Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. maí 1984 dftJ Garðeigendur Kópavogi Leiga á garðlöndum er hafin Úthlutun garða fer fram í gróðrarstöðinni Birkihlíð, Birkigrund 1 þriðjudag til fimmtu- dags kl. 9.30 til 11.30 fram til 25. maí, greiðsla garðanna er sem hér segir: 300 m2 kr. 635.- 200 m2 kr. 554,- 150 m2 kr. 445.- 100 m2 kr. 354,- Greiðsla fer fram við úthlutun garða. Garðyrkjuráðunautur Kópavogs. Sími 46612. ft Lóðir við Stigahlíð Reykjavíkurborg auglýsir eftir tilboðum í 21 einbýlishúsaióð við Stigahlíð. Um lóðirnar gilda skipulags- og byggingar- skilmálar, sem þegar hafa verið samþykktir í borgarráði. Tilboðsgjafar skulu senda skrifstofustjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, tilboð sín í lokuðu umslagi merkt „Stigahlíð" og skulu þau hafa borist skrifstofu hans fyrir kl. 16.15, miðvikudaginn 30. maí n.k. Uppdrættir svo og tilboðsskilmálar þar sem m.a. er kveðið á um opnun tilboða, greiðslu- kjör og tilhögun samninga um lóðarsölu liggja frammi á skrifstofu borgarverkfræð- ings, Skúlatúni 2, 3. hæð, alla virka daga kl. 8.20-16.15. Nauðsynlegt er að tilboðsgjafar kynni sér skilmálana. Borgarstjórinn í Reykjavík. 1X2 1X2 1X2 35. leikvika - leikir 12. maí 1984 Vinningsröð: X 1 1-12X-X1 1-21 2 1. vinningur: 12 réttir - kr. 215.000.- 57225(4/11) 85645(6/11) + 2.vinningur: 11 réttir - kr. 8.000.- 863 19720+ 51374 87897+ 162720+ 19632+ 37198+ 52451+ 90374 19703+ 39720+ 86579 94251 + Kærufrestur er til 4. júní kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimil- isfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Fjölbrautaskólanum við Ármúla Skólaslit og brautskráning stúdenta fer fram í Fríkirkjunni, laugardaginn 19. maí kl. 15. Afhending einkunna og val fyrir næstu önn verður föstudaginn 18. maí kl. 11-13. Skólameistari (slensku námsmennlrnlr í Gautaborg drelfðu 3000 eintökum af dreiflritl sínu, þar sem hemáml íslands var mótmælt og gerð grein fyrir sögu hernámsins. íslenskir námsmenn í Gautaborg: ísland úr NATO herinn burt! Félag íslenskra námsmanna í Gautaborg efndi til mótmæla- aðgerða gegn aðild íslands að NATO og dvöl bandarísks her- liðs á íslandi daganna 4.-5. maí. Fóru aðgerðir þannig fram að námsmenn komu upp borða með áletruninni „Island ur NATO, USA-basen bort“ og dreifðu þaðan dreifimiðum með upplýsingum um hersetuna, sem lesnar voru upp meðjöfnu milfibili ígjallarhorn. Þásöfnu- ðust námsmenn einnig saman undir borðanum og sungu bar- áttusöngva. I „Folkets hus“ í Gautaborg var síðan haldin samkoma sem stóð í 4 klukk- ustundir. Var fundurinn vel sótt- ur, en til hans hafði verið boðið tveim gestum, þeim Brynjólfi Bjarnasyni og Böðvari Guðm- undssyni. Voru þarflutt erindi sem röktu sögu hernámsinsfrá íslenskum og alþjóðlegum sjónarhóli. Ræða Brynjólfs Bjarnasonarfjallaði um mar- kmið og leiðir í friðarbaráttunni, en Böðvar Guðmundsson söng nokkrar af hinum kunnu vísum sínum um hernámið og herm- angið. Þá söng kór íslenskra námsmanna I Gautaborg ein- nig baráttu söngva. I ályktun fundarins, sem stíl- uð var á ríkisstjórnina og afhent ræðismanni íslands í Gauta- borg, var þeirri áskorun beinttil stjórnvalda að þau stöðvi þegar í stað alla aukningu á umsvifum Bandaríkjahers á íslandi en vinni þess í stað að brottför hans. Segir í ályktuninni að ís- lendingar ættu að segja sig úr NATO og er þess farið á leit að haldin verði þjóðaratkvæða- greiðsla um málið. Aðgerðum þessum lauk með dansleik. Á samkomu námsmanna í Folkets hus flutti Brynjólfur Bjarnason erindi um stríðshættuna og mikilvægi friðarbaráttunnar .... og Böðvar Guðmundsson söng vísur sínar sem tengjast hernáminu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.