Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ‘ÁÞJÓÐVILJINN íFimmtudagur 17. maí 1984 - Þrystiaðgerðir á skiptum við •/ *—' ^ Miðnesheiði Reaganstj ornina Verslunarráð og Geir saka Bandaríkjastjórn um að víkja af braut frjálsrar verslunar Verslunarráðið sendi Brementz sendiherra Bandaríkjanna bréf 13. aprfl sl. til að tjá áhyggjur sínar vegna þess að bandarískt skipafé- lag taki yfir hluta af flutningum fyrir herinn hingað til lands. Mikill titringur er meðal manna og fyrir- tækja sem hagnast á viðskiptum við herinn vegna þessa máls og hefur gengið á með bréfaskriftum og þrýstiaðgerðum til að koma í veg fyrir að bandaríska skipafélagið fái þessa flutninga. í bréfi framkvæmdastjórnar Verslunarráðsins þann 13. maí sl. var grundvallarviðhorf ráðsins um „frjálsa viðskiptahætti" ítrekað og því lýst yfir að hugsanlegir flutning- ar skipafélagsins Rainbow Navig- ation á vörum hingað til lands væru í andstöðu við það viðhorf ráðsins. Þá er sagt í bréfinu að Bandaríkja- stjórn styðji sömu stefnu og Versl- unarráðið og ráðið vonast til að bandaríska ríkisstjórnin verði áfram bandamaður /erslunarráðs- ins um frjálsa verslun. í lok bréfs- ins biður Verslunarráðið Brements sendiherra um aó koma skilaboð- um til Reaganstjórnarinnar um al- varlegar áhyggjur ráðsins vegna þessa máls. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips, sem hingað til hefur haft með þessa flutninga að gera ásamt Hafskip, er einnig stjórnarmaður í Verslunarráðinu. í Verslunarráðinu er einnig Gunnar Guðjónsson skipamiðlari og fyrrverandi formaður Verslun- arráðsins. Hann er umboðsmaður fyrir bandaríska skipafélagið Rain- bow Navigation. Magnús Ármann hjá skipamiðlun Gunnars Guð- jónssonar kvað samninga hafa ver- ið undirritaða milli Bandaríkjahers og Rainbow Navigation og gengu þeir í gildi 11. maí sl. Hann kvað samninginn kveða á um sömu gjöld og íslensku skipafélögin hafa feng- ið fyrir þessa flutninga. Magnús Ármann kvað skipafélagið banda- ríska ekki ætla að fara í neitt verð- stríð við íslensku skipafélögin og þess vegna ætluðu þau að flytja á sama gjaldi og samningar íslensku skipafélaganna við herinn kvæðu á um. „Svo á eftir koma í ljós hvort að íslensku skipafélögin ætla að fara útí samkeppni og þá á þeim grundvelli að lækka verðið, það veit maður ekki hvernig virkar". Magnús Ármann kvað umboðs- skrifstofuna á íslandi ekki taka neinn þátt í hugsanlegri sam- keppni, þarsem allt í tengslum við þetta væri gert í Bandaríkjunum. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra hefur sent Shultz kollega sín- um í Washington bréf, en viðræður þeirra um málið hafa verið settar á laggirnar á Natófundi sem haldinn verður innan skamms. Þá hefur Hans Andersen sendiherra í Bandaríkjunum rætt um málið við þarlenda stjórn sem og Brement sendiherra og Geir. Þannig er mál- ið litið alvarlegum augum, af þeim sem hagsmuna hafa að gæta í sam- bandi við bandaríska herinn hér á landi. - óg Mezzoforte er sænsk hljómsveit Eins og fjölmiðlar hafa frá skýrt, þá hefur hljómsveitinni Mezzoforte gengið bærilega í útlöndum. Ef menn telja, að þar með hafi hlutur íslands í heiminum stækkað að sama skapi, þá er það misskilningur. Surprise / Garden Patty / Gazing Al The Clouds / Early Automn / Action Man / Funk Suite No. 1 / E«y Jack / Fusion Blues / The Old Neighborhood / Surprise, Reprise Eine neue schwedoche Gruppe, deren eingangige Popstúcke durch originel- len Blásersatz und klare Gitarrenlinien auffallen. Beat.-Nr. 20117/0 Polydor-Mu^Cassette DovídBowíe Lers Dsíkc Modem Love/ChintÉiirl Let’s Dancc / WithJt You / Ricochet /Ctfcinal Workí/CatPeop/ (Putting Out Fir/ Shake It # 17,90 DM Til dæmis að taka er auglýsinga- bæklingur frá Buchergilde, þýskum bókaklúbbi sem býður viðskiptavinum sínum upp á bæði plötur og bækur. Þar er boðið upp á Mezzoforteplötu, lögin eru öll kynnt upp á ensku og útskýringin sem fylgir segir frá því að hér sé um nýja SÆNSKA grúppu að ræða sem blási frumléga og hafi skýra gít- arhljóma. Ekki er ástæða til að ætla að Svíar hafi hér stundað skemmd- arstarfsemi eins og sumir kynnu að halda. Miklu heldur er það hér á seyði, að seljendur vöru- nnar vita a.m.k. af því að ABBA seldist á sínum tíma - og vænlegast til árangurs á mark- aðnum kynni að vera að segja Mezzoforte