Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Blaðsíða 15
Fimmtudagur Í7.' mal 1584 ÞJOÐVILJINN - SÍÐÁ 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bœn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Magnús Guðjónsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Jakob", smásaga eftir Þröst Karlsson; fyrri hluti Höfundur les. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 11.00 „Ég man þé tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hemnann Ragnar Stefánsson. 11.30 Kristófer Kolumbus Jón R. Hjálmars- son flytur annað erindi sitt af þremur. Tón- leikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egils- sonar; seinni hiuti Þorsteinn Hannesson les (26). 14.30 Á frfvaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Arve Tellefsen, Leif Jörgensen, Trond Oyen, Peter Hindar, Svend Nyhus, Johannes Hindar, Hans Christian Hauge og Levi Hindar leika Strengjaoktett op. 3 eftir Johan Svendsen / Liv Glaser leikur píanólög eftir Agathe Backer-Gröndahl. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Sfðdegisvakan. 18.00 Af stað með Ragnheiði Daviðsdóttur. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfráttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Mörður Ámason talar. 19.50 Víð stokkinn. Stjómendur: Margrét Ól- afsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 20.00 Sagan: Flambardssetrið II. hluti, „Flugið heiflar" eftir K.M. Peyton Silja Að- alsteinsdóttir les þýðingu sína (3). 20.30 Frá lokatónleikum Sinfóníuhljóm- svoitar íslands i Háskólabiói; fyrri hluti Stjómandi: Jean-Pierre Jacquillat. Ein- leikari: Jörg Demus. a) Sinfónía eftir Skúla Halldórsson (frumflutningur). b) Píanókons- erl nr. 26 í D-dúr K. 537 „Krýningarkonsert- inn“ eftir Wolfgang Amadeus Mozart. - Kynnir: Jón Múli Ámason. 21.35 Frá leiklist og öðrum listum f Kína. Sveinn Einarsson flytur erindi. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Lýriskir dagar. Fyrstu Ijóðabœkur ungra skálda 1918-25.1. þáttur: „Sðngvar fðru- mann*ins“ oftir Stefán frá Hvítadal. Gunnar Stefánsson tók saman. Lesari með honum: Kristin Anna Þórarinsdóttir. 23.00 Sfðkvöld með Gylfa Baldurssyni. 23.45 Fréttir. Dagskráriok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjómendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Eftir tvö Stjómendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Jóreykur að vestan Stjómandi: Einar Gunnar Einarsson. 17.00-18.00 Einu sinni áður var. Stjómandi: Bertram Möller. RUV Föstudagur 18. maí 19.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum. 2. þátt- ur. Þýskur brúðumyndaflokkur. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir. 19.45 Fráttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Böm í bíl. Fræðslumynd frá Umferðar- ráði um notkun bilbelta og öryggisstóla. 20.50 Á dðfinni. Umsjónarmaður Kari Sig- tryggsson. Kynnir Bima HróKsdóttir. 21.05 íkjðlfar Sindbaðs. Fyrsti hluti. Bresk kvikmynd í þremur hlutum um óvenjulega sjóferð frá Óman við Arabiuflóa til Indía- landa og Kína. Farkosturinn var arabiskt seglskip og tilgangur leiðangursins að kanna sagnimar um ferðir Sindbaðs sæfara sem segir frá í Þúsund og éinni nótt. Leiðangursstjón var Tim Severin. Þýðandi Gytfi Pálsson. 22.00 Viskíflóð. (Whisky Galore). Bresk gam- anmynd frá 1948 gerð eftir sögu eftir Comt- on Mackenzie. Leikstjóri Alexander Mac- Kendrick. Aðalhlutverk: Basil Radford, Joan Greenwood, Jean Cadell, Gordon Jackson 'og James Robertson Justice. Þegar heimsstyrjöldin siðari skellur á sjá eyjar- skeggjar á einni Suðureyja vestur af Skot- landi fram á að verða að sitja uppi þurr- brjósta. Það léttist því á þeim brúnin þegar skip strandar með viskífarm. Þýðandi Jón 0. Edwald. 23.15 Fráttir i dagskrárlok. Halldóra og Svala Helga segjast óhressar með skrlf JVS um plönturnar „Ný spor“ og „Egó“, en maðurlnn á myndlnni kemur mjög við sögu á þeim plötum. Ný spor og Egó eru góðar plötur Halldóra Jónsdóttír og Svala Helga Sigurðardóttir skrifa: Við undirritaðar höfum nýlok- ið við að lesa gagnrýni um plöt- urnar Ný spor og Egó. Gagnrýni þessi var birt í helgarblaði Þjóð- viljans helgina 5.