Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 1
DJOÐVILIINN
Þrátt fyrir miljóna
fjárfestingar við
búningsklefa Sund-
laugar innar í
Reykjavík er búnings
aðstaða gesta af
skornum skammti.
Sjá bls. 9
júní 1984
Fimmtudagur
127. tbl.
49. árgangur
Samtryggð okurlánastarfsemi
Yfirvinnubann í Hvalstöðinni og engir samningar um hvalvinnslu í Hafnarfirði
eignalaus
en fékk þau svör að það þýddi ekkert að
gera í þessu máli, því Jóhanna væri með
halarófu af okurlánurum á cftir sér og ætti
engar eignir.
I janúar sl. fékk ég loksins lögfræðing
sem kærði málið til Rannsóknarlögreglu
ríkisins en þaðan höfum við aldrei fengið
önnur svör en - „Það er sorglegt að láta
plata sig, en löglegt". Að vísu kölluðu þeir
mig einu sinni fyrir eftir að ég kærði, en
hættu svo við, sögðust vera of uppteknir
vegna innbrotsins í Iðnaðarbankann í
Breiðholti, þar sem rænt var kr.
400.000.00.
Nú eru liðnir fimm mánuðir síðan við
kærðum til Rannsóknarlögreglunnar og
virðast þeir núna fyrst ætla að fara að taka
við sér. Á meðan hefur allt rúllað áfrarn,
Jóhanna hefur selt bréfin sín, eða réttara
sagt mín, því ég tel mig eiga lagalegan rétt á
þeim. Við hjónin höfum misst allar okkar
eignir og ættinginn sem lánaði veð í sínu
húsi er á leiðinni að missa sínar og það er
sorglegast, því að hann er með ung börn á
sínu framfæri. Ég spyr, er virkilega ekki
hægt að stöðva hjólið? Lögfræðingar hafa
sagt mér að fordæmi séu fyrir því að hægt sé
að stöðva svona bréf af, enn aðrir hafa sagt
mér að það sé ekki hægt og að engin for-
dæmi séu fyrir því. Ég vil láta reyna á það,
fara í prófmál og skapa fordæmi. Eða fyrir
hvern eru lögin sett? Hvort eru þau sett í
þágu þeirra sem vilja plata fólk, eins og
Rannsóknarlögreglan kallar það, eða til
vamar þeim sem eru plataðir?
Lögfræðingar sem hafa haft með mál Jó-
hönnu Heiðdal að gera segja að ekkert þýði
að fara í mál við hana út af okurlánamálum
hennar, rétt eins og okurlánarar séu sjálf-
sögð viðurkennd stofnun hér á iandi. Hafa
kannski skattamál þeirra verið rannsökuð?
Mér finnst eins og Rannsóknarlögreglan
ætli sér að þegja málið í hel. Allavega er ég
búin að fá nóg af slóðaskapnum hjá þeim og
tek ekki meiri þátt í þeim þagnarleik".
-ss
• Fjölskylda
öreiga
eftir að hafa
lent í bröskurum
• Önnur á leiðinni
að missa allt sitt
• Lögfrœðingar hafa
farið undan
í flœmingi
„Þetta byrjaði allt í fyrrasumar, þeg-
ar tveir synir mínir ákváðu að kaupa
sér fyrirtæki saman, en þar sem þeir
áttu engareignirfengu þeirveðí
húseign okkar hjónanna, auk þess
sem annar nákominn ættingi veitti
þeim veðleyfí í sínu húsi“, segir
Kristjana Guðmundsdóttir, sem á
níu mánuðum hefur misst allar
eigur sínar og er þó enn í stórskuld
eftir að hafa lent í svikamyllu verð-
bréfamarkaðarins.
„Fyrst í stað ætluðu þeir að kaupa sét lítið
fyrirtæki. Ég hringdi í smáauglýsingasíma
DV, þar sem auglýst var til sölu snyrtivöru-
heildsala og varð að samkomulagi að ég og
sonur minn kæmum daginn eftir að athuga
málið. Eftir að hafa athugað það, hringdi ég
í Jóhönnu Heiðdal, eiganda fyrirtækisins,
og sagði að við ætluðum ekki að hugsa
meira um þetta mál, það væri útrætt frá
minni hálfu.
