Þjóðviljinn - 15.06.1984, Side 10

Þjóðviljinn - 15.06.1984, Side 10
I tjrV I 1 < •»»«»■»« » 10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 15. júní 1984 Lausar stöður lækna við heilsugæslustöðvar Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsu- gæslulækna: 1. Patreksfjörður H 2, staða annars læknis frá 1. nóvember n.k. 2. Þingeyri H 1, staða læknis frá 1. september n.k. 3. Raufarhöfn H 1, staða læknis frá 1. september n.k. 4. Þórshöfn H 1, staða læknis frá 1. september n.k. 5. Kirkjubæjarklaustur H 1, staða læknis frá 1. ágúst n.k. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um læknis- menntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást í ráðuneytinu og hjá landlækni, skulu berast ráðuneytinu í síðasta lagi 13. júlí nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 13. júní 1984 ÚTBOÐ Tilboð óskast í endurnýjun hitaveitulagna í Snorrabraut og Eg- ilsgötu. Lengd um 1100 m, fyrir hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 20. júní n.k. kl. 14.00 eftir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÓDÝRARi barnaföt bleyjur leikföng LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Sprungu og þak- þétting Gerum föst verötilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. Upplýsingar í símum (91) 666709 TkaRÚs" Svo skal böl boeta MEGAS TOLU BEGGI KOMMI BRAGI gramm Laug^vegur 17 Slmi 12040 nj) PSORIASIS-SJUKLINGAR Ákveðin er ferð fyrir psoriasis sjúklinga 16. ágúst nk. til eyjarinnar Lansarote. Þeir sem sóttu um ágústferðina þegar auglýst var í apríl þurfa ekki að sækja um aftur þar sem sú umsókn er í fullu gildi. Vinsamlegast fáið vottorð hjá húðsjúkdómalækni um þörf á slíkri ferð og sendið það merkt nafni, heimilis- fangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingayfirlæknis, Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 1. júlí. Tryggingastofnun ríkisins Umsjónarfélag einhverfra barna: Flóamarkaður Umsjónarfélag einhverfra barna heldur flóamarkað að Hallveigar- stöðum á morgun, laugardaginn 16. júní kl. 13.30-18. Á boðstólum verður ýmislegt, svo sem fatnaður, bækur hljóm- plötur, blóm o.fl. Meginmarkið fé- lagsins er að vinna almennt að hagsmunamálum einhverfra barna, þ.á m. koma á fót fleiri stofnunum við hæfi barna með ein- hverf einkenni, en nú er starfrækt eitt meðferðarheimili fyrir ein- hverf börn og unglinga við Trönu- hóla 1. Brýn nauðsyn er á að koma \ á fót öðru slíku. Scandinavia to-day kynnt á Hornafirði Yfirlitssýning í máli og myndum yfir þátt fslands í Norrænu Menn- ingarkynningunni í Bandaríkjun- um var opnuð á Höfn Hornafirði fimmtudaginn 14. júní. Sýningin er unnin í sameinungu af Menningarstofnun Bandaríkj- anna á íslandi og menntamála- ráðuneytinu og hefur þegar verið sýnd víða um land. Sýningin er að Hafnarbraut 36 á Höfn og er opin kl. 17-20 virka daga og kl. 14-20 um helgar og, stendur til 24. júní. Þá verður og opnuð sýning á1 bandarískum bókmenntum frá Ameríska bókasafninu í Reykjavík og verða þær bækur og til útláns í bókasafni Hafnar næstu 2 mánuð- ina, eða út ágúst. | Pétur Jónasson gítarleikari fékk 20 þúsund danskar krónur í Sonning-styrk fyrir nokkrum dögum. Pétur Jónasson, gítarleikari: Fékk Sonning-styrk Pétur Jónasson gítarleikari fékk fyrir nokkrum dögum 20 þúsund danskar krónur í styrk frá Sonning- sjóðnum og var hann einn fjögurra styrkþega. Áður hafa Manuela Wi- esler, Þorgerður Ingólfsdóttir og Einar Jóhannesson fengið