Þjóðviljinn - 13.06.1984, Page 1

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Page 1
DIOBVIUINN Enrico Berlinguer, for- maður Kommúnistaflokks Ítalíu, lést á mánudag. Með honum er genginn einn atkvæðamesti og hug- myndaríkasti fulltrúi endurnýjunar evrópskrar vinstrihreyfmgar Sjá bls 6 júní 1984 Miðvikudagur 131 tbl. 49. árgangur Sofíð á verðinum? Erlent herskip í Hvalfirði • Könn- umst ekki við það, segja Land- helgisgœslan og utanríkisráðuneytið Hollenskafreigátan Evertsen F-815 sigldi aðfaranótt mánu- dagsins inn Hvalfjörðinn og lagðist við Natóbryggjuna í botni Hvalfjarðar. Skipið lá þar örfáar klukkustundir meðan olía vartekin um borð úrolíu- birgðum Nató, sem þareru geymdar í tönkum ofan jarðar og neðan. Skipið er búið afar sterkum radar einsog má sjá af meðfylgjandi mynd og er að lík- indum hluti af hlustunarkeðju Natóríkjanna. Engar upplýsingar fengust hins vegar hjá íslenskum stjórnvöldum. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins sagði að einhVer hollensk skip hefðu verið á ferðinni fyrir tveimur þremur vikum en sér væri ekki kunnugt um neitt skip sem væri hér við land núna. Aðspurður hvort eitthvert erlent herskip hefði komið til Hvalfjarðar nýlega til að taka olíu kvað Ingvi nei við og bætti síðan við: „Við myndum ábyggilega vita af því hér í utanríkisráðuneytinu, því öll her- skip þurfa heimild til að koma inn í landhelgina". Hann kvaðst heldur ekkert kannast við herskipið Evertsen. Hjá stjómstöð Landhelgisgæsl- unnar komu menn einnig af fjöll- um þegar spurt var um freigátuna Evertsen, og töldu ólíklegt að hún eða önnur Natóherskip gætu farið inn í Hvalfjörð án þeirra vitundar. Ámi Kristjánsson aðalræðis- maður Hollands vissi hins vegar af því að freigátan kom inn til Hval- fjarðar að taka olíu og kvað hana hafa komið hingað til lands fyrir nokkmm vikum í slagtorgi við kaf- bát og rannsóknarskip og hefði öll tilskilin leyfi. Fer nú heldur að smækka hlutur utanríkisráðuneytis og Landhelgis- gæslu ef erlend herskip geta vaðið hér inn og út firði án þeirra vitund- ar. Hefur einhverjum mnnið í brjóst á verðinum? -ÖS Hollenska frelgátan Evertsen F-815 á lelð út Hvalfjörðlnn á mánudagsmorgun. - Ljósm. - ÖS Ragnhildur með símann á lofti: Rak þrjá símleiðis! • Rak námsstjóra klukkan ellefu - bauð endurráðn- ingu klukkan tólf • Boðaði forföll á skólaslit KHI til að reka námsstjóra í samfélagsfrœðum. Pólitískar hreinsanir Á föstudag og laugardag til- kynnti Ragnhildur Helgadóttir þremur námsstjórum hjáskóla- rannsóknardeild með einfaldri símhringingu að hún vildi ekki hafa þá í starfi hjá menntamálaráðuneytinu eftir 1. september. í einn hringdi hún klukkan ellefu á laugar- dagsmorgni, en klukkan tólf hringdi hún aftur og spurði hvort hann vildi ekki gamla starfið aftur. Ragnhildurhafði nefnilega gleymt að athuga hvort vonarlamb hennar í við- komandi embætti vildi stöðuna, og sá afþakkaði um leið og hún bauð honum starfann! Jafn- framt boðaði Ragnhildurforföll við skólaslit Kennarahá- skólans, en notaði tímann þess í stað til að firingja og reka þriðja námsstjórann! Einsog Þjóðviljinn hefur áður greint frá voru stöður ellefu nárns- stjóra af tólf auglýstar til umsókn- ar, en áður hafði venjan verið sú að stöðumar vom ekki auglýstar ef viðkomandi námsstjóri óskaði að sitja áfram. Um fimm embættanna sóttu fleiri en sá sem fyrir var í stöðunni. Á föstudag byrjaði svo símtala- mna menntamálaráðherra. Þá fékk Jóna Björg Sætran námsstjóri í dönsku upphringingu frá Ragn- hildi Helgadóttur, þar sem henni var tjáð að hún fengi ekki að gegna sínu gamla starfi næsta ár. Um ellefuleytið á laugardag var Ragnhildur enn við símann. Næst- ur á listanum var Þorvaldur Örn Árnason