Skömmu eftir að ég hafði lagt á, kom
Jóhanna til mín með útreikninga frá Önnu
systur sinni, sem vinnur hjá Fjárfestinga-
markaðnum, hverning mætti greiða þetta.
Enn sagði ég nei og bað þá Jóhanna mig að
hafa samband við Ónnu, skildi eftir blaðið
með útreikningum hennar, en það blað er
nú í vörslu Rannsóknarlögreglunnar. Ég
hringdi í Önnu og eftir þetta fékk ég engan
frið fyrr en gengið hafði verið frá kaupun-
um, verðið var þrjár og hálf milljón króna
og allt á fasteignatryggðum skuldabréfum.
Þetta var alrangt verðlag.þrisvar sinnum
hærra en raunhæft var. Jóhanna var með
lögfræðing sér til aðstoðar í þessu máli og
við höfum verið stórblekkt. Inn í þessu
verði var eldgamall lager á fullu verði og
tæki sem voru ónýt, og ekkert af þessu hef-
ur verið hægt að selja.
Þetta var í ágúst í fyrra og fljótlega fórum
við að sjá að ekki var allt með felldu. Jó-
hanna hafði ekki heimild til að selja nema
eitt af þeim umboðum sem talin voru upp í
samningnum, það umboð var um 25% af
þeim verðmætum sem samið hafði verið
um. Annað umboð, sem var stærsti hlutinn
af sölusamningnum, hafði hún ekki lengur.
Það var vonlaust að reyna að ná vörum frá
þeim fyrirtækjum erlendis frá, þar sem Jó-
hanna var stórskuldug við þau.
Hafði ég nú samband við lögfræðing og
bað hann að stoppa þau skuldabréf sem
Jóhanna átti hjá Fjárfestingamarkaðnum
og enn höfðu ekki verið seld. Ég taldi mig
eiga eignarrétt á þeim þar sem hún hafði
ekki staðið við skuldbindingar sínar. Lög-
fræðingur þessi treysti sér ekki í þetta mál
og stuttu seinna, þegar ég fór sjálf að athuga
þetta, kom í ljós að Jóhanna hafði náð að
kippa öllum bréfunum þaðan út.
Enn hafði ég samband við lögfræðinga,
Við erum
Viljum koma málum á hreint
segir Sigurður T.Sigurðsson varaform. Hlífar en allir
félagsins eru lausir samkvœmt úrskurði Félagsdóms
Boltinn hefur verið í allan vetur
og er enn hjá Hval h/f og Vinnuveit-
endasambandinu. Við höfum ein-
ungis farið fram á það að fyrirtæk-
ið standi við sína fyrri samninga
um að samningsákvæði verði end-
urnýjuð m.a. vegna ákvæðis-'
vinnu“, sagði Sigurður T. Sigurðs-
son varaformaður Verkamannafé-
lagsins Hlífar í samtaii við Þjóðvilj-
ann í gær.
Félagsdómur hefur kveðið upp
þann dóm að engir samningar séu
lengur í gildi milli Hlífar og VSÍ, en
við samþykkt ASÍ/VSÍ samninga
hjá Hlíf í vor var gerður fyrirvari á
um að gengið yrði sérstaklega frá
samningum við Hval h/f. VSIsætti
sig ekki við þá túlkun að samningar
væru lausir við Hval og Félagsdóm-
ur hefur því úrskurðað að allir
samningar Hlífar við VSÍ séu laus-
ir.
„Það var haldinn fundur með
VSÍ í morgun þar sem málin voru
reifuð og það er stefnt að því að
halda annan fund sem fyrst en hval-
vertíðin ætti að vera hafin. Við höf-
um ekki farið út í allsherjarupp-
stokkun á samningamálum félags-
ins heldur leggjum við aðaláhersl-
una á að koma samningum varð-
andi Hval á hreint og þar verði
staðið við fyrri samþykktir", sagði
Sigurður.
Nokkur órói hefur verið í Hval-
sammngar
stöðinni í Hvalfirði undanfarna
daga og þar er í gildi yfirvinnubann
vegna þeirrar ákvörðunar forráða-
manna Hvals að neita innansveit-
arfólki um vinnu sem á að ganga
þar fyrir urn vinnu. Var einni konu
m.a. neitað um vinnu á þeirri for-
sendu að hún ætti börn.
-lg-