Þjóðviljinn - 05.06.1984, Qupperneq 4
4 SÍÐAÞJÓÐVILJINNI Þrigjudagur 5. júnt 1984
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandí: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Már.
Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: ólof Sigurðardóttir.
Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Sært stolt kennara
Kennarar í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja hafa
skorið upp herör og hyggjast ekki létta sínu kjarastríði
fyrr en þeir hafa tryggt sér viðunandi kjör. Hér er á
ferðinni upsöfnuð óánægja margra ára sem brýst fram
með fullum krafti eftir stórskerðingu núverandi ríkis-
stjórnar á almennum launakjörum.
Flestar starfsstéttir telja sig varla matvinnunga eftir
síðustu kjaraskerðingar. Svo er og um kennara en þeir
hafa margar og ærnar ástæður fram að færa til stuðnings
kröfum sínum um bætt launakjör. Fyrst og fremst eru-
þeir að berjast gegn vanmati á kennarastörfum. Það
hlýtur að vera sárt að heyra það stöðugt frá ráða-
mönnum að hugvit og menntun séu lykilatriði í framtíð-
arþróun þjóðfélagsins og aukinni hagsæld um leið og
kjör kennara fara versnandi.
í öðru lagi er það skoðun kennara að ekki hafi verið
tekið tillit til gífurlegra breytinga á störfum kennara
síðustu árin. Þær felast fyrst og fremst í tvennu.
Annarsvegar hefur foreldraábyrgð á uppeldi barna og
unglinga verið velt yfir á skólana í æ ríkara mæli sam-
fara því að foreldrar af báðum kynjum vinna almennt
utan heimilis. Hinsvégar hefur kennsluaðferðum verið
breytt á þann veg að kennarar þurfa yfirleitt að leggja á
sig mun meiri undirbúningsvinnu en áður, auk þess sem
námskeiðahald yfir sumartímann er nánast orðin kvöð
fyrir kennara ætli þeir að standast þær kröfur sem til
þeirra eru gerðar.
Fjölmörg önnur atriði mætti nefna í þessu sambandi.
Hér skal þó aðeins á það minnst að aðhaldsaðgerðir
ríkisstjórna hafa síðsut ár bitnað mjög á möguleikum
kennara til aukatekna innan veggja skólanna. Þegar
það bætist við að kennarar sem leggja metnað í skóla-
starf þurfa að hafa sig alla við til þess að svara kröfum
skólakerfisins má ljóst vera að þeim er lífsnauðsyn að
bæta kjör sín, ekki aðeins sjálfra sín vegna, heldur ekki
síður vegna þeirra barna sem þeim er ætlað að veita
einstaklingsbundið uppeldi og undirbúa undir nýja
tíma.
Fólki með kennaramenntun bjóðast um þessar
mundir betur launuð störf en við kennslu. Hæft fólk flýr
úr kennarastétt. Á því hefur þjófélagið síst af öllu efni
þegar horft er til lengri tíma. Skólastarf er í sjálfu sér
það erfitt og vandasamt að það er nánast ofraun hæfil-
eikaríku fólki sem vill leggja alúð í störf sín að finna að
það sé lítils metið.
Af þessum ástæðum og mörgum öðrum verður að
telja kjarabaráttu kennara hafa nokkra sérstöðu.
Undir niðri býr sært stolt starfsstéttar sem finnst hún
hafa verið vanmetin gróflega. Kröfur kennara um upp-
sögn launaliðar kjarasamninga 1. september og verk-
fallsboðun eru ekki nein sýndarmennska. Ekki heldur
hótun þeirra um almennar uppsagnir skili kjarabarátta
innan ramma BSRB ekki tilætluðum árangri.
Inn í mál kennaranna blandast einnig félagsleg staða
þeirra. Kennarar eru nú ýmist í Bandalagi háskóla-
manna eða BSRB og ekki virðist af veita að heildar-
samstaða myndist með öllum kennurum burtséð frá því
á hvaða skólastigi þeir kenna, ef takast á að rétta hlut
kennarastéttarinnar í heild. Sameining uppeldisstétta í
ein heildarsamtök innan eða utan BSRB er hinsvegar
flókið mál sem þarf meiri tíma og umhugsun en til
ráðstöfunar er í þeirri lotu kjarabaráttunnar sem fram-
undan er.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja er í talsverðum
vanda um þessar mundir. Enda þótt kennarar hafi um
margt sérstöðu er þolinmæðin brostin hjá fleiri sam-
tökum innan bandalagsins. Það veltur því á miklu að
forystu BSRB takist að virkja baráttuhuginn. Að öðr-
um kosti blasir við upplausn innan BSRB.
