Þjóðviljinn - 17.05.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Page 11
Mark Hateley er kominn skrefl fram- úr hlnum marksækna föður sínum, Tony Hateley, sem aldrei náði að komast f landsllð. Hunt og Hazard í hópinn Hateley líka Steve Hunt frá WBA og Mike Hazard frá Tottenham hafa veriö valdir í landsliðshóp Englands í fyrsta skipti; fyrir leikinn gegn Skotum í bresku meistarakeppn- inni þann 26. maí. Þar með virðist langtímamarkmið Hunts vera í þann veginn að rætast; hann yfirgaf New York Cosmos fyrir tveimur árum þrátt fyrir ótrúleg gylliboð, því hann vildi leika í Englandi og komast í landsliðið. Þá hefur hinn marksækni Mark Hateley frá Portsmouth verið út- nefndur í hópinn sem fer til Suður- Ameríku í júní en þar leikur Eng- land landsleiki gegn Brasilíu- mönnum, Uruguay og Chile 10,- | 17. júní. - VS j Boccia- sveitin skammt frá sigri ísland var skammt frá sigri í sveitakeppni á Norðurlandamót- inu í boccia, fyrir fatlaða, sem hald- ið var í Noregi um sl. helgi. ís- lenska sveitin átti alla möguleika á sigri í sínum riðli, vann A-sveit Dana, A-sveit Svía og A-sveit Norðmanna en tapaði 1-8 í loka- leiknum fyrir B-sveit Finna. Þar hefði fimm stiga tap dugað til að komast í úrslit en þar hefði sveitin átt sigur vísan. í staðinn þurfti hún að leika um 4.-6. sæti og náði því fjórða. A-sveit Dana fór í úrslitin og varð Norðurlandameistari. Sveitina skipuðu Sigurður Björnsson, Tryggvi Haraldsson og Björn Magnússon og tóku þeir einnig þátt í einstaklingskeppni. Aðeins Tryggva tókst að komast í úrslit og hafnaði hann í níunda sæt- inu. - VS Rapid sigraSi Rapid Wien varð í fyrrakvöld austurrískur bikarmeistari í knatt- spyrnu, vann Austria Wien 2:0. Austria vann fyrri leikinn 3:1 en Rapid varð bikarmeistari á úti- markinu. Fimmtudagur 17. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson íslandsmótið í knattspyrnu hefst í kvöld: KR eða Víkingur fyrst með 3 stig? í kvöld kl. 20 verður flautað til leiks á íslandsmótinu í knattspyrnu 1984. Þá hefst á Valbjarnarvelli í Laugardal leikur Reykjavíkurlið- anna Víkings og KR í 1. deild og um kl. 21.45 verður Ijúst hvort annað liðið verður fyrst allra til að hljóta 3 stig í leik á íslandsmóti. I sumar eru í fyrsta skipti gefin 3 stig fyrir sigur en áfram eitt fyrir jafntefli. Félögin sjálf, Víking og KR, þarf ekki að kynna í löngu máli, þau eru gömul og rótgróin og hafa löngum sett svip sinn á íslandsmótið; KR meira á árum áður, Víkingar meira undanfarin ár. KR hefur 20 sinnum orðið íslandsmeistari, síðast 1968, en Víkingur fjórum sinnum, síðast 1981 og 1982. KR-ingar eru sigurstranglegri í kvöld. Þeir eiga á að skipa vaxandi liði sem lítið hefur breyst frá því í fyrra er það náði öðru sæti í 1. deild, besta árangri félagsins í 15 ár. Víkingar eru aftur á móti komn- ir á breytingaskeið; meistaraliðið frá 1981-82 hefur verið að liðast í sundur og nýir menn, ungir og að- komnir eru að taka við. KR er al- mennt spáð velgengni í sumar, Víkingum basli og jafnvel erfiðri fallbaráttu. En allt er í heiminum hverfult. Slíkir spádómar geta snúist við á einni nóttu, enn skemmri tíma ef svo ber undir. Talsvert var skorað af mörkum í leikjum þessara liða á Reykjavíkurmótinu, KR skoraði i' gærkvöldi benti allt