Þjóðviljinn - 07.06.1984, Síða 2

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Síða 2
2 SÍÐA J-‘ ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júní 1984 Bændaskólinn á Hólum Sex stúlkur búfræð- ingar af 20 sem út- skrifuðust í vor „Aðsókn að bændaskólanum síðustu árín sýnir að vaxandi hópur ungs fólks trúir því að þar sé verk að vinna, þar séu möguleikar“, sagði Jón Bjarna- son skólastjórí Bændaskólans á Hólum m.a. í skólaslitaræðu sinni í Hóladómkirkju. Þriðj- ungur þeirra sem útskrifuðust sem búfræðingar að þessu sinni eru konur. Fjöldi gesta var viðstaddur skólaslitin 11. maí sl. í dóm- kirkjunni þarsem prófasturinn í Skagafirði, séra Hjálmar Jóns- son flutti prédikun. í vetur stunduðu 39 nemend- ur nám við skólann. Þar af út- skrifuðust 20 búfræðingar, 6 stúlkur og 14 piltar. Af þessum 20 búfræðingum hlutu 2 ágætis- einkunn og 71. einkunn. Hæstu einkunn hlaut Heiða Lára Egg- ertsdóttir frá Ingveldarstöðum í Hjaltadal, 9,1, og fékk fyrir það viðurkenningu frá Búnaðarfé- lagi íslands. Hún fékk einnig viðurkenningu frá Stéttarsam- bandi bænda fyrir hæstu ein- kunn á bústjórnarsviði. Þá hlaut hún viðurkenningu frá Landssambandi veiðifélaga fyrir hæstu einkunn í fiskirækt og, ásamt Jakob Jóhannssyni Garðabæ, viðurkenningu frá Hólalaxi hf. fyrir góðan árang- ur í fiskeldi. Loks hlaut Heiða Lára viðurkenningu skólans fyrir hæstu einkunnir í jarðrækt og verknámi. - Jón Gíslason Hofi í Vatnsdal hlaut einnig ágætiseinkunn, 9.0. Jón fékk viðurkenningu frá Sambandi ís- lenskra loðdýraræktenda fyrir hæstu einkunn í loðdýrarækt og viðurkenningu frá skólanum fyrir hæstu einkunn í bútækni og búfjárrækt. - Hrossarækt- arsamband Skagafjarðar veitti Höskuldi Jónssyni á Akureyri verðlaun fyrir bestan árangur í hrossarækt. Viðurkenningu skólans fyrir góða umgengni hlutu Helga Svanhvít Þrastar- dóttir, Ásgerður Jónasdóttir og Bjamey Vala Steingrímsdóttir. Þann 7. apríl fór fram hin ár- lega skeifukeppni og veiting Morgunblaðsskeifunnar fyrir bestan árangur í tamningum. Hreppti hana að þessu sinni Grímur Guðmundsson frá Lindarbrekku í Biskupstung- um. Höskuldur Jónsson á Ak- ureyri hlaut viðurkenningu frá Félagi tamningamanna fyrir besta ásetu og Guðni Þór Guð- mundsson Reykjavík Eiðfaxa- bikarinn fyrir góða umhirðu á hesti sínum. Að lokinni skólaslitaathöfn- inni þáðu gestir veitingar í boði skólans. - mhg. Útgerðarmenn á Austfjörðum Lýsum yfír fullri ábyrgð stjórnvalda Þarfmiljarð vegna vanskilaskulda, hœrri afurðalán og lœgri vexti „Það erljóstað fyrirtæki ísjáv- arútvegi hafa haldið áfram rekstri, mun lengur en skynsamlegtvirðist. Þettahef- ur verið gert í von um að stjórnvöld tækju á málum sjáv- arútvegsins af skynsemi og í þeirri vissu að allsherjar stöðv- un í sjávarútvegi valdi þjóðfé- laginu stórtjóni. Við lýsum því hér með yf ir vonbrigðum okkar með að þessi ábyrga afstaða hefur ekki orðið til annars en að sífellt er aukið á erfiðleika sjáv- arútvegsfyrirtækja. Þvíerekki hjá því komist að lýsa yfirfullri ábyrgð stjórnvalda