Þjóðviljinn - 09.06.1984, Síða 15
SELFOSS
I seifoss
SEIF8SS
jslako
kwss iffeá
Dala-Vala (Katrín Karlsdóttir) náðl
vel til áhorfenda sem tákngervingur
islensku þjóöarinnar.
- :
14 SÍÐA - ÞJÓÐVIL.IINN Helgin 9. - 10. júní 1984
Helgin 9. - 10. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
John Carroll, borgarstjóri i Dundalk.
Kveðja frá
hæst-
ráðanda
í Dundalk
Fréttaritari Þjóðviljans hitti
forseta borgarstjórnar í Dund-
alk, John Caroll, að máli þegar
hann var að yfirgefa húsið eftir
lokaathöfn alþjóðlegu leiklistar-
hátíðar áhugafólks í Dundalk
og bauð honum að ávarpa ís-
lenska lesendur:
- Það hefur verið mér sönn
ánægja, sem forseta borgarstjómar
hér í Dundalk, að fá að njóta hér
návistar leikhópsins frá Selfossi, og
ég vona að þau hafi líka notið dval-
arinnar hér hjá okkur.
Leiksýning þeirra hér á hátíðinni
markaðist af frábærum tónlistar-
flutningi og var í alla staði hin besta
skemmtan.
Það gleður mig líka mjög að
þeim skyldi auðnast að vinna til
verðlauna hér á maí-hátíðinni í
Dundalk að þessu sinni. Hjartans
þakkir til þeirra allra fyrir komuna.
Að ferða-
lokum
Það fer ekki á milli mála að
þegar dvalið er á írlandi í tíu
daga á hátíð sem þeirri sem
sagt er frá hér í opnunni þá
verða þeir dagar ærið við-
burðaríkir, og margt sem gam-
an væri að segja frá bæði af
hátíðinni sjálfri og kynnum af
landi og lýð kemst aldrei á
þrykk. íslendingarnir voru mjög
virkir í því að fylgjast með því
sem fram fór, bæði leiksýning-
um og öðru og sönghópurinn úr
leikritinu tróð upp á krám og í
hádegisleikhúsi; einn leikend-
anna var fenginn til að setjast í
dómnefnd þegar dró til úrslita í
leiklistarsamkeppni barna, og
þannig mætti lengi þylja.
Bæjarbúar voru fyrst og fremst
að skemmta sér og sýndu því sem
þama var flutt geysilegan áhuga,
jafnt því sem kom frá þeirra eigin
landi og því sem útlendingar höfðu
að bjóða.
Hvað íslendinga varðar var þeim
sýndur mikill áhugi og vináttuþel
og voru írar jafnframt ólatir að
kynna okkur sögu þjóðar sinnar og
hvaðeina sem fólk fýsti að vita. Það
bíður þó betri tíma að segja fleira
af ferðum Leikfélags Selfoss, en
hér skal einungis komið á framfæri
þökkum til þeirra sem brugðust vel
við og greiddu götu Leikfélagsins
til að gera þessa ferð mögulega. En
fyrst og síðast ber auðvitað að
þakka höfundinum Jónasi Áma-
syni fyrir að hafa lagt tíl þann efni-
við sem ferðin snerist um.
£
hm
<
c
c
(B
E
Im
'<
k
w
>1
E
o>
e
<
2
„ Varð frá mér numin
þegar ég sá sýninguna “
tengill íslenska hópsins við hátíðarnefndina í Dundalk
Það vakti ósklpta athygii hvernig íslensku leikararnir færðu list sína út til
fjöldans. Frá vinstrl: Katrín Karlsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Benedikt Axels-
son. Á bak við þau: Sigurgeir Hilmar og Axel Magnússon.
segir Anita Grey,
Tengill íslenska leikhóps-
ins í Dundalk og allsherjar-
reddari var dönsk kona sem
þarna er búsett og gift írsk-
um manni. Sagðist hún hafa
dregist inn í Jþetta starf fyrir
nokkrum manuðum þegar
fréttist að von væri á íslensk-
um leikhóp vegna þess,
eins og hún sagði, að hátíð-
arnefndin taldi að hún væri
sú eina í allri Louth-sýslu
sem gæti tjáð sig við fólk
sem ekki mælti á enska
tungu, eins og hún sjálf
sagði. Nafn þessarar konu er
Anita Grey, en heima í Dan-
mörku var hún raunar skírð
Agnethe.
