Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 9
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. maí 1984 Fimmtudagur 17. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Svavar Gestsson form. • Alþýðu- banda- lagsins „Hvers konar lífi viljum við lifa í þessu landi? Viljum við stuðla að samkennd og samvinnu eða viljum við ýta undir sérgæsku og gróðasókn einstakra manna og fyrirtækja", sagði Svavar Gestsson í upphafi máls síns. „Viljum við leggja rækt við manninn og manngildið og víkjaforsendum kaldrar pen- ingahyggju, auðgildinu, til hlið- ar? Svavar Gestsson: Það verftur aldrei frlður um ranglætlð. Svipuhöggin eru orðin nógu mörg Viljum við varðveita sjálf- stæði íslensku þjóðarinnar, tungu hennarog menningu, eða látum við okkur það í léttu rúmi liggja þegar ísland verður leiksoppur í kjarnorkuæði stór- veldanna allt í kringum okkur, þegar bandaríska herstöðin færir út kvíarnar sem aldrei fyrr og umsvif Bandaríkjamanna hér á landi margfaldast? Viljum við jafna kjörin í landinu eða viljum við auka á launamismun þannig að Island verði Singapore norðursins eins og Sverrir Hermannsson boðar? Viljum við stuðla að framþró- un þess þjóðfélags sem sinnir barninu, sjúklingnum, öldruð- um manni eðafötluðum eða drögum við úr samneyslunni með því að lækka skatta fyrir- tækjanna, þará meðal bank- anna? Hvers konar ísland viljum við?“ spurði Svavar. í ræðu sinni rakti hann árásir ríkisstjómarinnar á kjör almenn- ings og stórfelldan niðurskurð á fé- lagslegri þjónustu. Launafólk hefði borgað niður verðbólguna með geysilegum fórnum í al- mennum lífskjörum og í dag kost- aði 50 þús. krónur á mánuði að framfleyta vísitöiufjölskyldunni. Fórnir launamanna unnar fyrir gýg „Þrátt fyrir fómfýsi launafólks er nú margt sem bendir til þess að verðbólgan muni vaxa á ný. Ástæð- an er halli á ríkissjóði og stórfelldar erlendar lántökur. Ríkissjóður er nú rekinn með erlendum lánum. Rekstrarreikningar opinberra stofnana - frímerki, sími og laun - þetta er greitt með erlendum lán- um. Meðlagsskuldir em gerðar upp með erlendum lántökum. Byggingarsjóður ríkisins verður að taka erlend lán í fyrsta sinn í sög- unni. Þannig er veruleg hætta á því að fómir launamanna í baráttunni gegn verðbólgu verði unnar fyrir gýg.“ Svavar sagði að fjölmennir bar- áttufundir 1. maí sl. væm til marks um vaxandi hreyfingu íslenskra launamanna, æ fleiri væm að átta sig á því reginafli sem verkalýðs- samtökin væru sameinuð. Launa- menn væru að átta sig á því að þeir þyrftu ekki að una þeim smánar- kjömm sem ríkisstjómin hefur skammtað. Síðan sagði Svavar: Þú átt möguleika á að verja þig • ,J»ú veist að það er óþarfi að þola kjaraskerðinguna stundinni lengur og þá niðurlægingu fátæktar og örvæntingar sem stjórnarstefn- an hefur leitt yfir alþýðuheimilin á íslandi. • Þú veist að það er ranglátt að leggja byrðar þessa dags með slig- andi þunga á framtíðina, börn okk- ar og barnabörn, og þess vegna er stefna ríkisstjórnarinnar með stór- auknum erlendum lántökum í raun hættuleg fyrir efnahagslegt sjálf- stæði íslensku þjóðarinnar. • Þú veist að það