Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN, Fimmtudagur 7. júní 1984 Safarí í kvöld: Imperiet og hæfileikakeppni Sænska hljómsveitin Imperiet skemmtir í Safarí í kvöld að undangeng- inni hæfileikakeppni sem hefst stundvís- lega klukkan 22.00. f hæfileikakeppninni taka þátt 10 manns og flytur hver um sig eitt frum- samið lag með texta við undirleik gítar- leikaranna Björgvins Gíslasonar og Sigurgeirs Sigmundssonar og bassaleik- ara og trommara hljómsveitarinnar Kikk. 10 manna dómnefnd sker úr um afurðir keppenda. Að keppni lokinni mun Imperiet bregða á leik og ætti eng- inn að sofna af völdum þessara fjörugu sveina, ef dæma má af nýafstöðnu Nor- rokki. Meðfylgjandi mynd af gítarleik- ara og söngvara Imperiet var einmitt tekin í þeim fagnaði. LjósmyndARI NT. A. IÐNSKÓLINN ÍSAFIRÐI Áætluð starfsemi veturinn 1984 - 1985 1. Nám fyrir samninasbundna iðnnema. a) 1. áfangi á naustönn. b) 3. áfangi á haustönn. c) 2. áfangi á vorönn. 2. Nám í grunndeild rafiðna. a) 1. áfangi á vorönn. b) 2. áfangi á haustönn. 3. Nám í tækniteiknun á haustönn. 4. Vélskóli. a) 1. áfangi 1. stig á haustönn. b) 1. áfangi 2. stig á vorönn. c) lokaáfangi 1. stig á haustönn. 5. Stýrimannaskóli. a) 1. áfangi 1. stig á haustönn. b) 2. áfangi 1. stig á vorönn. 6. Meistaraskóli fyrir byggingarmenn á vorönn. 7. Nám í frumgreinadeild Tækniskóla islands, á haustönn. 8. Fornám fyrir nemendur, sem ekki hafa framhaldseinkunn frá grunnskóla, á vorönn. Innritun fer fram virka daga milli kl. 10:00 og 12:00. Upplýsingar eru veittar í síma 94-4215 á sama tíma. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 10. júní 1984. Skólastjóri A FRA SKÓLASKRIF- ' STOFU KÓPAVOGS Foreldrar Innritun skólabarna í grunnskóla Kópavogs fyrir næsta skólaár hefur fariö fram. Nem- endur sem ekki hafa verið skráöir fyrir 1. júlí nk. geta átt þaö á hættu aö fá ekki skólavist í sínum hverfisskóla næsta vetur. Skólafulltrúi. Útboö Tilboð óskast í gatnagerð, holræsa og vatnslagna í nýtt íbúðahverfi norðan Gratarvogs, 3. áfangi, ásamt lögn dreifikerfis hitaveitu 4. áfanga. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðin veroa opnuö á sama stað miövikudaginn 20. júní n.k. kl. 11 f.h. Hulda Björnsdóttir, Guðlaug Þórhallsdóttir og Þóra Guðmundsdóttir taka hér við verðlaunum fyrir vel unnin félagsstörf. Ingólfur A. Þorkelsson skólameistarí Menntaskólans í Kópavogi afhenti bókagjöf í tllefni af því að í fyrra séu þær um forystu nemendafélags MK með glæsibrag. Útskrift stúdenta í Menntaskólanum í Kópavogi Ljúfar í samvinnu en fastar fyrir Þrjár ungar konur unnu til verðlauna í Menntaskólanum í Kópavogi fyrir vel unnin forystustörf í félagsmálum. Afhendingin fór fram við útskrift skólans á föstudaginn. 65 stúdentar brautskráðust, 29 stúlkur og 36 piltar. Við verðlaunaafhendinguna fyrir forystu í nemendafélaginu sagði Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari að mjög gott hafi verið að vinna með hinum ungu konum. „Þær voru ljúfar í samvinnu en fastar fyrir. Ekki var laust við að skólameistari hafi stundum Iátið undan og hver láir honum það gegn þremur slíkum þokkafullum valkyrjum?" Fjölbrautaskólinn Akranesi 26 STUDENTAR 600 manns í framhaldsnámi Stúdentar é Skaganum með melstara sínum. 26 nemendur af 7 námsbrautum luku stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi, en skólanum var slitið 20. mai. Alls stunduðu um 500 ncmendur framhaidsnóm við skólann sl. vetur og 100 nemendur að auki í öldungadeild og meistaradeild byggingamanna. Þá voru 88 nemendur í grunnskóladeild 9. bekkjar. Engin samræmd próf Sú tilraun var gerð í ntunda bekk í vetur að í stað samræmdra prófa í febr- úar tóku nemendur próf í desember í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði. Hlutu að jafnaði 30 nemendur í hverri grein rétt til þess að hefja þar nám á framhaldsskólastigi eftir áramót. Slæm fjárhagsstaða Fjárhagsstaða skólans er mjög slæm og blasir við stórfelldur niðurskurður á starfsemi hans verði fjárveitingar ekki leiðréttar til samræmis við þá starfsemi sem honum er ætlað að halda uppi, seg- ir í frétt frá skólanum. 55 nemendur brautskráðust frá skól- anum, þaraf 8 sem luku meistaranámi í byggingagreinum. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Áslaug Ragnars- dóttir af félagsfræðibraut. - úg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.