Þjóðviljinn - 13.06.1984, Síða 7

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Síða 7
Miðvikudagur 13. júní 1984 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 Hver var Berlinguer? Enrico Berlinguer var fæddur 25. maí 1922 í Sassari á Sardiníu. Faðir hans var málafærslumaður. Fjölskyldan frjálslynd og borgaraleg, áhuga- söm um félagafrelsi, prentfrelsi og mannréttindi. Hann þótti strax í bernsku hlédrægur ogfeiminn. Stúdentspróf tók hann 1939 og stóð sig best í sögu og stærðfræði. Um það leyti ies hann Bakúún og telur sig anarkista. 1943 gekk hann í Kommúnistaflokk Ítalíu. í janúar 1944 var hann handtekinn fyrir þátttöku í uppreisn alþýðufólks í Sassari, sem heimtaði brauð, og var fjóra mánuði í fangelsi. Það var skömmu síðar, að hann komst svo að orði við kaþólskan biskup að „sá dagur mun koma að kaþólskir og marxískir öreigar taki höndum saman“. Árið 1948 varð Berlinguer aðalritari FGCI, Ungkommúnistasamtak- anna, og sest um leið í miðstjórn PCI. Um tíma stjórnaði hann flokks- skólum á Sardiníu og í Latium. 1964 var hann fulltrúi PCI á þingi franskra kommúnista og tók eftir það þátt í mörgum alþjóðlegum ráðstefnum. 1969 varð hann vararitari PCI en árið 1972 aðalritari. Hann sat á þingi og sem aðrir þingmenn kommúnista lét hann helming þingfararkaups renna til flokksins. Hann var ekki foringjalegur í útliti - bandarískur blaðamaður sagði hann fullkomna „andfjölmiðlalegan" og mundi hann aldrei komast til áhrifa í landi eins og Bandaríkjunum. En á þennan hlédræga mann, sem kallaður var il sardo muto, var meira og betur hlustað en flesta aðra menn á ftalíu og í Evrópu. áb. slóakíu 1968. Á alþjóðlegum fund- um kommúnistaflokka leitaði Berlinguer samstarfs við þá sem neituðu forystuhlutverki hins so- véska flokks. Og þegar Solidar- nosc, verkalýðshreyfingin óháða í Póllandi, var bönnuð, tók Berling- uer og flokkur hans eindregna at- stöðu með Solidarnosc og gáfu út lærða yfírlýsingu um að sovéskir arftakar Októberbyltingarinnar væru komnir í fullkomnar ógöngur með sitt samfélag. Sigurinn 1976 Árið 1976 varð öðru fremur ár Berlinguers. Sá sem þessar línur skrifar var þá í Róm að fylgjast með kosningaslag, sem lyktaði með góðum sigri ítalskra kommún- ista, PCI fékk um 34% atkvæða og bætti við sig 48 þingsætum. Allir kepptust við að hylla Berlinguer, sósíalistar, kaþólskir menntamenn („kirkjan er partur af ítölsku lands- lagi“ sögðu kommúnistar), er- lendir fréttahaukar á vakki eftir góðu viðtali. Berlinguer talaði á útifundum og blaðamannafundum hægt og einkar skýrt, hugsunin var ljós sem og mál hans og jafnvel sá sem var einkar fátækur í ítölsku gat vel fylgst með. Það var þá, að Berl- inguer talaði um það, að það væri vissulega erfitt að eignast það sem hann nefndi „socialismo nella li- bertá“ - sósíalismi í frelsi. í Austur-Evrópu fyrtast menn við slíku tali, þeir vilja hafa sitt flokks- ræði og engu breyta. Á Vestur- löndum vilja hin ríkjandi öfl ekki heldur gefa okkur tækifæri til slíkr- ar tilraunar (Berlinguer hefur m.a. átt við það, að einatt hefur verið stutt í að þingræði sé kippt úr sam- bandi í Suður-Evrópu ef hægriöflin óttuðust vinsældir vinstriflokka). En, bætti hann við, hér á Vestur- löndum eru samt „færri hindranir“ - meno di vencoli - í þessari við- leitni til að skapa sósíalisma í frelsi en í