Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 17. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 RUV 1 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. Þáttur Sigurðar Jónssonar frá kvöld- inu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Unnur Halldórsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis Karlsson" ettir Marlu Gripe Þýðandi: Torf- ey Steinsdóttir. Sigurtaug M. Jónasdóttir les (12). 9.20 Leiktimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Ljáiu mér eyra“ Málmlriður Sigurðar- dóttir á Jaðri sér um þáttirnn (RÚVAK). 11.15 Við Pollinn Gestur E. Jónasson velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 tóagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Feriaminningar Sveinbjarnar Egils- sonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson les (5). 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlist Magnús Blöndal Jó- hannsson leikur á hljóðgerfil eigin tónverk „Adagio" og „Dans'VSinfóníuhljómsveit Is- lands leikur „Forna dansa” eftir Jón Ás- geirsson; Páll P. Pálsson stj ./Óskar Ingólfs- son leikur á klarinettu íslensk Ijóðalög í út- setningu Þorkels Sigurbjörnssonar. Snorri Sigfús Birgisson leikur með á píanó/Ágústa Ágústssdóttir syngur Iðg eftir Stefán Sigur- kartsson og Hallgrim J. Jakobsson. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. 17.10 Síidegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tílkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ól- afsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 20.00 Barnalög Á framandi slóðum. (Áður útv. 1982). Oddný Thorsteinsson segir frá Indónesíu og leikur þarlenda tónlist; fyrri hluti. (Seinnihluti verður á dagskrá 24. Þ-m.). 20.40 Kvöldvaka a. Úr minningum Ólafs Tryggvasonar í Arnarbæli; siðari hluti Kjartan Eggerfsson tekursaman og flytur. b. Karlakórinn Vísir á Siglufirði syngur Stjórnandi: Geirharður Valtýsson. 21.15 Skákþáttur Stjórnandi: Guðmundur Arnlaugsson. 21.40 Útvarpssagan: „Syndin er lævis og lipur“ eftir Jónas Árnason Höfundur les (15). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passíusálma (48). 22.40 Kvöldtónleikar Chick Corea leikur eigin tónlist og tónlist eftir Béla Bartók o.fl. - Kynnir: Sigurður Einarsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV« 19.35 Hnáturnar 6. Litla hnátan hún Hrekk- vís. Breskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Edda Björgvinsdóttir. 19.45 Fráttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Árið þegar brann Bresk náttúrulífs- mynd um gróðureyðingu og skemmdir á lif- rikinu á fenjasvæðum Flórida sem urðu vegna elda árið 1980 i kjölfar mikilla þurrka. 21.15 Skarpsýn skötuhjú Lokaþáttur - Falspeningarnir Breskur sakamálamynda- flokkur gerður eftir sögum Agöthu Christie. Aðalhlutverk: Francesca Artnis og James Warwick. Þýðandi Jón Ó. Ewald. 22.10 ÞingsjáUmsjón: Páll Magnússon frétta- maður. 23.00 Fréttir i dagskrárlok. frá lesendum Samhent er fólkið ósigrandi Sundrungaröfl hafa ætíð verið til staðar á hverri tíð, sem eins- konar draugalýður. Þær eru ó- teljandi - ennþá fremur en stjörnurnar - allar þessar gróu- sögur af báðum kynjum. Það er næsta furðulegt hvað mannskepnan hefur haft ríka og ódrepandi náttúru til þvílíkrar iðju. Þó er með öllu ógerningur að skýra hverju hún þjónar í raun. Það er engu líkara en þessi skelfilega ónáttúra mannskepn- unnar hafi magnast stórlega með vaxandi svokallaðri menntun og tæknibúnaði okkar aldar. Segja má að allur þessi draugagangur hafi reynst auðveldari og þyki sjálfsagðari en nokkru sinni fyrr og var hann þó allnokkur á öldum áður. Eða svo segir sagan. Þessir draugafimleikar hafa verið sóttir fast og sumir eru svo svartsýnir á ástandið, að þeir vita varla hvort hægara er að telja draugana en hina. Ég held nú að sem betur fer séu draugarnir miklum mun færri en hinir. En e.t.v. mun betur búnir að öllum nauðsynjum en fyrrum. Tæknin bjargar þar sem annarsstaðar á öldinni okkar tutt- ugustu. Þessi draugagangur virðist fast sóttur af stórveldum okkar sam- tíðar. Beinlínis jafn sjálfsagður og svefn og matur. Síðustu fréttir herma að nú sé svo komið, að sjálfur Nixon, fyrrum forseti Bandaríkja N-Ameríku, sé loks- ins