Þjóðviljinn - 13.06.1984, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Qupperneq 9
Miðvikudagur 13. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 MILLI SKINNS OG HÖRUNDS Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson Leikstjóri: Þórhailur Sigurðsson Leikmynd: Grétar Reynisson Hljóðmynd: Gunnar Reynir Sveinsson Lýsing: Páll Ragnarsson Búningar: Anna Jóna Jónsdóttir „Heimurinn er á heljarþröm. Börn eru tekin aö standa uppí hárinu á foreldrum sínum og fara sínu fram í trássi við góða siði og arfhelgarvenjur. Heimsendir hlýtur að vera í nánd“. Eitthvað á þessa leið hljóðarfjögurþúsund áragömul áletrun sem fannst í rústum fornrar borgarfyrir botnum Miðjarðarhafs fyrr á þessari öld. Hún kom mér í hug þegar fréttamaður útvarps spurði Ólaf Hauk Símonarson, hvort fjölskyldan og vandamál hennarværu orðin tískufyrirbæri í íslenskri leikritun. Sannleikurinn er vitanlega sá, að fjölskylduvandamál hafaverið eitt meginstef leiklistarfrá upphafi vega. Grísku harmleikaskáldinfjölluðu um fjölskylduvandamál í hverju verkinu af öðru, og sama er að segja um Shakespeare, Ibsen, Strindberg, O’Neill, Arthur Millerog obbannaf leikskáldum heimsins. Fjöldamörg innviðamestu verk leikbókmenntanna eru af þessum toga spunnin. Það helgast vitanlega af því, að fjölskyldutengsl eru einhver flóknustu, ástríðufyllstu og frumlægustu tilfinningasam- bönd sem um getur. Ólafur Haukur Símonarson hef- ur samið þrfleik um fjölskylduna, kynslóðabilið og ýmislegt þarað- lútandi, og voru tveir þriðju hlutar hans forsýndir í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld á dagskrá Listahá- tíðar. Leikina sem sýndir voru ne&iir hann „Milli skinns og hörunds“ og „Skakki turninn í Písa“, en þriðja verkið nefnist „Samskeyti“ og birtir væntanlega niðurstöðu höfundar af glímu við hnýsilegt viðfangsefni. Er skaði að það skyldi ekki fljóta með, því enn sem komið er höfum við ekki heildarmynd af umfjöllun hans um hið samslungna stef. Mér er raunar fullkomin ráðgáta að þannig skuli vera staðið að sýningunni. Fyrsta verk þríleiksins snýst fyrst og fremst um hjónin Sigurð og Astu, lífsvanda þeirra á miðjum aldri og samskipti við tvo stálpaða syni. I öðru verki er kastljósinu einkum beint að Hadda, yngri syn- inum, ástamálum hans og uppgjöri við umhverfið, en í þriðja leiknum mun eldri sonurinn, Böðvar, vera þungamiðjan. Umgerð leiksögunnar er alþýðu- heimili og fjölskylda á krossgötum. Pjóðfélagið hefur tekið miklum stakkaskiptum, gömul lífsverð- mæti fallið í gildi, hefðbundnir at- vinnuhættir breyst, og nýtt verð- mætamat er í deiglunni án þess að gefa neina nýja valkosti. Einsog endranær lýstur draumunum harkalega saman við veruleikann, draumum eldri kynslóðar sem aldrei rættust heldur gufuðu upp í amstri dægranna, draumum yngri kynslóðar sem sér ekki framá betri heim við ríkjandi aðstæður þarsem Sprengjan og tortímingin blasa við af hverjum sjónarhóli. í fyrsta leiknum dregur höfund- ur upp nöturlega mynd af hrjáðri fjölskyldu, þarsem konan hefur búið við áralanga kúgun og reynir eftir föngum með þverrandi ár- angri að þóknast karlpeningnum í einu og öllu; þarsem heimilisfaðir- inn er beiskur, lífsþreyttur, fýldur og hryssingslegur; þarsem yngri kynslóðin er óánægð og í sífelldri uppreisn ánþess að vita hvað hún raunverulega vill; þarsem öll sam- skipti fara fram í hálfkæringi þegar best lætur, með skömmum og fúk- yrðum og jafnvel líkamlegum átökum þegar uppúr sýður. Þessu „Þa6 kemur til dyranna nakið og