Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐyiLJINN Fimmtudagur 7. júni 1984 MÚBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. Íþróttafréttaritarí: Víðir Sigurðsson. ^Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljóamyndír: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýslngar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Oskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðanrent hf i lausasölu kostar blaðið kr. 22 virka daga og kr. 25 um helgar. Áskriftarverð er kr. 275 á mánuði. Afstaða Kristjáns og LÍÚ Þegar rekstrarvandi útgerðar og fiskvinnslu var á dagskrá á undanförnum árum var það ófrávíkjanleg regla að Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ lét mjög að sér kveða í fjölmiðlum. Hann barðist þá með mikl-i um krafti fyrir betri rekstrargrundvelli og var stóryrtur íj garð ráðherra og ríkisstjórna. Ef stöðvun blasti við glumdu viðvaranir og kröfur Kristjáns Ragnarssonarj um allt fjölmiðlakerfið. Hann lék þá hlutverk sterka mannsins sem sagði stjórnvöldum til syndanna. Þegar flokkseigendafélagið í Sjálfstæðisflokknum myndaði ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og fóstbróðir Kristjáns úr Vinnuveitendasambandinu varð formaður Sjálfstæðisflokksins breytti forystumað-i ur útgerðarinnar algerlega um stíl. Nú varð Kristján Ragnarsson hinn hljóði og hógværi maður sem sjaldan eða aldrei hallaði orði í garð stjórnvalda. Flokksholl- ustan við Sjálfstæðisflokkinn og vinsemdin í garð þess- arar óskastjórnar Vinnuveitendasambandsins réðu nú orðum og gerðum formanns LÍÚ. Þessi flokkspólitíska afstaða hefur komið greinilega fram síðustu daga þegar erfiðleikar og rekstrarvandi útgerðarinnar í heilum landshluta eru orðin svo hrika- leg að samtök útgerðarmanna heima í héraði neyðast til að taka málin í sínar hendur og lýsa yfir algerri stöðvun 24. júní. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ hefur ekki lagt Austfirðingum lið í baráttu þeirra við stjórnvöld. Þvert á móti lýsir hann því yfir í blaðaviðtali í gær að „hann hefði ekkert sérstakt um þetta mál að segja“ og útgerð- armönnum væri heimilt að hætta taprekstri fyrirtækj- anna. Formaðurinn skaut sér svo á bak við þá afsökun að útgerðarmenn á Austurlandi hefðu ekki sent LÍÚ nein gögn um málið. Ber þá greinilega nýrra við að LÍÚ kontórinn sé svo illa að sér um hrikalegan rekstrar- vanda, sem orsakar stöðvun flotans í heilum lands- hluta, að vegna þess að engin gögn hafi borist í pósti missi sjálfur formaðurinn málið. Forystumenn í atvinnumálum Austfirðinga hafa lýst því greinilega hvernig hátt á annað þúsund launamenn í þessum landshluta munu missa atvinnuna vegna að- gerðarleysis og afstöðu stjórnvalda, bankakerfis og annarra ábyrgra aðila. Það er hins vegar einnig ljóst að þögn og afskiptaleysi Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ hefur auðveldað stjórnvöldum að hundsa þennan mikla vanda sem lengi hefur verið yfirvofandi í málefn- um útgerðarinnar. Þegar hinn fyrrum skeleggi talsmað- ur útgerðarinnar þegir, er ekki að undra þótt ráðherrar séu rólegir. Það verður fylgst vandlega með því á næstu vikum hvort Kristján Ragnarsson metur meira hollustu við flokkseigendaklíkuna í Sjálfstæðisflokknum og vin- semd í garð ríkisstjórnarinnar en einarða baráttu fyrir hagsmunum atvinnulífsins um allt land. Um 40% vilja nú hörku í haust í skoðanakönnun DV var borin fram spurning um afstöðu fólks til kjarabaráttunnar. Höfundar könnun- arinnar duttu í þá gryfju sem ætíð ber að varast í slíkum könnunum að hafa orðalag spurningarinnar villandi. Spurt var hvort „verkalýðshreyfingin ætti að fara í hart í september“ í stað þess að kanna hvort fólk væri fylgj- andi tilteknum aðgerðum, t.d. verkföllum, ef ekki næð- ust kjarabætur með öðrum hætti. Það er hinsvegar merkilegt að um 40% svara því nú þegar játandi að fara eigi í hart í haust. Það er mun hærra hlutfall en flestir hefðu vænst á þessu stigi. Baráttuvilji launafólks er greinilega orðinn mikill. klippt Spegill Breskir fata- hönnuðir hafa áhyggjur: Eru drottningar ekki al-breskir? Mýkt og kraftur Dagblaðið nýja, NT, hefur tekið upp þá stefnu að flytja les- endum sínum ýmsar merkar og nytsamar upplýsingar úr þeim stóra heimi þar sem fötin verða til og filmurnar og kóngarnir búa. Lesendum Þjóðviljans til gamans skal hér gripið ofan í síður þessar í NT, sem eru að jafnaði vegleg- asta efni blaðsins að myndakosti og einbeittri útlitshönnun. I gær fáum við góðar fréttir af konu einni sem er bæði „mjúk- lega vaxin - en með