Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Brautskráðir iðnnemar ásamt skólameistaranum Jóni Böðvarssyni. Fjölbrautaskóla Suðurnesja slitið í áttunda sinn Brautskráðir stúdentar og iðnnemar Áttunda starfsári og sextándu önn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja lauk með skólaslitaathöfn í Grindavíkurkirkju laugardaginn 19. maí. 57 nemendur luku námi á önninni: 2 flugliðar, 2 tækni- teiknarar, 13 nemar af tveggja ára námsbrautum, 17 iðnnemar og 23 stúdentar. 32 luku námi í desembermánuði og hafa því alls brautskráðst 89 skólaárið 1983- 84. Alls hafa 609 loka- prófsskírteini verið gefin út, þar af 200 til iðnnema og 210 stúd- entsprófskírteini. Athöfnin hófst með því að Svavar Árnason Iék á kirkjuorg- elið, en síðan flutti Ingólfur Hall- dórsson aðstoðarskólameistari yfirlit um starfsemi í skólanum á önninni. Þar kom m.a. fram að nemendur í dagskóla voru 524, en nemendur í bóklegu námi í öldungadeild 125. A önninni voru haldin allmörg og fjölþætt námskeið á vegum skólans, og Gunnar Valdimarsson fékk verðlaun Iðnaðarmannafélags Suðurnesja fyrir bestan árangur í faggreinum iðnnámsins. stefnt er að því að auka þá starf- semi verulega. Jón Böðvarsson, skóla- meistari, afhenti prófskírteini, en Helgi Eiríksson kennari afhenti verðlaun sem að þessu sinni voru óvenju mörg. Þorvaldur Árnason af eðlisfræðabraut hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur á stú- dentsprófi, Gunnar Valdimars- son hlaut verðlaun Iðnaðar- mannafélags Suðurnesja fyrir bestan árangur í faggreinum í iðnnámi og afhenti Eyþór Þórð- arson þau. Edda Rós Karlsdóttir og Una Steinsdóttir, formaður og ritari nýkjörinnar stjórnar nemendaf- élagsins, léku á hnéfiðlu og slag- hörpu Ave María eftir Bach- Gounod. Sigrún Oddsdóttir flutti ávarp af hálfu kennara, en Ágúst Ásgeirsson af hálfu brautskrán- ingarhópsins. Baldur Sigurðsson skýrði frá stofnun tækjasjóðs sem kennarar hafa stofnsett og af- henti Halldóri Guðmundssyni, varaformanni skólanefndar, sjóðinn og stofnskrá hans. Loks ávarpaði skólameistari brautskráða nemendur og kvaddi þá í nafni skólans. Ráðstefna á fimmtudag: Tölvufræðsla Næstkomandi flmmtudag, 7. júní gengst Skýrslutæknifélag íslands fyrir ráðstefnu um Tölvufræðslu í skólum. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 á Hótei Loft- leiðum, Kristalssal og henni lýkur kl. 17. Ráðstefnunni er ætlað að bregða ljósi á þróun tölvufræðslu á hinum ýmsu skólastigum og spá inn í framtíðina í þeim efnum. Á dagskrá eru m.a. eftirtalin erindi: Dr. Oddur Benediktsson: „Kennsla í tölvunarfræði í Verkfræði- og raunvís- indadeild HÍ“. Dr. Jón Þór Þórhalls- son: „Rafeindareiknisvið, - nýtt kjör- svið í Viðskiptadeild HÍ“., Anna Krist- jánsdóttir, lektor: „Þáttur tölvufræðslu í menntun grunnskólakennara“. Hall- dór Arnórsson fulltrúi: „Tölvu- menntun starfsmenntakennara og tölvufræðsla í framhaldsskólum“. Bald- ur Sveinsson, kennari: „Tölvufræðsla í Verslunarskóla Islands“.Yngvi Péturs- son, kennari: „Tölvufræði í Mennta- skóianum í Reykjavík". Ráð- stefnustjóri er dr. Jóhann P. Malmqvist tölvufræðingur. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna sig á skrifstofu Skýrslutæknifélagsins í síma 82500. l Þjórsárdalur-Dalalíf ’84. Ferðir um Hvítasunnuhelgina í Þjórárdal. Föstudag 8. júní. Frá Reykjavík (BSÍ) kl. 16.00. Frá Selfossi kl. 17.00. Frá Reykjavík kl. 18.30. Frá Selfossi kl. 19.30. Frá Reykjavík kl. 20.30. Frá Selfossi kl. 21.30. Laugardag 9. júnj. Frá Reykjavík (BSÍ) kl. 10.30. Frá Selfossi kl. 11.30. Frá Reykjavík kl. 14.00. Frá Selfossi kl. 15.00. Frá Reykjavík kl. 21.00. Frá Selfossi kl. 22.00. Sunnudag 10. júní. Ferö úr Þjórsárdal kl. 03.15 aö loknum dansleik. Ferð úr Þjórsárdal kl. 17.00. Frá Reykjavík kl. 21.00. Frá Selfossi kl. 22.00. Mánudag 11. júní. Ferö úr Þjórsárdal kl. 03.15 aö loknum dansleik. Ferðir úr Þjórsárdal kl. 10.30. Síðasta ferð kl. 17.00. Frá Reykjavík kl. 21.00. Frá Selfossi kl. 22.00. Upplýsingar gefur BSÍ sími 22300. Að reka mann - og annan? Mannréttindi eru hér á landi tryggari en í flestum löndum heims. Þar með er ekki sagt, að allt sé í himnalagi hjá okkur - t.d. á launafólk vafalítið oft undir högg