Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNl Þriðjudagur 17. aprfl 1984 Útboð - gatnagerð Hafnarfjaröarbær leitar tilboða í gerö gatna og lagna í Setberg, samtals um 430 lengdar- metra í götu. Útboösgögn eru afhent á skrif- stofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama stað kl. 15 miðvikudaginn 25. apríl nk. Bæjarverkfræðingur. Njarðvíkurbær Starf skólastjóra viö tónlistarskóla Njarövíkur er laust til umsóknar frá og meö 1. sept. 1984. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri Örn Ósk- arsson í síma 92-3154. Skólanefnd. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerö Norðurlandsvegar í Fnjóskadal frá Víði- völlum að Fnjóskárbrú. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Fylling 75.000 rúmm. Burðarlag 13.000 rúmm. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. október 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Vegagerðar ríkisins Miðhúsavegi 1, Akur- eyri, og Borgartúni 5, Reykjavík, gegn 2.500 kr. skilatryggingu. Skilafrestur tilboða er til kl. 14.00 hinn 30. apríl 1984 og kl. 14.15 sama dag verða til- boðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóð- endum, sem þess óska. Reykjavík í apríl 1984. Vegamálastjóri. RAFVIRKJAR - RAFVERKTAKAR SÝNING Eftirmenntunarnefnd rafiðnaðar efnir til sýn- ingar á kennslutækjum og kynnir starfsemi sína í tilefni 10 ára afmælis Eftirmenntunar- nefndar rafiðnaðar. Sýningin, sem er öllum opin, verður haldin í Félagsmiðstöð rafiðnað- armanna, Háaleitisbraut 68, III. hæð. Hún stendur í aðeins tvo daga og er opin MIÐVIK- UDAGINN 18. APRÍL FRÁ KL. 9.00 TIL 18.00 OG FIMMTUDAGINN 19. APRÍL FRÁ KL. 13.00 TIL 18.00. FYRIRLESTUR Komið og hlustið á fyrirlestur Arne Nielsen, framkvæmdastjóra þróunardeildar EFU, um gildi eftirmenntunar vegna tilkomu hátækni í rafiðnaði. FYRIRLESTURINN HEFST KL. 14.00 Á FIMMTUDAG. EFTIRMENNTUN RAFIÐNAÐAR Auglýsið í Þjóðviljanum búsýslan Fjölgun stofuplantna Nú er daginn farið að lengja aftur og vorið í nánd (vonandi) og tími til kominn að fara að huga að inniblómunum. Flestar plöntur eru laslegar eftir vet- urinn og þurfa endurnýjunar við. Hér eru sýndar aðferðir við að endurnýja fimm algengar stofu- plöntur. Þetta eru sterkar plöntur og mjög auðvelt að endurnýja þær, þannig að byrjendum ætti að reynast þetta leikur einn. Jólakaktus Sánktipála Klippið stórt blað af plöntunni með um 4 sm löngum stilk. Sting- ið blaðinu í mold og þjappið vel að. Eftir 3 vikur sést árangurinn: ný jurt vex upp úr moldinni. Kornblöndufé í leikskóla Kornblöndurnar Granola og Múslí hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá ís- lenskum almenningl, enda um kjarngóða og bragðgóða fæðu að ræða. Flestir þekkja víst núorðiö morgunverðarblönduna Granola sem framleidd er hér á landi og seld víða í verslun- um. Það eru félagar í hreyfing- unni Ananda Marga sem fram- leiða blönduna og þeir hafa vart undan því eftirspurnin er mikil. Ananda Granola er framleitt úr lífrænt ræktuðu korni, þ.e. ekki eru notuð kemísk eitur- eða áburðarefni við ræktunina. Sömu sögu er að segja af nýrri blöndu, sem Ananda Marga hefur sett á markað, svokallað MúslS, sem inni- heldur svipaða blöndu af korni, fræjum, rúsínum og hnetum ásamt döðlum, en Múslíið er ekki ristað. Samkvæmt lauslegri könnun blaðs- ins stenst íslenska Granolað og Múslíð fyllilega samanburð við innfluttar tegundir, bæði hvað verð og gæði snertir. Ananda Marga fé- lagar hafa nú í huga að framleiða einnig sykurlaust Granola og setja á markað, en talsverð eftirspurn er eftir slíku í verslunum. Framleiðsla þessi var m.a. hafin með það fyrir augum að fjármagna byggingu leikskóla, sem Kvenna- hreyfing Ananda Marga ásamt for- eldrum hefur í hyggju að reisa í sumar. Hreyfingin rak um 5 ára skeið leikskóla í Skerjafirði en missti húsnæðið fyrir 3 árum. f>á var ákveðið að fara ekki út í leikskólastarf nema öruggt hús- næði fengist. Borgarstjórn Reykja- víkur hefur nú úthlutað hreyfing- unni landi við Reykjavíkurveg í Skerjafirði og vonast félagar eftir að geta gert leikskólann sinn fok- heldan fyrir haustið og byrjað starf þar í vetur. Á leikskólanum verður pláss fyrir 40 börn og áætlað er að gefinn verði kostur á allt að 6 tíma dagvist- un fyrirbörnin. Leikskólinn verður rekinn eins og aðrir leikskólar í landinu og er opinn öllum landsins börnum, svo lengi sem húsrými leyfir að sjálfsögðu. Leikskólinn fær ekkert fjármagn frá ríkinu, þrátt fyrir skýr lagaleg ákvæði um að ríkið leggi fram helming stofnkostnaðar við leik- skóla og dagheimili í landinu, hvort heldur er á vegum ríkisins, bæjar- félaga eða einstaklinga. Veldur þessu niðurskurður ríkisvaldsins til þessa málaflokks sem annarra. Leikskólinn verður því að treysta á eigin fjármögnun svo og framlög frá almenningi, en slík framlög eru skattfrjáls. Póstgírónúmer félags- ins er 12801-5 Leikskólinn Sælu- kot. Ingibjörg Karlsdóttir gefur upplýsingar um leikskólann í síma 27638. Jólakaktus er fjölgað með blaðskotum. Brjótið nokkur blöð af plöntunni og geymið þau á þurrum og svölum stað í ca. 6 daga eða þar til sárið er orðið alveg þurrt. Stingið þeim þvínæst í mold og látið pottinn sanda á heitum stað og vökvið vel. Skerið grein af plöntunni og takið neðstu laufblöðin af. Látið greinina í glas með vatni eða beint í mold og plastpoka yfir. Hitinn þarf að vera um 20 gráður. Moldin þarf ávallt að vera vel rök. Jómfrúarhár Þessari plöntu er fjölgað með skiptingu og best er að skipta henni í lok vetrar. Setjið hvern hluta í pott og látið nægilega mold í pottinn með plöntunni. Þjappið fast að og látið plastpoka yfir pottinn og hafið hann þar í 2-3 vikur. Munið að best er að hafa dálítið vatn í skálinni undir pottinum hj á þessari plöntu - hún þarf mikla vætu. Húsfriður Húsfriðinn þarf að klippa nið- ur um miðjan vetur og hægt er að nota hluta af afklipptum greinum til að fjölga plöntunni. Setjið góða gróðurmold í pott og mynd- ið holur í moldina með mjóu priki. Afklipptu greinunum er stungið í holurnar og moldinni þjappað að. Vökvið lítillega og látið síðan plastpoka yfir. Pok- ann þarf að taka af pottinum einu sinni á dag - 10-15 mínútur nægja - en hann er tekinn alveg af eftir viku og þá eiga greinarnar að vera orðnar ræktarlegar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.