á þeim erf- iðleikum sem sjávarútvegurinn á nú við að stríða og væntan- legum rekstrarstöðvunum fyrir- tækja af þeim sökurn". Svo segir m.a. í bréfi sem for- ráðamenn allra togaraútgerðar- fyrirtækja á Austurlandi hafa sent stjórnvöldum þar sem tilkynnt er að vegna rekstrarstöðu útgerðar- innar verði allri togaraútgerð hætt frá og með 24. júní n.k. Sú ákvörð- un mun þýða að nærri 20 skuttog- urum verður lagt og hátt á annað þúsund manns mun missa atvinnu sína. Forráðamenn útgerðarfyrirtækj- anna leggja til í bréfi sínu að eftir- farandi ráðstafanir verði gerðar nú þegar til að koma í veg fyrir stöðv- un fyrirtækjanna. 1. Endurkaupalán Seðlabanka ís- lands hækki í 60% af afurða- verðmæti. Viðskiptabankarnir láni síðan 24% til viðbótar, þannig að heildarlán nemi 84% af afurðaverðmæti. 2. Útvegað verði innlent lán og ef það tekst ekki þá erlent lán að upphæð 1000 milljónir króna, til greiðslu á hluta vanskila útgerð- ar og fiskvinnslu. Þannig verði greiðslubyrði vegna vanskila dreift á 8-10 ár. Ríkisábyrgðar- sjóður ábyrgist lán þetta. Til þess að sýna fram á nauðsyn þessa, er nóg að fram komi að aðeins tap útgerðar 1982 og 1983 nam um 2,4 miljörðum króna. 3. Fiskverð verði hvorki nú né síð- ar ákveðið þannig, að tap sé á meðalútgerðar- eða fiskvinnslu- fyrirtæki. 4. Vextir á afurðalánum verði lækkaðir. Sjávarútvegsráðherra sem nú dvelst í Færeyjum hefur lýst því yfir að vel komi til greina að afurðalán- in færist í auknum mæli yfir til við- skiptabanka og þeir taki þá erlend lán til að fjármagna þau. Á þriðju- dag í næstu viku hefur verið boðað- ur fundur ráðherra og útgerðar- manna á Austurlandi. Teiknimynda- samkeppni hjá Tékkum í fyrradag, 5. júní, fór fram í tékk- neska sendiráðinu við Smáragötu í j Reykjavík, verðlaunaafhending í j teiknimyndasamkeppni Tékk- i nesk-íslenska félagsins, auglýsinga- stofunnar Rapid í Tékkóslóvakíu og tékkneska sendiráðsins í Reykjavík. Keppnin var haldin í byrjun maí í Æfinga- og tilrauna- skóla KHÍ í sambandi við tékk- neska daga á Hótel Loftleiðum 24.- 30. maí. Bestu myndirnar voru til sýnis í anddyri Hótels Loftleiða meðan á tékknesku dögunum stóð. Þrjú börn fengu reiðhjól í verð- laun: í flokki 5-7 ára: Oddgeir Ein- arsson, í flokki 8-11 ára: Sólveig Edda Vilhjáimsdóttir og í flokki 12- 15 ára: Valdís Björk Friðbjörns- dóttir. Eftir verðlaunaafhendinguna var börnunum sýnd kvikmynd og að skilnaði fengu allir viðurkenn- Frá verðlaunaafhendingu í gær. (Loftur). ingu fyrir þátttökuna. Amnesty International: Fangar júnímánaðar um er talið að grunurinn sé ein- MEXIKO Gustavo Raúl ZARATE Varg- as, 29 ára hagfræðikennari við Autonomus háskólann í Chiapas í suðurhluta Mexíkó. Þann 24. júlí 1983 réðst öryggislögregla ríkisins fyrirvaralaust inn á heimili hans og tók hann fastan. Lögreglan gerði hjá honum húsleit og fjarlægði margar bækur og pólitísk skjöl sem voru í hans eigu. í mars sl. gat starfsmaður Amn- esty samtakanna haft tal af Gusta- vo í fangelsinu, og þá skýrði hann frá því að hann