Þjóðviljinn - 17.05.1984, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINNJ Fimmtudagur 17. maí 1984 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiöslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaöamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýslngar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir. Símavarsla: Sigrfður Kristjánsdóttir og Aöalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Veik stjórn í ræðum formanna stjórnarflokkanna frá Alþingi í fyrrakvöld kom fram misræmi sem sýnir ákaflega skýrt að ríkisstjórnin er komin á leiðarenda. Nú dugir ekkert j nema nýtt upphaf var kjarninn í málflutningi Þorsteins Pálssonar. Stjórnarflokkarnir munu sitja hvað sem á dynur var hinsvegar boðskapur Steingríms Hermanns- sonar. En um þessar mundir leysir ríkisstjórnin engan vanda heldur skýtur öllu saman á frest, eins og Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins orðaði það réttilega. í ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins kom fram krafa um nýja verkefnaáætlun strax í sumar, nýskrift á stjórn- arsáttmála, þar sem tekin verði ákvörðun að ráðast til atlögu við alla helstu málaflokka í frjálshyggjustíl þó vísað sé um leið til samþykktar ASÍ og BSRB í fyrra. Steingrímur Hermannsson mótmælti því að Framsókn- arflokkurinn vildi halda í gamla kerfið á öllum sviðum, en lagði áherslu á að hann vildi halda því „sem gott væri“. í þessum orðum er fólgið efni í mikinn ágreining. Ræða Þorsteins Pálssonar úði og grúði af aðvörunum til Framsóknarflokksins og ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins: „Eins og nú standa sakir eru því engin áform um stjórnarslit eða samvinnu við aðra flokka... Það breytir ekki mikilvægi þess að stjórnin taki sig á...Það verður að fullreyna áður en menn fara að leiða hugann að öðrum kostum... í sumar þarf að semja nýja verkefnaá- ætlun. Að því leyti stendur stjórnin á krossgötum... Pjóðin hefur ekki efni á veikleika í stjórnarháttum eins og nú standa sakir. Sjálfstæðisflokkurinn lítur á það sem ábyrgð sína og skyldu að sjá svo um að það gerist ekki.“ Eins og nú standa sakir er veikleiki í stjórnarháttum. Verði ekki ráðin bót á því í sumar hefur stjórnin fyrir- gert tilverurétti sínum segir Þorsteinn. Engan æsing, segir Steingrímur, við látum þetta malla áfram. For- menn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins voru ekki sammála um eðli verkefnanna sem bíða úr- lausnar í sumar. Ríkisstjórn sem nær ekki samstöðu um skilgreiningu á vandanum er veik stjórn. Ræða Þorsteins Pálssonar var í raun staðfesting á því að hann tekur undir með Friðriki Sóphussyni á Sel- tjarnarnesi. Formaður og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins styðja ekki óbreytta stjórnarstefnu. Það verð- ur fróðlegt að fylgjast með viðræðunum um breytingar sem þeir boða báðir að fram fari í sumar. Þær viðræður munu ekki megna að færa ríkisstjórninni nýjan styrk. Vandamálin verða áfram óleyst. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins gætu hins vegar hald- ið lífi í stjórninni vegna ástarinnar á ráðherrastólunum enda munu flestir þeirra ekki eiga afturkvæmt í stólana í nýrri ríkisstjórn. Ráðherrarnir hafa hingað til reynst' sterkari en formaður og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Sumarið mun skera úr um hvort þau styrk- leikahlutföll hafa breyst. Bifreiðar öryrkja Frumvarp Helga Seljan um að fella niður tolla og innflutningsgjöld af bifreiðum öryrkja hefur nú verið samþykkt á Alþingi. í viðtali við Þjóðviljann í gær fagnar Arnór Pétursson þessum mikilvæga áfanga í réttindabaráttu öryrkja. Þróun verðlags hafði gert mörgum öryrkjum sem mest þurfa á bifreiðum að halda næstum ókleift að kaupa bifreið í fyrsta sinn eða endur- nýja eldri bifreið. Þegar fumvarp Helga Seljan er orðið að lögum hefur Alþingi viðurkennt að þjóðfélaginu ber skylda til að rétta þeimöiyrkjum sem verst eru settir sérstaka hjálp- arhönd. í kjölfar þessarar breytingar þurfa að koma fleiri úrbætur á þessu sviði. Samvinna þingmanna og samtaka öryrkja getur skilað miklum árangri. klippt NT - hallar undan fœti Frómar óskir og nokkuð rúmur velvilji fylgdu í upphafi þeirri hressilegu ævintýramennsku sem virtist sitja í öndvegi hjá þeim sem halda um stjórnvöl hjá NT, framsóknarblaðinu sem sumir kalla Tímann á sparifötum. Boð- orð dagsins var lipurð í bland við snerpu, og sannast sagna tókst hinum ungu tyrkjum NT á upp- hafsdögum sínum að skapa skemmtilegri og frísklegri blæ en var að finna á síðum okkar hinna. Ritstjórar voru heldur ekkert feimnir við að lýsa því yfir að blaði þeirra væri stefnt á blóðvöll lausasölunnar, sem DV hafði áður haslað sér, og þessi herskáu stríðsóp komu nokkrum skjálfta í taugakerfi ritstjóranna á DV, sem sendu þeim heldur fúllyndis- legar kveðjur. Því var hins vegar spáð hér í Þjóðviljanum að það myndi að líkindum ekki reynast ýkja góð hernaðaráætlun að hyggjast keppa við síðdegisblaðið DV með morgunblaðinu NT! Napoleónar hins andlitslyfta framsóknarmálgagns voru hins vegar á annarri skoðun. Nú hefur samt sem áður komið í ljós að spádómar okkar hafa, því miður, gengið eftir. Það virðist nokkuð Ijóst að á markaði lausasölunnar hefur NT ekki roð við D V og ekki sýnast áskriftarherferðir hafa skilað nægilegum árangri tii að ástæða sé til að hafa uppi mikil fagnaðaróp af þeim sökum. Sorpblaðamennska Erlendis er það aðal lausasölu- blaða að selja sig á æpandi fyrir- sögnum, sem helst fjalla ekki um annað en morð, nauðganir og önnur ofbeldisverk. Þessa stefnu hafa íslensk blöð, góðu heilli, leitt hjá sér að langmestu leyti, og þá sjaldan einhverjum hefur orð- ið fótaskortur á hinum hálu svell- um hasarblaðamennsku hafa slík glöp alla jafna sætt ákúrum og fordæmingu. En hvað gerir nýtt íslenskt lausasölublað sem ekki selst í lausasölu? Megi marka forsíðu NT á þriðjudag virðast hæstráðendur blaðsins nú hafa seilst til hinna erlendu fyrirmynda, sem fyrr eru nefndar. Aðalefni forsíðunnar er uppsláttur á þeirri frétt að í Vest- urbænum hafi drukkinn eigin- maður veitt konu sinni áverka og síðan sært sjálfan sig á eftir. Látum vera þó slík frétt sé glennt yfir næstum alla forsíðuna. En NT lætur sér það ekki nægja: í ofanálag er birt stór og glögg mynd af húsi hinnar ógæfusömu fjölskyldu, og dylst fáum sem til þekkja á þessum slóðum hvaða hús það er, og þarmeð er skammt til þess að almannarómurinn upplýsi hver hér á í hlut. Nafnbirting — ósómi Hverju þjónar nú þessi subbu- skapur? Kemur forráðamönnum NT ekki til hugar að aðilarnir að þessari ógæfu kunni að eiga börn? Hversvegna að bæta ofaná kvöl þeirra yfir harmleik fjöl- skyldunnar með því að auglýsa hann fyrir nágrönnum og skólafé- lögum? Þegar slík sjónarmið eru látin víkja fyrir vafasömum sölumögu- leikum þá er íslenskum fjölmiðl- um