Það var mikið að gera frá því
komið var á staðinn hjá sviðs-
mönnum Leikfélags Selfoss, þeim
Þórði Amasyni og Gunnari
Jónssyni, að ógleymdum sviðs-
hönnuði og leiktjaldamálara Ólafi
Th. Ólafssyni, en Anita var eins og
útspýtt hundskinn að reyna að út-
vega leikmuni og annað sem van-
hagaði um til sviðsins allt frá fyrstu
stundu, því þeir sem áður vom
nefndir þurftu að smíða sviðs-
myndina svo að segja alla á staðn-
um, og höfðu þeir til þess nauman
tíma eða aðeins sólarhring.
Anita sagði í samtali við frétta-
ritara Þjóðviljans að starf tengis
hefði aldrei verið almennilega skil-
greint áf hátíðamefndinni svo hún
yrði bara að reyna að spila eftir
eyranu og gera sitt besta til að
mæta þörfum hópsins hverju sinni;
sem hún og gerði.
Aðspurð um hvemig henni hefði
þótt sýningin sagði hún:
- Þegar ég var að reyna að út-
vega ykkur leikmuni og annað sem
vantaði reyndi ég að gera mér ein-
hverja grein fyrir því hvers konar
sýningu ég mætti eiga von á að sjá
hjá ykkur um kvöldið, og það
veittist mér harla erfitt.
Þegar ég svo sá sýninguna var ég
frá mér numin, ef svo mætti segja.
Flutningur verksins, þetta marg-
slungna ívaf margs konar stflbrigða í
leik og söng, allur þessi hreyfan-
leiki í tíma og rúmi, allt var þetta
fyrir mér eitthvað algjörlega nýtt
og spennandi. Mér fannst það bæta
nýrri vídd við hátíðina að sjá stykki
svo ólíkt öllu öðm sem ég hafði
áður séð. Sérstaklega þótti mér til
þess koma hvernig þið tókuð á
móti leikhúsgestum fyrir utan
leikhúsið og á torginu fyrr um dag-
inn. Ég held að þetta sé mjög í ætt
við leikhús hér áður fyrr, en hefur
það fýrst og fremst að markmiði að
færa list sína út til fólksins. Fyrir
mína parta vildi ég gjarnan fá að sjá
meira af slíku.
Ég hefði auðvitað viljað fyrir
ykkar hönd að þið fengjuð fleiri
verðlaun, því það hefðuð þið sann-
arlega átt skilið, að mínu mati og
annarra sýningargesta sem ég hitti.
Ég vil ekki nefna neinn einn sér-
staklega þar sem ég geri mér grein
fyrir því að flutningur leikverksins
skiiaði sér svona vel fyrst og fremst
vegna mjög góðrar og samstilltrar
hópvinnu. Þó get ég ekki stillt mig
um að minnast á eitt hlutverkanna
sem var Dala-Vala (Katrín Karls-
dóttir). Þessi hrífandi kyrrð og ró-
semi þessarar íslensku stúlku
skapaði svo sterkt mótvægi við
aðra þætti leiksins sem komu fram í
leiftrandi fyndni, fjöri og söng.
Leikkonan sem lék þetta vand-
meðfarna hlutverk hefði svo sann-
arlega átt skilið að fá verðlaun.
Ég vona bara að þið eigið eftir að
koma hingað aftur einhvem tíma
svo við fáum tækifæri til að kynnast
ykkur enn betur og þeim skemmti-
lega leikhúsanda sem þið hafið
fram að færa.
Lelkarar Lelkfélags Selfoss á torglnu fyrlr framan ráðhús Dundalk-borgar. Vegfarendur stöldruðu vlð til að fylgjast með tllburðum þelrra (söng og leik.
Leikfélag Selfoss flytur leikrit eftir Jónas Árnason
á ensku á alþjóðlegri hátíð áhugaleikara í írska lýðveldinu
örundur tók öll
öld í leikhúsinu
Halldór Hafstelnsson (gervl Trampe
greifa, sem færði honum verðlaun
fyrlr frábæran lelk (aukahlutverki.
Sean O'Casey er hér að setja upp
sýnlngarvél yflr sviðinu, en hann
lánaði tæki sín eingöngu vegna vin-
áttu vlð höfund leiksins og íslend-
inga, eftir að tæki þau sem áttu að
vera tll staðar reyndust ónothæf.
