Þjóðviljinn - 15.06.1984, Síða 16

Þjóðviljinn - 15.06.1984, Síða 16
\þjoðviuinn\ Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er haegt aö ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81663 Föstudagur 15. júní 1984 81333 81348 Listahátíð Halliiin um þrjár miljónir Kostnaður listekkra hjóna á níunda þúsund Hallinn á Listahátíð 1984 verður varla undir þremur milljónum króna að sögn fram- kvæmdastjórans, Bjarna Ólafssonar. í viðtali við hann í Þjóðviljanum í dag koma fram vonbrigði yfir aðsókn nema að helstu at- riðum. Af orðum Bjarna má einnig ráða að flaustursleg viðbrögð ráðamanna við væntan- legum halla hafi hamlað nauðsynlegu kynningar- og auglýsingastarfi kringum há- tíðaratriði. Rokkþáttur hátíðarinnar, sem oft hefur fært björg í bú, Norrokkið, var „eyði- lagt með beinu útsendingunni á rás 2“. í blaðinu í dag er ennfremur greint frá hátíðarferli ímyndaðra hjóna, Jóns og Gunnu, sem eru sæmilega duglegt listáhuga- fólk. Þau borga 8660 krónur fyrir aðgöngu- miða sína. Sjá bls. 2 Ólympíuleikar fatlaðra 1984 —s--------------------- Atján fara frá íslandi Eins og áður hefur komið fram áttu Olymípuleikar fatlaðra að fara fram í New York og Illinois í Bandaríkjunum. Mótshöldurum í Illinois tókstekki að afla nægs fjármagns til að halda sinn hluta leikanna og voru þeir því fluttir til Englands, nánar tiltekið til Stoke - Mandeville í Aylsbury. Ólympíunefnd íþróttasambands fatlaðra hefur valið 18 þátttakendur á leikana sem fara fram 16.-30. júní. Þau eru: Jónas Óskarsson, Snæbjörn Þórðarson. Eysteinn Guðmundsson, Oddný Óttarsdótt- ir og Sigrún Pétursdóttir sem munu keppa ísundi, HaukurGunnarsson og Guðjón Skúlason í frjálsíþrótt- um og Hafdís Gunnarsdóttir, Haf- dís Asgeirsdóttir og Sævar Guð- jónsson í borðtennis. Allir þessir einstaklingar hafa náð þeim lág- mörkum sem alþjóða Ólymípu- nefnd fatlaðra hefur sett. Á Ólymípuleika mænuskaðaðra sem verða haldnir á sama stað dag- ana 21. júlí til 2. ágúst hafa verið valin Elsa Stefánsdóttir, Guðný Guðnadóttir og Viðar Guðnason í borðtennis, Baldur Guðnason, Reynir Kristófersson í frjálsíþrótt- um og Edda Bergmann og Anna Geirsdóttir í sundi. í tilefni af ferðinni á Ólympíu- leikana vill ólympíunefndin koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa henni lið fjárhagslega og við annan undirbúning að þátt- töku íslands í VII. Ólympíuleikum fatlaðra 1984. Auk þessa vill ólym- píunefndin þakka Ingólfi Ósk- arssyni umboðsmanni Puma alveg sérstaklega, en íþróttagallar og annar fatnaður þátttakenda er frá Puma. —ss íslensku þátttakendurnir voru að ferðbúast er blaðamenn Þjóðviljans litu við í gær. Ljósm. eík. WBi 6A Útgerðarmenn á Norðurlandi Olíufélögin taki á sig hækkunina Þjónustufyrirtæki útger'ð- arinnar verði látin bera sinn toll, var álit fundar útvegs- manna á Norðurlandi þar sem m.a. var lagt til að boðuð hækkun á oliuverði komi ekki út í verðlagið, heldur verði olíufélögin látin bera hana sjálf með sínu eigin fé. „Menn eru frekar fram- lágir. Staðan hér fyrir norðan er mjög erfið en menn ætla að reyna að þrauka eitthvað áfram. En það liggur alveg ljóst fyrir að ef stjórnvöld gera ekkert í þessum málum alveg á næstunni, þá munu skip hér stöðvast", sagði Sverrir Leósson formaður útvegs- mannafélags Norðurlands. Á fjórða tug togara eru gerðir út frá Norðurlandi og sagði Sverrir að ástandið væri almennt mjög siæmt, en nokkuð mismikil teygja væri hjá einstökum