Þjóðviljinn - 15.06.1984, Side 6

Þjóðviljinn - 15.06.1984, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júní 1984 Eftir blóðbaðið í Amritsar: Píslarvætti Sikhaforingj ans gæti eflt aðskilnaðarhreyfingu í fyrri viku réðust indverskar hersveitir inn í helgidóm Sikha, Gullna musterið í Amitsrar í Punjab, sem aðskilnaðarsinnar undirforystu Jarnail Singh Bhindranwale höfðu náð á sitt vald. Mikið mannfall varð, bæði meðal Sikha og indverskra her- manna - og var fyrst talað um að 250 Sikhar hefðu fallið og um 60 hermenn. En seinni fregnir herma, að líklega hafi um 2000 manns fallið í þessum átökum í Amitsrar. Meðal þeirra sem féllu var Bhindranwale sjálfur. Dauði hanshefurvakið upp mikla reiði meðal Sikhaog segja fréttir, að á sex stöðum hafi hermenn úr þeirra röðum gert tilraunir til uppreisnarum helgina, en þær hafa nú verið bældarniður. Skömmu áður en indverskar hersveitir voru sendar inn í Punjab til að binda endi á baráttu aðskiln- aðarhreyfingar, sem hefur mjög haft sig í frammi sl. tvö ár komst fyrrnefndur Jarnail Singh Bhind- ranwale svo að orði í viðtali: „Má vera að við verðum drepnir. Sikhar hafa vífta í borgum Indlands efnttil mótmæla gegn því að helgistaður þeirra var hertekinn - myndin er frá Nýju Dehli. En Sikhi grætur aldrei. Hann mun hlæja eða brosa, hvernig sem á stendur". Sjálfstœtt ríki? Bhindranwale fæddist árið 1947, árið áður en Indland hlaut sjálf- stæði. Hann komst til áhrifa meðal síns fólks með virkri þátttöku í hinni róttæku stúdentahreyfingu Sikha, sem indversk yfirvöld hafa nú bannað. Hverjir eru Sikhar? Tólf miljón manna trúflokkur, sem óttast um sérstöðu sína Sikhar, sem flestir búa í Punj- ab á I ndlandi, og hafa nú, sumir hverjir að minnsta kosti, áhuga á stofnun sérstaks ríkis, eru fyrst og fremst sam- einaðirsem sérstakttrúfélag. T rú þeirra er einskonar til- raun, sem rekja má til fjór- tándu aldar, til að finna mála- miðlun milli íslams og Hindú- asiðar. Sikhareigasérhelgar bækur á punjabi, þeir eiga sér sérstök musteri og hið heilag- asta þeirra hefur verið mjög í fréttum að undanförnu - þar hinni sígildu aðferð að „deila og drottna" þá tókst þeim, eftir harða bardaga við Sikha, að gera þá sér heldur vinsamlega. Og trú- arkenningar Sikha stóðu ekki í vegi fyrir því, að þeir nytu góðs af því sem af evrópskum áhrifum var að vænta, ekki síst voru þeir fljótir að átta sig á gildi menntunar. Sikhar hafa, í krafti samstöðu sinnar og forskots sem þeir höfðu í menntun og fleiri greinum, átt marga áhrifamenn í stjórnsýslu, og ekki síst eru áhrif þeirra öflug innan indverska hersins. Enda hafa þær róstur sem orðið hafa í Gullna muster- inu í Amritsar meðal annars orð- ið til þess að komið hefur til upp- reisnar meðal Sikha í indverska hernum. Sikhar eru sá hópur manna sem einna auðveldast er að þekkja úr þjóðamergð Indlands. Þeir skera hvorki hár sitt né skegg, og þeir bera jafnan hvítan höfuðbúnað. Um margt fleira eru þeir ólíkir grönnum sínum - til dæmis í því, að í þeirra samfélagi hafa konur miklu meiri rétt en tíðkast í Hindúasið og Islam. -áb Punjab er á viðkvæmum stað: á landamærum Indlands og Pakistans. Gullna musteriö í Amritsar, en það orð þýðir „vatn ódauð- leikans". Saga þessarar sérkennilegu trúar verður ekki rakin hér. Sik- har telja sig eingyðistrúar, eins og áhangendur Islams, en hugmynd- ir þeirra um líf eftir dauðann eru sýnu óákveðnari en hugmyndir múhameðstrúarmanna. Þeir hafna „skurðgoðadýrkun“ Hind- úa og stéttaskiptingunni sem þeirra trú fylgir, en viðurkenna hugmyndir Hindúismans um endurfæðingu sálnanna. Sikhar eru nú um tólf miljónir. Þeir hafa komist til áhrifa í indversku samfélagi sem eru miklu meiri en fjöldi þeirra segir til um. Ástæð- an er m.a. sú, að þegar Bretar lögðu undir sig Indland og beittu Sikhar eru ekki ein heild sem lýtur leiðtoga eða páfa einhvers- konar. Þeir hópar, sem hafa laðast að boðskap hins fallna