Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. aprfl 1984 Krabbameinsfélag Reykjavíkur: Fjölþætt starfsemi Krabbameinsfélag Reykjavíkur átti 35 ára afmæli 8. mars sl. Af því tilefni hélt félagið fræðslufund fyrir almenning I Norræna húsinu 19. mars. Þar var gerð grein fyrir fræðslustarfi félagsins og reykinga- varnastarfi þess í grunnskólum sér- staklega og flutt erindi um veirur og krabbamein. Aðalfundur félagsins var svo haldinn 26. mars. Var þar skýrt frá starfseminni á sl. ári. Félagið hélt tvo fjölsótta fræðslufundi, annan um brjóstkrabbamein og hinn í samvinnu við Manneldisfélag ís- lands, um fæðu og krabbamein. Félagið bauð kvenfélögum fræðsluerindi og kvikmynd um or- sakir krabbameina og forvarnir gegn þeim. Þá hefur félagið gefið framhaldsskólum og sérskólum kost á námskeiðum um sama efni. Hafa 24 námskeið verið haldin í 7 skólum, en í nokkrum skólum hafa kennarar staðið fyrir námskeiðum með aðstoð félagsins. Ýmis önnur þjónusta var veitt í skólunum, einkum í sambandi við ritgerðir og verkefni um krabbamein. f vetur hafa allir grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu verið heim- sóttir og margir skólar úti á landi. Er nemendum leiðbeint um mikil- vægi heilbrigðra lífshátta og sér- stök áhersla lögð á reykingavarnir. Kvikmyndir eru mikið notaðar við fræðslustarfið og þær fást einnig að láni. Fjölgar stöðugt myndum í safni félagsins. Út kom 10. bæklingurinn af fræðsluritum félagsins, um krabba- mein í eggjastokkum, eftir Kristján Sigurðsson, yfirlækni. Sjö fyrri bæklingar hafa verið endurprent- aðir. Heildarupplag bæklinganna er tæp 160 þús. Þeir eru sendir fé- lagsmönnum og eiga að liggja frammi á heilsugæslustöðvum. Tvö FLUGLEIDIR Gott fólkhjá traustu félagi Flugleiðir oaSAS opnanýiarleiðto fyrír landkönnuði! Framhaldsflug frá Kaupmannahöfn tækniundrinu, standa á Rauða to'rginu, kynnast könnun, sjá Flugleiðir um að flytja ykkur til Ef þú ert landkönnuður sem stefnir i frumbyggjum Amazon-landsins eða telja bjór- Kaupmannahafnar, á almennu ferðamanna- fjarlæga heimshluta er bæði fljótlegt og nota- krárnar í Munchen? - Þegar félög eins og gjaldi, eða á „SACA CLASS", ef þú vilt lifa lúxuslífi legt að fljúga með Flugleiðum til Kaupmanna- Flugleiðir og SAS leggjast á eitt, áttu visa þægi- á leiðinni. Síðan getur þú verslað í fríhöfninni á hafnar. Þar býður SAS þér framhaldsflug til lega og ógleymanlega ferð. Kastruþ, áður en þú heldur áfram út í heim, i áfangastaða um víða veröld. Ekkert flugfélag Enn á ný er borgin við sundið orðin dyr hinu þekkta EUROCLASS-farrými SAS-flugfélags- flýgur til eins margra áfangastaða frá Kaup- íslendinga að umheiminum. ins eða „First Business Class" farrými, t.d. til mannahöfn og einmitt SAS. Það er næstum Singapore eða Tokyo. sama hvað þig langar að kanna, Flugleiðir og „EUROCLASS" og „SAGA CLASS": SAS gera þér það fært. Langar þig að Ijúka uþp vellíðan á ferðalögum Fluglelðir og SAS velta þér óteljandl ferða- leyndardómum Austurlanda, átta þig á japanska Þegar þú og þínir halda af stað f land- tækifæri! tbl. af blaðinu Takmark komu út og var dreift bæði til skóla og ann- arra. Nokkrum einstaklingum var, sem áður, veittur styrkur til utan- ferða á fundi og ráðstefnur um krabbamein, átt margvíslegt sam- starf við Samhjálp kvenna og þátt- ur í því var heimsókn Else Lunde frá norska krabbameinsfélaginu og flutti hún erindi og leiðbeindi á námskeiðum um aðstoð við konur, sem fengið hafa brjóstkrabba. Félagið greiddi á árinu 4 milj. kr. til Krabbameinsfélags íslands, eð meðtöldum styrk til tölvukaupa og framlagi í byggingarsjóð félag- anna. Að mestu leyti er þetta fé ágóði af happdrættinu og það stendur einnig að mestu undir kostnaði við fræðslustarf félagsins. Félagið hefur nú flutt skrifstofur sínar á Tjarnargötu 4 en mun í sumar flytja til frambúðar í hið nýja hús Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Formaður stjórnar Krabba- meinsfélags Reykjavíkur er Tómas Á. Jónasson læknir en aðrir í stjórn eru: Baldvin Tryggason, spari- sjóðsstjóri, Erla Einarsdóttir gjaldkeri, Jón Þ. Hallgrímsson læknir, Páll Gíslason yfirlæknir, Sigríður Lister hjúkrunarfræðing- ur og Þórarinn Sveinsson yfir- læknir. Framkvæmdastjóri félags- ins er Þorvarður Örnólfsson. -mhg Verkalýðsfélag Hrútfirðinga 50 ára afmælis- fagnaður Verkalýðsfélag Hrútfirðinga heldur uppá 50 ára afmæli sitt mið- vikudagskvöldið 18. apríl nk. í bamaskólanum á Borðeyri. Húsið verður opnað kl. 19.30 og verður þá opnuð sýning á heimilisiðnaði úr Hrútafirði. Sömuleiðis verður opnuð listaverkasýning frá Lista- safni alþýðu. Síðan verður boðið uppá kaffiveitingar kl. 20.30. Sýn- ingarnar verða opnar fimmtudaginn 19. apríl frá kl. 14- 17 og á sama tíma föstudaginn 20. apríl. Verkalýðsfélag Hrútfirðinga var .stofnað 16. febrúar 1934, stofnfé- jlagar voru 12. Núverandi formaður er Böðvar Þorvaldsson og eru 111 félagar í félaginu nú. Allir núver- andi og fyrrverandi félagar eru boðnir velkomnir til fagnaðarins 18. apríl. Ný stjórn í félagi lögmanna 265 félagsmenn eru nú í Lög- mannafélagi fslands, sem nýlega hélt aðalfund sinn. Formaður var endurkjörinn Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. og aðrir í stjórn fé- lagsins eru: Páll A. Pálsson, hrl., EiríkurTómasson hrl., Hallgrímur B. Geirsson hdl. og Gísli Baldur Garðarsson, hdl. Framkvæmda- stjóri félagsins er Hafþór Ingi Jóns- son hdl. Betra er að fara seinna yfir akbraut en of snemma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.