Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mal 1984 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH heldur fund í Skálanum Strandgötu 41, mánudag- inn 21. maí nk. kl. 20.30. Allir nefndarmenn og aðrir flokksmenn hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Vorhappdrætti - Drætti frestað Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir glæsilegu vorhappdrætti. Vinningar eru 6 ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum- Landsýn, að heildarverðmæti 105.000 krónur. Drætti frestað Þar sem enn vantar nokkuð á að skil hafi borist frá öllum, og vegna tilmæla frá félagsmönnum, hefur drætti í happdrættinu verið frestað um óákveðinn tíma. Gerið skil Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki gert skil, bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi, eða á skrifstofu Alþýðubandalags- ins að Hverfisgötu 105. Sláum saman! Stöndum saman í slagnum! Styrkjum baráttu Alþýðubandalagsins! Stjórn ABR Vorfagnaði ABR. frestað Af óviðráðanlegum orsökum er fyrirhuguðum vorfagnaði 19. maí f rest- að um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABR. Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur Stjóm Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til aöalfundar í félaginu laugardaginn 19. mai að Hverfisgötu 105. Fundurinn hefst kl. 10.00 árdeg- is og er áætlað að aðalfundarstörfum Ijúki upp úr hádeginu. Að loknum aðalfundarstörfum verður vinnuráðstefna um flokksstarfið og verkefnin framundan. Stefnt er að því að henni Ijúki um kl. 17. Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar um starfsárið 1983-1984. Art- húr Morthens formaður ABR. 2. Reikningar ársins 1983 og tillaga um árgjöld. Erlingur Viggósson gjaldkeri ABR. 3. Umræður um skýrslu, afgreiðsla reikninga og árgjalda. 4. Tillaga laganefndar ABR um breytingar á lögum ABR til samræmis við nýsamþykkt lög Alþýðubandalagsins. 5. Tillögur kjörnefndar um stjórn og endurskoð- endur fyrir starfsárið 1984-1985. 6. Kosning formanns og stjómar. 7. önnur mál. Tillaga kjörnefndar um stjóm félagsins fyrir starfsárið 1984-1985 og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni frá og með hádegi fimmtudaginn 17. maí. Tillögur um fólagsgjöld og lagabreytingar berast félagsmönnum í félagsbréfi. Fólagsmenn ABR eru hvattir til að fjölmenna á aðalfund félagsins. - Stjórn ABR. Umhverfismál - Nýr umræðuhópur Nýr umræðuhópur um umhverfismál fer af stað á vegum Alþýðu- bandalagsins í salnum á Hverfisgötu 105 sunnudaginn 20. maí kl. 16.00. Hjörleifur Guttormsson segir frá Náttúruverndarþingi og umhverfis- | málum á alþingi. Ákvörðun tekin um framhald hópstarfsins. Allt áhugafólk velkomið. - Umhverfismálahópur AB. Alþýðubandalagið í Reykjavík Samráðsnefnd í stefnuumræðu Samráðsnefndarmenn. Fundur í kvöld, fimmtudag kl. 20.30 að Hverf- isgötu 105. Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmáiaráð heldur fund mánudaginn 21. maí kl. 20.301 Lárusarhúsi. Dagskrá: 1) Dagvistarmál á Akureyri. Framsögu hefur Sigríður Stefánsdóttir. 2) Fundur bæjarstjómar 22. maí. 3) Onnur mál. Fundurinn er opinn öllum fólögum og stuðningsfólki Alþýðubanda- lagsins. Akureyri og nágrenni Kvennahópur Kvennahópur Alþýðubandalagsins hittist í Lárusarhúsi sunnudaginn 20. maí kl. 20.30. Svanfríður Jónasdóttir segir frá 2ja vikna setu á Alþingi. Sveinborg Sveinsdóttir greinir frá undirbúningi að opnun kvennaathvarfs á Akureyri. Einnig verður rætt um áframhald á starfi hópsins næsta vetur þar sem þetta verður síðasti fundur fyrir sumar- hló. Allar áhugasamar konur velkomnar. Jón og Símon sigurvegarar Jón Ásbjömsson og Símon Símonarson unnu öruggan sigur í landsliöskeppni Bridgesambands- ins, sem háð var um síðustu helgi. 