórn minni- hluta hvítra innflytjenda í S-Afrí- ku“, eins og það var orðað. Oliver Tombo, leiðtogi ANC, lýsti því nýlega yfir að samkomulag þetta yrði þó engan veginn til þess að draga tennurnar úr ANC, þvert á móti hefðu samtökin takmarkað beitingu vopnavalds í S-Afríku hingað til, til þess að gefa Olivier Tombo, forseti ANC: Samn- ingurinn stuðlar að viðgangi apart- heid. apartheid-stjórninni ekki tilefni til árása á nágrannaríkin. Nú hefðu aðstæður breyst, og sagði hann að barátta samtakanna myndi ná há- punkti á næstu mánuðum. Sprengjutilræðið sem varð í Durb- an í síðustu viku kann að vera for- smekkurinn að því sem koma skal. Kúvending Samningur S-Afríku og Mos- ambique kom mörgum í opna skjöldu, og þá ekki hvað síst hin skjóta framkvæmd hans með af- vopnun og brottvísun ANC-félaga úr landinu. Þá hefur það einnig komið nokkuð á óvart að stjórnvöld í Mosambique skuli ekki túlka hann sem nauðungar- samning, heldur sem stóran sigur. Fyrir þrem árum lýsti Samora Machel því yfir þar sem þeir stóðu hlið við hlið hann og Oliver Tambo, forseti ANC, að „við og S-Afríkumenn munum berjast hlið við hlið og snúa bökum saman þar til lokasigur er unninn með falli ap- artheid". Samkvæmt hinum nýja samningi er apartheid-kerfið hins vegar orðið innanríkismál S-Afr- íku, og á þeim forsendum er Mos- ambique bannað að blanda sér í innri málefni ríkisins. Þegar Samora Machel ávarpaði þing óháðra ríkja í Nýju Dehli á Indlandi fyrir ári síðan sagði hann hins vegar að „hinn rétti málstaður krefðist allsherjarstríðs heims- byggðarinnar gegn kynþáttamis- réttinu í S-Afríku“. ANC og SWAPO einangruð Mosambique er þó ekki eitt um að hafa gert friðarsáttmála við S- Afríku. Eftir margra ára styrjald- arástand á milli Angóla og S- Afríku sem náði hámarki um síð- ustu aldamót, sömdu ríkin um vopnahlé í miðjum febrúar. Mán- uði síðar fóru að berast fréttir af því að stjórnvöld í Angola hefðu að- stoðað s-afrísk stjórnvöld við að berjast gegn skæruliðum frá SWAPO, frelsissamtökum Nami- bíu, sem áður höfðu frjálsan að- gang að Angola. Þá var nýlega uppvíst að samskonar samningur hefur verið í gildi við Swaziland frá 1982. Þá hafa stjórnvöld í S-Afríku beitt Leshoto hernaðarlegum þrýstingi til þess að gera sams kon- ar samning. Skæruliðar Afríska þjóðarráðs- ins og SWAPO mega því reikna Samora Nachel: Samningurinn við S-Afríku er pólitískur sigur. með því að þurfa að reiða sig meira á eigin styrk í framtíðinni. Þar eiga þeir í baráttu við öfluga hernaðar- vél, því á þessu fjárhagsári veitir apartheid-stjórnin um 90 miljörð- um ísl. króna til hermála eða 15% af fjárlögum ríkisins. f S-Afríku búa nú um 30 miljónir manna, þar af búa um 3 miljónir í svokölluðum „heimalöndum blökkumanna". Yfir 80% þjóðar- innar eru blökkumenn eða litaðir og hafa þeir ekki kosningarétt eða kjörgengi til sambandsþings eða annarra opinberra embætta. Apartheid-stefnunni verður ekki hnekkt nema með alþjóð- legum þrýstingi. Þróun síðustu mánuða bendir til þess að sú bar- átta eigi eftir að verða löng. ólg. Svört skýrsla í Færeyjum: Ofveiði ógnar efnahagnum íslenska fordœmið virðist ekki hafa kennt Fœreyingum mikið Aukning sjávarafla um 30% og sóknargetu flotans um 37% mun koll- sigla færeyskum efnahag á næstu árum vegna rányrkju og offjárfest • ingar segir í nýrri „svartri skýrslu“. Sjávarafli Færeyingavar meiri á síöasta ári en nokkru sinnifyrr. Útgerðingafveru- legan hagnað í fyrsta skipti í mörg ár og fjárfesting í fiski- skipum sexfaldaðist