Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Þróttur-Víkingur Sanngjarnt hjá Þrótti Þróttur sigraði Víking 1-0 í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn var háður í blíðskaparveðri á aðalleikvang- inum í Laugardal. Pétur Arn- þórsson tryggði Þróttti sann- gjarnan sigur er 16 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað, Þróttarar voru mun meira með boltann en sköpuðu sér fá umtalsverð færi. Víkingar voru hinsvegar oft stórhættulegir í sóknum sínum en markheppnir voru framherjar þeirra ekki. Heimir Karlsson fékk t.a.m. þrjú dauðafæri en allt kom fyrir ekki. Á síðustu sekúndum fyrri hálf- leiks fengu Þróttarar sitt fysta hættulega færi í leiknum en Ög- mundur Kristinsson varði skot Páls Ólafssonar. Á 16. mínútu seinni hálfleiks skorar Pétur Arnþórsson fyrir Þrótt. Hann fékk þá boltann við markteig Víkingsmarksins eftir sendingu frá Júlíusi Júlíussyni, og afgreiddi hann í vinstra mark- hornið, stöngin inn. Eftir markið opnaðist leikurinn nokkuð og lið- in fengu bæði aragrúa marktæki- færa. Á 24. mín. á Páll Ólafsson skot rétt framhjá úr aukaspyrnu, tveimur mínútum seinna bjargar Kristinn Helgason skoti Péturs Arnþórssonar á línu, boltinn barst af Kristni til Daða Harðar- sonar sem skaut rétt framhjá. Síðan komst Páll í opið skallafæri á 28. mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Víkingar fengu að- eins eitt umtalsvert færi í seinni háfleiknum. Heimir Karlsson átti þá skot í hliðarnetið úr þröngri stöðu. Undir lok leiksins fékk Páll Ólafsson „þrefalt“ tækifæri til að skora en Ögmundur sá til þess að þau færi nýttust ekki. Pétur Arnþórsson og Páll Ól- afsson voru bestu menn Þróttar en einnig áttu þeir Kristján Jóns- son og Ársæll Kristjánsson ágæt- an leik. Hjá Víking var Ámundi Sig- mundsson bestur þann tíma er hann var inná en honum var skipt útaf fljótlega í seinni hálfleik. Þá stóðu þeir Magnús Jónsson og Kristinn Helgason fyrir sínu. Víkingsliðið var nær óþekkjan- legt frá því í leiknum við Akranes um helgina, miðjan í þessum leik var alls ekki nógu sterk og Hæð- argarðsliðið átti af þeim sökum í vök að verjast. Friðjón Edvarðsson dæmdi þokkalega. -Frosti Staðan í 1. deildinni i knattspyrnu eftir leikina í gærkvöldi: ÍA..................5 3 1 1 8-4 10 Þróttur.............5 2 2 1 6-3 8 (BK.................4 2 2 0 4-2 8 KR..................4 1 3 0 5-4 6 Vikingur............5 13 17-7 6 KA..................4 12 17-7 5 Breiðablik..........4 12 12-2 5 Fram................4 112 5-6 4 Pór A...............4 1 0 3 2-8 3 Valur.............„.5 0 2 3 1-4 2 Markahæstir: Páll Ólafsson, Þrótti...........4 Hörftur Jóhannesson, ÍA..........3 Hörður Jóhannesson skallar knött- inn í mark Valsmanna í leiknum á Akranesi í gærkvöldi og tryggir ÍA stigin þrjú. Mynd: Loftur. Sigri stolið ÍA-Valur 1-0 „Við áttum að vinna“, sagði vonsvikinn Valsþjálfari, Ian Ross, eftir 1-0 ósigur hans manna gegn íslands- og bikarmeisturum IA í knattspyrnu á Akranesi í gærkvöldi. Orð að sönnu, Vals- menn voru mun betri aðilinn en fjórum mínútum fyrir leikslok náði heimaliðið að skora eina mark leiksins, fímm mínútum eftir að Valur Valsson, besti mað- ur vallarins, hafði þrumað í stöng Skagamarksins eftir að hafa feng- ið góða sendingu frá mótherja! f Sigurmarkið gerði