Þjóðviljinn - 13.06.1984, Page 3

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Page 3
Miðvikudagur 13. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 K Wifémk ^ M Mpffn I Margir bæjarbúar komu niður á bryggju til að fagna veiðimönnunum eftir velheppnaða keppni Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja. Ljósm. Guðm. Sigf. Kvennabókakynning í London Sjóstangveiðikeppni í Vestmannaeyjum: Sveinn Jónsson og sveit hans sigraði Það var mikið líf og fjör í Vestmannaeyjum um helgina þegar Sjóstangaveiðifélag Vestmanna- eyja gekkst fyrir árlegri sjóstanga- veiðikeppni sinni. Var þetta fjöl- mennasta keppnin til þessa, en 75 veiðimenn hvaðan að af landinu komu til leiks. Heildaraflinn í þessari keppni, sem stóð í tvo daga varð 7.449 kg. eða 99.32 kg að jafnaði á stöng. Aflahæst varð sveit Sveins Jóns- sonar Vestmannaeyjum með 543 kg samtals. Hæst í kvennaflokki varð sveit Aðalbjargar Bernódus- dóttur Vestmannaeyjum með 368.8 kg. Aðalbjörg varð einnig aflahæsti einstaklingurinn í kvennaflokki með 182.5 kg en í karlaflokki varð aflahæstur Kon- ráð Jónsson frá Hafnarfirði með 213.7 kg. Aflinn sem kom á land var af margvísulegum toga. Stærsti fisk- urinn var lúða sem vó 23.8 kg og dró Konráð Árnason Akureyri hana upp á þurrt. -v. Alþjóðleg kvenna- bókakynning í London Um helgina fór fram alþjóðleg kvennabókakynning í Jubilee Hall, Covent Garden í London. Kynn- ingin er sú fyrsta sinnar tegundar og að henni stóðu kvennabókafor- lög og kvennabókabúðir alls staðar að úr heiminum. Markmiðið með kynningunni var fyrst og fremst að vekja athygli á verkum kvenna, framlagi þeirra á sviði bókmennta, stjómmála og fræðimennsku. Sameiginlegt vandamál kvenna um allan heim, sé að þær eigi erfitt uppdráttar þeg- ar þær reyni að gefa verk sín út. Stóm bókaforlögin neiti að gefa út verk eftir fræga höfunda og fræði- menn, þar sem öll útgáfa þeirra miði að sem mestri sölu. Ennfrem- ur sé þessum forlögum nær undan- tekningarlaust stjórnað af karl- mönnum, sem meti verk kvenna ekki út frá gæðum heldur sölu- möguleikum. í öðm lagi vildu kvennabók- aútgefendur vekja athygli á því að hjá fjölmiðlum séu það yfirleitt karlmenn sem gagnrýni verk kvenna, karlmenn sem ekki skilji reynsluheim þeirra og finnist því konur oft ekki vera að segja neitt með skrifum sínum, eða eins og algengt er að komi fram í umfjöllun karlmanna um kvennaverk: „Það gerist ekkert í þessari bók“. Kynningin, sem stóð í þrjá daga var sótt af tugþúsundum kvenna og þó nokkuð var um að karlmenn kæmu á bókamarkaðinn, þar sem til sölu vom bækur eftir konur um allan heim, bæði á frummálinu og í enskri þýðingu. Fjöldi fyrirlestra og umræðufunda var haldinn út um alla borg í tengslum við kynning- una og verða þeir og fleiri fyrir- lestrar víðs vegar um Bretland á næstu viku. ss. ELLI Að hitta hinn eina sanna Ella, látandi fara.vel um sig á kvenna- bókamarkaði í London, er eitthvað sem maður á ekki von á. En þar var samt kauði, alsæll með sig í þeirri kvennamergð sem var í Jubilee Hall í London um helgina. Alltaf samur við sig, kauðinn sá, og höfðum við því samband við þær Helgu Thorberg og Eddu Björg- vinsdóttur, höfunda Ella, til að spyrjast fyrir um þennan flæking hans. „Hann Elli, heldurðu ekki að hann hafi endilega þurft að hafa einhvern pata af þessari alheims- kvennabókakynningu, ekki vitum við hvemig. En allt um það, það var ekki heimilisfriður fyrr en við vomm búnar að lofa honum að fara með hann til London. Við fengum tvo kafla þýdda á ensku úr bókinni, því Elli vill fá að koma sér í mjúk- inn hjá konum „internationally" eins og hann segir. Þegar á sjálfan bókamarkaðinn kom máttum við ganga með hann milli bása sem forlögin höfðu þarna í Jubilee Hall og kynna hann, og það undarlega gerðist að honum var geysilega vel tekið hjá flestum. Við kynntum hann fyrir þrjátíu for- lögum, frá Bretlandi, Bandaríkj- unum, Frakklandi, Þýskalandi, Norðurlöndum og Kanada. Bókin heitir í enskri þýðingu „Laugh your way to liberation“ og við dreifðum þessum tveimur köflum sem höfðu verið þýddir, ásamt bókinni á ís- lensku. Það sem vakti mesta at- hygli á bókinni, var að hún skyldi vera fyndin. Það fannst útgefend- um mjög sérstakur og nýr flötur í baráttunni. Þeim þótti þetta öðru- vísi bók og mjög óvenjuleg. Nú, Elli sjálfur er alsæll, hann skemmti sér ógurlega vel í London, fannst hann vera aðalmaðurinn, „fflaði sig“ ofsalega vel að vera eini karlmaðurinn innan um allan þennan kvennaskara og fannst hann vera mestur og bestur á kynn- ingunni. Hann er alveg á því að London sé sko hans borg. Núna er bara að bíða og sj á hvort ÞAR konurnar sem stóðu fyrir kynning- unni og hittu Ella, hafi verið á sama máli og hann. Eins og við sögðum þá kynntum við hann fyrir um þrjátíu forlögum og bíðum nú spenntar eftir að fá að heyra við- brögðin frá þeim. Vonum bara að allt fari vel fyrir Ella“. Til gamans má geta þess, að undirrituð hitti Nancy Berano frá Crossing Press, New York, á fyrir- lestri og átti hún ekki orð yfir hrifn- ingu sinni á Ella, sem henni fannst eitt það fyndnasta fyrirbæri sem hún hafði hitt og er því aldrei að vita nema Elli eigi eftir að verða næsti draumaprins bandarískra kvenna. SS. Beðið eftir Halldóri Sjávarútvegsráðherra á nœsta leik, segir Ólafur Gunnarsson í Neskaupstað ,J>að kom svo sem ekki mjög mikið út úr þessum fundi. Menn ræddu hreinskilnislega málin og ráðherrarnir segjast eitthvað ætla að taka til hendinni og athuga hvað sé til ráða. Ætlunin er að Halldór Ásgrímsson hafi samband við okk- ur og komi með tillögur hvað sé framundan og leiði þetta verk. Hann á því næsta leik“, sagði Ólafur Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sfldarvinnslunnar i Neskaup- stað í samtali við Þjóðviljann í gær. Forráðamenn útgerðarfyrir- tækja á Austurlandi áttu í gær- morgun viðræður við forsætis- og sjávarútvegsráðherra í Reykjavík um rekstrarstöðu sjávarútvegsins, en eins og kunnugt er hafa útgerð- arfyrirtæki fyrir austan ákveðið að leggja öllum togurum sínum síðar í þessum mánuði, tryggi stjórnvöld ekki sjávarútveginum viðeigandi rekstrargrundvöll, en að mati út- gerðarmanna er togaraflotinn rek- inn með um 20% tapi um þessar mundir. „Ráðherramir lýstu því báðir yfir að þeir teldu mikinn vanda á ferðinni og voru ekki að tortryggja okkur með það að okkur sýnist þetta ekki ganga svona lengur, þetta ætti heldur ekki að koma neinum á óvart og menn haft langan tíma til að búa sig undir þessa hluti“, sagði Ólafur. Fundinn í gærmorgun sátu auk ráðherra og Austfirðinga, Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ, Árni Benediktsson frá sjávarafurða- deild SÍS og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri SH, en þessir menn auk fleiri eiga sæti í sérstakri samráðsnefnd sem skipuð var í síð- ustu viku á vegum hagsmunaaðila sjávarútvegsins að fmmkvæði útgerðar- og fiskvinnsluaðila á Austfjörðum. -lg- Breska fílharmonían leikur til styrktar tónleikahúsi Höfðinglegt „Þetta er höfðinglegt tilboð frá Lundúnafilliarmóníunni og er að sjálfsögðu þegið með þökkum,“ sagði Ai mann Örn Ármannsson, einn fo.svarsmanna samtakanna um tónleikahús í Reykjavík, um væntanlega hljómleika í Londun í þágu málefnisins. „Þetta er mikil lyftistöng“. Áður en breska hljómsveitin hvarf af landi brott var tilkynnt að hún mundi halda hljómleika í London til styrktar tónleikahúsi í Reykjavík og mun frumkvæðið komið frá hljómsveitarmönnum sjálfum. Samtökin um tónleikahús hafa óskað eftir lóð á Sigtúnssvæðinu milli Suðurlandsbrautar og Reykjavegar. Borgarskipulag hefur þá ósk nú til umsagnar. Ármann sagði enn ekki full- ljóst hver kostnaður yrði við byggingu tónleikahússins en nefndar væru tölur kringum 200 milljónir. „Hvað við eigum? Það verður nú ekki talið í mörgum milljónum. En það stendur von- andi til bóta. Við höfum ekki far- ið fram á neina styrki frá opinber- um aðilum. Fólkið í landinu verð- ur að sýna það fyrst, að það vilji þetta hús“. -m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.