frá unda- ngengnum 2 árum og hefur aldrei verið meiri. Auknar tekj- ur af útgerðinni komu jafn- framtfram ístóraukinni neyslu, þannig aðfjárfesting- ar og neysta juku stórlega á viðskiptahallann við útlönd og erlendar skuldir svo þær nema nú langt yfir helmingi af vergri þjóðarframleiðslu. Sókn í f iskistofna við Fær- eyjar hefur verið langt umfram ráðleggingarfiskifræðingaog útilokað er að hin miklafjár- festing í fiskiskipum muni skila sér í auknum afla eða aflaverðmæti. Nauðsynlegter að grípa til ráðstafana sem komi á auknu jafnvægi í þjóð- arbúskap Færeyingaog komi honum á heilbrigðari grund- völl. Þetta eru helstu niðurstöður ráðgjafanefndar danska for- sætisráðuneytisins um stöð- una í efnahagsmálum Færey- inga, en nefndin lagði nýlega skýrslu sína fyrir færeyska lögþingið. í skýrslunni kemur fram að sjávarafli Færeyinga á síðasta ári nam 325.000 lestum sem var 30% aukning frá 1982. Rekstur út- gerðarinnar skilaði góðum arði og fjárfestingar í farþega- og fiskiskipum nam samanlagt um 1800 miljónum samanborið við um 300 miljónir árin 1981 og 1982. Viðskiptahallinn við útlönd jókst á síðasta ári um meira en helming eða frá 450 milj. ísl. kr. 1982 upp í 1.200 miljónir 1983. Við árslok 1983 námu erlendar skuldir Færeyinga um 6.600 milj- ónum ísl. kr. sem er langt um- fram helming vergrar þjóðar- framleiðslu. Aflaaukningin á síðasta ári varð bæði í þorskveiðum, ufsa og bræðslufiski, og hefur þessi veiði- aukning leitt til verulegrar minnkunar á þorsk- og ufsastofn- unum, enda hefur veiðin verið langt umfram ráðleggingar fiski- fræðinga að sögn höfunda skýrsl- unnar. Segja þeir að þessi mikla rányrkja og hin stóraukna fjár- festing í fiskiskipum eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í fram- tíðinni. Pjóðhagslegt tap - einstaklingsgróði Fiskveiðaráð Færeyja áætlar að sóknargeta færeyska fisk- veiðiflotans muni aukast um 37% frá 1982 til 1984, og telja höfund- ar skýrslunnar að vonlaust sé að fjárfesting þessi geti skilað sér til baka. Hins vegar segja þeir að . fyrirkomulag færeysks sjávarút- vegs sé þannig, að einstaklingar geti enn um sinn hagnast á því að fiskiskipunum sé fjölgað, enda þótt það sé þjóðhagslega óhag- kvæmt. Þetta starfi af gífurlegum opinberum styrkjum sem veittir séu til endurnýjunar og nýbygg- ingar fiskiskipa. Þannig geti hinn einstaki útgerðarmaður strikað yfir stóran hluta kostnaðarins við útgerðina og um leið reitt sig á hærra verð fyrir fiskinn en raun- verulega fáist fyrir hann á er- íendum markaði. Um þessi mál er nýverið fjallað í danska blaðinu Information, og segir greinarhöfundur að tekju- aukning sjómanna og útgerðar- manna í Færeyjum á síðasta ári hafi leitt til stóraukinnar neyslu. Lýsi þetta sér meðal annars í því að á Færeyjum séu nú 85 bílar á hverjar 100 fjölskyldur á meðan hliðstæð tala í Danmörku sé 63. Þá eigi 30% allra heimila í Fær- eyjum myndbandatæki á móti 8% í Danmörku. Auk þessa hafi innflutningur á tóbaki, áfengi, fatnaði og ýmsum lúxusvarningi einnig stóraukist. Er viðskipta- hallinn við útlönd meðal annars rekinn til aukinnar neyslu á slík- um varningi. í skýrslu ráðgjafarnefndar- innar kemur fram að á síðustu 4 árum hafa ríkisútgjöldin á Fær- eyjum aukist úr í 1.300 í 1.850 miljónir ísl. króna og nema þau nú um sjöunda hluta vergrar þjóðarframleiðslu. Stærsti liluti ríkisútgjaldanna rennur til trygg- ingakerfisins, og þá sérstaklega eftirlaunagreiðslna. ólg./inf.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.