nokkur vandi á höndum. í tengslum við voðaverk eins og það sem hér um ræðir, eða nauðgunarmálið sem Þjóðviljinn gerði ýtarleg skil í gær, þá koma ævinlega upp raddir sem krefjast nafnbirtingar á hinum meinta sökudólgi. Það er afskaplega miður, því slíkar raddir eru ein- ungis angi af þeirri lítt geðslegu refsigleði sem oft lætur á sér bæra við slíkar kringumstæður. Menn skulu ekki gleyma að dómsvaldið mun sjá til þess að hinn seki mun í fyllingu tímans fá sína refsingu úti látna. Teljist hann umhverfi sínu hættulegur, þá er það dómsvaldsins að setja undir þann leka, en ekki fjöl- miðla undir því yfirskini að rétt sé að alþýða manna viti af voða- mönnum á kreiki í þjóðfélaginu. Birting á mynd eða nafni þeirra kemur engu til leiðar nema valda saklausum aðstandendum, oft á barnsaldi, ómældri sorg. -ÖS ASÍ - BSRB fyrir ári „Víðtœk samstaða á að geta tekist um aðgerðir í atvinnumál- um á grundvelli þeirrar stefnu, er fram kom í ályktun ASÍ um þau efni fyrir réttu ári“, sagði Þor- steinn Páisson formaður Sjálf- stæðisflokksins meðal annars í út- varpsræðu sinni í fyrrakvöld. Miðað við margt annað í ræðu hans er manni þó til efs, að „virk atvinnuuppbygging verði kjarni nýrrar efnahagsstefnu“, sem „taki tillit til sjónarmiða verka- lýðshreyfingarinnar" eins og miðstjórn ASÍ og stjórn BSRB ályktuðu 10. maí á síðasta ári. En hver var þá boðskapur ASÍ og BSRB fyrir ári, rétt fyrir myndun núv. stjórnar: • Skipulega verði unnið að hag- nýtingu orkulinda landsins sam- hliða uppbyggingu stóriðnaðar og eflingu annarrar atvinnustarf- semi. • Starfsskilyrði íslensks iðnaðar verði bætt og hagræðing aukin, útflutningsgreinar almenns iðn- aðar verði efldar og sett ákveðin stefnumörk um markaðshlut- deild einstakra samkeppnis- greina á innlendum markaði. • Samræmt verði skipulag veiða og vinnslu, lögð verði áhersla á aukin gæði og fullvinnslu sjávar- afurða innanlands, markaðsleit og uppbyggingu nýrra markaða. • Framleiðsla landbúnaðaraf- urða miðist við þarfir innlends markaðar og stefnt verði að Þorsteinn Pálsson vísar tll álykt- unar ASÍ og BSRB. aukinni hagkvæmni í framleiðslu og vinnslu landbúnaðarvara. • Skipulag opinberrar þjónustu verði bætt þannig að betri þjón- usta náist með minni tilkostnaði. • Áhersla verði lögð á hagræð- ingu í bankastarfsemi, verslun og annarri þjónustu. • Fjárfestingarlánasjóðir verði sameinaðir og fjármagni beitt í þær framleiðslugreinar og til þeirra fyrirtækja sem best nýta þær til atvinnuuppbyggingar og hagræðingar. • Skipuleg úttekt fari fram á at- vinnumálum með sérstakri hlið- sjón af áhrifum nýrrar tækni.“ Raunhœf framkvœmd? Það var skoðun ASÍ og BSRB fyrir ári að einungis með aðgerð- um á þessum brautum væri hægt að hemja verðbólgu og stýra efnahagslífinu til jafnvægis um lengri tíma. Einhliða kjaraskerð- ing gerði enga stoð. Kjaraskerð- ingin og hátt dollaragengi eru haldreipi stjórnvalda í íslenskum efnahagsmálum í dag, og þar sem ekkert hefur gerst annað síðan í fyrra hlýtur upptalningin hér að framan að vera í gildi enn að mestu leyti. En ASÍ og BSRB lögðu áherslu á að upptalningin væri ekki aðalatriði, heldur „raunhæf framkvæmd“ þess stefnuvísis sem hún lætur í jós. Og sumir íhaldsmenn, eins og t.d. Þorsteinn Pálsson, hafa efa- semdir um að kompaníið við Fra- msókn tryggi raunhæfa fram- kvæmd á öðru en kauplækkun. -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.