Þjóðviljinn - 17.05.1984, Side 3

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Side 3
Fimmfudagur i7. maí 1984 JÞJÓÐVILJINN — 'SÍÐA 3 ' ’ Keppendur sem ásamt fararstjóra og þjálfara fara í dag af landi brott tll að taka þátt f alþjóðlegri hjólkeppni i Budapest 24.-27. maí Til Ungverj alands! Hjólreiðakappar fara frá íslandi í dag til að taka þátt í alþjóðlegri hjólkeppni í Ungverjalandi. Kapparnir unnu lokakeppni í hjólalistum sem haldin var við Austurbæjarskólann í haust. Sigur- vegarar í hjólreiðakeppninni eru tveir 13 ára strákar frá Akureyri, Sveinbjörn Jóhannesson og Haukur Hauksson. Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri í umferð- arfræðslu sagði Þjóðviljanum að þeir hefðu fengið mjög góðar verk- legar æfingar af hálfu skóla og lög- reglu á Akureyri. Sagði Guðmund- ur að tækjasett fyrir hjólreiða- þrautir fengist hjá námsgagna- stofnun og að það væri mjög gott til þjálfunar. Sigurvegarar í vélhjólakeppn- inni, Sigmundur Sæmundsson og Sævar Unnar Ólafsson frá Reykja- vík eru báðir 16 ára. Þeir halda einnig utan til keppninnar í Ung- verjalandi sem verður í Budapest. Ásamt þeim fara Guðmundur Þor- steinsson námsstjóri og Bendt Ped- ersen lögreglumaður frá Keflavík. -jP Fræðslustjóraembættið í Reykjavík Verða breytingar? • Aslaug veit ekkert • Sólrún vill ekkert segja „Embætti fræðslustjóra er í föst- um skorðum samkvæmt Grunn- skólalögunum. Ég veit ekki hvað eða hvernig á að framkvæma hlut- ina, annað en það sem lesa má út úr fundargerðum. Samkvæmt þeim virðist sem breytingar standi fyrir dyrum og þú ættir að hafa samband við þá sem standa fyrir þeim“, sagði Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri við Þjóðviljann í gær. Á fundi borgarstjórnar í dag verða tvær fundargerðir fræðslu- ráðs á dagskrá. Þar er m.a. fjallað um. að leggja niður núverandi fræðsluskrifstofu og stofnun skóla- skrifstofu. Þjóðviljanum tókst ekki að ná í Markús Örn Antonsson for- mann fræðsluráðs í gær. Þjóðviljinn leitaði til Sólrúnar Jensdóttur skrifstofustjóra menntamálaráðuneytisins. Hún er jafnframt umsjónarmaður skóla- mála af ríkisins hálfu og ein þeirra sem unnið hafa að yfirlýsngu um breytingar að fræðslustjóraemb- ættinu. Hún vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál sagðist ekki kannast við að samningsdrögin frá því i fyrra væru til umræðu núna og Aslaug Brynjólfsdóttlr. að yfirlýsingin um fyrirkomulag yfirstjómar fræðslumála í Reykja- vík væri aðeins vinnuplagg sem úr- elt væri í dag. Væntalega skýrast málin á fundi borgarstjórnar í dag. -JP Lífeyrissjóður verslunarmanna hundsar algerlega skuldabréf Byggingasjóðs verkamanna „Höllin í mýrinni4 6 erþeim hugleiknari Dágóður afli í Djúpinu Dágóður afli hefur verið hjá net- abátum við ísaijarðardjúp. Loðn- uganga kom í Djúpið og í kjölfar hennar þorskganga, sem bátar veiddu grimmt úr í net. Bátar frá Bolungarvík mokuðu þá upp afla, en nú er farið að draga úr veiðinni aftur. Togarar á Vestfjörðum hafa aflað dável af grálúðu og karfa undanfarið, en öðru hvoru hafa þeir líka komið inn með ágætan þorskafla, allt að 100 tonn eftir 6-7 daga útivist. _ s.dór sagði Helgi Seljan við umræður um húsnœðismálafrumvarpið í gœr Kaup lífeyrissjóöanna á skuldabréfum opinberrafjár- festingarlánasjóða voru 151 miljón króna lægri á síðasta ári en lánsfjáráætlun hafði reiknað með. Keypt voru skuldabréf af Byggingasjóði verkamanna fyrir rúmar 117 miljónir en af Lánasjóði Veðdeildar