Hörður Jó- hannesson og minnti það á mark hans gegn ÍBV í úrslitum bikar- keppninnar í fyrra. Árni Sveins- son tók hornspyrnu, þrumaði í höfuðhæð alveg innað marki, Stefán Arnarson markvörur Vals náði ekki til knattarins og við fjærstöngina var Hörður mættur og skallaði í netið. Valsmenn áttu gersamlega Jafntefli í Arbænum Haukastúlkunum í Hafnarfirði tókst ekki að skora mark í 2. deildarkeppni kvenna í knatt- spyrnu í fyrrasumar, en í ár er breyting orðin á. Þær náðu óvænt 1-1 jafntefli gegn Fylki í Árbænum þegar fyrsta umferð deildarinnar fór fram si. fimmtudagskvöld. He- lena Önnudóttir, sem áður lék með Val, skoraði mark Hauka en Ág- ústa Þorkelsdóttir svaraði fyrir Fylki. Úrslit 1. umferðar urðu þessi: A-riðill: Fylkir-Haukar...............1-1 Fram-Víftir.................0-1 Grindavík-FH................1-1 B-riðill: Hveragerði-fR...............3-1 Selfoss-Keflavik............1-2 Stjarnan-Aftureldlng........0-2 Önnur umferð verður leikin í kvöld og þá mætast: Víðir-Fylkir, Grindavík-Fram, FH-Haukar, Hveragerði-Selfoss, ÍR-Aftureld- ing og Keflavík-Stjarnan. ________________________ -BV/VS Þrír í 1. deild kvenna Önnur umferðin í A-riðli 1. dcildar kvenna fer fram í kvöld. Breiðablik fær ÍA í heimsókn í Kópavoginn, Valur tekur á móti nýliðum ísafjarðar á Valsvellinum og Víkingur mætir KR á Víkings- velli. Allir leikirnir hefjast kl. 20. fýrsta hálftímann og megnið af leiknum í heild. Helstu færin voru óvænt skot Hilmars Harðar- sonar á 17. mínútu sem Bjami Sigurðsson varði vel, rétt á undan hafði varnarmaður ÍA reyndar bjargað á línu. Örn Guðmunds- son og Hilmar Harðar komust í dauðafæri með hálfrar mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks en skutu/skölluðu framhjá, og í seinni hálfleik varði Bjarni bombuskot frá Guðmundi Þor- bjarnarsyni og Val. Færi ÍÁ voru fá hættuleg. Helst himinhá fyrirgjöf Jóns Ákels- sonar á 40. mínútu sem vindurinn hreif hættulega nærri en Stefán markvörður náði að slá boltann frá og mikil rispa Karls Þórðar- sonar á 77. mínútu, hann lék á þrjá varnarmenn og gaf frábæra firnafasta sendingu inná mark- teig Vals en þar sigldi boltinn framhjá þremur dauðafríum Skagamönnum. Bjarni var bestur Skagamanna, átti góðar senur í markinu. Karl Þórðar- son, sem þarna lék sinn fyrsta leik með ÍA eftir fimm ár í atvinnu- mennsku, frískaði nokkuð uppá liðið. Hann átti ágæta spretti en varnar- menn Vals höfðu á honum góðar gæt- ur og gáfu honum aldrei frið. Sigurð- ur Lárusson, Sigurður Halldórsson og Guðbjörn Tryggvason léku allir ágætlega. I heild voru Skagamenn daufir og heppnir. Miðjan var léleg, þar sakna menn Sigga Jóns og enginn afgerandi stjórnandi er til staðar. Miðjan styður illa við sóknina og sambandið dýrmæta þar á milli rofnar mjög. En samt er ÍA í efsta sæti 1. deildar. Valur Valsson var langbesti maður vallarins og lék sér svo óheyrilega að bakvörðum fA að þeir stóðu nánast berfættir á eftir! Antony Karl Greg- ory, sem þarna lék sinn fyrsta 1. deildarleik, Jóhann Þorvarðarson og Þorgrímur Þráinsson komust allir vel frá leiknum. Mikil barátta og grimmd ríkti í uppstokkuðu Valsliðinu. En samt er Valur á botninum. Magnús Theodórsson sýndi ágætis dómgæslu. Áhorfendur voru 1356, 500 fleiri en vanalega og endurkoma Kalla Þórðar ásamt