útgerðaraðii- um. „Við þykjumst vita að stjórnvöld geri sér grein fyrir stöðu mála og reiknum með að þetta skýrist á næstunni og við munum þá funda fljótlega aftur“, sagði Sverrir. -|g. Á að svíkja gamla fólkið? Engin 2% hœkkun greidd á elli- og örorkulífeyrinn „Þó þetta sé ekki há upphæð, eða um 200 krónur í mínu tilfelli, þá er óþolandi að ríkið skuli svíkja þenn- an stóra hóp um 2% hækkun sem launþegar fengu allir 1. júní. Það veitir síst af þessum aurum, eða hvernig á að borga allar hækkan- irnar sem þeir eru að samþykkja á matvöru og öðru?“ Þetta sagði ör- orkulífeyrisþegi úti á landi í samtali við Þjóðviljann í gær. Hinn 10. þessa mánaðar hófst greiðsla líf- eyrisbóta hjá Tryggingastofnun ríkisins og fær fólk sömu upphæð og í maí, þrátt fyrir umsamda 2% hækkun launa 1. júni sl. „Nei, það var ekkert rætt um hækkun á lífeyrinum", sagði Ólafur Björgólfsson, skrifstofu- stjóri Tryggingastofnunar um tryggingaráðsfund, sem haldinn var í gærmorgun. „Menn hafa bara verið að tala um þetta sín í milli, ekki formlega í ráðinu. Þú verður að snúa þér til ráðuneytisins, það er ráðherra sem gefur út reglugerð um hækkun á bótum. Trygginga- stofnunin hefur ekkert með það að gera“. Þjóðviljinn reyndi árangurslaust að ná tali af Matthíasi Bjarnasyni, heilbrigðis- og tryggingaráðherra í gær, en hann var þá á leið úr bæn- um til fundahalda vestur á landi. Þess má geta að þegar laun hækk- uðu síðast, 1. mars sl., fengu líf- eyrisþegar hækkunina ekki fyrr en 10. apríl. Ellilífeyrir og örorkulífeyrir er Álfundi í London lokið Gengur ekkert hratt segir Jóhannes Nordal „Þetta er alitaf að þokast en gengur ekkert mjög hratt", sagði Jóhannes Nordal formaður ál- nefndar ríkisstjórnarinnar eftir að síðustu viðræðulotu lauk í London um fjögurleytið í gær. Engin niður- staða fékkst á fundunum. Rætt var um verðtryggingakerfi og skatta- mál, en ekkert um hækkun á grunnverði raforkunnar til Alusu- isse. Jóhannes sagði að ekki væru lík- indi til að Alusuisse-menn segðu upp bráðabirgðasamkomulaginu nú í júní einsog þeir hafa rétt til, en slík uppsögn hefði í för með sér lækkun raforkuverðs til álversins að þremur mánuðum liðnum. „Þeir nota sér þetta ekki“, sagði Jóhannes, „þetta hefur dregist vegna veikinda hjá þeim“. Næsta fund á að halda í Reykjavík, senni- lega 18.-19. júlí. Verður þá fram haldið umræðu um verðtryggingar og skattamál og jafnvel minnst á grunnverð raforku, að sögn Jó- hannesar. íslensku nefndarmennirnir eru væntanlegir heim um og eftir helgi. -m nú 3.378 krónur á mánuði, full tekjutrygging 4.728 krónur og heimilisuppbót 1.422 krónur á mánuði. Ef einstaklingur hefur einnig sjúkrauppbót fær hann 10.342 krónur til að lifa af á mán- uði. _ÁI Ný rækjuvinnsla Veitir 40 manns atvinnu Ný rækjuverksmiðja tók til starfa á Árskógssandi um síð- ustu helgi. Þar vinna um 40 manns við vinnsluna og er tekið við afla 8-9 báta. Hér er um hlutafélög að ræða og vek- ur athygli að 178 sveitungar úr byggðinni í kringum Ár- skógssand eiga hlutabréf í hinni nýju verksmiðju, en það lætur nærri að nánast hver fullorðinn maður eigi hlut í rækjuvinnslunni! Þar sem hin nýja rækju- verksmiðja er til húsa var rek- in saltfiskverkun áður. Hlut- afé er 8 miljónir króna sem skiptist þannig að Kaupfé- lagið á 2>/2rniljón, xh miljón er í eigu sveitarfélagsins og af- ganginneiga 178einstaklingar úr hreppnum. -v./EP.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.