Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 7. júní 1984 AAalsfml Þ|ó6vttians er 81333 kl.9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðámenn og áðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsíml Helaarsúnl 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er Uaegt að ná i afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefursíma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Dr. Jósep Luns aðalritari Nató kveður vini á Mímisbar Sovétmenn geta ekki unnið kjamorkustríð „Hollendingar munu samþykkja flaugarnaru „Segja má að hollenska ríkisstjórnin hafi ekki tekið neina ákvörðun enn um staðsetningu kjarnorkuflauga í Hollandi. Ég get hinsvegarsagt með vissu að hún mun samþykkjaflaugarnar á næsta ári“. Þetta sagði dr. Jósep Lúns, aðalritari Nató og fyrrum utanríkisráðherra Hollendinga á blaðamannafundi í gær. En mótmæli gegn flaugunum hafa óvíða verið jaf n sterk og í Hollandi og almenningsálitið hefur knúið ríkisstjórnina til að fresta uppsetningu flauganna enn sem komið er. Dr. Jósep kvaðst telja að Nató væri í uppgangi um þessar mundir. Þegar hann var minntur á hin miklu mótmæli sem orðið hafa gegn kjarnorkuflaugunum víðs vegar í Evrópu undaníarin ár féllst hann á að þau hefðu að vísu veikt banda- lagið nokkuð en sagði svo: „Við verðum að vega þann óróa sem flaugarnar hafa skapað og áhrif hans á eindrægnina innan Nató gegn kostum hinna nýju flauga. Ég tel að kostirnir séu meiri en hin neikvæðu áhrif“. Aðalritarinn sagði einnig: „So- vétmenn vita að þeir geta aldrei unnið kjarnorkustríð“. Honum var þá bent á að með því væri ólíklegt að Sovétmenn myndu hefja árásar- stríð á Vesturlönd og þar með hlyti Nató að vera óhætt að fallast á kröfur friðarsinna um að frysta kjarnavopnabúr sín í núverandi horfi. Hinn vísi dr. Jósep hristi þá glampandi höfuð yfir slíku friðar- rausi og kvað aldrei að vita upp á hverju þeir illa þenkjandi gaurar í austri tækju, því væri stöðugt nauðsynlegt að vera á varðbergi og endurnýja og bæta vopnabúr í takt við nýja tækni. Dr. Jósep ræddi við blaðamenn á Mímisbar Hótel Sögu og í för með honum var Geir Hallgrímsson. Hann var að kveðja ísland „og Samtök herstöðvaandstæðinga: Luns fari úr landi „Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla því tilstandi, sem gert er út af heimsókn Jóseps Luns, framkvæmdastjóra NATO, hingað til lands þessa dagana“, segir í ályktun frá miðnefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga. Síðan segir: „Hernaðarhaukar og áróðursmenn kjarnorkuvígvæðingar eiga ekki að vera aufúsugestir á Islenskri grund. Samtök herstöðvaandstæðinga skora á stjórnvöld að hætta að bera stríðstertur og hanastél í þennan æðstaprest hernaðaraflanna í Vestur-Evrópu, fylgifiska nans og siða- meistara, en biðja þetta lið þess I stað vinsamlegast að fara af landi brott. Kaldastríðsforingjum hæfa kuldalegar móttökur“. „Mlnn herra á sér elnn vln“. A&alritari Nató og utanrfkisrá&herra íslands á Mfmlsbar f gær. Ljósm Atli. minn góða vin, Geir Hallgrímsson“ því hann mun láta af embætti aðal- ritara þann 25. júní. Hann sagði að ísland væri fallegt, og Geir væri góður maður sem hefði ævinlega reynst sér vel. Geir sagði á móti að dr. Jósep væri líka góður maður, hann væri þar að auki íslandsvinur. Síðan kvöddu þeir félagarnir og fóru. Um morguninn hafði Lúns hitt Steingrím Hermannsson. „Steingrímur er líka góður maður“ sagði dr. Jósep. -ÖS Kristján Ragnarsson: Kemur síst á óvart „Þessi ákvörðun kemur mér alls ekki á óvart. Eg hef verið að reyna að spá fyrir um þetta og varað