Þjóðviljinn - 13.06.1984, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐyiLJINN Miðvikudagur 13. júní 1984 MOBVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglysingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla:tSigríður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir Innheimtum.: Brynjólfur Vilrnálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. NT og Framsóknar- spillingin Þegar Guðmundur H. Garðarsson formaður Fulltrú- aráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skrifaði grein í Morgunblaðið um spillingareðli Framsóknarflokksins var greinilega komið við auman blett á hinu nýja gervi Tímans, blaðinu sem nú ber heitið NT. Guðmundur H. Garðarsson hafði rökkstutt ýtarlega að „fyrir íslenskt þjóðfélag, siðferði og heiðarleik væri það lífsspursmál að Framsóknarflokkurinn væri settur til hliðar í íslensk- um stjórnmálum um ófyrirsjáanlega framtíð“. Einnig áréttaði þessi forystumaður Sjálfstæðisflokksins að flokkur hans ætti ekki að vera í stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn þar eð Framsóknarflokkurinn væri „skjól þeirrar spillingar sem við viljum uppræta og teljum okkur vera að berjast gegn“. Þessar yfirlýsingar sköpuðu mikla reiði á ritstjórn NT. Skrifaður var leiðari þar sem þess var krafist að Sjálfstæðisflokkurinn afneitaði þessum yfirlýsingum Guðmundar. Hjarta NT-gervisins sló sVo ótt og títt í takt við velferð og álit gömlu Framsóknarmaddömunn- ar að í engum leiðara hefur eftir breytingarnar gætt slíks hita. Þegar sú von brást að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins færu að hirta formann Fulltrúar- áðsins í Reykjavík tók NT til sinna ráða. Blaðið leitaði dag eftir dag til þekktra manna úr þjóðlífinu og bað þá að afneita kenningum Guðmundar H. Garðarssonar. Þessi efnisöflun varð þó frekar til að bæta gráu ofaná svart. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins sagðist velja annað orðalag á spillingar-lýsingunni en Guðmundur og gaf rækilega í skyn að efnislega væri hann alveg sammála formanni Fulltrúaráðsins. Eyjólf- ur Konráð Jónsson alþingismaður kvaðst ekki trúa því að spillingarmerkið ætti við um Framsóknarflokkinn í heild. Það kynni að vera einn og einn saklaus innan um hina svörtu sauði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varafor- maður Fulltrúáráðsins stóð eindregið með Guðmundi og gaf skrifunum um spillinguna í Framsóknarflokkn- um þá einkunn að þau væru bæði greinargóð og mark- viss. Þegar orðræður NT við þessa heiðursmenn urðu til þess að staðfesta frekar kenningar Guðmundar greip hin nýja ritstjórn til þess ráðs að láta Steingrím Her- mannsson vitna um spillinguna í Framsóknarflokkn- um. í NT á laugardaginn lýsti formaður Framsóknar- flokksins því yfir að hann væri algerlega ósammála einkunnagjöf Guðmundar H. Garðarssonar. Kom Steingrímur Hermannsson með þá sönnu Framsóknar- skýringu á atferli Guðmundar „að maðurinn væri að reyna að skapa sér einhverja stöðu innan Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, reyna að koma sér þar á fram- færi, honum hefur gengið heldur illa í því upp á síðkast- ið“. Þessi svör forsætisráðherra landsins og formanns Framsóknarflokksins sýna hins vegar vel hugarheim sem vel kemur heim og saman við lýsingar Guðmundar H. Garðarssonar á orsökum spillingarinnar í Fram- sóknarflokknum. Framsóknarsiðferðið gengur allt út á að koma sér og flokknum áfram og vel fyrir í heimi aðstöðu og ítaka. Auðvitað dettur Steingrími Her- mannssyni fyrst í hug að útskýra skrif Guðmundar H. Garðarssonar með hugsunarhætti og framkomu sem algengust eru í herbúðum Framsóknarflokksins. Ritstjórnin á NT þarf hins vegar ekki að leita langt til að finna skýr dæmi um siðleysið og spillingaratferlið sem tröllríður Framsóknarflokknum. Stofnun Nútím- ans og breytingin í NT báru sterk svipmót þessa Fram- sóknareinkennis. Brottrekstur Elíasar Snæland Jóns- sonar og ráðningin á Magnúsi Ólafssyni sýndu vel hin siðlausu og spilltu Framsóknarvinnubrögð. NT ætti að leita betur í eigin garði. klippt Frá undirrritun samnings um „ísfilm hf“. Almenna bókafélagið Almenna bókafélagiö hefur nýlega haldið aðalfund sinn. Fram kom að nokkurt tap hefur orðið á bókaútgáfu félagsins á sl. ári vegna samdráttar í bókasölu. í fréttatilkynningu frá Almenna bókafélaginu kemur fram að frá- farandi framkvæmdastjóri er nú tekinn við forstjórn hjá BÚR. Það er Brynjólfur Bjarnason sem vindur sig þannig frá bókinni