sárt inní kviku, brei&ir með kaldrana og ofstopa yfir hlýrri og dýpri tilfinningar..." fólki er sýnd ákaflega lítil miskunn af hendi höfundar, þó maður skynji samúð hans og skilning undir hinu hrjúfa yfirborði. Það kemur til dyranna nakið og sárt inní kviku, breiðir með kaldrana og ofstopa yfir hlýrri og dýpri til- finningar, berst um á hæl og hnakka einsog fuglar í snöru. Orð- færið er í samræmi við hinar bældu tilfinningar, einatt hrátt og óhe- flað, en ævinlega satt, ósvikið. Textinn er kryddaður mikilli kímni, sem vissulega lyftir sýning- unni og mýkir kvölina, en dregur í engu úr vægðarleysinu eða þeim heitu tilfinningum sem undir krauma. Spennan milli þess sem sagt er og þess sem að baki býr er kveikja hinnar dramatísku fram- vindu. Seinni leikurinn, „Skakki turn- inn í Písa“, gerist tveimur árum síð- ar, og hafa þá hagir leikpersóna allmikið breyst, að minnstakosti á yfirborðinu. Haddi er orðinn fjöl- skyldufaðir og til sögu kemur ung listakona sem um sinn gerir strik í lífsreikning hans. En í rauninni sit- ur flest við sama, og þegar á reynir er ekki ýkjamikill munur á föður og syni: uppeldi og erfðir segja til sín hvað sem líður nýju siðferði og breyttum tímum. Hinn gamli Adam lætur ekki að sér hæða. Og svo er eftir að sjá hverjar leiklausnir Ólafs Hauks verða í síð- asta verkinu, sem mikið hlýtur að velta á um endanlega niðurstöðu og dóm. Persónur leikjanna tveggja eru dregnar skýrum dráttum, en kann- ski helsti einföldum að því er varð- ar aukapersónur. Nábýliskonan Jóna og hjónin utanaf landsbyggð- inni, Guðmundur og Halla, eru á mörkunum að vera grínfígúrur. Vissulega lífga þessar persónur uppá sýninguna, gæða hana ákveðnum léttleika í öllum hryss- ingnum, en verða hvergi gerendur né dýpka þá veruleikamynd sem upp er brugðið. Ástkona Hadda, Gógó, er sömuleiðis ofureinföld manngerð, en á samt leynda Sigu&ur A. Magnússon skrifar um leikhús strengi í fiðlu sinni og verður hug- stæð í umkomuleysi sínu og ósjálf- stæði. Listakonan Gunnur í seinni leiknum er snöggtum flóknari, ung kona með fastmótuð áform sem lætur heillast af orðheppni, rudda- skap og hjálparleysi Hadda og vill koma honum til manns. Böðvar kemur lítið við sögu, en drættir hans eru skýrir og vekja forvitni um framhaldið. Þungamiðjur leikjanna tveggja eru semsé Sigurður, Ásta og Haddi. Sigurður er samsett mann- gerð, sem felur heitar tilfinningar, vonbrigði og uppgjöf bakvið kald- rana og hryssingslegt orðfæri. Ráð- leysi hans og örvænting koma skýrast fram í samskiptunum við Böðvar, og voru þau atriði meðal hinna mögnuðustu í sýningunni. Hinsvegar saknar maður þess að vita ekki meira um bakgrunn þessa beiska manns og tildrög þess að hann er orðinn einsog hann er. Ásta er hin dæmigerða fómfúsa og kúgaða eiginkona og ráðvillta hús- móðir, sem komin er í þrot og fær engan botn í, hversvegna allt er komið á kaldan klaka og til hvers allt hennar basl hefur eiginlega ver- ið. í seinni leiknum grípur hún að vísu til eigin ráða og breytir lífs- háttum sínum, en hvert þær breytingar leiða er ekki ljóst fyrren í lokaverkinu. Haddi er töffarinn sem þjáist af djúpstæðri vanmátt- arkennd og tilfinningaruglingi, þorir ekki að leggja til atlögu við sjálfan sig, en brynjar sig með ruddalegu orðbragði, hótfyndni, grimmd og reiðiköstum. Undir þeim skráp skynjar maður blóð- sára kviku og gott hjarta. Þórhallur Sigurðsson setti sýn- inguna á svið og hefur í flestum greinum unnið lofsvert verk. Sýn- ingin er hröð, tilþrifamikil