Þjóðviljinn - 15.06.1984, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 15.06.1984, Qupperneq 9
Föstudagur 15. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Gestur Norr hússins á Finnski málarinn Juhani Linnovaara innar, sem sveik sína stétt og hlaut óafmáanlegan stimpil saurlífisins að launum fyrir afdráttarlausar játningar sínar. Síðan var hann gerður að dýrðlingi súrrealismans, því enginn hafði velt við og kannað skúmaskot síns sálarteturs af svo fullkomnu hispursleysi né rannsak- að mannlífið jafn gaumgæfilega, án hjálpar mælistiku góðs og ills. Það er engin furða þótt Linnovaara hafi Halldór B. Runólfsson skrifar um myndlist fundið sig knúinn til að mála af fyrirbærinu mynd. En eins og sést á sáldþrykks- myndunum í Norræna húsinu, þá eru fleiri sögufrægar persónur í froskabúi listamannsins. Það eru m.a. Maríurnar tvær, Stuart og Antoinette, sem áttu það sam- eiginlegt að enda tilveruna á höggs- tokknum. Eða Loðvík XIV. og Napóleon sem áttu það sameigin- legt að reka eitt stærsta land ál- funnar, líkt og væri það þeirra litla prívatfyrirtæki. Hvað með alla hina prúðuleika- rana í myndum Linnovaara? Eru þessir forvitnu froskar í ætt við mannfólkið nú á dögum? Er ein- hver dulinn ádeila í þessum mynd- um, þjóðfélagsádeila eða stjórn- málaádeila? Ekkert svar Þegar öllu er á botninn hvolft fæst ekkert svar við áðurnefndum spurningum. Linnovaara er nefni- lega ekki allur þar sem hann er séður. Bak við það sem virðist í fljótu bragði vera uppfullt af duld- um meiningum og boðskap, er ekki neitt utan skelin. Hér er e.t.v. komin skýringin á ljósmyndinni í sýningarskránni. Reyndareru eng- in önnur rök finnanleg, telji lista- maðurinn sig vera tengdan Dalí. Það væri einmitt í anda meistarans frá Figueras að mála innantómar ádeilur sem ekkert hefðu að segja þegar öll kurl væru komin til grafar. Hugsi Linnovaara sér málverk sín hins vegar sem ádeilumyndir, verð ég að lýsa mig sjálfan mát. Ég fæ ekki séð nokkurn skapaðan hlut í þessum myndum sem gæti verið vísbending í þá átt. Og ég trúi því ekki að hér sé á ferðinni einhver allegorísk heimsádeila. Það væri of barnalegt og gjörsamlega úr sér gengið. Hvað sem öðru líður, þá er sýn- ing Linnovaara þess virði að hún sé athuguð, einkum með tilliti til þeirra strauma sem leika um ná- grannalönd okkar og eru samt sem áður svo framandi í okkar list- heimi. Slíkar fínessur í tækni og stöðlun í myndmáli eru sjaldséðir þættir hér, nema þá einna helst í grafík. Því er athyglisvert að sjá hve ólíkir vindar blása um norður- slóðir, sem ókunnugir ætla eitt og sama vindabælið. HBR. Hvað er um að vera hér?, olía. Prúðuleikara- þjóðfélag En hverjir eru þessir froskar í myndum Linnovaara? Af klæða- burði þeirra og púðruðum hárkoll- um er það deginum ljósara að hér fara engir venjulegir froskar. Þótt sumir þeirra séu orðnir nokkuð steinrunnir, eru þetta greinilega prinsar í álögum. Að minnsta kosti eru þeir eðalbornir; dæmigerðir hirðfroskar löngu liðinna tíma þeg- ar helstu ríki álfunnar státuðu af menntuðum og upplýstum einvöld- um. Túlkunin er í anda Goya og Williams Hogarths. Kveikjan eru skopmyndir málar- ans af de Sade markgreifa, þessu dæmalausa afsprengi upplýsingar- Uppákoma i skóginum, olía, í einkaeign. Blönduð lyklakippa Þessi ljósmynd af Linnovaara segir sjálfsagt meira um hann en annars ágæt upptalning á verð- leikum hans og verðlaunum. Verk hans eru nefnilega tvíræðnin upp- máluð. í senn eru þau súrrealísk og raunsæ, skopleg og háalvarleg, full af meiningum og innantómu skrauti. Slíkar þversagnir í verkum Linn- ovaara eru ekki beinlínis til þess fallnar að auðvelda áhorfendum skilning. Jafnvel þótt gefið sé í upp- hafi að fígúrurnar í flestum mynd- anna séu nokkurs konar hr. For- vitnir (Utelias), froskpöddur sprottnar af sögufrægum persón- um, er ekki augljóst hvert þessi forvitni mannskari stefnir. Mun auðveldara er að greina lyklana að myndmáli Linnovaara; þessa blöndu súrrealisma, express- ionisma og popp-listar, sem öðru fremur á rætur að rekja til enskra og spænskra áhrifa. Líkt og flestir hlutlægir málarar, sem mótuðust í lok 6. áratugarins og byrjun þess 7., hefur Linnovaara gengið í smiðju til breska málarans Francis Bacons. Sjást þess víða merki í byggingu myndanna. Þá er mér ekki örgrannt um að spænsk og jafnvel suður-amerísk einkenni leynist hér og þar, að ógleymdum Jean Dubuffet, föður hrálistarinn- ar (art brut). Ollum þessum ólíku aðföngum heldur málarinn svo saman með hjálp harðsoðinnar skreytilistar- tækni, svo fremur minnir á fag- mennsku bestu auglýsingateiknara en vinnubrögð óháðra málara. Er það einkum vegna þess að í þessum myndum fyrirfinnast engir sjálf- sprottnir taktar, svo meðvituð er öll vinnsla þeirra frá hinu fyrsta striki til hins síðasta. Listahátíð í tilefni af Listahát íð í Reykjavík, hefur Norræna húsið boðið nafntoguðum finnskum listamanni, Ju- hani Linnovaara, að sýna á 5. tug mynda í kjallara hússins. Erþessi kynning framlag Norrænahússins til hátíðarinnar og vel til þess fallin að gefa okkur enn betri innsýn í marg- breytileik finnskrar mynd- listar. Áður en vikið er að sjálfri sýningunni, ereftirtektar- vert að skoða Ijósmynd af listamanninum sem prentuð er á 2. síðu sýn- ingarskrár. Linnovaara situr þar í stellingum sem óneitanlega minna á kat- alónska listamanninn Salvador Dalí. Til er Ijós- mynd af Dalí sitjandi nán- ast í sömu stellingum, svo útilokað er að um tilviljun sé að ræða. Hið tvíræða bros háðs og glettni, sem leikurumvarirþessa finnska listamanns, tekur afallan vafa. Juhani Linnovaara. Elnvaldur, olía.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.