Þjóðviljinn - 05.06.1984, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 05.06.1984, Qupperneq 1
DJOmiUINN Listahátíðin á fullu. Umsagnir og frásagnir. Bls. 6 júní 1984 Þriðjudagur 125. tbl. 49. árgangur um helgina Við verðum mjög vör við ofbeldi gegn börnum, bæði andlegt og líkam- legt ofbeldi. Það er mjög erfittaðgerasérgrein ' fyrir umfangi þessa en hugsanlega gætu hér verið um 500 - 4000 til- felli á ári; kynferðislegt, andlegt, líkamlegt eða hrein vanhirða“, sagði Aðalsteinn Sigfússon félagsfræðingur hjá Fél- agsmálastofnun Reykjavíkurborgar í samtali við Þjóðviljann. í gær héldu starfsmenn Fél- agsmálastofnunar ásamt starfsfólki á borgarstofnunum sem hafa með afskipti af börnum að gera ráð- stefnu í Gerðubergi um barnamis- þyrmingar. Á ráðstefnunni fluttu erindi þau Pétur Lúðvíksson læknir á Barna- spítala Hringsins og Hulda Guð- mundsdóttir yfirfélagsráðgjafi spítalans. Pétur vitnaði í erindi sínu til bandarískrar könnunar á ofbeldi gegn börnum en þar kemur m.a. fram að ofbeldið beinist einkum gegn börnum undir þriggja ára aldri og þá einkum gagnvart veikburða bömum eða þeim sem á einhvern hátt minna mega sín og ættu mæður þar stærri hlut að máli en feður. Séu skráð tilfelli í Bandaríkjun- um hlutfallslega yfirfærð hingað væri hér um að ræða 52 slík tilfelli á ári. Aðalsteinn Sigfússon benti hins vegar á á hér væri um mjög villandi tölu að ræða því skráningu væri mjög illa sinnt og menn álitu að umfangið hérlendis væri um 500 - 4000 tilfelli á hverju ári og þá væri átt við ofbeldi gangvart börnum á einn eða annan máta. „Petta er falið vandamál, enginn vill láta vita af þessu. Við erum ekki í neinum vafa um að ein af- leiðingin af þessu barnaofbeldi er það sem kallað er hegðunarvanda- mál unglinga. Orsakirnar oft á tíð- um liggja í slæmri meðferð á þess- um börnum í æsku“. Fók var mjög ánægt með þá um- ræðu sem fram fór um þessi mál á ráðstefnunni. Þetta er í fyrsta skipti sem allir þessir aðilar eru kallaðir saman og ekki vanþörf á að slíkt ætti sér stað. Það er mín von að þetta hafi aðeins verið byrjunin, því hér vantar alveg samhæfðar ingu og samstillingu og ekki síst reglur fyrir fólk til að starfa eftir farið að huga að fyrirbyggjandi að- sem þarf að taka á þessu vanda- gerðum", sagði Aðalsteinn Sigfús- máli, sjá til að bætt verði úr skrán- son. -Jg. Mikill baráttuhugur í kennurum: íprorar á 8 síðum Bqrnum misþyrmt á Islandi! 500-4000 tilfelli árlega segja sérfróðir menn um þetta dulda ofbeldi Samningum verði sagt upp! • Vilja að BSRB boði til verkfalls 1. september • Fjöldauppsagnir eru fyrirhugaðar Kennarar vilja að BSRB segi skilyrðislaust upp kjarasamn- ingum sínum og boði til ver- kfalls hinn fyrsta september næstkomandi. Þetta kom fram í mjög harðorðri ályktun um kjaramál sem var samþykkt á fulltrúaþingi Kennarasamb- andsins nú um helgina. Jafn- framt skoraði þingið á stjórn sambandsins að skipuleggja fjöldauppsagnir kennara takist ekki að fá leiðréttingu á kjörum þeirra. Formaður Kennarasambands- ins, Valgeir Gestsson, sagði að „mjög greinileg samstaða ríkti á þinginu um uppsögn samninganna. Það er alveg ljóst að fólk er tilbúið í veruleg átök, og mun ekki veigra sér við verkföllum ef því er að skipta. Kennarar vilja standa að sinni kjarabáráttu með öðrum fé- lögum ef átök verða fyrsta sept- ember, bæði utan BSRB og innan, Og það er ljóst að menn eru tilbún- ir í fjöldauppsagnir ef ekki fæst leiðrétting". í sama streng tóku aðrir þing- fulltrúar sem rætt var við og mikils baráttuhugs virtist gæta meðal þeirra. Til dæmis sagði Hjálmfríð- ur Sveinsdóttir úr Vestmannaeyjum að kennarar væru mjög fúsir til aðgerða til að rétta stéttina við. „Menn eru hættir að tala um einn eða tvo launa- flokka, þeir vilja almennilegar kjarabætur. Og ég sé fyrir langt verkfall ef lagt verður út í aðgerðir. Við eigum hreinlega ekki um ann- að að velja“. -ÖS Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.