12 pör spiluðu í úrtökumóti og urðu úrslit þessi: 1. Jón Ásbjömsson Símon Símonarson 198 st. 2. Hrólfur Hjaltason Jónas P. Erlingsson 180 st. 3. Guðmundur Pétursson Sigtryggur Sigurðsson 179 st. 4. Aðalsteinn Jörgensen Runólfur Pálsson 170 st. 5. Guðlaugur R. Jóhannsson Örn Amþórsson 168 st. 6. Ásmundur Pálsson Karl Sigurhjartarson 166 st. Þessi 6 pör áunnu sér rétt til þátt- töku í landsliðsæfingum, sem verða í sumar. Röð hinna paranna varð þessi: 7. Jón Baldursson Guðmundur Sveinsson 163 st. 8. Guðmundur Sv. Hermannsson Björa Eysteinsson 161 st. 9. Georg Sverrisson Kristján Blöndal 152 st. 10. Guðmundur Sigurbergsson Ásgeir P. Ásbjörasson 150 st. 11. Sturla Geirsson Sigurður Vilhjálmsson 149 st. 12. Sigurður Sverrísson Vaiur Sigurðsson 144 st. Gangur keppninnar var í stuttu máli á þá leið, að Jón og Símon tóku þegar í upphafi forystuna og héldu henni stöðugt allt mótið. Eftir 4 umferðir var staða efstu para þessi: Jón Sfmon 75 st. Hrótfur Jónas 68 st. Sigurður Sturla 65 st. Jón Guðmundur 64 st. Guðlaugur Öra 63 st. Eftir 7 umferðir var staðan i þessi: Jón Sfmon 127 st. Hrólfur Jónas 121 st. Aðalsteinn Runólfur 110 st. Guðmundur Bjðra 108 st. Guðlaugur Öra 106 st. Eftir 9 umferðir var staðan orðin þessi: Jón Símon 165 st. Hrólfur Jónas 151 st. Guðmundur Bjðra 139 st. Jón Guðmundur 137 st. Guðmundur Sigtryggur 137 st. Aðalsteinn Runólfur 136 st. Og eftir 10 umferðir (fyrir síð- ustu umferð) var staðan þessi: Jón Símon 184 st. Hrólfur Jónas 165 st. Guðmundur Sigtryggur 157 st. Guðmundur Bjðra 153 st. Guðlaugur örn 153 st. Aðalsteinn Runólfur 151 st. Ásmundur Karl 150 st. Jón Guðmundur 148 st. Þessi 8 pör börðust um 6 efstu sætin. Ásmundur og Karl fengu svo 16 á Jón og Símon í síðustu umferð á móti 14, Hrólfur og Jónas gerðu jafntefli við Guðlaug og öm 15-15, Aðalsteinn og Runólfur unnu Sig- urð og Sturlu 19-11 og Sigtryggur og Guðmundur rústuðu Bimi og Guðmundi með 22-8. Jón B. og Guðmundur fengu aðeins 15 útúr setunni á móti Georg og Kristjáni, þannig að þeir og Bjöm og Guð- mundur sátu eftir með sárt ennið. Landliðsnefnd hefur svo heimild til að velja 2 pör til viðbótar við þessi 6 pör, þannig að 8 pör skipi landsliðshópinn í sumar. Reglur Iandsliðsnefndar em á jyessa leið: 1. Butlerkeppni Daganna 11.-13. maí 1984 er haldin BUTLER-keppni sam- kvæmt sérstakri reglugerð. Af 12 pörum sem taka þátt fara 6 efstu pörin áfram. Landsliðsnefnd er heimilt að bæta við 2 pömm úr hópi annarra þátttökupara. Ólafur Lárusson skrifar um bridge 2. Æfingakeppni að sumri Haldin verður æfingakeppni 4 helgar í sumar samkvæmt neðang- reindu: 2.1 Helgina 22.-24. júní verður keppni 6-8 para hópsins þar sem spiluð verða u.þ.b. 120 spil með BUTLER út- reikningi. Keppendur fara áfram með 25% skorar sinnar. 2.2 Helgina 20.-22. júlí verður keppni 6-8 para hópsins þar sem spiluð verða u.þ.b. 120 spil með BUTLER út- reikningi. Keppendur fara áfram með 50% skorar sinnar. 2.3 Helgina 17.-19. ágúst verður keppni 6-8 para hópsins þar sem spiluð verða u.