námsstjóri í líffræði. Honum tilkynnti Ragnhildur að annar maður yrði ráðinn sem námsstjóri í líffræði að loknu ráðn- ingartímabili Þorvaldar. Þegar Þorvaldur var rétt búinn að jafna sig á þessum válegu tíðindum hringdi síminn aftur, réttri stundu síðar. Enn var þar komin Ragn- hildur ráðherra. Hún hafði þá hringt í Ágúst H. Bjarnason líff- ræðing og boðið honum stöðuna en Ágúst afþakkaði að bragði. Erind- ið núna var að bjóða Þorvaldi stöðuna aftur. Nú var það hins veg- ar Þorvaldur sem tók ráðherra fá- lega og kvaðst skyldu „hugsa mál- ið“. Næsta dag átti Ragnhildur ráð- herra að vera við skólaslit Kennar- aháskólans en boðaði forföll. Um tvöleytið, þegar skólaslitin áttu að hefjast var hún enn komin í símann og nú var það Erla Kristjánsdóttir námsstjóri í samfélagsfræðum sem fékk reisupassann. Þegar námsstjórastöðurnar voru auglýstar lausar til umsóknar kviknaði sá grunur meðal kennara að þetta bragð ætti að nota til pó- litískra hreinsana. í því sambandi má geta þess að Erla Kristjánsdótt- ir hefur verið sérlegur sícotspónn Morgunblaðsins og hægri aflanna í allan vetur, í tengslum við umræðu um samfélagsfræðina, og Þorvald- ur Örn Ámason er vel þekktur vinstri sinni. -ÖS Niðurskurður á Bæklunardeild Landspítalans: Þriðjungi rúma í 4 vikur lokao Vegna niðurskurðar í heil- brigðiskerfinu verður að loka þriðjungi þeirra rúma sem Bækl- unardeild Landspítalans hefur tU umráða í 4 vikur nú í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem dregið er úr starfsemi deUdarinnar þau 12 ár sem hún hefur starfað, en á sjötta hundrað manns bíða eftir bæklunaraðgerðum. Biðtíminn getur verið 2 - 3 ár og lengist nú enn vegna þessara aðgerða ríkis- stjórnarinnar. Dr. Stefán Haraldsson, yfir- læknir deildarinnar sagði í gær að þetta væri vafasamur sparnaður fyrir þjóðfélagið í heild. „Á öllu landinu bíður fólk eftir lækningu, fólk, sem komið er í kör eða bundið við hjólastól og verður að þiggja tryggingabætur frá ríkinu. Það er hægt að lina þjáningar þessa fólks og um leið breyta því í vinnuhæfa einstaklinga og skattborgara“, sagði hann. „Þessar aðgerðir spara ríkinu mikið fé“. Á þeim 12 árum sem bæklunar- deildin hefur verið starfrækt hef- ur verið skipt um á annað þúsund mjaðmaliði í íslendingum og á annað hundrað hnjáliði auk ann- ara liða, svo sem fingur- og axlar- liða. Á iandinu öllu eru 74 rúm fyrir bæklunarlækningar, þar af 33 á Landspítalanum og verður 13 þeirra lokað í sumar. Slys og gigt eru megin orsakir skentmdra liða, en bæklunar- lækningar eru nú um þriðjungur allra skurðaðgerða og sífellt lengjast biðlistarnir. Að sögn dr. Stefáns eru ástæðumar hærri meðalaldur, vaxandi slysahætta í umferðinni og atvinnusjúkdómar af völdum vaxandi iðnvæðingar. Þá hefur tækniþróun í greininni verið ákaflega ör, lækningalíkur aukist stórlega og aðgerðum að þess vegna. fimmtudag hefst í Reykjavík Norrænt þing bæklunarlækna og sækja það yfir 350 sérfræðingar frá 10 löndum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið hér á landi. - ÁI Stutt í hrun á landsbyggðinni „Nú er svo komið að rekstrar- stöðvun blasir við í flestum fyrir- tækjum í sjávarútvegi með ógnvænlegum afleiðingum fyrir landshlutann. Sveitarfélögin em hvert af öðru að komast I greiðslu- þrot því burðarásar atvinnulífs þeirra, útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtækin geta ekki greitt til sveitar- sjóðanna.“ Svo segir í ályktun sem stjórn Sambands sveitarfélaga á Austur- landi hefur sent ríkisstjórninni. Ennfremur segir að verði ekki hart brugðist við þessum vanda og sjávarútvegnum sköpuð rekstrar- skilyrði sé stutt í hrun á lands- byggðinni. - Ig. Sjá bls. 3.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.