Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 17. maí 1984 Aðalsími Þjóðvlljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þesstímaer hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaöslns i þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kJ. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiöslu blaðslns í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 81663 Minni niðurgreiðslur orsaka samdrátt í sölu búvara Tekjutap bænda nemur um 50 miljónum á ári Ef niðurgreiðslur yrðu alveg felldar niður yrði tekjutap bœnda 187 miljónir kr. á ári! Lækkun niðurgreiðslna á ýms- um landbúnaðarvörum, sem á- kveðin var í tengsium við efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hefur þau áhrif að verðmætatap bænda vegna minnkandi sölu nemur um 50 mi|jónum króna á ári. Niðurgreiðslur voru aiveg felldar niður af rjóma, osti, nautgripakjöti og kartöflum en lækkaðar stórlega á öðrum vörum svo sem nýmjólk og kind- akjöti. Búnaðarhagfræðingur Stétta- sambands bænda, Guðmundur Stefánsson sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að lækkun niðurgreiðslnanna hefði það í för með sér að sala mjólkurvara myndi minnka um um það bil 1.3 miljónir lítra á ári og væri það 1.3% samdráttur. Kindakjötssal- an myndi minnka um 260 tonn eða 2.4% og nautakjötssalan um 84 tonn eða 4%. Þetta hefði í för með sér 50 miljóna króna tekju- tap hjá bændastéttinni eða um 12.500 krónur á hvem bónda. Ef niðurgreiðslur yrðu alveg afn- umdar yrði það mikill samdráttur í sölu landbúnaðarvara að verð- mætatap bænda yrði um 187 milj- ónir króna eða 46.700 krónur á hvem bónda. Stéttasamband bænda hefur bent á að ef drægi úr sölu búvara vegna minnkandi niðurgreiðslna myndi sá samdráttur lenda af full- um þunga á bændur sem kjara- rýmun. Guðmundur sagði sína út- reikninga sýna, svo ekki yrði um villst, að þegar stjómmálamenn leystu vanda ríkissjóðs með því að minnka niðurgreiðslur, gerð- ist það eitt að honum væri velt yfir á launamenn, í þessu tilfelli bændur. Staða bænda gæfi ekki tilefni til að rýra stórlega þeirra tekjur. -v. Verða .(í svorin „seink- anir' og „veik- indi“? Flugmenn voru mjög reiðir í gær vegna ákvæða í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem bannar juði. Meðal flugmanna komu fram hugmyndir um að flugmenn yrðu „veikir“, fengju alvarlegan ,Jhöfuðverk“, myndu fylgja al- þjóðlegum reglum um áhafna- skipti út T ystu æsar, verá „seinir vegna óviðráðanlegra ástæðna“. Slíkar aðgerðir myndu hafa mikil áhrif á rekstur Flugleiða og allt áætlanaflug. Töldu heimilda- menn Þjóðviljans í gær að þær gætu reynst Flugleiðum dýrari en samningar við flugmenn. „Ríkissáttasemjari hefur sagt niér að svo mikið beri á milli, að voniaust sé að ná samkomulagi og því er ekki um annað að ræða en að setja þessi lög“, sagði Matt- hías Bjamason i samtali við Þjóð- viljanfi í gær. Hann var spurður hvort hann óttaðist ekki áð flugmenn muni svara þessum lögum með hæga- gangi og öðru því sem gæti truflað flugsamgöngur mjög í sumar? „Ég vil ætla flugmönnum það að þeir hugsi um það fýrirtæki semþéir vinna hjá og um leið þá sjálfa. Samkeppnin í Atlapts- hafsfluginu er slík að ef fólk getur ekki treyst á neitt flug hjá Flug- leiðum, þá er félagið farið yfir- um“, sagöi Maííhías. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins sagði i umræð- um um málið í gær að Alþýðu- bandalagið myndi ekki leggjast gegn þessari lagasetningu, en hann átaldi samgönguráðherra harðlega fyrir þau orð ?r hann lét falla í umræðunni að svipta flug- menn verkfallsrétti í citt skipti fyrir öll. Guðmundur Einarsson lýsti því yfir að BJ myndi leggjast gegn lögunum. S.dór Mllll 40 og 50 brúður koma fram hjó Brúðubílnum sem hefur sýningar á gæsluvöllum borgarinnar á mánudaglnn. Sýndir verða tvelr þættir „Uglan í trénu“ og „Gestir frá Afríku". A myndinni sem tekin var í gær má sjá Helgu Stefensen ásamt nokkrum brú&um. (Ljómynd -eik). Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri Engir milligöngumenn „Ég mótmæii því a'íarió ao viu séum einhverjir milligönguaðilar í málum af þessu tagi, en hins vegar hvflir lagaleg skylda á okkur í þess- um máium sem öðrum að kynna árásarþola rétt til að koma með kröfu um bætur, sem stundum leiða til samninga þeirra í milli eða milli umboðsmanna þeirra. Það á hins vegar ekki að koma í veg fyrir að máiið fari áfram í gegnum dóms- kerfið og til Ríkissaksóknara“, sagðj Þórir Oddsson, vararann- sóknarlögreglustjóri þegar hann yar spurður um þá fullyrðicgu, að rannsóknarlögrcglan hefði milli- göngu um „sættir“ í formi bóta- greiðslna frá árásarmönnum til kvenna í nauðgunarmálum. Hvort líklegt sé að slíkar bóta- greiðslur séu algengari í nauðgun- armálum en öðrum vegna sérstöðu þeirra, kveðst hann ekki geta sagt neitt um, en sagði að rannsóknar- lögreglan óskaði jafnan eftir skýr- ingu þegar kona félli frá kæru. Það væri ríkissaksóknara að taka síðan ákvörðun um meðferð málsins. Við spurðum Þóri að lokum hvort ekki væri hætt við að slík mál döguðu uppi, þegar konan hefði þegið bætur og enginn til að reka á eftir þeim, svaraði hann því til að það ætti ekki að hafa nein áhrif. Sú vinnuregla væri viðhöfð hjá rann- sóknarlögreglunni að 3-4 sinnum á Málin fara til Ríkissaksóknara þótt bætur séu greiddar ári væri gerdur eftirstöðvalisti um mál sem óafgreidd væru og væri öllum ætlað að skila skriflegri greinargerð um stöðu mála sem þeir hafa á sínum borðum. Veitti þessi skipun mála öllum allmikið aðhald. þs Sjá einnig fréttaskýringu á bls. 5 og rœðu Helga Seljan í opnu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.