Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 1
DJODVIUÍNn\ 1. maí aðgerðir ís- lendinga í Gauta- borg. Myndir og grein. Sjá 10 mai fimmtudagur 110. tölublað 49. árgangur Hamarshúsið: Breytinga standast ekkif Byggingcifélcigib hóf framkvœmd- ir án leyfis borgarstjórnar Reykjavíkurborg hugsanlega skaðabótaskyld Minnihlutinn varaði við Núerkomiðíljós að breytingar á Hamarshús- inu svonefnda í íbúðir, sem meirihluti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn heimilaði Byggingarfé- laginu Ós að gera, stand- ast ekki samkvæmt því aðalskipulagi sem nú er í gildi fyrir Reykjavík. Til að svo sé þarf því að breyta áður samþykktu aðalskipulagi borgarinn- ar, - ella verður ekki hægt að halda áfram breyting- unum á Hamarshúsinu og þar með yrði Reykjavíkur- borg skaðabótaskyld gagnvart Byggingarfé- laginu Ósi. Þettavarupplýstá borgarráðsfundi í síðustu viku, samkvæmttvennum heimildum Þjóðviljans, við mikla reiði Davíðs Odds- sonar sem taldi að emb- ættismenn borgarinnar hefðu átt að benda meiri- hlutanum á þennan agn- Hamarshúslð. Hftlr að leyflð fyrlr breytlngum á húslnu í íbúðarhús- næðl hafði verlð keyrt I gegn um borgarstjórn kom í Ijós að breytlng- arnar samræmast ekki skipulagi borgarinnar. (Ljósm. -elk) úa, áður en flokkurinn keyrði málið f gegn. Það sem hafði farið fram hjá Da- víð borgarstjóra og meirihlutanum var að samkvæmt fyrirhuguðu að- alskipulagi á hraðbraut, svokölluð Geirsgata, að liggja upp að húsinu miðju og meðfram því. En sam- kvæmt reglum um íbúðarhúsnæði verður að vera minnst 30 metrar frá miðlínu hraðbrautar að íbúðarhús- næði og svo er ekki samkvæmt gild- andi skipulagi. Davíð urðu hins vegar ekki mis- tökin ljós fyrr en á borgarráðsfund- inum í síðustu viku, þegar borgar- verkfræðingur greindi frá því, að hin fyrirhugaða Geirsgata mun ekki liggja hafnarmegin við Ham- arshúsið einsog meirihlutinn mun hafa talið, heldur sunnanmegin við húsið. Þarmeð er líka ljóst að hrað- brautin mun skera Hamarshúsið og hinar fyrirhuguðu íbúðir þess frá íbúðabyggingunni fyrir ofan, og liggja raunar á þeim stað sem gert var ráð fyrir bílastæðum og barna- leikvöllurinn fyrir íbúa Hamars- hússins. Rétt er að minna á, að á sínum tíma mótmæltu fulltrúar minni- hluta í borgarstjóm hinum fyrir- huguðu breytingum á ýmsum for- sendum. Jafnframt var ekki laust við að talsverður spillingarkeimur væri af málinu, því Byggingarfé- lagið Ós hóf breytingamar á Ham- arshúsinu löngu áður en þær vom samþykktar í borgarstjóm. Og nú hefur semsagt komið í ljós að í óð- agotinu við að koma málinu gegn gætti meirihlutinn þess ekki að breytingamar sem hann leyfði Byggingarfélaginu Ósi að gera - þvert ofaní varnarorð ýmissa úr minnihlutanum - samrýmast ein- faldlega ekki því skipulagi sem búið er að staðfesta fyrir borgina. -ÖS Nordal skfli Undirskrifta- söfnun á Húsavík Andvirði þriggja árslauna verkamanna verði notað til að fylla uppí fjárlagagatið í gœr hófst á Húsavík undir- skriftasafnun um sð skora é 3ó= hannes Nordal Seðlabankastjóra að skila málverkunum tveimurfrá Seðlabankanum og stjóm Lands- virkjtmar sem kosta rúm þrenn árslaun verkamanns. Söfnunin gengur mjög vel, sagði Amar Bjömsson á Húsavík t viðtali við Þjóðviljann í gœr. Textinn sem skrifað er undir hljóðar svo: „Á tímum aðhalds og sparnað- ar gerist sá fáheyrði atburður að einum embættismanni íslensku þjóðarinnar, Jóhannesi Norda'l, eru færðar tvær máiverkagjafir að upphæð krónur 480 þúsund. Um leið og við undirritaðir hörm- um að opinberar stofnanir (.Seðlabankinn og stjóm Lands- virkjunar) sjái sér fært að verja rúmum þrennum árslaunum verkamanns í gjafir handa einum einstaklingi, skorum við á iS- hannes Nordal ■ að skila aftur þessum gjöfum og að andvirði málverkanna verði notað til þess aö tyiia uppí fjáriagagat rfltfs- stjórnarinnar. Allt tal um sparn- að og aðhald í ríkisbúskapnum er marklaust ef embættismenn ' í þjónustu hins opinbera sjá ekki sóma sinn í að afneita siíkum gjöfurn." Arnar kvað aðstandendur söfnunarinnar hyggjast senda Jó- hannesi undirskriftarlistana þeg- ar söfnun lyki. -óg Pingflokkur Alþýðubandalagsins — A mótí Droop 6:4 í atkvœðagreiðslu í gœr „Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins samþykkti með 6 at- kvœðum gegn 4 að halda sig við formannafrumvarpið svokallaða um kosningareglur og ég hef til- kynnt formönnum hinna stjórn- arflokkanna þessa niðurstöðu“, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins að loknum fundi þingflokksins síðdegis í gœr. Þessi niðurstaða þingflokks- fundar Alþýðubandalagsins í gœr verður til þess að þcer breytingar sem aðrir þingflokkar höfðu komið sér saman um á formannafrumvarpinu munu falla niður þar sem formannafr- umvarpið gerði ráð fyrir því að meirihluti eins þingflokks gœti lcomið í vegfyrirfrekari breyting- ar á því frumvarpi. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að stefnt hefði verið að því aö samstaða ríkti um afgreiðslu þessa máls milli þing- flokkanna. Aðspurður sagði Þorsteinn að samkomulag þingflokkanna um samstöðu varðandi formannafrum- varpið og hugsanlegar breytingar á því gilti einvörðungu varðandi af- greiðslu málsins á þessu þingi, á næsta þingi væru flokkar óbundnir af fyrra samkomulagi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.