kommúnistari'kjum. Þetta voru fróðleg ummæli og þótti ýmsum gömlum kommúnistum nóg um það vantraust á „alræði öreiganna“ sem í þeim birtist. Merkiiegt ævistarf Evrópukommúnismanum og Enrico Berlinguer vegnaði ekki eins vel og margir vonuðu hin seinni árin. Kommúnistaflokkur- inn franski, sem þóttist sammála Berlinguer 1976, hljóp undan merkjum og sneri aftur til Moskvuvináttu og vissrar einang- runarstefnu. Sögulegir sáttamenn fóru halloka í flokki Kristilegra demókrata. Sambúðin við ítalska sósíalista versnaði, einkum eftir að Benedetto Craxi varð formaður þeirra og tók upp þá stefnu að reyna að einangra kommúnista sem mest. Kalda stríðið milli rísa- veldanna magnaðist og dró úr möguleikum sjálfstæðari Vestur- Evrópu En engu að síður hlýtur hver sanngjarn maður að viðurkenna að Enrico Berlinguer lauk merku ævi- verki. Hann losaði flokk sinn úr viðjum þeirrar kreddufestu sem enn héldu þegar hann tók við. Hann opnaði glugga fyrir ferskum vindum endumýjunar á starfi evr- ópskra verkalýðsflokka með þeim hætti, að umræðan hafði ekki bara áhrif í litlum hópum eins og oft vill verða, heldur í vel skipulagðri fjöldahreyfingu. Það er ekki síst honum að þakka, að flokkur ítal- skra kommúnista á sér í starfi og hugmyndum merkilegan arf, sem margt er hægt að byggja á og evr- ópskir vinstrisinnar geta margt lært af. Skreiðarframleiðendur mótmæla harðlega töku gengismunar af óseldum birgðum fyrri ára. GreiSsluþrot blasir við Á aðalfundi Samlags Skreiðar- framlciðenda sem haldinn var ■ síð- ustu viku var mótmælt harðiega þeirri þrjáhyggju stjórnvalda að halda til streitu töku gengismunar af skreiðarbirgðum frá árunum 1981, 1982 og 1983, þótt staðfest sé af Þjóðhagsstofnun að tap fram- leiðenda þessi ár sé umtalsvert. Segir í ályktun aðalfundarins að svo langt sé gengið, að greiðsluþrot blasi við mörgum sem byggt hafa afkomu sína á skreiðarverkun. Er sú krafa gerð til stjórnvalda að framleiðendum verði að fullu bætt það sem af þeim hefur verið tekið og fyrirhugað er að taka í gengis- munasjóð af skreiðarbirgðum frá í maí á sl. ári. Minnt er á að framleiðendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna rýrn- uiiar og geymslu og vaxtak- ostnaðar og enn sé allt á huldu hver niðurstaða viðskipta við Nígeríu verður. Skorar fundurinn á viðskipta- ráðherra að taka sér fyrir hendur ferð til Nígeríu ásamt fulltrúum bankastofnana til að freista þess að liðka fyrir skreiðarviðskiptum. Skreiðarbirgðir í landinu eru nú um 250 þúsund pakkar, mest allt frá fyrii árum. -lg Söluskálaþjónusta Goði framleiðir nú pylsur, sem eru sérstaklega ætlað- ar söluskálum og veitinga- húsum og tilvaldar fyrir sölutjöld á 17. júní. Getum einnig afgreitt pylsu- bréf, tómat, sinnep, remúl- aði, steiktan og hráan lauk - um leið og pylsurnar eru pantaðar. Kjötiðnáöarstöð Sambandsins K 'lRKJUSANDl SÍMI 68 6366 Hafið samband við sölumenn okkar í síma 686366. STETI STET UR HELLUM OG BROTSTEINUM SEM VID SELJUM. HJA OKKUR FAIÐ ÞIÐ MARGS KONAR HELLUR OG BROTSTEINA í STÉTTAR OG GARÐSKREYTINGAR, STÍGA OG ÞREP. MUNIÐ OKKAR ÓTRULEGA HAGSTÆDU GREIÐSLUSKILMÁLA - 20% UT OG AFGANGINN Á 6 MÁNUÐUM. SÍMINN ER 28600 lun n ii Rl IVU Ift u Iftl 28-693 MÁLNING OG VERKFÆRI . 28-605 28-620 BYGGINGAVÖRUR...... 28-600 28-604 FLlSAR, HREINLÆTISTÆKI. 28-430

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.