Þjóðviljinn - 13.06.1984, Page 10

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Page 10
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. júní 1984 ÚTBOÐ Háskóli íslands Skólahús við Hjarðarhaga Tilboð óskast í að steypa upp og fullgera að utan hluta af nýbyggingu fyrir verkfræði- og raunvísindadeild H I. Þessi hluti er kjallari og ein hæð, 800 m2 að grunnfleti auk milligólfa í hluta hæðarinnar. Þegar hefur verið grafið fyrir húsinu öllu. Verkinu skal að fullu lokið 1. febrúar 1985. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu vorri, Borgartúni 7, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. júlí 1984, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKpRBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Vinnueftirlit ríkisins, Síðumúla 13, sími 82970. Deildarverk- fræðingur íefnaverkfræðingur) Laus er til umsóknar staða deildarverkfræð- ings hjá stofnuninni. Starfið er m.a. fólgið í því að fjalla um öryggis- þætti vegna geymslu, flutnings og notkunar eiturefna og hættulegra efna á vinnustöðum og áætlanir um ný iðnfyrirtæki á sviði stóriðju og efnaiðnaðar m.t.t. öryggis- og hollustu- hátta á vinnustöðum. Ennfremur að vinna að ráðgjöf og leiðbeiningum um varnir gegn mengun, hávaða, titringi o.fl. á vinnustöðum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi fái sérstaka starfsþjálfun á vegum stofnunarinnar. Laun skv. kjarasamningi ríkisstarfsmanna. Umsóknir um aldur, menntun og fyrri störf skilist til Vinnueftirlits ríkisins fyrir 29. júní n.k. FJÓRÐUNGSSJÚKRA- HÚSIÐ Á AKUREYRI Lausar stöður hjúkrunarfræðinga: Deildarstjóri á gjörgæsiudeild frá 1. september, 100% starf. Deildarstjóri á speglunardeild (rannsóknir) frá 1. sept- ember, 50% starf. Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild, skurðdeild, svæf- ingadeild, öldrunardeildir og handlækningadeild frá september. Heil störf eða hlutastörf. Umsóknarfrestur um stöður deildastjóranna er til 14. júlí. Umsóknir sendist hjúkrunarforstjóra F.S.A., sem einnig veitir aðrar upplýsingar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. KENNARA VANTAR að Hafnar- og Heppuskóla Höfn. 1. Tvo sérkennara, kennsla í 1. til 9. bekk. 2. Smíðakennara, kennsla í 1. til 8. bekk. Einn kennara í ensku og íslensku í 7. til 9. bekk. Húsnæði til staðar. Upplýsingar veitir skóla- stjóri Heppuskóla í síma 97-8321. 22 stúdentar útskrlfuðust í vor í framhaldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík. Þetta er 10. árgangur skólans og náði Llnda Hrönn Arnardóttir frá Siglufirði besta árangrinum. Eigendur og starfslið íshallarinnar við Hjarðarhaga. íshöll við Hjarðarhaga Eigendaskipti hafa orðiö á Isbúðinni við Hjarðarhaga og munu systurn- ar Sigrún og Alda Magnúsdætur reka staðinn undir nafninu íshöllin. Á boðstólum er Dairy Queen ís, pizzur, mexíkanski rétturinn Taco, fjölbreyttur ísréttarseðill og sex bragðtegundir af kaffi sem hrært er út í mjólkurhristing. Tónlistarskólinn í Reykjavík: Fyrstu nemendur úr tónfræðadeild Tónlistarskólanum í Reykjavík var slitið þriðjudaginn 29. maí sl. Fór skólauppsögnin fram í Há- teigskirkju að viðstöddum kennur- Nýtt fyrirtæki Bílvangur Nýtt fyrirtæki, Bílvangur sf., hóf rekstur fimmtudaginn 7. júní. Stofnendur eru Jötunn hf. og Sam- band íslenskra samvinnufélaga. Hið nýja fyrirtæki yfirtekur alla starfsemi á