er óþarfi að líða lækkun á sjúkradagpeningum húsmæðra, námsmanna og ungra verkamanna. • Þú veist að það er ranglátt að leggja á sífellda sjúklingaskatta en lækka á sama tíma skatta á bönkum og öðrum lánastofnunum. • Þúveist íhjartaþéraðstjórnar- stefnan er stefna sundrungar þegar þjóðinni er sameining og samstaða lífsnauðsyn. • Þú þarft að gera þér ljóst að þú átt möguleika á að verja þig. Þú þarft ekki að þola niðurlæginguna stundinni lengur. • Þú þarft ekki stundinni lengur að líða þá storkun sem felst í yfir- lýsingunum um Singapore norð- ursins, þar sem þú ert settur á upp- boð á alþjóðlegum markaði stór- fyrirtækjanna. • Þú þarft að gera þér ljóst að svipuhöggin sem ríkisstjórnin hef- ur látið dynja á baki verkalýðs- hreyfingarinnar eru þegar orðin nógu mörg - hvort sem þau hafa birst í banni við kjarasamningum eða beinni kjaraskerðingu. Enginn má skerast úr leik • Þú þarft að gera þér ljóst að í verkalýðssamtökunum er fólgið afl sem getur unnið stóra sigra. Þú þarft þess vegna að beita þér af alefli í þínu verkalýðsfélagi á næstu mánuðum því starfið þar getur ráðið úrslitum. Verkalýðshreyfing- in getur ekki haft meira afl en nem- ur áhuga og fórnfýsi liðsmann- anna. Þess vegna er lífsnauðsyn að starfa og starfa enn í hverju einasta verkalýðsfélagi. í þessum efnum dugir ekki að treysta á einstaka for- ingja. Hver einasti einstaklingur hefur rétt og heimild, en líka skyldu, til þess að taka afstöðu til mála og meta þróunina út frá eigin hagsniunum og hagsmunum heildarinnar í senn. Hagsmunir allra vinnandi manna fara saman í þeirri baráttu sem framundan er. Þar má enginn skerast úr leik, ekk- ert byggðarlag, ekkert verka- lýðsfélag, enginn einstaklingur." Þá kom Svavar aftur að þeirri spurningu hvaða lífi fólk vildi lifa og sagðist sannfærður um að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar vildi stefnu friðar, þjóðfélag jafnréttis og lýðræðis og væri and- vígur því fjármagnsdekri sem nú- verandi stjórn stundar. Má aldrei gerast aftur Núverandi ríkisstjóm væri hættuleg lýræðislegu stjórnarfari á íslandi og launamenn yrðu að gera sér ljóst að hún væri komin til valda í krafti kjörfylgis. Skapa þyrfti sterkt afl verkalýðsins og vinstri- manna og Alþýðubandalagið væri reiðubúið að leggja sitt af mörkum í þeirri baráttu sem framundan væri. • „Það má aldrei gerast aftur að kaupránsöflin nái saman eins og í núverandi ríkisstjórn. • Það má aldrei gerast að verka- lýðshreyfingunni verði framar storkað eins og gerst hefur á liðn- um mánuðum. • Það má aldrei gerast aftur að ráðist sé að innviðum okkar þjóðfélags samkenndar og sam- vinnu eins og núverandi ríkisstjóm hefur gert. • Það má aldrei framar gerast að þjóðin verði að þola annað eins til- ræði við sjálfstæði þjóðarinnar og birtist í orkusölustefnu Sverris Hermannssonar og hernámsstefnu Geirs Hallgrímssonar. • Þá má aldrei gerast aftur. í starfi, baráttu og samheldni felst von okkar“, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins að Iokum. Guðrún Helgadóttir alþingismaður Tvö dæmi úr þjóðlífinu Fyrrverandi ríkisstjórn lagði á það