Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 12
16 SIÐA - ÞJÓÐVlLJINNl Þrigjudagur 17. aprfl 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Opið hús á Skírdag Alþýðubandalagið í Kópavogi býður til opins húss í Þinghóli á sumardaginn fyrsta (Skírdag) kl. 15-18. Stutt ávörp flytja Geir Gunnarsson alþingismaður og Heiðrún Sverrisdóttir bæjar- fulltrúi. Söngur - barnahorn - kaffi og kökur. Félagar í ABK eru eindregið hvattir til að líta inn. - Stjórn ABK Gelr Hei&rún Alþýðubandaiagið í Reykjavík: Félagsvist ABR - spilalok Síðasta spilakvöld vetrarins verður næstkomandi þriðjudagskvöld, 17. apríl að Hverfisgötu 105. Að venju hefst spilamennskan kl. 20.00 stundvíslega. Þetta er síðasta kvöldið í þriggja kvölda spilakeppni en þar sem spilað verður um sérstök kvöldverðlaun geta allir komið þótt þeir hafi ekki verið með á fyrri kvöldnm. Kvöldvaka Þegar spilum er lokið, en það verður um kl. 22 verður kaffi og kvöldvaka undir stjórn Mar- grétar Óskarsdóttur. Einnig mun Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins mæta og segja fréttir frá alþingi. Athugið að kvöldvakan er öllum opin en meðal dagskráratriða--- þar er söngur: Kristín ÓlafsjSvavar dóttir, Guðmundur Hall- varðsson, Stella Hauksdóttir, Ijóðalestur: Elísabet Þorgeirsdóttir oq auk þess mun Steinn Stefánsson leika fyrir fjöldasöng. Nefndin Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Æskulýðsfylking AB Fundur í þjóðmála- og utanríkismálanefnd verður haldinn laugardaginn 14. apríl kl. 13.00 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: Friðarpáskar og starfið framundan. ÆFAB Margrét Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsmanna gjörir heyrum kunnugt: Árshátíð Æ.F.A.B. verður haldin hinn 19. apríl 1984 í hinni snarglæstu flokksmiðstöð að Hverfis- götu 105 hér í borg. Húsið opnað kl. 20.00. Dagskrá meðal annars: Ræðuhöld (ákaflega stutt) Spurningakeppnin sívinsæla Samkvæmisleikir Kvartettsöngur „Tarzan" hinn víðfrægi Leynigestur Og margt margt fleira Margvíslegar veitingar ALLIR félagar og gestir þeirra ákaflega velkomnir. Nefndin Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga áð birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. VUTBOÐ Tilboö óskast í eftirfarandi fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. 1. Frágang lóöar kringum dælustöö Hita- veitu Reykjavíkur viö Grafarvog. Tilboöin verða opnuð fimmtudaginn 3. maí 1984 kl. 11 f.hád. 2. Endurnýjun hitaveitulagna í steyptum stokk í Laufásveg og Skothúsveg. Tilboðin veröa opnuö fimmtudaginn 26. apríl 1984 kl. 14 e.hád. 3. Dælustöðvarhús og fleira að Logafold 124. Tilboöin veröa opnuö miðvikudaginn 2. maí 1984 kl. 11 f.hád. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn 1500 kr. skila- tryggingu fyrir hvert verk fyrir sig. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Foreldrafélögin í Seljahverfi: Félags- aðstaða í hverfínu verði bætt Foreldrafélög skólanna í Selja- hverfi héldu fjölmennan fund í lok mars í Ölduselsskóla og var þar fjallað um félagsaðstöðu nemenda, strætisvagnasamgöngur milli Breiðholtshverfa og íþróttaað- stöðu. Á fundinum var samþykkt eftir- farandi: - að félagsaðstaða grunnskóla- nema og almennings í hverfinu j verði efld, en húsnæðisskortur hamlar mjög allri félagsstarfsemi eins og er. - að góð sundlaug verði byggð j við Ölduselsskólann, eins og fyrir- hugað var. - að nýta beri íþróttahús Selja- skóla til hagsbóta fyrir hverfisbúa. - að strætisvagnasamgöngur' verði bættar milli Breiðholts-, hverfa, og er þá einkum átt