hafi verið pyntaður við yfirheyrslur. Var hann m.a. barinn, honum gefinn rafstraumur á viðkvæma líkamshluta, auk þess sem honum var hótað lífláti skrif- aði hann ekki undir ákæruskjal á sjálfan sig. Gustavo R. Zarate Vargas styður samtök indíána í sínu héraði og er einnig fylgjandi sjálfstæði smábænda. Amnesty samtökin telja að ákærur þær sem á hann eru bornar séu ekki á rökum reistar. Þær séu byggðar á fölskum gögnum lög- reglunnar, og á játningu sem feng- in var fram undir þvingunarað- gerðum. Samtökin vita með vissu að slíkar aðgerðir eru viðhafðar í þó nokkrum mæli gegn pólitískum föngum í Mexíkó. Að mati samtak- anna er Gustavo ZARATE haldið föngnum vegna sinna stjórnmála- legu skoðana og afskipta, allt lög- legra og friðsamlegra athafna. EÞÍÓPÍA ZEGEYE Asfaw fyrrverandi dómsmála- og landbúnaðarráð- herra í Eþíópíu. Hann er einn af nokkur hundruð meðlimum stærsta kynflokksins í Eþíópíu - Oromo, sem voru handteknir í febrúar 1980 í Addis Ababa. Þeim var öllum haldið föngnum við slæman aðbúnað, úr tengslum við umheiminn og þurftu að þola pynt- ingar. Flest er fólkið enn í haldi, án þess að vera ákært fyrir nokkuð, né að mál þess hafi komið fyrir rétt. Yfirvöld í landinu hafa ekkert gefið upp um ástæðuna fyrir þess- um handtökum, eða á hvaða laga- legum forsendum fólkinu er haldið í fangelsi. Talið er þó að ein aðalá- stæðan sé grunur um tengsl við Frelsishreyfingu Oroma - Oromo Liberation Front. í mörgum tilfell- göngu byggður á því að hér er um sama kynflokkinn að ræða. Hand- tökurnar áttu sér stað eftir að Frelsishreyfingin gerði vopnaða árás á Hararghe hérað í austur- hluta Eþíópíu. ZEGEYE Asfaw hefur ekki hlotið neinn dóm né ver- ið ákærður. Að mati Amnesty sam- takanna er honum haldið af pólit- ískum ástæðum. MALASÍA WONG Yong Huat, verkamað- ur á gúmmíplantekru, var handtek- inn í borginni Yong Peng í Johore ríki þann 24. aprfl 1972. Hann hef- ur því nú verið í haldi í 12 ár, án dóms eða ákæru, og hefur hann þurft að líða endurteknar pynting- ar við yfirheyrslur. Varðhaldi hans er viðhaldið skv. svonefndu Inter- nal Security Act - en þar er kveðið svo á um að á tveggja ára fresti sé leyfilegt að endurnýja varðhald yfir því fólki sem talið er ógna ör- yggi þjóðarinnar, án þess að málið þurfi að koma fyrir rétt eða borin fram ákæra. Frá því í mars 1983 hefur WONG verið haldið í Taip- ing Detention Camp í Perak. Þar er aðbúnaður sagður slæmur. Fang- arnir eru hafðir í þröngum, heitum klefum með lélegri loftræstingu og þeir hafa sjaldnast tækifæri á að hreyfa sig. Læknishjálp mun vera lítil og ónóg. Þeir sem vilja leggja máli þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru beðnir vinsamlega að hafa sam- band við skrifstofu Islandsdcildar Amnesty, Hafnarstræti 15, R, sími 16940. Þar er hægt að fá heimilis- föng þeirra aðila sem skrifa á til, auk annarra upplýsinga s.s. varð- andi slíkar bréfaskriftir. Skrifstof- an er opin alla virka daga frá kl. 16:30 til 18:00.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.