Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Einar Gunnarsson nýkjörinn formaður Félags blikksmiða Förum í hart 1. sept. ef samkomulag nœst ekki ,J£g er þeirrar skoðunar að verkalýðsfélögin verði að fara útí ) hart; boða tii aðgerða 1. septemb- er náist ekki samkomulag sagði Einar Gunnarsson nýkjörinn for- maður Félags blikksmiða í Rcykjavík í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær. - Jú það er rétt, stjórnarskipti urðu hjá okkur eftir smá átök í félaginu. Fram höfðu komið tvær tillögur, annars vegar frá fyrri stjórn og hins vegar frá Konráð Ægissyni. Kosið var sérstaklega um formann og lyktaði þeirri kosningu með því að Kristján Ottósson fyrrverandi formaður hlaut 35 atkvæði en ég 39. Fjögur atkvæði voru ógild en 86 voru á fundinum. Það er góð mæting því félagsmenn eru ekki nema 112 fullgildir auk þess sem um 50 nemar eiga aðild að félaginu. Þegar formannskosningu lauk, dró fyrri stjórn framboð sitt til baka, þannig að aðrir stjórnar- menn voru sjálfkjömir. Þeir eru Konráð Ægisson varaformaður, Friðbjörn Steinsson ritari, Hallg- rímur Atlason gjaldkeri og með- stjórnendur þeir Agnar Berg Sig- urðsson, Jörgen Guðjónsson og Guðjón Þorvaldsson. - Við höfum haldið vikulega stjórnarfundi. Nú er ætlunin að ganga endanlega frá kröfugerð um samræmt bónuskerfi í blikks- miðjum, auk þess sem önnur kjaramál eru að komast í deig- luna. Laun duga ekki til framfœrslu — Miðað við aðra blikksmiði held ég að ég megi sæmilega við una með mitt kaup. Ég er með 18 þúsund krónur á mánuði, en það er verkstjórataxti. Svo þú sérð að blikksmiðir eru ekki ofhaldnir af launum sínum frekar en annað launafólk. Auðvitað lifir ekkert heimili af þessum tekjum, við eigum engan annan kost en fara útí hart til að leiðrétta þetta. - Stjórnvöld og atvinnurek- endur hafa ekkert hlustað á rök um það hvernig alþýðuheimilin hafa það núna. Því síður haft skilning á því. Þess vegna held ég að við séum tilneydd útí harðar aðgerðir, ef ekki verður grund- vallarbreyting á afstöðu þessara aðilja. Miðstýring Vinnuveit- endasambandsins - Það er erfitt að ná samning- um fyrir hvert og eitt félag. Máski ekki vegna þess að blikksmiðju- eigendur séu svo harðsvíraðir og skilningssljóir, heldur mun frek- ar vegna þess að atvinnurekend- ur búa við miðstýrt vald VSÍ. Hvað eftir annað hefur það gerst að blikksmiðjueigendur hafa ver- ið orðlausir á samninganefndar- fundum með okkur og vísað til VSÍ talsmanns sem hefur orð fyrir þeim. Það er oft verið að tala um miðstýringu á ASÍ, en ég held að hún sé barnaleikur miðað við það sem gerist hjá þessu saman- súrraða miðstjómarvaldi VSÍ. Elnar Gunnarsson lags bllkksmiöa: Ég fæ 18 þúsund króna mána&arlaun, en þau nægja ekkl tll framfærslu. Hversu lengl á að þola þetta? Hörkuna í haust - ASWSÍ samkomulagið frá því í febrúar var fellt í tvígang f okkar félagi. Nýja samninga- nefndin sem kosin var á félags- fundi hélt 2 fundi með viðsemj- endum þar sem einmitt VSÍ hafði orð fyrir blikksmiðjueigendum. Þar var öllum leiðréttingum hafn- að. Samninganefndi hafði ekki starfað lengi þegar fyrrverandi formaður boðaði fund stjóraar og trúnaðarmannaráðs og lét samninganefnd fella niður störf. Þetta mæltist ekki vel fyrir enda var samninganefnd kosin á fé- lagsfundi. En vonandi taka lýðr- æðislegri og betri vinnubrögð við í okkar félagi. rao er-alveg ljóst að launa- fólk getur ekki sætt sig við það að vera ekki matvinnungar af dag- vinnutekjum. Þá viljum við held- ur hörkuna í haust, sagði Einar Gunnarsson blikksntiður í Blikksmiðjunni Höfða og for- maður Félags blikksmiða að lok- um. -óg í gær voru 400 ár li&in frá því að prentun Guðbrandsbiblíu