áherslu, að kjaraskerðing yrði ekki meiri en sem næmi falli þjóðartekna, sem Ijóst var þá þegar að drægjust saman. Núverandi ríkisstjórn hefurhins vegartekið af launafólki marg- falt meira en sem nemur lækk- un þióðartekna. Til sönnunar á því: í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar féllu þjóðartekjur á hvern vinn- andi mann á árunum 1979-82 um 7,6%. Kaupmátturvar skertur um 6,8% á sama tíma, eðaeinu % minnaen lækkun þjóðarteknavarð. Ítíðnúver- andi ríkisstjórnar hafa þjóðart- ekjur rýrnað um 7,4% á árun- um 1982-84, en kaupmáttur verið skertur um 26,3% eða tæpum 20% meira en lækkun þjóðartekna nam. Gífurleg tilfœrsla fjár Hvert hefur þetta fé farið, sem tekið hefur verið af launþegum? Ekki til sameiginlegrar þjónustu og hagsbóta fyrir þá, sem féð létu af hendi. Stórlega hefur verið dregið úr uppbyggingu þjónustustofnana fyrirfatlaða, ellilífeyrisþega, sjúkl- inga, dagvistarheimila fyrir börn, draga skal úr kennslu barnanna á landsbyggðinni, sem slakasta kennslu fengu fyrir, og nú síðast felldi Alþingi að leysa vistunar- vanda innan við 20 sjúklinga sem svo illa eru staddir, að engin stofn- un finnst fyrir þá. Hefur þetta fé þá farið til uppbyggingar atvinnuveg- anna til að taka við nýrri kynslóð? Ó, nei, þeir hafa farið beint í vasa atvinnurekenda til þeirra eigin ráð- stöfunar. Hér hefur átt sér stað á örstuttum tíma gífurleg tilfærsla fjár frá hinum almenna launa- manni til fjármagnseigenda og eignamanna, sem minnst greiða hlutfallslega til þjóðfélagsins. Fjármagnseigendur eru skjól- stæðingar þessarar rfkisstjómar, en hrædd er ég um að litli maðurinn í þjóðfélaginu fálmi ráðlaus eftir hlýrri hendi ríkisstjómarinnar um þessar mundir. Honum er ekki nóg að vita að verðbólguna er hann bú- inn að greiða niður, hann vantar að vita hvernig hann á að greiða sína eigin reikninga með afganginum af launum sínum. Á Sóknar- launum í 30 ár Nú er svo komið, að fullfrískt og fullvinnandi fólk verður að leita til félagsmálastofnan eftir fjárhagsað- stoð. Dæmi um það: Til mín leitaði 55 ára gömul kona, ógift og barn- laus, sem unnið hefur á Sóknar- launum hjá Reykjavíkurborg í 30 ár. Hún hafði búið við lága húsa- leigu um árabil, en þurfti nú að finna aðra íbúð. Henni varð þá ljóst að laun hennar duga ekki við venjulega markaðshúsaleigu. Svo að hún vildi leita aðstoðar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur. Eftir 30 ára trútt starf fyrir samfé- lagið er hún ekki fær um að vinna Guðrún Helgadóttlr: Háttvlrtlr þlngmenn, verður engum bumbult? fyrir sjálfri sér. Mánaðarlaun hennar em nú 12.888 kr., húsaleiga 6-7000 krónur og svo geta þing- menn tekið tölvurnar og reiknað út, hvemig lifa á af afganginum. Þessari konu hefur verið sagt hér í kvöld, að nú megi hún kætast yfir lækkun verðbólgunnar samkvæmt kenningunni um að sælla sé að gefa- en þiggja. En þeir sem sitja með 40%in af laununum hennar eru trúlega enn hressari. Þó virðist einn og einn fulltrúi atvinnurekendavaldsins hafa fengið óbragð í munninn, eins og ræða Jóns Sigurðssonar for- stjóra verksmiðjunnar á Grundar- tanga, sem lýst var í