klippt
Tilmœli sovéskra
fréttastofa
Þegar þetta er skrifaö er ekki
vitað hvort Sakharov-hjónin eru
lífs eða liðin. Á síðustu dögum og
vikum hafa streymt til sovéskra
yfirvalda frá ólíkustu aðilum
kurteisleg tilmæli um að þau hjón
fái að leita sér lækninga þar sem
þau óska að fara úr landi, eins og
Andrei Sakharov mun nú vilja,
þótt hann hafi lengst af talið að
hann gæti lagt mannréttindum
mest lið heima fyri'r: þessi ágæti
vísindamaður er blátt áfram þrot-
in af kröftum eftir allt sem yfir
þau hjón hefur gengið í útlegð-
inni í Gorkí.
I Sovéskum yfirvöldum er það
bersýnilega mjög á móti skapi að
menn sýni Sakharovhjónunum
samúð. Fréttastofan APN hefur
til dæmis sent til blaða greinar um
mál þeirra hjóna úr sovéskum
blöðumog biður um birtingu á því
efni. Væntanlega með skírskotun
til þess að það „ber einnig að
hlusta á hinn málsaðilann“ eins
og sagt var forðum. Sem er
reyndar það síðasta sem sovésk
yfirvöld leyfa í sínu landi: aldrei
hefur Andrei Sakharov fengið að
útskýra fyrir sovéskum lesendum
einu orði hvað hann á við með
friðsamlegri sambúð kerfa eða þá
hvaða skilning hann leggur í
mannréttindamál.
Dœmalaus mál-
flutningur
Sovésku greinarnar ganga allar
út á það, að í raun og veru sé
öllum sama um Andrei Sakhar-
ov, hér sé aðeins um herferð að
ræða sem bandaríska leyniþjón-
ustan CIA skipuleggi og sé kona
hans Elena Bonner aðalerindreki
þeirra myrkraafla. Samkvæmt
þessum málflutningi er hinn
ágæti vísindamaður einskonar
, fáráðlingur sem er reiðubúinn að
fórna frelsi, heilsu og lífi fyrir
bandaríska heimsveldisstefnu.
Kjarni þessa málflutnings kemur
fram í þessari klausu hér:
„Þeir sem nú gráta krókódílat-
árum yfir „hrœðilegri líðan" Sak-
•harovs, minnast ekki á, að þeir
eru að reyna að gera hetju úr
imanni, sem sýndi þjóð sinnifyrir-
litningu, hvatti opinberlega til
styrjaldar og beitingu kjarnorku-
vopna í garð lands síns og prédik-
Þeir segjast hafa sýnt „göfug-
lyndl“ manni, sem vilji ekkert frek-
ar en láta kasta kjarnorkuspreng-
jum á fyrirlitlega þjóð sína.
aði ómannúðlegar hugmyndir.
Þeir vilja einnig þegja um það að
sovéska ríkið hefur sýnt þessum
manni göfuglyndi og þollund og
gefið honum tcekifœri til að yfir-
gefa hina hálu braut og ná sér aft-
ur á strik í augum landa sinna. “
Maður veit ekki hvort ber að
undrast meir í þessum samsetn-
ingi heimskuna, hræsnina eða
lágkúruna.
Hvað meina þeir?
Það þarf t.d. alveg sérstaka
tegund af ósvífni til að halda því
fram, að Andrei Sakharov hafi
hvatt til styrjaldar og til þess að
beitt sé kjarnorkuvopnum gegn
landi hans. Sakharov hefur marg-
lýst áhyggjum sínum af kjarnork-
uvígbúnaði síns lands, eins og
honum stendur reyndar næst, og
rétt eins og margir ágætir vísinda-
menii á Vesturlöndum hafa
áhyggjur af kjarnorkuvígbúnaði
Natóríkja. Og rétt eins og þeir fá
stundum að heyra, að þeir séu
með afstöðu sinni að kalla á
rússneska árás, þá er APN hér að
afbaka hvatir sovésks vísinda-
manns, sem fyrst bakaði sér reiði
stjórnvalda, þegar hann lét þau
vita, að sér reyndist meira en nóg
komið af geislavirkni eftir kjarn-
orkusprengjur í andrúmsloftinu.