aðskilnaðarsinna, hafa átt það sameiginlegt að vera í andstöðu við hinn lögleyfða pólitíska flokk Sik- ha, Akali Dal. Akali Dal barðist fyrir breytingum á stjórnarskrá Indlands í þá veru að Sikhasiður fengi viðurkenningu á við önnur sjálfstæð trúarbrögð. En Bhind- ranwale gekk svo langt að krefjast þess að stofnað yrði sjálfstætt ríki Sikha, Khalistan. Þó má benda á það, að í því viðtali sem fyrr var nefnt, og var það síðasta sem Bhindranwale veitti blöðum, gerir hann líka ráð fyrir þeim möguleika að Khalistan framtíðarinnar geti verið til innan ramma hins indver- ska sambandsríkis. Ottast um framtíðina Indverjar eru alls um 700 miljón- ir og Sikhar eru innan við tvö pró- sent af öllum þeim fjölda. En þeir eru taldir sá minnihluti í landinu sem best er settur og njóta veru- legra áhrifa innan hersins, í stjórn- sýslu og í viðskiptalífi. Punjab, þar sem Sikhar eru flest- ir, er ríkasta fylki Indlands, og þar eru Sikhar nú rétt rúmlega heím- ingur íbúanna. Velmegun Punjabs, sem er eitt helsta kornforðabúr Indlands, hefur laðað þangað mik- inn fjölda öreiga frá öðrum hlutum landsins. Á undanförnum áratug hefur Sikhum fækkað tiltölulega, úr 60% í 52% af íbúum fylkisins - og þar með fylgir að velmegun þeirri sem Sikhar hafa að vissu leyti notið, er í vaxandi mæli misskipt milli hópa og stétta í þeirra eigin samfélagi. Akali Dal flokkurinn nýtur fyrst og fremst stuðnings efnaðri bænda og kaupmanna. En þeir, sem verr eru settir, hafa sótt til vinstrihreyf- inga eða þeir hafa myndað nýja og róttæka sértrúarhópa innan ramma hinnar hefðbundnu trúar og siða Sikha. í bráðum tuttugu ár hefur Akali Dal krafist þess að landamærum Punjab sé breytt - en hin indversku fylki eða sambandsríki njóta sjálfs- stjórnar í vissum greinum. Árið 1966 var því Punjab, sem þá var, skipt í þrennt, - Haryana, Hamac- hal Pradesh og það sem nú er Punj- ab. Borgin Chandigarh var gerð að höfuðborg bæði fyrir Punjab og Haryana. Sikhar viija hinsvegar að borgin sé höfuðstaður Punjabsríkis eins, og að auki vilja þeir að Am- ritsar, þar sem Gullna musterið er, fái stöðu heilags staðar. Vandi Indiru Gandhi Indira Gandhi forsætisráðherra hefur lýst sig reiðubúna til að koma til móts við vissar kröfur Sikha. En hún er í þeirri erfiðu stöðu að þurfa um leið að gæta hagsmuna Hindúa í Punjab - og nú er kosningaár, og Punjab er á viðkvæmum stað: rétt við landamæri erkióvinarins í Pak- istan. Hún þarf á því að halda að Indverjar trúi því að hún hafi tök á ástandinu. En um framhaldið er í raun og veru flest á huldu. Má vera, að Indira Gandhi nái samkomulagi við þá foringja Sikha, sem varfærn- ari eru. En hitt er enn líklegra að hinn fallni Bhindranwale verði ungum og óþreyjufullum Sikhum, sem óttast að þeir séu að hverfa í Hindúamergðinni, píslarvottur, sem dauður muni hvetja til nýrra átaka í Punjab. -áb Talning mótmælenda: TALNASPEKI BRESKRA FJÖLMIÐLA Deilur um fjölda þeirra sem þátt taka ímótmœlum hvers kyns eru gamalt mál og nýtt héráíslandi. Málið einskorðastþó ekki við ísland: þannig greinir breska vikuritið New Statesman frá því að breskir fjölmiðlar hafi heldur betur verið ósammála um tölu þeirra sem mótmæltu heimsókn Botha, forsætisráðherra Suður Afríku, til Lundúna á dögunum. Blaðið greinir frá því að Times hafi talið 15 þúsund manns í mótmælun- um, Guardian 25-30 þúsund, Observer 20-40 þúsund, sjónvarpsstöðin ITN, sem er ekki rekin á vegum ríkisins, hafi talið að 40 þúsund hafi mætt, BBC 15 þúsund í einni frétt en 20 þúsund í annarri. Hins vegar hafi einungis Sunday Times komst upp í það að vera með mismunandi tölur á einni og sömu síðunni: í texta var talað um 20 þúsund mótmælendur en í myndartexta með sömu grein var búið að helminga þá tölu niður í 10 þúsund! Er þetta afleiðing af ritstjórnarstefnu hins nýja, hægri sinnaða ritstjóra? spyr New Statesman í hæðnistón. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.