rjómaveðri átti stærstan þátt í því. -MING/Akranesi Austri vann Austri, sem leikur í 3. deild, vann sannfærandi sigur á 2. deildarliði Einherja frá VopnaTirði, 2-1, á Eskifirði í gærkvöldi. Leikurinn var í 2. umferð bikarkeppni KSÍ og í 3. umferð sækjaAustramenn erkióvin- ina í Þrótti Neskaupstað heim. Guð- mundur Árnason og Sófus Há- konarson komu Austra í 2-0 en Gísli Davíðsson náði að laga stöðuna fyrir Einherja. - VS. Hafþór með Frömurum gegn Þór Hafþór Sveinjónsson, bakvörð- urinn eitilharði úr 21 árs landslið- inu, leikur með Framliðinu í fyrsta sinn á þessu ári er það mætir Þórs- urum í 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 20. Hafþór lék í vetur með vestur- þýska áhugamannaliðinu Pader- born og er rétt orðinn löglegur með Fram að nýju. Leikurinn í kvöld skiptir bæði lið afar miklu máli, það lið sem tapar honum situr eftir í fallsæti í deildinni. Framarar hafa fjögur stig úr fjórum fyrstu umferðunum og eru í 8. sæti en Þórsarar eru næstir fyrir neðan með 3 stig og hafa þeir ekki skorað mark síðan í fyrsta leik, eða í samtals um 330 mínútur. -VS Tryggvi með 4! Tryggvi Gunnarsson skoraði 4 mörk þegar ÍR sigraði Gróttu 6-2 á Seltjarnarnesi í 4. deildinni í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Hann hefur þá skorað 9 mark í fyrstu þremur leikjunum f sumar og markatala ÍR í þeim er 18-3. Birgir Biomsterberg og Gústaf Björnsson skoruðu hin mörk ÍR, en Hjálmar Sigurðsson og Sigurður Benediktsson skoruðu fyrir Gróttuna. Vestur-Þjóð verjar koma í sumar! íslandsmet Sigurðar T. Sigurður T. Sigurðsson setti glæsilegt íslandsmet í stangar- stökki á frjálsíþróttamóti í V- Þýskalandi í síðustu viku. Hann stökk 5,31 m og bætti eigið met um 6 sentimetra. Sigurð vantar fjóra sm til að ná lágmarki Alþjóða Ól- ympíunefndarinnar fyrir leikana í Los Angeles og 14 sm til að ná við- miðunartölu íslensku nefndarinn- ar. Vestur-þýska landsliðið í hand- knattleik kemur hingað til lands i tvo landsleiki í sumar, 9. og 10. júlí. Þetta verða einu leikirnir sem ís- lenska landsliðið fær hér heima en hins vegar eru miklar líkur á að það fari í „turneringu“ í V.Þýskalandi og í æfingabúðir til Hollands og Spánar. Þá hafa Bandaríkjamenn boðið landsliðinu til æfingaleikja áður en Ólympíuleikarnir hefjast í Los Angeles í ágústbyrjun. Á leiknum sjálfum þarf íslenska liðiö fyrst að leika gegn Rúmenum og síðan gegn Júgóslövum. Þá gegn Japan, síðan Alsír ogloks við Sviss- lendinga. Að lokum fer eftir loka- stöðu liðsins í þessum riðli um hvaða endanlegt sæti það leikur og við hverja. -VS Tíu mörk á Fellavelli Víkingur frá Ólafsvík vann Leikni Reykjavík 9-1 á Fellavellin- um í Breiðholti í fyrrakvöld er fé- lögin léku Jþar í 2. umferð bikar- keppni KSI. Þessum úrslitum náð- um við ekki í blaðið f gær. Pétur Finnsson 3, Viðar Gylfason 2, Guð- mundur Krisjánsson, Jónas Kri- stófersson og Gunnar Orn Gunnars- son skoruðu mörk Víkinga auk varnarmanns Leiknis. Þorvaldur Guðmundsson gerði þó glæsilegasta mark leiksins er hann jafnaði fyrír Leikni, 1-1. Víkingar fá FH í heim- sókn í 3. umferð og þá verður mikið um dýrðir því nokkrir leikmanna FH hafa leikið með Víkingi og nokkrir Víkingarnir hafa veríð um lengrí eða skemmrí tíma með FH. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.