Iðnaðar- bankans fyrir rúmar 90 miljónir, en þeir fjármunir fara til al- mennraútlána. Þessar upplýsingar koma fram í , svari fj ármálaráðherra við fyrir- spurnum frá Helga Seljan um skuldabréfkaup lífeyrissjóða. Þar kemur einnig fram að einn stærsti lífeyrissjóður landsins, lífeyris- sjóður verslunarmanna keypti ein- Við teljum „með öllu óskiljan- lega þá hugmynd að Reykjavíkur- borg ætli að leggja niður eftirlit með sérkennslu í borginni án þess að tryggt sé að það verði á væntan- legri fræðsluskrifstofu Reykjavík- urumdæmis“ segir í ályktun frá trúnaðarráði Kennaraféiags Reykjavíkur sem lögð var fram í fræðsluráði í fyrradag. ungis skuldabréf fyrir 22.5 miljónir í stað fyrir 116 miljónir sem gert hafi verið ráð fyrir samkvæmt 40% reglunni, eða aðeins rúm 19% af áætluðum kaupum. Sjóðurinn keypti ekki eitt einasta bréf í Bygg- ingasjóði verkamanna. Lífeyris- sjóðir Dagsbrúnar og Framsóícnar keyptu hins vegar skuldabréf í Byggingasjóði verkamanna fyrir 26 miljónir. Helgi Seljan benti á þessi atriði í framhaldi af þessu réðst for- maður fræðsluráðs Markús Örn harkalega að Elínu Ólafsdóttur kennarafulltrúa þegar hún and- mælti fullyrðingum meirihluta- manna um að Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis væri alfarið á vegum menntamálaráðuneytisins og kæmi borginni ekki við. Þjóðviljinn spurði Áslaugu við umræðu um húsnæðismála- frumvarp ríkisstjórnarinnar í gær og sagði að það ætti að láta einskis ófreistað við að ná inn í húsnæðis- kerfið því fjármagni sem þangað ætti að fara, því þar væri þörfin | mest fyrir það. Greinilegt væri á: kaupum lífeyrissjóðs verslunar- manna á skuldabréfum að „Höllin í mýrinni" væri honum hugleiknari en byggingarmöguleikar almenn- ings. - lg. Brynjólfsdóttur fræðslustjóra hvort tryggt væri að eftirlit með sérkennslu verði á nýju fræðslu- skrifstofunni sem fyrirhuguð er. „Ég hef engin svör fengið við því hvað þar á að vera og hef þess vegna ekki hugmynd um hvort þetta starf verði þar frekar en önnur. Miðað við aðrar fræðslu- skrifstofur væri það eðlilegt." _jp Lífefna- iðnaður fyrir norðan Bæjarstjórn Akureyrar hefur einróma tekið undir bókun í at- vinnumálanefnd bæjarins frá því í byrjun maí þar sem lýst var yfir stuðningi við frumvarp Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi um að á Akureyri verði stofnsett rannsókn- arstofá lífefnaiðnaðarins. f bókun atvinnumálanefndar segir: Atvinnumálanefnd ítrekar stuðning sinn við framkomið frum- varp á alþingi um að stofnsett verði á Akureyri rannsóknarstofa lífefn- aiðnaðarins og telur nauðsynlegt að afgreiða það á þessu ári. At- vinnumálanefnd samþykkir að stofna 3-5 manna samstarfshóp til að gera frumkönnun á mögu- leikum í lífefnaiðnaði á Akureyri. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- ráðsmaður Alþýðubandalagsins á Akureyri sagði að á Akureyri væri mikill áhugi fyrir framgangi máls- ins á þingi. Hefði málið komið til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar og allir fulltrúar þar lýst sig fýsandi þess að frumvarpið yrði samþykkt sem fyrst á Alþingi. Sagði Sigríður að grannt yrði fylgst með fram- vindu málsins því Akureyringar bindu miklar vonir við staðsetn- ingu rannsóknastofa lífefnaiðnað- arins í bænum. _v Breytingar á rekstri sálfrœðiþjónustu skóla: ÓSKILJANLEG HUGMYND segir Kennarafélag Reykjavíkur • Markús Örn réðst harkalega að Elínu Ólafsdóttur kennarafulltrúa

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.