við| tengsl milli Seljahverfis og Breiðholts III Eurovision söngvakeppnin: Mend- íngar verði með á næsta ári Samtök áhugamanna um söngvakeppni sjónvarpsstöðva hafa hrundið af stað undirskrifta- söfnun þar sem skorað er á for- ráðamenn íslenska sjónvarpsins að senda þátttakendur í söngvakeppni Eurovision árið 1985. Með þátttöku landsins í keppn- inni gefst íslenskum tónlistar- mönnum stórkostlegt tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri erlendis, þar sem milljónir manna í mörgum löndum horfa á útsend- ingu frá keppninni. Auk þess yrði þarna um að ræða einhverja mestu landkynningu sem ísland hefur fengið. Áríðandi er að hefja undirbún- ing keppninnar sem fyrst þannig að unnt sé að velja þátttakendur fyrir íslands hönd. fslendingar eiga fullt erindi í keppni sem þessa og hvers konar tafir hindra því framgang ís- lenskrar tónlistar og landkynning- ar á erlendum vettvangi. Undirskriftalistar hafa verið sendir víða um land og hafa undir- tektir verið mjög góðar. Stefnt er að því að söfnuninni ljúki fyrir miðjan maí og er fólk hvatt til að styðja þetta mikilvæga mál. (Fréttatilkynning). Tilkynning ium lóðahreinsun í , Réykjavík, vorið 1984 Samkvæmt ákvæöum heilbrigðisreglugerð- ar, er lóöareigendum skylt aö halda lóöum sínum hreinum og þrifalegum og að sjá um aö lok séu á sorpílátum. Umráöamenn lóöa eru hér meö minntir á aö flytja nú þegar brott af lóöum sínum allt, sem veldur óþrifnaöi og óprýði, og hafa lokið því eigi síöar en 14. maí n.k. Aö þessum fresti liðnum verða lóöirnar skoð- aöar og þar sem hreinsun er ábótavant verö- ur hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð hús- eigenda, án frekari viövörunar. Þeir, sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun eöa brottflutningi á rusli á sinn kostnað, tilkynni þaö í síma 18000. Eigendur og umráöamenn óskráðra um- hirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæð- um í borginni, eru minntir á aö fjarlægja þá hiö fyrsta. Búast má viö, aö slíkir bílgarmar veröi teknir til geymslu um takmarkaðan tíma, en síöan fluttir á sorphauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma, sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 08-20 laugardaga - 08-18 sunnudaga - 10-18 Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð viö starfsmennina um los- un. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er aö flytja úrgang á aðra staöi í borgar- landinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavik. Hreinsunardeild. LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Tökum að okkur að þétta sprungur í steinvegjum, lögum alkalískemmdir, þéttum og ryðverjum gömul bárujárnsþök. Sprungu- 5^4 Upplýsingar i simum (91) 66709 8i 24579 þétting Höfum háþróuð amerísk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. FRAMBOÐSFRESTUR Starfsmannafélagið Sókn hefur ákveðiö aö viöhafa allsherjaratkvæöagreiðslu um stjórn, trúnaðarmannaráð, endurskoöendur og varamenn þeirra. Framboðslistum þurfa aö fylgja nöfn 100 fullgildra félaga Sóknar, og skal þeim skilað fyrir kl. 12 á hádegi þriðju- daginn 24. þ.m. á skrifstofu félagsins Freyjugötu 27, þar sem listi stjórnar liggur frammi. Starfsmannafélagið Sókn. Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móöur okkar og ömmu, Margrétar Jónsdóttur frá Höskuldsstöðum sem lést á Hrafnistu 11. apríl, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Gigtarfélag Islands. Sveinbjörn Guðlaugsson Margrét Sveinbjörnsdóttir Finnur Guðmundsson og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.