sviði bifreiðasölu og -þjónustu sem Bifreiðadeild Sam- bandsins annaðist áður, en hún hefur nú verið lögð niður í sam- ræmi við nýtt skipulag, sem nú er að ganga í gildi innan Sambands- ins. Bílvangur rekur bifreiðasölu, varahlutaverslun, hjólbarðasölu, viðgerðarverkstæði og smurstöð - allt á einum stað, að Höfðabakka 9. um og nemendum. Þar voru braut- skráðir 29 nemendur sem er stærsti hópur sem lokið hefur burtfarar- prófi í einu frá skólanum. Meðal þeirra voru 6 nemendur úr tón- fræðadeild, þeir fyrstu sem ljúka þaðan námi, en deildin tók til starfa haustið 1981. Nám í deildinni miðast við nám til B.A. prófs við erlenda tónlistarháskóla. Er þetta merkur áfangi í sögu skólans, en þar er stefnt að því að veita æðri menntun á sem flestum sviðum tónlistar. Aðrir nemendur sem luku burtfararprófi að þessu sinni voru einleikarar, einsöngvar- ar og nemendur úr hinum ýmsu kennaradeildum skólans. Skólastarfið hefur verið afar fjölbreytt og blómlegt í vetur. Op- inberir tónleikar voru yfir 20 auk fjölmargra tónleika innan skólans og mörg námskeið haldin með er- lendum kennurum. í skólaslitaræðu sinni minntist Jón Nordal, skólastjóri, Björns Ól- afssonar konsertmeistara sem lést í mars sl., en Björn var yfirkennari í strengjadeild skólans í áratugi og stjórnandi Hljómsveitar Tónlistar- skólans. Nýtt blað um bygg- ingariðnað- inn Fyrsta tölublað BYGGINGA- MANNSINS, nýs tímarits um byggingaiðnaðinn á íslandi, er komið út. Ritið er 104 blaðsíður að stærð, og flytur fjölbreytilegt efni um málefni byggingaiðnaðarins, svo sem um útboð verklegra fram- kvæmda, byggingarannsóknir, tryggingamál, félagsmál bygginga- manna, þróun fasteignamarkaðar- ins, lánamál húsbyggjenda, fram- leiðslu einingahúsa, íslenska ofna- framleiðslu, skrifstofuhúsgögn á markaði hérlendis, nýjungar í ork- usparnaði og margt fleira. Stuttar fréttir eru úr ýmsum áttum, sagt frá sumarleyfismöguleikum í sumar, fjallað um heppilega bíla fyrir byggingamenn og þá sem eru að byggja, og fleira mætti nefna. Utgefandi Byggingamannsins er útgáfufélagið Fjölnir hf. sem með- al annars gefur út tímaritið BÓNDANN. Samkomulag hefur tekist um það milli Fjölnis hf. ann- ars vegar og Sambands bygginga- manna og Meistarasambands byggingamanna hins vegar, að rit- inu verði dreift endurgjaldslaust til félaga sambandanna tveggja, sem eru um 4 þúsund talsins. Auk þess er Byggingamaðurinn seldur í á- skrift til einstaklinga, félaga, fyrir- tækja og stofnana, og ritið er selt í blaðsölum og byggingavöruversl- unum víða um land. Hjördís Hákonar- dóttir formaður Amnesty Aðalfundur íslandsdeildar AMNESTY INTERNATIONAL var haldinn 30. apríl sl. Séra Bern- harður Guðmundsson sem verið hafði formaður sl. starfsár gaf ekki kost á sér til endurkjörs, og var Hjördís Hákonardóttir, borgar- dómari, kjörin í hans stað. Aðrir í stjórn eru: Bergljót Guðmunds- dóttir, læknaritari, Sigríður Ing- varsdóttir, lögfræðingur, Ævar Kjartansson, dagskrárfulltrúi, Haraldur Ólafsson, lektor og vara- menn séra Bernharður Guð- mundsson og Jóhanna Jóhannes- dóttir tæknifræðingur. íslandsdeildin hefur haldið uppi öflugu starfi í vetur og má t.d. nefna „Herferð gegn pyntingum“ sem mun standa yfir allt árið. Margir nýir félagar hafa bæst í hóp- inn á starfsárinu og ýmislegt er á döfinni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.