-6. maí. Við urðum mjög hissa við þennan lestur og datt okkur helst í hug að JVS (greinarhöfundur) hefði bara hlustað á plöturnar með öðru eyranu. En hver hefur sinn smekk. Að okkar dómi er platan Ný spor tvímælalaust ein besta plata, sem Bubbi hefur sent frá sér. Á plötunni er ekkert eitt lag, sem sker sig úr að gæðum, og heldur ekkert sem er lélegast. Þar af ieiðandi erum við aigjörlega ósammála því að lögin Utan- garðsmenn og Pönksvíta no. 7 séu algjör flatneskja.. Á plötunni eru 5 lög, sem ekki er hægt að gera upp á milli: Strák- arnir á Borginni, Utangarðs- menn, Syndandi í hafi móðurlífs- ins og Ég hata þetta bít. Hin lögin eru 1 stigi á eftir. Textarnir eru frábærir, ef fólk á annað borð skilur þá. Við erum sammála JVS í því að platan ber þess merki að vinnan við hana sé í lágmarki og við vilj- um geta þess, að eitt lag vantar á textablaðið auk þess sem nokkuð er um villur og ekki er hægt að segja að Bubbi tali gott íslenskt mál. Við mælum með þessari plötu fyrir þá sem vilja vita hvernig komið er fyrir okkur sem byggj- um þennan heim og auðvitað þá, sem þegar vita það líka. Ekki leggja plötuna frá ykkur þó ykkur líki hún ekki í fyrsta skipti heldur hlustið á hana nokkrum sinnum. Það getur enginn dæmt plötu nema hlusta á hana oftar en einu sinni. Egó er ekki lélegasta platan, sem komið hefur frá hljóm- sveitinni, en hún er ekki sú besta heldur. Á henni heyrum við eina þá bestu hljóðfæraleikara hér á landi spila saman. Lögin eru flest ágæt og sum góð en karlrembu- bragurinn er algjör flatneskja, svo við notum orðalag JBS. Tvö lög: Albert og Lúcý og III. heimurinn sitja föst í manni og þá sérstaklega textinn í III. heimur- inn. Egómeðlimir eiga þakkir skildar fyrir lagið Blýhöfuð. Egó er góð plata og mjög vel þess virði að hlusta oft á hana og hugsa um hana. Pælið í textunum á báðum plötunum. Það erframtíðin sem skiptir máli, fyrir litla stelpu og lítinn strák. Vörum þau við þessu báli, vinirnir falla, við þegjum í hel þessi dráp. Rás 1 fimmtudag kl. 17.00: Fréttatímar á ensku „Þegar ég kom fyrst til landsins vildi það brenna við, að ég stæði uppi matarlaus, sérstaklega um helgar og um stórhátíðir, því ég vissi ekkert um opnunartíma verslana eða hvar var hægt að kaupa mat þegar flestar verslanir voru lokaðar“, sagði Keneva Kunz a samtali við blaðið, en hún mun ásamt Geoffrey Cosser lesa fréttir á ensku á Rás 1 kl. 17.oo alla virka daga vikunnar. Það er Ferðamálaráð, sem stendur fyrir þessum fréttaþátt- um og eru þeir fyrst og fremst hugsaðir fyrir erlenda ferðamenn á Islandi. Að sögn Kenevu verð- ur fréttaþátturinn ca. 5 mínútna langur og mest verður um er- lendar fréttir. Þá verða einnig fréttír um innienu mái, sem er- lendum ferðamönnum kemur vel að vita, svo sem stórhátíðir, opn- unartíma verslana, sbr. ofan- greinda frásögn Kenevu, listavið- burði og ástand vega. Keneva Kunz hefur búið hér- lendis frá árinu 1978 og er kenn- ari við Flensborgarskóla í Hafn- arfirði. Geoffrey Cosser hefur búið hér ámóta langan tíma og hann vinnur á Landsbókasafn- „Það vildl brenna við að ég stæði uppi matariaus þegar ég kom fyrst til landsins", seglr Keneva Kunz og vísar þá tii þess, að hún vissi ekki þá um opnunartíma búða eða söluturna. Landinn á myndinni veit allt um það mál, en meðal þess sem Keneva og Geoffrey munu upplýsa í enska fréttatímanum á Rás 1 er einmitt mál af því tagi. inu. Þau tvö hafa verið ráðin til að lesa fréttirnar til að byrja með a.m.k. en ef til vill bætist þeim liðsauki síðar í sumar. Skrifið eða hringið Lesendaþjónusta Þjóðvilj- ans stendur öllum landsins konum og mönnum til boða, er vilja tjá sig í stuttu máli um hvaðeina sem liggur á hjarta. Nöfri þurfa að fylgja bréfí, en nafnleyndar er gætt sé þess óskað. Utanáskriftin er: Les- endaþjónusta Þjóðviljans, Síðumúla 6, 105 Reykjavík. Þá geta lesendur einnig : hringt í síma 81333 alla virka daga milli klukkan 10 og 6. bridge Það er ekki slæmt að enda í 25. sæti í harðri keppni 96 para, en heldur er hlutskiptið dapurlegt, þeg- ar um það er að ræða, að 24 efstu pörin komast áfram í úrslit. f ár eru það Hjálmtýr Baldursson og Ragnar Hermannsson sem verma sæti 1. varapars og ekki er ósennilegt að þeir komist áfram. Skoðuð spil sem næstum hafði fleytt þeim inn: Norður S KG105 H A74 T AK843 L 9 Suður S 98762 H 10 T 5 L AK8762 Sagnir voru ekki margslungnar: Norður Suður 1 tígull 1 spaði 3 spaðar 5 spaðar 6 spaðar Sagnhafi fór síðan rétt í trompið, svínaði fyrir drottningu í vestur, og þessi grimma slemma var í húsi þegar trompið lá 2-2 (laufið má þá liggja 4-2). Ekkert annað par í riðlin- um vogaði sér upp úr úttektinni. Hvaða sögnum viðvíkur lofar stökkið í 3-spaða hámarki og 5-lit í laufi eða tígli til hliðar. 5-spaðar segja einfaldlega: - Segðu slem- muna ef þú átt góðan spaða, og eins og við sjáum, þá rétt skríður það að norður eigi fyrir hækkuninni. Ragnar og Hjálmtýr skoruðu 678' stig. Par emð 679 komst áfram. Tikkanen Styttrí vinnutími venur okkur við atvinnuleysi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.