til þess að liðin yrðu þannig skipuð: Víkingur KR Ögmundur Kristinsson Ragnar Gíslason Unnsteinn Kárason Magnús Jónsson Ólafur Ólafsson Ómar Torfason Andri Marteinsson Kristinn Guðmundsson Sigurður Aðalsteinsson Ámundi Sigmundson Heimir Karlsson. Varamenn: Axel Axelsson, Einar Ein- arsson, Þórður Ragnarsson og Gylfi Rútsson en óvist með 16. mann. Stefán Jóhannsson Haraldur Haraldsson Stefán Pétursson Ottó Guðmundsson Jósteinn Einarsson Willum Þórsson Ágúst Már Jónsson Óskar Ingimundarson Gunnar Gíslason Sæbjörn Guðmundsson Sverrir Herbertsson Varamenn: Halldór Pálsson, Hannes Jóhannsson, Jakob Pétursson, Ómar Ingvarsson og Elías Guðmundsson. |þá t.d. nær jafnmörg mörk og í allri að auki eru gefin þrjú stig fyrir 1. deildarkeppninni í fyrra. Þegar sigur, getur allt gerst. - VS Stórkostleg út- færsla ítalanna Það var hrein unun að horfa á stórkostlega útfærðan varnarleik ítölsku meistaranna nýkrýndu, Ju- ventus, í síðari hálfleiknum í úrslit- um Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu I gærkvöldi. Leikur- inn var sýndur beint í íslenska sjón- varpinu og eftir að hafa náð 2:1 forystu í opnum fyrri hálfleiks, sýndi ítalska liðið þá knattspyrnu sem færði landsliði ítala heimsmeistaratitilinn fyrir tveimur árum. Hinir portúgölsku andstæðing- ar, Juventus, Porto, sóttu allan seinni hálfleikinn, þ.e.a.s. voru með boltann lengst af en þrátt fyrir nett og skemmtilegt spil utan víta- teigs Juventus tókst þeim nánast aldrei að ógna Tacconi markverði verulega. Skyndisóknir Juventus voru hins vegar stórhættulegar og ítalirnir voru klaufar að nýta þær ekki til stærri sigurs. Sérílagi Paolo Rossi, sá heimsfrægi garpur, sem lét hinn óútreiknanlega Beto í marki Porto frá sér undir lokin eftir að hafa komist einn í gegn. Mörkin í leiknum í Basel í Sviss voru góð, einkum tvö þau fyrstu. Einstaklingsframtak Vignola kom Juventus yfir á 12. mínútu, ná- kvæmlega eins mark og Magath gerði fyrir Hamburger gegn Ju- ventus í fyrra nema skotið mun neðar í markhornið. Sausa jafnaði eftir laglegan undirbúning tveggja félaga sinna á 28. mínútu en Vig- nola lagði upp markið á 41. mínútu fyrir Boniek og það reyndist ráða úrslitum. Stórgóð liðsheild Juvent- us og útfærsla síðari hálfleiks færði liðinu sigur. Porto er með stórgóða og lipra leikmenn, Frasco (7) hætt- ulegastur og Pereira (4) steig aldrei feilspor í vörninni. - VS Boniek - sigurmarkið Ungverjar hættir við Ungverjar urðu í gær níunda ; þjóðin til að draga sig útúr Ól- ympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Hins vegar staðfestu íþróttasamtök Afríkuríkja að þjóð- ir sinnar heimsálfu myndu mæta til leiks. Samaranch, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, sagði í gær að hann reiknaði með að um 40 þjóðir í allt myndu hætta við þátt- töku í leikunum. -VS Zola með á Bislet Zola Budd, suður-afríska hlaupa- stúlkan sem fékk breskan ríkis- borgararétt á mettíma fyrr í vor, fékk í gær leyfl hjá Norðmönnum til að taka þátt í Bislet-ieikunum í Osló í næsta mánuði. Til þess þurfti hún að ógilda suður-afríska vega- bréflð sem hún hélt enn, Norðmenn tóku ekki í mál að íþróttamaður með tvöfalt vegabréf fengi að taka þátt í leikunum. Þar með hefur hún endanlega roflð tengslin við