Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Gervigras framyfir Laugardalslaug • Aðeins 1.5 milljónum veitt í Laugardalslaug • Gervigrasið talið mikilvœgara 7 Búnings- og sturtuaðstaðan í Laugardalslauginni í Reykjavík þykir ekki til fyrirmyndar. Klefarnir eru mjög þröngir og fáeinar sturtur handa öllum þeim fjölda, sem daglega sækja þessa heilsulind í höfuðborginni. Byrjað var á nýrri búnings- og sturtuaðstöðu árið 1981 og er þar um mikið mannvirki að ræða. Á þessu ári var aðeins varið 1,5 milljónum í mannvirkið, að sögn Eggerts Jónssonar, borgarhag- fræðings. Ákveðið var við fjárhagsáætlunargerð að fara rólega þetta árið, því gervigrasið á Laugardalsvelli var metið mikilvægara. Eggert Jónsson sagði ennfremur, að í hugmyndum fyrir árið 1985 væri reiknað með 10 milljónum í þetta mannvirki og 15 milljónum árið 1986 og yrði verkinu þá lokið. En þetta eru aðeins hugmyndir og engin formleg ákvörðun hefur verið tekin um málið. Á meðan verða Laugardalslaugargestir að una við 14 sturtur og þrönga búningsklefa - og horfa á gervigrasið „spretta“ upp við hliðina. ast Kem- ur fyrir næstu kosn- ingar í morgu ábótavant“ segir Sigrún Axelsdóttir um Laugardalslaugina segir Þorgils Jónasson um nýju búnings- aðstöðuna í Laugardal „Mér finnst aðstaðan hérna hreint ekkert slæm, þótt hún mætti auðvitað vera betri“, sagði Þorgils Jónasson, einn fastagestanna í Laugardals- laug, sem við gripum glóðvolg- an beint upp úr lauginni í gær. Þorgils kveðst koma í laugina „Ég kem svo oft að ég hef fyrir löngu vanist aðstöðunni hérna“, sagði Sigrún Axelsdóttir um búnings- og sturtuaðstöðuna við Laugardalslaugina. Sigrún kemur í hádeginu á hverj- um degi og fær sér sundsprett og segist ómöguleg ef hún kemst ekki í sundið. „Ég er alltaf í útiskýlinu og því hefur búningsaðstaðan engin áhrif á mig“, sagði Sigrún. „En það er engin sturta nema þessar 6 eða 7 hér inni og það er ansi langt að fara í þær frá útiskýlinu og alltof fáar sturtur. Það er leiðinlegt að horfa upp á þessar framkvæmdir stöðvast þegar þær eru komnar þetta áleiðis og aðstöðunni í mörgu ábótavant“. ast „Það er leiðinlegt að horta á þessar framkvæmdir stöðvast þegar mörgu er ábótavant", segir Sigrún Axels- Þorgils Jónasson kemur í Laugardalslaug flesta virka daga vikunnar og spáir því, að búningsaöstaðan batni dóttir, fastagestur í Laugardalslaug- ekki fyrr en rétt fyrir næstu kosningar. (Ljósm. Atli) inni. (Ljósm. Atli) Nýja búnings- og sturtuaðstaðan í Laugardalslauginni sýnist nær fullbúin að utan, en að innan er margt ógert. Núverandi framkvæmdaáætlun miðast við að hún verði ekkl tekin í notkun fyrr en á árinu 1986 - gervigrasið á Laugardalsvelii kostaði nefnilega sitt. (Ljósm. Atli) flesta virka daga vikunnar og verði ekki fyrr en fyrir næstu synda um 300 metra á dag. kosningar“, sagði Þorgils Jón- „Hvenær nýja aðstaðan kemst í asson og vippaði sér þar með gagnið? Ég spái því, að það upp á hjólið sitt. ast „Aðstöðunni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.