og með köflum bráðfyndin, en af einhverj- um ástæðum lukkaðist lokaæfingin betur en forsýningin, og var helst að heyra að textakunnátta væri ekki fyllilega ömgg þegar á hólm- inn var komið. Það sem maður saknaði helst í túlkuninni var sárs- aukinn og örvæntingin sem leynast undir hinu hryssingslega yfirborði og einungis verða tjáð með sterk- um innri leik, með innlifun eða leiktækni sem tjáir annað en það sem í orðræðunni felst. Það var heist að örlaði á þessum mikils- verða tóni í túlkun þeirra Sigurðar Sigurjónssonar og Sigurðar Skúla- sonar á bræðrunum, og honum brá rifrir í túlkun Þóm Friðriksdóttur á Ástu. Sigurður Sigurjónsson fór víðast á kostum og náði sterkum tökum á Hadda, en var stöku sinn- Slgurður Sigurjónsson og Sigur&ur Skúlason léku bræ&urna og í túlkun þeirra örla&i á sterkum innri leik, sársauka og örvæntingu sem leynast undir hinu hryssingslega yfirborði, segir Sigur&ur m.a. í leikdómi sínum. um í hættulegri nánd við galgopa- skap. Þóra túlkaði Ástu á hljóð- látan og nærfærinn hátt sem víða gekk manni til hjarta. Gunnar Eyjólfsson átti marga góða spretti í hlutverki föðurins, einkanlega í fyrri leiknum, en það var einsog eitthvað skorti á innri sannfæring- arkraft í seinni leiknum. Um túlkun leikenda á smærri hlutverkum er flest gott að segja. Ámi Tryggvason og Kristbjörg Kjeld léku þau landsbyggðarhjón Guðmund og Höllu af kankvísu skopskyni sem oft kitlaði hlátur- taugamar. Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir gerði Gógó vemlega hug- tæka í allri sinni einfeldni og hjálparleysi. Bryndís Pétursdóttir brá upp hnyttilegri lýsingu á blað- urskjóðunni og slettirekunni Jónu. Helga E. Jónsdóttir túlkaði lista- konuna Gunni með sérkennilegu samblandi af sjálfsþótta og alþýð- leik - vandmeðfarið hlutverk sem skilaði sér. Djarfleg og stflfærð leikmynd Grétars Reynissonar átti ólítinn þátt í því, hve stflhrein og beinskeytt sýningin var. í fyrri leik var sviðsmyndin aflangur og fram- hallandi geimur sem mjókkaði langt aftrá baksviðið, klæddur ljósmáluðum pappa í hólf og gólf. •Dyr voru nálega ósýnilegar til beggja handa, en framarlega til vinstri blasti við skjannahvít kæli- skápshurð. Húsgögn vom eins fá og fábrotin og verða mátti. í seinni leik var sviðið opið og nálega autt, engin húsgögn, en hár tvöfaldur stigi utanum einmanalegt tré á bak- sviði. Þessi nakta einföldun um- hverfis beindi allri athygli að text- anum um leið og hún áréttaði stað- og tímaleysi þeirra efna sem um var fjallað. Lýsing Páls Ragnarssonar var sérkennilega myndræn og kuldaleg. Hún gegndi meðal ann- ars því hlutverki að skipta milli at- riða þannig að þau mnnu hvert inní annað. Leikhljóð Gunnars Reynis Sveinssonar vom kynngimögnuð og stuðluðu mjög að því að skapa rétt andrúmsloft, hnykkja á texta og tilgangi leiksins. Búningar Önnu Jónu Jónsdóttur vom skemmtilega sundurleitir og áttu sinn góða þátt í að auðkenna per- sónurnar, undirstrika sérleik hvers og eins. Það er óneitanlega fagnaðarefni að Þjóðleikhúsið skuli hafa tekið þetta mergjaða og tímabæra verk til sýningar og ætla að hafa það á fjölunum í haust, ekki síst með hliðsjón af því hálfömurlega verk- efnavali sem þegar hefur verið kynnt. Hitt hljóta leiklistamnn- endur að fara framá í fullri alvöru, að þrfleikurinn verði allur sviðsett- ur á vetri komanda, þannig að tveir fyrstu leikimir hangi ekki f lausu lofti án endanlegrar niðurstöðu höfundar. Sigurður A. Magnússon.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.