a& Hólum í Hjaltadal lauk. Um leið og þessara tímamóta var mlnnst lauk jafnframt nýrrl Ijósprentun biblíunnar, en verklð er gefið út af bókaforlaglnu Lögbergi í samvinnu við Hið íslenska biblíufélag, Kirkjuráð og stofnun Árna Magnússonar. Allt er þá þrennt er því í gær var einnig formlega stofnuð bókaútgáfan Skálholt og blessaði biskup Isiands fyrirtækið af því tilefni. Myndina tók Loftur þegar síðasta örkin af hinni Ijósprentu&u biblíu rann úr prentvél Kassagerðar Reykjavfkur. Kosningar í haust þegar kemur til verkfalla Kosið milli stjórnar og segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra - Ef kemur til verkfalla í haust á ríkisstjórnin um- svifalaust að efna til kosn- inga um „uppþot Alþýðu- bandalagsins“ og stefnu ríkisstjórnarinnar, að mati Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra. í viðtali við síðdegisblað- ið DV í gær í tilefni af skoð- anakönnun blaðsins, segir Albert orðrétt: „Ef ákvéðið verður að boða til verkfalla tel ég að ríkisstjórnin eigi umsvifalaust að láta boða til kosninga þar sem kosið verði um stefnu ríkisstjórn- arinnar og uppþot Alþýðu- bandalagsins innan verka- lýðshreyfingarinnar“. -óg. Trjámaðkurinn að komast á fulla ferð: Gætið vel að brekkuvíðnum Minni plága en sú fyrri, segir Jón Gunnar Ottósson, skordýrafrœðingur. „Nú eru lirfurnar orðnar það stórar að fólk getur greinilega séð hvaða tegundir og hvaða plöntur eru í hættu“, sagði dr. Jón Gunnar Ottósson, skordýrafræðingur í gær, þegar Þjóðviljinn spurði hann um horfur á laufskemmdum af völdum trjámaðks. „Maðkurinn er að komast á fulla ferð“, sagði hann ennfremur, „en þetta virðist ætla að verða minni plága í vor en t.d. í fyrra“. Eins og Reykvíkingar kannast við er nú ómengaður vorilmur í lofti, - lítið sem ekkert hefur verið úðað með sterkum eiturefnum í borginni þetta vorið. í blíðunni er upplagt að skoða trén, tína mað- kinn af eða spúla hann af trjánum með sterkri vatnsbunu eða mildum grænsápulegi. Þetta verður að ger- ast áður en maðkurinn fer að hringa blöðunum utan um sig og gjarnan oftar en einu sinni. En hvað ef það dugir ekki? Jón Gunnar sagði að nú gætu garðeigendur einmitt sjálfir séð hversu misjafnlega maðkurinn leggst á hinar ýmsu trjátegundir og nú væri rétti tíminn til að grípa til ráðstafana í samræmi við það. „Eins og venjulega eru það víðiteg- undirnar, sérstaklega brekkuvíðir- inn sem fólk þarf að huga að“, sagði hann. „Það er hægt að kaupa hættulítið eitur í B og C flokkum hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og úða þau tré sem maðkur er í en ekki allan garðinn. Það er óþarfi“, sagði hann. -ÁI Bæklingurinn um skordýravarnir enn gagnrýndur Ovísindaleg vinnubrögð „Fundurinn mótmælir ein- dregið vissum fullyrðingum og óvísindalegum vinnubrögðum sem fram koma í bæklingi „Um skordýravarnir“, sem gefinn er út af heUbrigðisráði og Umhverf- ismálaráði Reykjavíkur og fleiri aðilum undir umsjá Kristínar Þorkelsdóttur og samkvæmt ráð- gjöf frá Jóni Gunnari Ottóssyni skordýrafræðingi og Hafliða Jónssyni garðyrkjustjóra". Þannig hljóðar upphaf álykt- unar fundar sem haldinn var að Garðyrkjuskólanum á Reykjum 30. maí sl. en hann sátu menn frá Búnaðarfélagi íslands, kennarar og skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins, frá Félagi Skrúðgarð- yrkjumeistara, Félagi garð- plöntuframleiðenda o.fl. í ályktuninni segir ennfremur, að óviðunandi sé að opinberir að- ilar gangist fyrir slíkum málflutn- ingi eins og birtist í bæklingnum án þess að íeita fyrst umsagnar sérfróðra aðila. Segir ennfremur að „síðar verði gerð grein fyrir einstökum atriðum". -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.