útvarpi í kvöld, sýndi. Þetta er nefnilega fullkom- lega siðlaust, háttvirtir þingmenn. Gjafir eru gefnar En skilji konan umrædda ekki ágæti þess að greiða niður verð- bólguna getur hún kannski glaðst yfir öðru sem hún hefur gefið: Stjórn Landsvirkjunar hefur tekið úr sjóði hennar og annarra launþega 280.000 kr. og keypt mál- verk handa formanni sínum og þjóðkunnum bankastjóra og 280.000 kr. eru 2,2 árslaun hennar. En hann var líka orðinn 5 árum eldri en hún og launin hans varla komin nema í minnst 120.000 kr. á mánúði, þó að hann þurfi hvorki að ferðast, veiða né aka bifreiðum á eigin kostnað. Konan vonar að 17 manna nefndin sem hefur um ára- bil setið að endurskoðun á lífeyris- réttindum hennar gleymi honum ekki, hann situr líka þar. í ein- lægni, háttvirtir þingmenn, verður engum bumbult? Þesi tvö dæmi úr þjóðlífinu eru dæmigerð fyrir það sem er að ger- ast. Þetta eru stéttaandstæðurnar í þjóðfélaginu, litii maðurinn, sem vinnur ekki lengur fyrir sjálfum sér, hvað þá öðrum, þó að hann vinni allan daginn, og vinur hans, sem forvaltar launin hans. Helgi Seljan alþingismaður í umræðum um meðferð nauðgunarmála Hin hliðin í raun miklu ótrúlegri Helgl Seljan: Fordæmlngarraddlr fortíðarinnar eru sannarlega enn á ferð. Rétta þarf af áttavita almennings- álitsins og bœta réttarstöðu þolandas „Hin hlið þessara mála er í raun miklu óhugnanlegri. Það eru málin sem aldrei koma neins staðar á dómspappíra eða á rannsóknarstig“, sagði Helgi Seljan alþingismaður m.a. í umræðu á Alþingi um meðferð nauðgunarmála. „Ég veit að oft virðist svo sem aðrar reglur gildi, þegar um nauðgunarmál er að ræða, heldur en önnur afbrotamál, að ekki sé nú talað um ýmis undar- leg fyrirbæri í kringum þessi mál, hvað varðar alla máls- meðferð og dómstóla. Þar má nefna þær furðulegu yfir- heyrsluaðferðir sem við- gangast oft á tíðum hér að lút- andi. Illur grunur hefur oft að mér læðst af ærnum tilefnum, staðfest- um og óstaðfestum, að málsmeð- ferð kunni að vera önnur á margan máta varðandi nauðgunarmál en hin almennu afbrotamál í þjóðfé- laginu. Hér eru auðvitað einhver óhugnanlegustu afbrotamálin á ferðinni, en meðferðin er áreiðan- lega misvísandi. Það er því full ástæða til þess að hvetja yfirvöld dómsmála til þess að fara gaumgæfilega ofan í þessi mál. Kvcnnaalhvarf óánægt mcð meðfcrð nauðgunarmála Skelfílegar yfirheyrslur ýf, • Konur vituekkiadþirr geta neiiad ‘ÍHií ,V uð svuru persónulegum spurning- • Adstod kvcnnuuthvurfsins tulin óœskileg ul' Runnsóknarlóeregl- S5,l,V‘5l<»sí,‘í * unni? ' » Xlörghundruð I iiifmi mi f 1 1 ’ ^ En hins vegar er hin hlið þessara mála í raun miklu óhugnanlegri. Það eru málin sem aldrei koma neins staðar á dómspappíra eða á rannsóknarstig. Þetta kom mjög til umræðu á sínum tíma þegar fjallað var um frumvarp um kynlífsráðgjöf og fóstureyðingar hér í þinginu. f nefndarstörfum sem þá fóru fram voru veittar ýmsar upplýsingar sem komu mér að minnsta kosti mjög á óvart í óhugnaði sínum. Önnur hliðin snertir semsagt meðferð mála í dómskerfinu, hin höfðar beint til þess almenningsá- lits, sem í veigamiklum atriðum