orðinn hræddur. Þótti hann þó mikil hetja þegar hann lagði í þá miklu svaðilför að heimsækja Kínverja. „Það er ekki andskotalaust að fást við þessa drauga“, sögðu ís- lenskir á öldinni sautjándu. Sjálf- sagt hafa það verið orð að sönnu. Þó er verst ef satt er, að þeir, sem töluðu hvað mest um draugagang þeirrar aldar, hafi verið hættuleg- ustu draugarnir sjálfir. Svo að fólk sér að þetta er margslungið þótt ekki sé það skemmtilegt rannsóknarefni. Ég vona að íslensk æska þurfi sem allra minnst að eyða orku sinni í að fást við drauga. Lífið er of dýrmætt til slíkrar iðju. Og samhent er fólkið ósigrandi. - Verið þið sæl að sinni. Gísli Guðmundsson frá Steinholti, (Óðinsgötu 17). Sjónvarp kl, 21,15: Loka- þáttur skarp- sýni Falspeningarnir heitir síð- asti þátturinn um skarpsýnu skötuhjúin sem sjónvarpið sendir frá sér. Þættir þessir eru gerðir eftir sögum Agöthu Christie og hafa nú glatt ís- lenska sjónvarpsáhorfendur 11 þriðjudaga í röð og munu víst m^rgir sakna þeirra. Aðalhlutverkin leika Francesca Annis og James Warwick, en þau leika hjóna- korn, sem reka leynilögreglu- stofu og upplýsa mörg saka- mál fyrir Scotland Yard af mikilli snilld. Þýðandi er Jón O. Edwald. Skarpsýnu skötuhjuin syngja sitt sí&asta á skjánum í kvöld. Sjónvarp kl. 20.40: Bruni á fenj asvæðum Árið þegar brann heitir bresk náttúrulífsmynd, sem sjónvarpið sýnir í kvöld. Hún var tekin árið 1980 á fenjasvæðum Flórída í Bandaríkjunum. Þessi fenjasvæði hýsa margs konar dýralíf, þar á meðal fugl af hauksættinni, er kallast á ensku Kite og er býsna sjaldséður. Þarna var verið að taka mynd fyrir breska sjónvarpið af þessum fugli, en miklir þurrkar urðu um sumarið þannig að fenjasvæðin þornuðu upp og biðu nánast eftir því að eldur blossaði upp. Og það gerðist. Myndin um ránfuglinn var aldrei gerð, en sjónvarps- menn voru á staðnum og filmuðu annað sem gerðist. „Árið þegar brann“ þykir einstök heimilda- mynd um náttúruhamfarir og af- leiðingar þeirra fyrir allt kvikt á stóru landsvæði. „Ég skal segja þér þaö Jóhanna mín aö maöurinn minn tilbiöur beinlínis jörðina sem ég geng á.“ Skrifið eða hringið Lesendadálkur Þjóðviljans stendur opinn öllum landsins mönnum og konum, sem vilja tjá sig í stuttu máli á opinberum vettvangi. Nafnleyndar verðut !gætt, sé þess óskað, en nafn verður að fylgja bréfi. Utan- áskriftin er: Lesendaþjónusta Þjóðviljans, Síðumúia 6, 105 Reykjavík. Þá nægir einnig ac hringja í síma 81333 milli 10 oj. 18 hvern virkan dag. bridge Það er óhætt að fullyrða að aldrei í sögu bridgesins hafi úrslit verið eins óvænt og í undanúrslitum is- landsmótsins si. helgi. Þrjár efstu sveitirnar úr úrslitum Reyicjavikurmótsins duttu út, og að- eins tvær af átta sveitum í úrslitum 1983 komust áfram. Ótrúlegt. Óheppni er ekki einhlít skýring, getu- eða æfingarleysi er ekki hægt að kenna um. Eða hvað finnst ykkur um eftirfarandi spil: Norður S AK1098 H 94 T K7 LG 1052 Austur S 62 H KG72 T DG853 L 63 Suður S G H A863 T A1062 L AK98 Þetta spil er úr síðustu umferð, í leik Samvinnuferða-Landsýnar gegn Ágústi Helgasyni, sem þeir fyrrnefndu þurftu að vinna stórt, til að eiga von. Á þessi kort var því keyrt í 6 lauf, i suður og við stjórnvö- linn var Sigurður Sverrisson, og það jók heldur við vinningslíkurnar. Útspilið var hjarta sem Sigurður vann á ás. Ás og kóngur í trompi. Spaða gosa hleypt, vitaskuld, þeg- ar vestur lét lítið. Tígull á kóng, þá spaðaás, hjarta látið að heiman og spaði trompaður. Sigurður er sem sagt að spila vestur með spaða drottningu 4. eða 5. Tígull frá suður, vestur má ekki sjá af spaða í stöðunni og vitanlega er uppgjöf að trompa, þá fer hjarta taparinn úr blindum. Vestur gaf því hjarta i. Trompað í blindum. Spaða kóngur og hjarta látið í, og síðasti spaðinn trompaður með síðasta trompinu á suður hendinni. 11 slagir. Tígli spilað og síðasta tromp- ið í boröi lá yfir drottningu vesturs og tryggði 12.slaginn. Hinn óhjá- kvæmilegi hjartatapari var því trompaður af vestur í 13. slag! Stórkostlegt spil, og glæsilega leikið Sigurður! Vestur S D7543 H D105 T 94 L D74 Tikkanen Þoli maður gagnrýni á maður að gcrast gagnrýnandi en ekki listamaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.