yfirí þorskinn. Matthías Johannessen vakti at- hygli á því hve illa væri búið að bókum og höfundum þeirra hér á landi. Þetta leiðir hugann að þeirri tilgátu bókaútgefanda um jólin, að sennilega hefði aldrei verið gerð jafn harkaleg árás á bókina en einmitt nú, þarsem rík- isstjórn skerðir kjör launafólks, hins almenna bókakaupanda, meir en áður þekktist. Þannig þurfa vinir bókarinnar að sam- einast í andstöðu við núverandi ríkisstjórn, ef þeir vilja reisa bók- ina við Sama og Isfilm? Athygli vekur og, að meðal stjórnarmanna í Almenna bóka- félaginu eru fulltrúar voldugra aðilja sem standa að ísfilm, fjöl- miðlarisanum, stóra bróður, sem nú er mulið undir. í stjórninni eru Davíð Oddsson borgarstjóri, Erlendur Einarsson forstjóri SÍS, Jón Skaftason borg- arfógeti og fyrrverandi alþingis- maður Framsóknarflokksins, Davíð Ólafsson Seðlabankastjóri og fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins. Sólrún Jensdóttir næst æðsti yfir- maður skólamála í landinu, Þrá- inn Eggertsson prófessor, Gylfi Þ. Gíslason prófessor og fyrrver- andi formaður Alþýðuflokksins, Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri og Halldór Halldórsson prófessor. Brynjólfur Bjarnason fráfar- andi framkvæmdastjóri bókafé- lagsins er einnig stjórnarmaður í Arvakri, útgáfufélagi Morgun- blaðsins. í þessari nafnaþulu má sjá venslin í peningamálunum milli fyrirtækja einsog SÍS (Framsókn- arflokksins), Árvakurs, Reykja- víkurborgar Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðuneytis Sjálf- stæðisflokksins. En þá er heldur ekki rakið hvað hefur gerst á að- alfundi huldufélags Almenna bókafélagsins, Stuðlum, þarsem Geir Hallgrímsson er meðal vold- ugri peningamanna. Át'ók á aðalfundi SÍS í rauninni er dálítið óþægilegt fyrir Erlend Einarsson forstjóra SÍS, að fréttir um aðalfund Al- menna bókafélagsins, þar sem nafn hans trónir á blaði í við- reisnarstjórnarselskap, skuli birt- ast einmitt nú í upphafi aðalfund- ar SÍS. Reiknað er með, að hörð átök verði á aðalfundi SÍS um þátt- töku miðstjórnarvalds SÍS í Reykjavík í fjölmiðlarisanum með Mogganum, DV, Davíð Oddssyni og Indriða G. Þor- steinssyni. Fjölmörg kaupfélög og kaupfélagsdeildir hafa ályktað gegn Ísfílm-ævintýrí Erlendar Einarssonar og félaga og mikill meirihluti félaganna er á móti þessari tegund „samvinnustarf- semi“ auðvaldsins. Hins vegar hafa Erlendur og félagar tögl og hagldir í fundarstjórn og -sköpum á aðalfundum, þannig að margir reikna með að með for- mlegum brögðum muni Erlendi takast að komast hjá ályktun með beinni andstöðu við ísfilm- þátttökuna. Víst er að reynt verð- ur að komast hjá því að hlusta á grasrótina á aðalfundi SÍS nú eins og endranær. Sama og ríkis- stjórnin? Munstrið í stjórnum Almenna bókafélagsins og ísfilm hefur stundum verið kallað hið eigin- lega stjórnarmynstur ríkisstjórn- ar fslands. Og þegar grannt er skoðað þykjast menn sjá, að sam- vinna einokunarkapítalsins á vegum Sj álfstæðisflokksins og hins sjálfhverfa miðstjórnarvalds SÍS í Reykjavík, hafi fætt hvortt- veggja af sér, ríkisstjórn Stein- gríms og ísfilm Indriða G. Þor- steinssonar. Eða vill einhver ann- ar gangast við króunum? -óg Margradda kór „Ríkisstjórnin mun engum tökum ná á efnahagsmálum þjóð- arinnar ef hún lætur sitja við það eitt að afnema kaupgjaldsvísitö- luna“. Þetta skrifar Morgunblað- ið í Reykjavíkurbréfi um helgina og bætist þannig í hóp þeirra sem telja ríkisstjórnina ekkert hafa gert annað í efnahagsmálum, heldur en ráðast á kjör launa- fólks. * Fyrirmenn Islands Á Listahátíð hefur margt furð- ulegt gerst fyrir utan það hversu dýrt er inn á mörg atriði hátíðar- innar. Þannig mun Garðar Cort- es hafa kynnt á opnunarballi í Laugardalshöll nýtt atriði: Nú verður nýtt skemmtiatriði í þjóð- legum stíl. Hinn íslenski dans- flokkur ætlar að bjóða fyrir- mönnum íslands uppí dans. Primadonna dansflokksins Ásdís Magnúsdóttir sveif frammí salinn, framhjá Steingrími for- sætisráðherra, og bauð Brement sendiherra Bandaríkjanna upp í dans. Miklar virðingar hefur Bre- ment sendiherra þegið af íslensk- um valdsmönnum síðustu mán- uði og ár. En trúlega hefur hann aldrei áður verið nefndur einn af „fyrirmönnum íslands" á opin- berri skemmtan. Þess má geta, að Steingrímur _ forsætisráðherra gleymdist ekki alveg, þótt svona færi. Hann fékk að dansa við íslenska dansflokk- inn líka. Og meira að segja Ragn- hildur... ~óg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.