hefur verið brenglað og næstu öfugt við siðgæði og réttlætiskennd gagnvart þolandanum. Það þarf því sannarlega að rétta af þann átt- avita sem öllu skiptir, áliti fólks af báðum kynjum á rétti og hlut þol- andans í nauðgunarmálum. For- dæmingarraddir fortíðarinnar eru sannarlega enn á ferð og ráða meira en okkur grunar, og það spil- ar um leið inn í málsmeðferð alla. Þarna er verk að vinna og fyrst og síðast þarf að bæta réttarstöðu þol- andans frá því sem nú er. Það mætti vissulega fleira um þetta segja, en þessi meginatriði skulum við hugleiða, og ekki bara hugleiða, heldur gera allt sem unnt er til þess að ná fram þeirri niður- stöðu, sem ein er okkur sæmandi í þessum málum, og breyta því áliti sem er allt of ríkjandi ennþá meðal fólks af báðum kynjum. -ekh Steingrímur J. Sigfússon alþm. Stefnir 1 nýja holskeflu byggðaröskunar Það kann við fyrstu sýn að virðast undarlegt að þessi ríkis- stjórn skuli af fullkomnu tillits- leysi traðka á fjölmennum hóp- um okkar þjóðfélags svo sem almennum launþegum, sjó- mönnum, bændum, fötluðum, námsmönnum og svo mætti lengi telja, en ekki þora að hróflavið fremurfámennum hópumfjármagnseigenda. En á því er sú einfalda skýring að þetta er ríkisstjórn hinna síð- asttöldu. Þessi ríkisstjórn var mynduð til að standa vörð um hagsmuni gróðaaflanna í þessu landi. Þeirra sem mata krókinn á veru erlends hers í landinu, á samskiptum við er- lenda auðhringi, á braski og milliliðastarfsemi. Þessi ríkisstjórn er að gera Is- land að velferðarríki fjár- magnsaflanna, að Paradís auðmagnsins, en að láglauna- svæði fyrir vinnandi alþýðu, sagði Steingrímur J. Sigfússon m.a. íræðu sinni. Tómt kák og vitleysa Steingrímur ræddi.einkum um stöðu atvinnumála og alvarlegar horfur hvað atvinnuöryggi varðar. Hann sagði ástandið vera sérstak- lega slæmt í atvinnumálum á ýms- um stöðum á landsbyggðinni og á Akureyri væri hlutfall atvinnu- lausra 4-5% og 6-8% meðal ungs fólks. Svokallaðar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar til stuð'nings undir- stöðuatvinnuvegum þjóðarinnar hafa lítið reynst nema innantómar yfirlýsingar, sem hæstvirtir ráð- herrar eiga ætíð nóg af og afgang- urinn hefur verið kák og vitleysa. Hvar eru t.d. þær úrbætur á lausaskuldavanda útgerðarinnar staddar sem sjávarútvegsráðherra boðaði í tengslum við ákvörðun fiskverðs á sínum tíma? Þær eru í nefnd og hafa það náðugt að sögn. Ráðstafanir ríkisstjómarinnar hingað til í sambandi við rekstrar- vanda sjávarútvegsins hafa aðal- lega beinst að því að ganga á hlut sjómanna í bókstaflegri merkingu, þeirrar stéttar í landinu sem senni- lega hefur tekið á sig mesta kjara- skerðingu af öllum undanfarin ár. Aðgerðir í sambandi við skuldir útgerðarinnar við Fjárfestingarlán- asjóðinn fela enga úrlausn í sér í sambandi við þá sem verst standa. Ráðist að bœndum Næstir sjómönnum í þessu efni koma sennilega bændur og hvað er ríkisstjómin að gera fyrir þá þessa dagana? Hún er að lækka niður- greiðslur á landbúnaðarvörum bændum og neytendum í óhag. Þetta mun óhjákvæmilega leiða til minni neyslu innanlands og þannig er vísað á