Enn aumlegra er að staðhæfa
að Sakharov hafi sýnt þjóð sinni
fyrirlitningu og „prédikað
ómannúðlegar hugmyndir". Að
minnsta kosti hafa menn ekki til
þessa frétt af mönnum, sem hafa í
nafni' mannfyrirlitningar Iagt
sjálfa sig í hættu til að hjálpa illa
stöddu fólki í glímu þess við geð-
þótta lögregluvalds og hlutdræga
dómstóla - eins og Sakharov hef-
ur margsinnis gert. Það er líka
undarleg „fyrirlitning" á fólki og
„mannúðarskortur“ sem urðu til
þess, að Andrei Sakharov gaf allt
það sparifé sem honum hafði ásk-
otnast á sínum tíma fyrir atóm-
rannsóknir til baráttunni gegn
krabbameini í heimalandi sínu.
Og því er hann maður eignalaus.
Slíkir menn
eru sjálfdœmdir
„Sovéska ríkið hefur sýnt þess-
um manni göfuglyndi og þol-
lund“, segir þar einnig. Það er
margt á pappírinn lagt. Göfug-
lyndið kemur aðallega fram í því,
að senda Sakharov í útlegð án
dóms og laga, setja um hann
strangan vörð, hrella þau hjón á
nótt sem degi með ótal ráðum,
siga erindrekum á þau með sví-
virðingum og dólgshætti og þar
fram eftir götum. í framhaldi af
þessu er rétt að útskýra eitt atriði
fyrir lesendum, sem þeir hafa
sjálfsagt ekki áttað sig á. Stund-
um er látið líta svo út sem al-
menningur í Sovétríkjunum sé
mjög reiður Sakharovhjónunum
- sbr. það sem fyrr var sagt, að
það er ráðist að þeim úti á götu,
eða að Elenu Bonner í lestinni á
leið til Moskvu. Þetta ókunnuga
fólk gæti ekki vitað hver Sakhar-
ovhjónin eru nema að fá sérstaka
tilsögn - því þótt undarlegt megi
virðast, hefur aldrei birst ein ein-
asta ljósmynd af Andrei Sakhar-
ov í sovésku blaði og þaðan af
síður af konunni hans. Og til-
sögnin fæst náttúrlega hjá lög-
reglunni sem á myndir af öllu.
Um málflutninginn í APN-
greinunum á það vel við sem segir
í íslandsklukkunni: slíkir menn
eru sjálfdæmdir. Það má vel vera
að þau tár sem Ronald Reagan
eða aðrir slíkir kauðar fella yfir
Andrei Sakharov séu krókódfl-
s'tár. En sú staðreynd breytir
engu um það sem máli skiptir:
saga Andrei Sakharov er hetju-
og harmsaga af sovéskri
mannréttindabaráttu, af göfug-
lyndi og þolgæði sem hann hefur
sýnt.
- áb.
Æ
FRETTAÞJÓNUSTA
ADALRITSTJÓRNARSKRIFSTOFA:
Zubovsky Bulvar. 4, 119021 Moskva — Simi 201 45 20
Telex 101. 103 — Simnefm: APN. Moskva
RITSTJORNARSKRIFSTOFA I REYKJA
P O. Box 599 — 121 Reykjavík — Simi 2 56 60
Telex: 2077 — Simnefm: APN, Reykjavik
Vir^ulep-i herrn ritstjóri,
á flðkástið hefur birst í blaði yðar talsvert efni,
'rrir aem f jnllað er um svokallað "Sakharov-mál" frá fyrirfram
'kveðnu síónarniiði or látið i veðri vaka, að uni se að r$ða
"nlaéma líðan Ilakharovs op eipinkonu hans K. Ponner"-
Verna þessa áhura bl.aðs yðar á áðurnefnriu efni, eru
h.iálaeðar nokkrar greinar, þar sem varpað er ljósi á hið sanna
ástand hlutanna í þessu máli. Eftir lestur þeirra verðið þér
sannfærður um, að í raun standa málin ekki eins og vestræna
iiressan reynir að láta lita ut.
Esr.væri yður þakklátur, ef eitthvað af þessu efni yrði
birt í blaðinu.