heima- landið, er alfarið orðin Breti. -VS Knattspyrnuskól- arnir að byrja Knattspyrnuskólar a.m.k. tveggja Reykjavíkurfélaga eru í startholunum. KR-skóIinn byrjar 28. maí og fyrsta námskeið í Fram-skólanum hefst þann 4. júní. KR-skólinn er fyrir drengi og stúlkur 6-12 ára. Krakkar 10-12 ára verða í honum alla virka daga kl. 9.30 til 11, krakkar 8-9 ára kl. 11.15-12.45 og 6-7 ára börn kl. 13.30 - 15. Aðalkennari verður Ágúst Már Jónsson. Skólanum er skipt niður í námskeið og það fyrsta stendur frá 28. maí til 14. júní en það síðasta 14. ágúst - 29. ágúst. Innritun stendur yfir í KR- heimilinu, síma 27181. Fram-skólinn skiptist niður í fjögur námskeið, það fyrsta 4. júní til 15. júní en að síðasta 16. júlí-27. júlí. Bömfædd 1972-74 verða á morgnana frá kl. 9-12 en börnfædd 1975-78milli kl. 13 og 16. Aðalkennari verður Sigur- bergur Sigsteinsson. Innritun fer fram í Framheimilinu milli kl. 13 -14 og eftir kl.17 alla virka daga. Sími þar er 34792. Mara- dona í bann! Diego Maradona, sá frægi argentínski knatt- spyrnumaður, var í gær dæmdur i þriggja mánaða keppnisbann ásamt fimm spænskum leikmönnum Atletico Bilbao og Barce- íona. Þeir sex tóku drjúgan þátt í slagsmálum sem urðu eftir leik liðanna í úrslitum spænsku bikarkeppninnar fyrir skömmu. Einn hinna er „slátrarinn“ frá Bilbao, Go- icoechtea, sem „slátraði" Maradona eins og frægt varð sl. haust! -VS Man.Utd. í 4. sæti?! Manchester United lendir að öllum líkindum í fjórða sæti 1. deildar ensku knattspyrnunnar! í gærkvöldi tapaði félagið 2-0 fyrir Nottm.Forest í Nottingham; Forest komst þar með uppfyrir Man.Utd og Southampton á markatölu í ann- að sætið, öll eru með 74 stig, en Southampton getur farið upp fyrir bæði og hafnað í öðru sæti með því að gera jafntefli við Notts County í lokaleik deildarinnar. ______________-VS „Allt í pakkau „Við ræddum almennt um málin en tókum engar endanlegar á- kvarðanir. Ég á von á að við til- kynnum um þá fjóra Ólympíufara sem eftir er að velja strax eftir næstu helgi. Nú um helgina fara fram frjálsíþróttamót í Bandaríkj- unum og þar munum við fylgjast með hvernig Óskari Jakobssyni og reyndar fleirum gengur. Varðandi keppendur úr öðrum íþróttagrein- um, munum við tilkynna þá um leið og hina, þetta verður allt í einum pakka,“ sagði Gísli Halldórsson forseti íslensku Ólympíunefndar- innar í samtali við Þjóðviljann í gær. -VS Sheff. Utd í 2. deild Hið gamalfræga félag Sheffield United komst í 2. deild ensku knatt- spyrnunnar í fyrrakvöld eftir fimm ára dvöl í 3. og 4. deild. Naumt var það þó; Hull vann 2:0 útisigur í Burniey og hefði komist upp á einu marki í viðbót. Markatala og stig- atala Sheff. Utd. og HuII varð jöfn með úrslitunum í fyrrakvöld, en Sheff. Utd er uppi á fleiri mörkum skoruðum. Liveipool og Norwich gerðu 1:1 jafntefli í 1. deild. Ian Rush skoraði fyrir Liverpool, sitt 32. mark í deildinni og 47. fyrir Liverp- ool í vetur, en John Deehan svar- aði fyrir Norwich. Scunthorpe féll endanlega í 4. deild, tapaði 3:0 í Rotherham. í 4. deild á Wrexham enn möguleika á að sleppa úr hópi fjögurra neðstu eftir 1:1 jafntefli í Crewe. Þarf að vinna Tranmere í lokaleiknum til að komast uppfyrir Halifax og sleppa. - VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.