við því að þetta kynni að gerast og nú hefur þetta gerst með þessum hætti og mér kemur það allra síst á óvart“, sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ um ákvörðun út- gerðarmanna á Austfjörðum að leggja öllum togurum sínum síðar í þessum mánuði. „Ég held að fólkið sem stendur næst þessu skilji það betur en margir aðrir hversu illa er komið fyrir þessari útgerð. Menn hafa ekki getað staðið skil á opinberum greiðslum og launatengdum gjöld- um og menn geta ekki haldið áfram upp á þennan máta. Það væri ó- heiðarlegt". Heldur þú að ástandið á Austfjörðum sé verra en annars staðar á landinu? „Það vil ég ekki segja. Það er víða mjög slæmt eins og á Norður- landi, á Suðurnesjum og Snæfells- nesi. Þetta er ekkert sérstakt með Austfirði. Þetta er hins vegar ákvörðun hvers og eins um stöðvun og verður það en þessi staða verður rædd hér á stjórnarfundi á föstu- dagsmorgun. Býst þú við frekari stöðvun flot- ans ef ekki verður tekið á þessum málum? „Já. Það er ekkert sérstakt fyrir Austfirðinga í þessu efni og ég hlýt að eiga von á því að þetta sé með sama hætti annars staðar“, sagði Kristján Ragnarsson. -»g- Sjá bls. 2. Karl Þórðarson lék í gærkvöldi sinn fyrsta leik með ÍA í fimm ár en hann hefur leikið sem atvinnumaöur i knattspyrnu í Belgíu og Frakk- landi. Landsliðsmaðurinn litli og lipri átti nokkrar góðar rispur í leiknum sem var gegn Val í 1. deild og endaði með ósanngjörnum sigri ÍA, 1-0. Á mynd Lofts hér að ofan er Karl á fleygiferð í leiknum í gærkvöldi. Á fjórtánda hundrað manna fylgdist með leiknum. Sjú 11 Yfirlýsing frá Landsbankanum um afurðalánin Höfum veð fyrír lánum Það er óhætt að fullyrða það að við erum með veð fyrir öllum okkar afurðalánum í afurðunum sjálfum. Það eru ákvæði í lögum um það að þeir sem hafa vöru til sölumeðferð- ar geti veðsett þær, sagði Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans í samtali við Þjóðviljann í gær. Eins og fram hefur komið í Þjóð- viljanum hefur Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. haldið því fram að bankinn hefði engin veð fyrir af- urðalánum sínum til sláturleyfis- hafa og einnig að SÍS hefði þá sér- stöðu að þurfa ekki að leggja fram nein veð fyrir lánum hjá bankan- um. „Þetta er misskilningur. Sam- bandið hefur sín afurðalán eins og aðrir og gerir samskonar afurða- lánasamninga og samskonar veð- setningar eins og aðrir. Það eru líka tryggingar fyrir öðrum lánum frá þeim ems og öðrum", sagði Helgi Bergs bankastjóri. í yfirlýsingu sem Þjóðviljanum barst síðan síðdegis í gær frá Lands- bankanum segir: Að gefnu tilefni vill banka- stjórn Landsbankans taka fram eftirfarandi: 1. Öll afurðalán eru veitt á giundvelli afurðalánasamn- inga, sem gerðir eru við alla lántakendur afurðalána. Þess- ir samningar fela í sér að bank- inn hefur veð í þeim birgðum sem lánað er út á. 2. Það er álit lögfræðinga Landsbankans, að þeim, sem hafa afurðir til sölumeðferðar, sé heimilt að veðsetja þær. Reykjavík, 6. júní, 1984 Landsbanki íslands Helgi Bergs Jónas H. Haralz Breytir engu segir Eyjólfur Konráð umyfirlýsingu bankastjóranna ,4^yótt á litið breytir þessi yfir- reglur um veð og það var raunar lýsing engu um það sem ég hef hald- rætt í Alþingi áður en tillagan ið fram“, sagði Eyjólfur Konráð margumrædda var samþykkt 22. Jónsson alþm. í gærkvöldi þegar maí 1979. Ekkert af því sem þarna Þjóðviljann bar undir hann yfirlýs- segir er nýtt fyrir mér“, sagði Eyj- ingu bankastjóra Landsbankans. ólfur Konráð. Auðvitað eru mér kunn lög og -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.