Axel Magnússon sem Charlie
Brown. Hann kom persónunni vel til
sklla þótt hann iékl á ensku, sem
hann hafðl aldrei áður reynt að tala.
í írska bænum Dundalk
eða Dhún Dealgan (á
gelísku) eru menn ekkertað
kippa sér upp við það þótt
ýmislegt óvenjulegt sé á
seyði á bænum seinustu
vikuna í maímánuði ár hvert,
því þá halda þeir sem þar búa
mikla hátíð sem vísast á að
vera vættum jarðargróða til
dýrðar svo sem tíðkast hefur
frá heiðnum sið. Þó var ekki
frítt við að ýmsir legðu
kollhúfur og gjóuðu augum
þegar undarlega klætt f ólk
sem talaði á framandi máli
gerði sig heimakomið á
götum borgarinnar
sunnudaginn 27. maí sl. og
hóf síðan að hafa uppi söng
og gleðilæti á bæjartorginu.
Hér voru leikarar frá Leikfélagi
Selfoss mættir til að vekja athygli á
sýningu sinni á , Jokers and kings“
eða leikritinu ,J>ið munið hann
Jörund“ eftir Jónas Árnason sem
þama skyldi flutt um kvöldið á al-
þjóðlegri leiklistarhátíð sem er
helsti viðburður þessarar maíhátíð-
ar.
Þegar leikhúsgestir streymdu að
um kvöldið stóð þessi sami glað-
væri hópur fyrir dyrum leikhússins
og lék við hvern sinn fingur. Þegar
inn var komið vom fyrir hnar-
reistar stúlkur sem buðu fólki að
smakka á torkennilegu lostæti,
kæstum hákarli og harðfiski, og
skola síðan kverkamar með staupi
af ísköldu brennivíni. Eink-
um hafði fólk orð á að því líkaði
drykkurinn vel, en brosti af kurt-
eisi og viðhafði fá orð um með-
lætið.
Hópurinn sem tekið hafði á móti
fólki við dyrnar færði sig svo inn í
leikhúsið og hélt þar áfram söng og
leik í áhorfendasalnum. Örlítið hlé
varð þar á þegar aðstandendur há-
tíðarinnar buðu velkominn sendi-
herra íslands á írlandi, Einar Ben-
ediktsson, og ávörpuðu hann að
sjálfsögðu sem „your exellency“.
Sendiherrann svaraði og þakkaði
fyrir sig og hópinn, og ieiksýningin
fór brátt í fullan gang þar sem
skjótt dró að því að annar maður,
sem líka var titlaður „your exell-
ency“, tæki þarna öll völd: Jörund-
ur hundadagakonungur, leikinn af
Sigurgeiri Hilmari Friðþjófssyni.
Áhorfendur voru alveg með á
nótunum frá fyrstu mínútum
leiksins og lifðu sig fyllilega inn í þá
stemmningu sem heimur leikritsins
krafðist. Af þeim níu leikhópum
sem þama sýndu voru íslending-
arnir þeir einu sem ekki léku á
móðurmáli sínu, en öll leikrit sem
þama em sýnd verður að flytja á
ensku. En það komst allt vel til
skila í texta og söng, og þótt
hreimurinn á enskunni hafi áreið-
anlega verið mörgum framandleg-
ur varð hann sjálfkrafa partur af
leiknum og gerði sitt með öðru til
að ná fram þeim áhrifum sem eftir
var sóst.
í lok sýningarinnar var leikend-
um og leikstjóra innilega fagnað og
greinilegt að leikritið hafðí unnið
hug og hjarta áhorfenda. Það var
hlegið á réttum stöðum og fólk virt-
ist skemmta sér mjög vel allan tím-
ann, en hitt er líka víst að boðskap-
ur leiksins hlýtur að hafa náð vel til
þess fólks sem þarna var, fólks sem
ekki telur sjálfgefið að stórveldi
eigi að drottna yfir smáþjóðum.
Eftir sýninguna steig á fjalimar
frú Betty Ann Norton, leiklistar-
dómari hátíðarinnar, hafði mörg
orð um frammistöðu leikaranna,
sviðsetninguna og leikritið í heild,
en rúmsins vegna verður hér ekki
annað sagt en að það sem hún sagði
var í alla staði mjög lofsamlegt og
leikhópnum og höfundi til verðugs
sóma.