aukinn útflutningsvanda þó síðar verði. Breyting á lausaskuldum bænda í föst lán sem menn hafa beðið eftir langeygir er að ullast upp í höndun- um á landbúnaðarráðherra. Ein- ungis brot af því fjármagni sem til Steingrímur J. Slgfússon: Þetta er aðullast upp í höndunum á landbúnaðar- ráðherra. þarf hefur verið útvegað eða verð- ur útvegað öllu heldur þegar sláttu- menn fjármálaráðherra fara að taka lán úti um heimsbyggðina í krafti bandormsins. Afgangurinn verða skuldabréf, pappír með bleki á, bændum og skuldunautum þeirra gagnslítil eða gagnslaus. Fólksflótti af landsbyggðinni Steingrímur sagði stöðu lands- byggðarinnar í heild vera orðna ærið áhyggjuefni þeim sem meta jafnvægi í byggð landsins meir en útlendar hagfræðikenningar. Nýj- ustu tölur bentu til verulegs fólks- flótta til SV-homsins svo næmi fast að 1000 manns á sl. ári. Ríkis- stjórnin setti hverja stórfram- kvæmdina á fætur annarri af stað á því svæði og hefði um leið koðnað á öllum aðgerðum til að leiðrétta það mikla misrétti sem ríkfr í landinu hvað kyndingarkostiiað varðar. „Byggingariðnaður og ýmis þjónusta úti á landsbyggðinni hef- ur dregist gífurlega mikið saman. Það verður því ekki annað séð en stefni í nýja holskeflu byggðarösk- unar í ríkisstjómartíð Steingríms Hermannssonar, haldi svo sem horfir. Margvarðir í kjarnorkubrölti Bandaríkjanna Því næst vék Steingrímur orði að hinum umfangsmiklu hernaðar- framkvæmdum í Helguvík og á Keflavíkurflugvelli og að með þeim framkvæmdum væri verið að margvefja íslandi inn í kjamorku- vígbúnaðarnet Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra talaði um friðel- skandi vamarmannvirki eins og þau væm helgimyndir í kirkju, þeg- ar hver maður sem ekki væri annar- lega haldinn sæi að verið er að gera ísland aðleiksoppi í kjarnorkuvíg- búnaðarvitfirringunni. Hugsar þeim þegjandi þörfina í lokaorðum sínum vék Steingrímur orði sínu að félagshyg- gjufólki og stöðu Framsóknar- flokksins í þessari ríkisstjórn, og sagði m.a.: „Leiftursókn frjálshyggjunnar er nú framkvæmd á íslandi undir fomstu Framsóknarflokksins. For- sætisráðherra þessarar ríkisstjórn- ar er sami maðurinn og einu sinni sagði „allt er betra en íhaldið“ og barðist gegn leiftursókninni. Það fólk sem studdi Framsókn í barátt- unni gegn hinni kaldrifjuðu leiftur- sókn og horfir síðan uppá fram- ferði þeirra þessa dagana hlýtur að hugsa því þegjandi þörfina og lái þeim hver sem vill. Félagshyggjufólk í landinu þarf að átta sig á því, að í þessari ríkis- stjórn hafa verstu afturhaldsofl Iandsins læst saman jámbrydduð- um klónum. íslenskt launafólk þarf að segja þessum öflum á þann eina veg sem skilst að við viljum ekki.ofurselja ísland frumskógar- lögmálum fjármagnsins. Að við viljum hér þjóðfélag friðar, sam- hjálpar og jafnréttis. Launamenn á íslandi, verka- menn og sjómenn, bændur og neytendur, námsmenn og kennar- ar, einyrkjar, félagshyggjufólk og samvinnumenn þurfa að sameinast gegn ríkisistjórn fjármagnsa- flanna, auðhringanna, og herm- angsins. Oft er þörf en nú er brýn nauðsyn".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.