sænska líka. Það væri of flókið að útskýra að þeir gaurar séu úr Brekkukoti. Enda semja þeir á ensku hvort sem er. Já, en einhvers staðar verða vondir að vera! Lögreglan gerir góðfúslegar athugasemdir í sólskininu í Reykjavík í gær. (- eik) Páll Pétursson setti ofan í við flokksbróður sinn Ólaf Þ. Þórðarson_________ Haltu þér á mottunni Formaður þingflokks Fram- sóknarmanna Páll Pétursson sá sig tilneyddan á fundi neðri deildar í gær að setja ofan í við samflokks- mann sinn Ólaf Þ. Þórðarson við umræður um tillögu stjórnarinnar um bann við boðuðu verkfalli flug- manna. Ólafur Þ. Þórðarson lýsti því yfir við umræðurnar að vel mætti hugsa sér að taka vinnumálalöggjöfina til endurskoðunar í framhaldi af þessu flugmannamáli. Svavar Gestsson kvaddi sér þá hljóðs og krafðist svara af forsætisráðherra hvort stjórnarflokkarnir væru með slíkar ráðagerðir í huga. Páll Pét- ursson tók til máls í fjarveru ráð- herra og sagði engar slíkar um- ræður hafa átt sér stað innan þing- flokks Framsóknarmanna og sagð- ist vona að menn heldu sér á mott- unni í þessari umræðu. Svavar sagðist ánægður með yfirlýsingu Páls og samhljóða yfir- lýsingu samgönguráðherra og af! þeim mætti draga þá ályktun að ummæli Ólafs Þ. Þórðarspnarí um- ræðunni á undan hefðu verið ó- magaorð. Ólafur brást hinn reiðasti við þessari einkunnargjöf, skamníaði þingforseta, flokksbróður sinn Ing- var Gíslason, fyrir að standa sig ekki í stykkinu. Höfðu þingmenn dátt gaman af tilburðum hins vestfirska þingmanns. -•g- Af hveriu ekki skóluið líka? JL - Á bakvið afstöðu Sjálfstæðis- flokksins er sú grundvallarhugsun hinna hreinræktuðu í haldsmanna, að það sé allt annað ómögulegt en að menn eigi húsin sln sjálfir, sagði Guðmundur Einarsson Bandalagi jafnaðarmanna á þingi á dögunum þegar húsnæðismálin bar á góma. „Eg held að þetta sé ein leið til þess að birta okkur þessa gömlu eignaauðhyggju, að það geti eng- inn orðið hamingjusamur í sínum ranni nema hann eigi hann yst sem innst. Það er dálítið fróðlegt að velta þessu fyrir sér vegna þess að nú er íbúðarhúsið í raun og veru ýmsu tengt. Að því liggur gata, að því liggur skólp, vatnsveita og ým- iss konar lagnir, rafmagn og sími og allt þjónar þetta húsinu, en engum dettur í hug að vilja endilega eiga alla þessa kosti. Þetta er þjónusta sem þeim er veitt. En síðan þegar kemur að burðarvirki hússins, steinsteypunni og járninu þá er nauðhyggjan sú, að menn þurfi endilega að eiga þetta og enginn geti nokkurn tíma orðið hamingju- samur án þess að svo sé. Þetta er kannske byrjun á því að menn fari nú að kaupa sér hlut í skolpveitum og götum til þess að tryggja ham- ingju sína og eftirkomenda; að geta skilið eftir sig svosem einsog 100 metra af malbiki eða einhverjum veitulögnum“, sagði Guðmundur Einarsson alþingismaður. -óg Atvinnuhorfur nemenda á Akureyri 69% hafa örrugga atvinnu Atvinnuhorfur fyrir skólafólk á Akureyri í sumar eru mjög góðar og mun betri en á sama tima í fyrra. Kemur þetta fram í könn- un sem kynnt var á fundi bæjar- ráðs Akureyrar í gær. Könnunin var gerð í byrjun þessa mánaðar á meðal 513 nem- enda í Menntaskólanum á Akur- eyri og framhaldsdeildum Gagn- fræðaskólans. 356 nemendur, eða 69% kváðust hafa örugga vinnu í sumar. 105 eða 23% höfðu von um vinnu en 49 eða 8% höfðu enga vinnu í sumar. Samkvæmt nýlegri atvinnu- leysisskráningu á Akureyri eru allmargir unglingar utan skóla á atvinnuleysisskrá en fyrmefnd könnun á meðal akureyrskra skólakrakka gefur tii kynna heid- ur bjartara útlit en reiknað hafði verið með. _ v 11. þing MSI: Kjara- og atvmnumál í brennidepli 11. þing Málm- og skipasmiða- sambandið hefst í dag kl. 9.00 á Hótel Esju. Rúmlega 100 fulltrú- ar frá um 20 sambandsfálögum mæta á þinginu. Aðalmál þings- ins eru kjara- og atvinnumál og einnig verður fjallað um tölvumál og áhrif tölvuvæðingar á atvinnu- líf. ..... ......... Rafeinda- stýrðir dropa- teljarar Nákvæmir dropateijarar sem eru langþráð tæki á fæðingar- deildina eru nú kontin þangað fyrir tilstili Lionsklúbbsins Freys og Kiwanisklúbbanna i Reykja- vík. Dropateljarar eru rafeinda- stýrðir af gerðinni IVAZ 531. Slíkir teljarar eru mjög nákvæmir og auka mjög öryggi við lyfjagjaf- ir og aðra vökvagjöf sem gefin er beint í æð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.