að sækja á vinnustöðum án þess að slíkt komist í hámæli. Skammt er síðan samningsréttur verkalýðsfélaga var afnuminn með lögum og laun stórlega skert. Fólk virðist almennt sætta sig við þessar aðgerðir, ekki sfst vegna þeirrar trúar að ella sé at- vinnuöryggið í hættu. Rétti launafólks til vinnu stendur ekki einungis ógn af vofu atvinnuleysis. Brottrekstur úr starfi er engu síður ömurlegt hlut- skipti en atvinnuleysi, einkum ef einn er rekinn en annar kemur í staðinn. Slíkir atburðir hljóta ætíð að vera mikið áfall fyrir vinnandi fólk í okkar samfélagi, þar sem vinnusemi og dugnaður eru talin til hinna æðstu dyggða. Brottrekstur vagnstjóra Fyrir nokkru sagði forstjóri SVR vagnstjóra upp störfum, en sá hafði 8 ára starfsaldur hjá fyrir- tækinu að baki. Stjórn SVR hefur lýst yfir stuðningi sínum - ekki við vagnstjórann, heldur forstjórann. Vagnstjórar hafa hins vegar mótmælt uppsögninni og krafist endurráðningar mannsins. Fyrir kjósendur í borginni er sérstök ástæða til að gefa þessu máli gaum. Strætisvagnar Reykjavíkureru borgarfyrirtæki, það er rekið og því stjórnað í um- boði okkar, borgara Reykjavík- ur. Við getum varla gert þá kröfu á hendur borgaryfirvlda eða ann- arra atvinnurekenda, að aldrei sé hægt að reka fólk úr vinnu. Starfsmaður getur reynst vanhæf- ur eða jafnvel gert sig sekan um vítavert gáleysi í starfi, sem rétt- læti uppsögn. Opinberir starfs- menn eiga ekki að njóta neinna forréttinda í þessu efni. Margt er á huldu um brott- rekstur þessa tiltekna vagnstjóra, en engu að síður er óhætt að full- yrða að á honum var brotið: Hann fékk enga viðvörun, þar sem bent var á vanrækslu og að uppsögn væri yfirvofandi nema úr yrði bætt. Einnig virðist ljóst, að starfsmönnum SVR hafa ekki verið settar starfsreglur, þannig að vitað sé hvaða brot leiði til “Vagnstjórinn er rekinn. Síðan á að athuga hvort ástœður brott- reksturs.geti ekki átt við umfleiri. Efsvo reynist vera á, að mati borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins, að taka mál hins brott- rekna upp að nyjui Svanur Kristjánsson skrifar uppsagnar og að allir sitji þar við sama borð. Brottvikning vagnstjórans er því tvímælalaust óréttmæt; hún gengur þvert á almennar reglur um sanngirni og siðlega hegðun. Ákvörðunin virðist einnig hafa verið tekin í fljótræði. Þannig hefur stjóm SVR engar upplýs- ingar um meðferð annarra mála af svipuðu tagi né hafa verið sett- ar um þau almennar reglur. Engu að síður lýsir stjórn SVR yfir stuðningi við forstjórann og full- trúi Alþýðubandalagsins í stjórn- inni segir skýringar hans í málinu vera „fullnægjandi" (sbr. NT 25. maí). Mottóið virðist vera: „Fyrst að reka - síðan að hugsa“. Vagn- stjórinn er rekinn. Síðan á að at- huga- hvort ástæður brottreksturs geti ekki átt við um fleiri. Ef svo reynist vera á, að mati fulltrúa Alþýðubandalagsins, að taka mál hins brottrekna upp að nýju! (Sbr. Þjóðviljann 31. maí). Trúnaður við hvern? Ég aðhyllist ekki þá reglu, að kjömum fulltrúum beri skylda til að skýra frá öllum upplýsingum, sem þeim berast vegna starfa þeirra. Mörg mál eru viðkvæm og fólk á rétt á að trúnaður ríki um einkamál. Slíkur trúnaður gildir ekki í þessu máli. Vagnstjórinn telur sig rangindum beittan og vill að allar upplýsingar séu lagðar fram. Þögnin er því ekki til verndar honum. (Raunar hafa stjórnar- menn í SVR ótvírætt gefið í skyn opinberlega meintar ávirðingar vagnstjórans, sbr. Þjóðviljann 31. maí). Ég skal að lokum játa, að stundum finnst mér sem borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins meti meir hollustu við borgaryfir- völd heldur en stöðuga og kraft- mikla upplýsingamiðlun um mál, sem snerta okkur öll. Ég tel t.d. að slík afstaða hafi einkennt með- ferð ísfilm-málsins. Hið sama er uppi á teningnum í því máli, sem hér hefur verið rakið að nokkru. Samstarfsmenn vagnstjórans og fulltrúar Kvennaframboðsins hafa ein staðið vörð um grund- vallaratriði. Ef hægt er að reka einn manna á þennan hátt, af hverju þá ekki annan - og annan? Svanur Kristjánsson er settur prófess- or við félagsvísindadeild Háskóla Is- lands og skipar þar sæti deildarfor- seta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.