styrk úr sjóðnum, en heiðursverðlaunin í ár féllu hinum heimskunna jazz- leikara Miles Davies í skaut. Pétur lauk einleikaraprófi í gít- arleik hér heima árið 1977 og hefur síðan stundað framhaldsnám hjá Manuel Lopez Ramos í Mexico. í haust hyggst hann fara til Spánar til að bæta enn frekar við kunnáttuna. íbúasamtök Vesturbæjar: Aðalfundur Aðalfundur íbúasamtaka Vesturbæjar verður haldinn að Hallveigarstöðum við Tún- götu, þriðjudaginn 19. júní kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Málefni aldraðra í Reykja- vík. Hver er staðan í málefnum aldraðra í Vesturbæ og hvað er framundan? Þórir S. Guð- bergsson. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar verða á fund- inum. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Stj'órnin. Helgar- sportið Knattspyrna Heil umferð, sú sjöunda í röð- inni, í 1. deild karla verður leikin í kvöld og á morgun. Sjá nánar á síðunni til hliðar. Sjötta umferð 2. deildar verð- ur leikin á morgun, laugardag, og hefjast allir fimm leikirnir kl. 14. Þeir eru Skallagrímur-FH í Borgarnesi, Víðir-ÍBÍ í Garðin- um, KS-Njarðvík á Siglufirði, (BV-Völsungur í Eyjum og Einherji-Tindastóll á Vopna- firði. í 3. deild leika Valur Rf,- Þróttur N. í kvöld kl. 20, á morg- un kl. 14 mætast HV-Snæfell, Víkingur Ó.-Grindavík, Stjarn- an-Selfoss, Magni-Huginn og Leiftur-Austri og kl. 17 Reynir S.-ÍK. í 4. deild er víða leikið. Tveir athyglisverðir leikir eru í A-riðlinum í kvöld kl. 20, Vík- verji-Haukar og Árvakur-Ár- mann. Á morgun gæti leikur Bolungarvíkurog ÍR ÍC-riðli haft mesta þýðingu, svo og viður- eign Hattar og Borgfirðinga í F- riðli. Golf Hið árlega Pierre Robert golf- mót verður haldið á Nesvellin- um á Seltjarnamesi á laugar- dag og sunnudag. Keppt verð- ur í opnum karlaflokki, með og án forgjafar, á laugardag, en í meistaraflokki karla og kvenna- flokki á sunnudag. Mótið er 15 ára afmælismót að þessu sinni en það hefur um margra ára skeið verið eitt af vinsælustu golfmótum landsins. Öll verð- laun eru gefin af umboðsmanni Pierre Robert hér á landi, (slensk-ameríska Verslunarfé- laginu. Að þessu sinni verður glæsilegt Ping-sett veitt fyrir holu í höggi. Á Akureyri verður leikið um Gullsmiðabikarinn. Keppni hefst núna í dag, kl. 10 f.h. og verður framhaldið á morgun á sama tíma. Leiknar eru 18 holur hvorn dag, full forgjöf. Á Eskifirði fer fram Þjóðhátíð- armót á sunnudaginn, 17. júní. Leikið verður með og án forgjaf- ar. í Grindavík fer Bragakjörs- mótið fram á morgun, laugar- dag. HSK-mótið verður haldið á Alviðruvelli, ofan við Selfoss, á morgun og hefst það kl. 10. Þjóðhátíðarmót verður haldið á vegum Golfklúbbs Horna- fjarðar á 17. júní. Keppt verður um Samvinn- utryggingabikarinn á Húsavík á morgun, laugardag, og hefst keppni kl. 10. Þjóðhátíðarmót verður haldið á Fróðárvelli við Ólafsvík 17. júní. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Drangeyjarmótið verður haldið á Sauðárkróki á morgun, laugardag. Þjóðhátíðarforleikur fer fram á Hólmsvelli í Leiru á morgun, laugardag, og hefst kl. 13. Hjóna- og parakeppni fer fram á golfvellinum í Vest- mannaeyjum á morgun, laug- ardag, og hefst kl. 14. Frjálsar íþróttir Héraðsmót HSÞ verður hald- ið á Húsavíkurvelli í kvöld og á morgun. Meistaramóti Reykja- víkur lýkur á Laugardalsvelli í kvöld. Sund Reykjavíkurmeistaramót verður haldið í sundlaugunum í Laugardal á laugardag og sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.