krafta í kögglum". Af henni er þetta að segja: tyAshley Ferrare heitir þessi lögulega leikkona, sem fer með aðalhlutverk í nýjum mynda- flokki í sjónvarpi í Bandaríkjun- um, sem hófgöngu sína í maí sl. Það er ekki aðeins að Ashley Ferrare sé fallega vaxin, heldur hefur hún ýmislegt annað sér til ágœtis, sem kemurfram í mynd- inni. Hún er nefnilega sérlegur meistari í ýmsum átaka- íþróttum, og hún sýnir leikni sína, þegar hún - í myndinni - tekur „vondu mennina" í gegn, en þeir eru mannrœningjar og hafa rænt henni. Sjálf leikur As- hley einkadóttur milljónamœr- ings og glœponarnir œtla að fá stórfé fyrir hana. “ Samdægurs er önnur frægðar- kona mætt til leiks og hefur sem betur fer fengið hlutverk í kvik- mynd líka og er sú áreiðanlega ekki síður tímabær en sú sem fyrr var nefnd: hún segir frá ástarsam- bandi sem byrjar í heimilistölv- unni. NT segir: „Hin margumtalaða Koo Stark hefur nú fengið ;,alvöru“- hlutverk í kvikmynd. Aður hafði hún verið helst þekkt fyrir að hafa komið fram í „bláum myndum“ og sem fyrirsœta. En frœgust varð hún þó sem ástmœr Andrew’s Bretaprins. “ Jæja. í fyrradag er næstum því heil opna um tísku þá í fatnaði sem kennd er við frænda Andrés- ar Andar. Og þar eru líka „þrjár myndir affrœgufólki, sem puntar sig - hvert á sinn hátt“. í þessari syrpu mætist heilög þrenning: poppsöngvarinn (Grace Jones), Dallas (J.R.) og ekta prinsessa. Eða eins og þar segir með barns- legri andakt: „En fína konan með andlits- skrautið, sem herrarnir standa upp fyrir og snúast í kringum, þekkið þið hana? Þetta er Mar- grét prinsessa í Bretlandi sem kemur svona skreytt í sam- kvœmi“. Hattaraunir Þetta eru þó allt smámunir í samanburði við það stórmál sem NT matreiðir fyrir fróðleiksfúsa lesendur sína á mánudaginn. Enda eru þar saman komnir í einn hnút margir þeir þættir sem sannfróðlegastir eru nú um stundir: tíska, hegðun ekta drottningar og þjóðernisbar- átta. í þessu dæmi eru breskir hattasaumarar í þjóðernislegum hugsjónaslag fyrir því, að drottning þeirra elskuleg haidi ekki fram hjá þeim með frönsk- um eða jafnvel ítölskum kol- legum. NT segir: „Fatahönnuðir í Bretlandi hafa nú stórar áhyggjur af því að hattar Elísabetar drottningar eru sagðir vera ekki að fullu breskir. Samband breskra klœðskera og fataframleiðenda tilkynnti, að það hefði skrifað drottningu bréf eftir að komið hefði fram á blaðamannafundi að hinn konunglegi tískuvöru- sali (aðall. hatta) Frederick Fox, léti framleiða hatta eftir sínum fyrirmœlum og teikning- um erlendis í Frakklandi eða Ítalíu". NT leggur svotil alla miðopnu sína undir þetta ágæta hattamál og er gleðilegt til þess að hugsa, að í raun og veru getur ein drottn- ing fleytt dagblaði óralengi yfir leiðindatímabil efnahagskreppu og annars aumingjadóms í mannfólkinu. Skósaga hennar er til dæmis prýðilegt viðfangsefni (og má þá skjóta því vinsamlega að kollegum, að til er fræg mynd af fótum drottningar, þar sem hún hefur smokrað sér úr of þröngum skóm: skyldi sá skór vera albreskur?). Og svo mætti lengi telja. Það er líka gott til þess að vita, að NT stundar sagnfræði líka og í hinum sama stílfasta anda: Um daginn var blaðið að rannsaka hvort George Washing- ton fyrsti forseti Bandaríkjanna hefði haldið framhjá Mörtu sinni, og var löngu mál til þess komið að botn fengist í það mál. -áb. Fúllyndi í garð kennara Morgunblaðið skrifar í gær leiðara um „kennara og skólann" og er tilefnið nýafstaðið þing Kennarasambands íslands. Leiðarinn viðurkenhir með mikl- um semingi, að þörf sé á því að bæta kjör kennara - en hugmynd- in um aðferðina er heldur betur í skötulíki og full ástæða til að draga hana fram: „Leita verður allra leiða, ekki síst í skólakerfinu sjálfu og innan þeirra fjárveitinga sem til þess renna, til að bœta hlut kennara á kostnað kerfisins Með öðrum orðum: það á, að því er best verður séð, að bæta kaup og kjör kennara með því að spara í skólakerfinu. Með því að laun kennara eru langsamlega stærsti hlutinn af útgjöldum í því góða kerfi nú þegar, væri gaman að vita hvar á að taka úr því pen- inga til að „bæta hlut kennara". Á kannski að hætta að skúra gólf í skólum eða loka fyrir rafmagnið? Spyr sá sem ekki veit. Morgunblaðið veit það ekki heldur. Leiðarinn er reyndar full- ur af fúllyndi í garð kennara - þeir eru sagðir „furðu íhalds- samir“ um framkvæmd skóla- mála og nú trufla þeir leiðsögn barna með því að „allt logar í ófriði vegna kjaramála í skólum". Gjafir eru yður gefnar, stendur þar. AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.