þ.b. 120 spil með BUTLER út- reikningi. Keppendur fara áfram með 75% skorar sinnar. 2.4 Helgina 7.-9. september verð- ur loka keppni 6-8 para hóps- ins þar sem spiluð verða u.þ.b. 120 spil. Keppendur fá 100% skorar sinnar. 2.5 Hverju pari er heimilt að sleppa einni helgi, að þeirri síðustu undanskilinni. Skor þess fyrir sleppta helgi verður sama og skor úr næstu helgi á undan, ef hún er meðalskor Nýlega var opnaður sýningarsal- ur og verslun í Armúla 17 í Reykja- vík er ber nafíð Tré-X búðin. Þar á að sýna og sclja innréttingar svo sem innihurðir, útihurðir, veggja- og loflaklæðningar, loftbita, sól- bekki, eldhúsinnréttingar, fata- skápa, baðinnréttingar og heimilis- taeki ásamt fleiru. Allt íslensk fram- leiðsla. Markmið þeirra sem að Tré-X búðinni standa er að afgreiðasla eða lægri, ella verður hún meðaltal fenginnar skorar og meðalskorar, nema um fyrstu helgina sé að ræða, þá gildir skor næstu helgar á eftir. For- föll skulu tilkynnt til formanns landsliðsnefndar svo fljótt sem unnt er, og eigi síðar en viku fyrir keppni. Önnur forföll verða ekki samþykkt, nema um alvarleg veikindi sé að ræða. Ef nauðsyn krefur mun landsliðsnefnd fylla tölu þátt- tökupara með viðurkendum spilurum. 3. Val landsliðs Það par, sem besta útkomu hlýtur samkvæmt lið 2, er sjálf- krafa valið í landslið. Landsliðs- nefnd BSÍ velur hin 2 pörin úr 6-8 para hópnum og hefur við það val m.a. hliðsjón af frammistöðu í allri landsliðs keppninni, svo og fyrri frammistöðu. Landsliðsvali lokið Bridgesamband íslands hefur valið landslið okkar í kvennaflokki til þáttöku á NM í sumar og í yngri flokki til þátttöku á EM í yngri flokki í Belgíu í sumar. Kvennalandsliðið skipa: Halla Bergþórsdóttir, Kristjana Stein- grímsdóttir, Ester Jakobsdóttir og Valgerður Kristjónsdóttir. Landsliðið í yngri flokki skipa: Aðalsteinn Jörgensen, Runólfur Pálsson, Sigurður Vilhjálmsson og Sturla Geirsson. Þetta eru tvímælalaust okkar bestu lið í þessum flokkum í dag. Einhver óánægja hefur risið í yngri flokki útaf þessu vali. Birt var í Mbl. um síðustu helgi opið bréf frá þeim Antoni Gunnarssyni og fé- lögum, þarsem þeir m.a. afsala sér nafnbótinni: Islandsmeistarar í yngri flokki. Þeir unnu þá keppni um daginn og sigruðu m. a. þetta lið sem B.í. hefur nú valið til þátt- töku. Hinsvegar er ljóst mál að landsliðsnefnd er óbundin allra mála og hlýtur að taka mið af heildarárangri umfram einstaka sigra. Enda gaf þessi nafnbót: ís-. landsmeistari, engan sérstakan rétt, aðeins heiðurinn af sigri. Það hljóta menn einsog Anton, Guð- mundur A., Stefán og Ragnar að skilja. Þeirra tími kemur, en hins- vegar er illt til þess að vita að mönnum hlaupi það kapp í kinn að afsala sér einhverju sem þeir hafa áunnið sér og hlaupa með það í fjölmiðla, til þess eins að vekja at- hygli á einhverju, sem eftir allt saman reynist svo á misskilningi byggt hjá þessum ungu og skap- stóru mönnum. verið hröð og með stuttum af- greiðslufresti. Segja þeir einnig að gott verð og vörugæði sé takmarkið einnig. Fyrirtækin sem verða með vörur í Tré-X búðinni eru Tré- smiðja Þorvaldar Ólafssonar, Börkur sf, Hagi hf. og Rafha. Eigendur verslunarinnar eru þau Sigríður Kjartansdóttir, Þorvaldur Ólafsson, Rósa Halldórsdóttir og Sæmundur Sæmundsson sem jafn- framt er framkvæmdastjóri. Elgendur Tré-X bú&arlnnar f verslunlnnl. Ármúli 17 Nýr sýningarsalur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.