Þjóðviljinn - 17.05.1984, Side 7

Þjóðviljinn - 17.05.1984, Side 7
Fimmtudagur 17. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Minning Margrét Ottósdóttir Kveðja frá Kvenfélagi sósíalista Allt frá stofnun íslenskrar sósí- alískrar kvennahreyfingar 1939, var Margrét mjög virkur félagi: í stjóm Kvenfélags sósíalista sem formaöur og meðstjórnandi og nú síðustu árin sem varaformaður. Hún var æfinlega mjög góður starfskraftur, má þar m.a. nefna það árlega átak að standa fyrir 1. maí kaffisölu og kvöldvöku í Tjam- argötu 20 meðan Kvenfélagið átti þar húsaskjól. í því starfi átti Magga drýgsta þáttinn. Hún átti langa sögu að baki í hreyfingu sósíalista ásamt fjöl- skyldu sinni og eiginmanni Ársæli Sigurðssyni. Það gleymist ekki okkur sem heyrðum, þegar Magga sagði frá ámnum sem þau dvöldu í Danmörku á uppgangstímum þýska nasismans. Bæði voru þau starfandi í danska Kommúnista- flokknum, og hafði Ársæll ábyrgð- armiklum og áhættusömum erind- um að gegna fyrir danska flokkinn í sambandi við aðstoð hans við þá, sem í mestri hættu vom og ötul- legast unnu gegn þýska nasisman- um. Þessi störf Ársæls hefðu aldrei verið unnin án eldmóðs og sam- heldni þeirra hjóna. Auk þess sem áður er getið var Frá Kennaraháskóla íslands Framhaldsdeild í sérkennslufræðum er fyrir- huguð skólaárið 1984-85 fyrir kennara með B.Ed.-próf eða almennt kennarapróf. Krafist er a.m.k. tveggja ára starfsreynslu við kennslu. Námið er fyrsti áfangi í sérkennara- námi fyrir kennara sem kenna börnum og unglingum með sérþarfir við grunnskóla og sérskóla og samsvarar fyrstu deild í Statens Spesial Lærerhögskole í Oslo. Umsóknar- frestur er til 31. maí. Umsóknum fylgi afrit af prófskírteini, staðfesting á kennslureynslu og passamynd. Rektor. Laugavegi17 S: 12040 LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Sprungu- iLíf Upptýsingar i simu.n (91) 66709 & 24579 Tókum að okkur að þétta sprungur í steinvegjum, lögum alkalískemmdir, þéttum og ryðverjum gömul bárujárnsþök. Höfum háþróuð amerisk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. Pípulagningar Tek að mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Margrétar Ottósdóttur Hringbraut 97. Már Ársælsson Lilja Kristjánsdóttir Hrafnkell Ársælsson Svava Ágústsdóttir Snorri Ársælsson og barnabörn. Hjördís Hjörleifsdóttir Bandalag Jafnaðarmanna vill að hætt verði að taka skyldusparnað af ungu fólki Ekki sjálfgefið að það sé skynsamlegt að spara segir Guðmundur Einarsson alþm. sem telur skyldusparnaðinn órétt- látan Magga um árabil fulltrúi félagsins á Kvennaráðstefnu Eystrasaltsvik- unnar. Hún var eindregið andvíg því að leggja niður starfsemi Kvenfélags sósíalista þegar það var til umræðu á sínum tíma. Magga var eins og við fleiri þá, þeirrar skoðunar, að sósíalísk kvenna- hreyfing ætti fullan rétt á sér. í öllu samstarfi var Magga örv- andi og samvinnuþýð, með sínu góða skaplyndi, enda munum við allar sem með henni störfuðum, sakna hennar af heilum hug. Elín Guðmundsdóttir Við afgreiðslu húsnæðisfrum- varpsins í neðri deild báru þing- menn Bandalags jafnaðarmanna fram þá tillögu að hætt yrði að taka skyldusparnað af ungu fólki og þær 900 miyónir sem nú eru inni í sjóð- um húsnæðiskerfisins yrðu greiddar út á næstu 3 árum. Margir þingmenn lýstu furðu sinni á þess- um tillöguflutningi um stór- minnkun á tekjumöguleikum hús- næðiskerfisins á sama tíma og allir sjóðir þess væru meira og minna tómir. „Við lítum á þessi skylduspam- aðarlög sem brot á grundvallar- rétti, þ.e. rétti hvers sjálfráða manns til að stýra sparnaði sínum og eyðslu. Það er ekkert sjálfgefið að það sé skynsamlegt að spara. Það verður hver og einn að taka ákvörðun um eftir efnahag sínum og lífsskoðun," sagði Guðmundur Einarsson þingmaður BJ og einn tlutningsmanna tillögunnar í sam- tali við Þjóðviljann. Guðmundur sagði að í lögunum um skyldusparnað væri gert ráð fyrir því að fólk noti fé það sem sparað er til að byggja eða kaupa eigið húsnæði og ekki til annars. „Það er ekki nóg með að yfirvöld frysti fé unga fólksins, heldur veita þau líka fyrirmæli um ráðstöfun þess.“ Aðspurður um hvernig tryggja ætti fjármagn í húsnæðiskefið ef skyldusparnaðurinn yrði lagður niður sagði Guðmundur að vel kæmi til greina að athuga með frjálst sparnaðarform fyrir ungt fólk sem gæfi rétt til langtímalána, jafnvel bundið við húsnæðiskerfið, en eins og framkvæmdin væri í dag þá væri þetta óréttlátt kerfi sem jafnvel bryti á bága við lög um sjálfræði og fjárræði. Það þarf ekki að taka fram að þessar tillögur BJ voru felldar við atkvæðagreiðslu í neðri deild. -|g. Viö kynnum aukna þjónustu Nú ertu velkominn til kl.6 á föstudögum Hversu oft hefurðu ekki óskað þér að bankarnir væru opnir aðeins lengur þegar þú ert á hlaupum síðdegis á föstudögum? Nú ríður Sparisjóður vélstjóra á vaðið og opnar af- greiðslu sína fyrir öll almenn bankaviðskipti til klukkan sex á föstudögum, í stað hins venjulega fimmtudagstíma bankanna. Með hinum nýja sam- fellda opnunartíma, kl. 9.15-18.00 alla föstudaga, veitist þér langþráð tækifæri til að gera klárt fyrir helgina og njóta frídaganna áhyggjulaust. Þessi nýjung er okkar leið til að sinna því grundvall- armarkmiði að veita viðskiptavinum okkar eins góða bankaþjónustu og frekast er unnt. Vertu velkominn í Sparisjóð vélstjóra - nú bíðum við þín til klukkan sex á hverjum föstudegi. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18 Sími 28!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.