í lok leiklistarhátíðarinnar
seinasta sunnudagskvöld fór svo
fram verðlaunaafhending og fengu
Selfyssingar þar tvenn verðlaun og
komust að auki í úrslit til tvennra
annarra verðlauna, en Sigurgeir
Hilmar var tilnefndur sem besti
leikari hátíðarinnar ásamt tveimur
öðmm, þótt annar hreppti hnossið,
og einnig var leikritið tilnefnt til
verðlauna fyrir sviðsmynd, en höf-
undur hennar var Olafur Th. Olafs-
son.
Halldór Hafsteinsson fékk hins-
vegar verðlaun fyrir að hafa staðið
sig best karlleikara í aukahlutverki
á hátíðinni sem er mikill heiður og
leikritið hlaut líka sérstök verðlaun
leikdómarans, sem hún sagðist að-
eins veita að vel yfirlögðu ráði,
fyrir það sem hún kallaði „alternat-
Einar Benediktsson, sendiherra
Islands á Irlandi með aðsetri i
London, tók sér ferð á hendur til að
geta verið viðstaddur sýningu
Leikfélags Selfoss á „Þið munið
hann Jörund“ eða ,Jokers and
kings“ á hinni alþjóðlegu leiklistar-
hátíð áhugaleikara í Dundalk.
Hópurinn kom saman heima á
hótelinu eftir sýninguna og þar var
sendiherrann viðstaddur og sagði
m.a. þegar hann ávarpaði
leikflokkinn og þakkaði þeim góða
skemmtun, að þau hefðu flutt með
sér ,^óma íslands“ með þessari
sýningu, og að vart væri hægt að
hugsa sér betri landkynningu en
mcnn ingarstarf af þessu tagi .Frétt a-
ritari Þjóðvifjans náði tali af hon-
ive theatre" sem mætti útleggja
sem alhliða leiksýningu á íslensku.
Ég vil vitna í rök hennar fyrir þessu
vali:
„Þessir leikarar vinna sýningu
sem ekki er bundin við ákveðinn
stað. Þau eru ekki bundin sviðslist-
inni sem slíkri, en þótt við munum
alla tíð koma til með að hafa sviðs-
leikhús er líka til ótæmandi,
ókannað alhliða leikhús sem fer
fram á öðrum vettvangi og ýmsum
stöðum og getur tvinnað saman
tónlist, dans og hreyfingar á mjög
hugkvæman hátt, og það er þetta
sem mér finnst að þau hafi gert
með „Jokers and kings“.“
Að þessu sinni verða öðrum
þáttum þessarar maí-hátíðar í
Dhún Dealgan ekki gerð skil, en
vonandi gefst til þess tækifæri á síð-
um Þjóðviljans, áður en langt um
líður.
um í leikhúsinu þegar sýningin var
nýafstaðin og bað hann um að segja
i fáum orðum álit sitt:
- Ég vil byrja á því að segja að
þessi sýning var einstæður viðburð-
ur fyrir mig. Ég hef ekki áður séð
íslenskan leikflokk leika á erlendri
grund; hvað þá leika á erlendu
máli.
Viðtökur áhorfenda voru vægast
sagt mjög góðar og sjálfur skemmti
ég mér mjög vel. Það var líka
ánægjulegt að heyra hvað dómar-
inn sem dæmdi sýninguna fór góð-
um orðum um frammistöðu leik-
aranna og leikritið í heild. Ég vil
sérstaklega óska höfundinum, Jón-
asi Árnasyni, sem því miður var
fjarstaddur, og öllum sem að sýn-
„Þiö hafið flutt meö
ykkur sóma lslands“
sagði Einar Benediktsson sendiherra
Vlðar Eggertsson, lelkstjóri, situr á lelksviðinu og hugsar mélln. A Innfelldu myndlnnl má sjá hvar hann bregður á lelk á „torginu" ásamt hlnum.
ingunni stóðu til hamingju með
þennan góða árangur. Starf þeirra
hér stuðlar svo sannarlega að góð-
um tengslum milli landanna
tveggja, og það hefur fært okkur
áleiðis í að kynna ísland og íslenska
menningu erlendis.
Það hefur verið mjög ánægjulegt
fyrir mig, bæði sem Fslending og
sem fulltrúa íslands á írlandi, að
hafa verið hér viðstaddur.
Hér er islenskl hópurinn, leikarar, svi&sfólk, makar og a&rlr, samankominn á tröppum Imperial Hotel.