Þjóðviljinn - 22.06.1984, Síða 13

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Síða 13
U-SIÐAN Þátttakendurnir á fyrsta námskeiðinu ásamt leiðbeinendum sínum. Við fáum mjólk úr kúnum og súpu úr uxunum KÆRLEIKSHEIMILIÐ Frjálsíþróttadeild UMF Aftureldingar í Mosfellssveit stendur fyrir námskeiðum sem byggð eru á íþróttum og leikjastarfsemi Hver og einn hópur fær einn sundtíma. Hjá eldri hópnum höfum við æft bring- usund, bak- og skriðsund og höfum tímann hjá þeim. Sundtímarnir hafa verið mjög skemmtilegir, sérstaklega hjá þeim yngri. Mörg þeirra voru hrædd við vatnið og við höfum farið hægt af stað með þau og leikið við þau í vatninu, frekar en að reyna að láta þau synda. í dag er svo síðasti dagurinn á þessu námskeiði. Næsta námskeið hefst svo 25. júní og lýkur 12. júlí. Þriðja og síð- asta námskeiðið hefst 16. júlí og lýkur 2. ágúst. Það er kannski allt í lagi að geta þess að nú þegar hafa 20 krakkar látið skrá sig á annað nám- skeiðið, þótt innritun sé ekki fyrr en í dag. Nú, við getum tekið 20-30 krakka í viðbót á það námskeið og fyrir þá sem vilja vera með, þá er bara að hringja í síma 666254 og láta innrita sig. Það er líka allt í lagi að koma á mánudaginn, eða hringja fyrir þá sem ekki ná að láta innrita sig í dag. Það eru líka nokkrir krakkar af þessu fyrsta námskeiði sem ætla að vera með aftur. Varla er hægt að fá betri meðmæli. ss höfum við farið í fótbolta, handbolta, aðeins í körfu- bolta. Nú við höfum æft lang- stökk, spretthlaup, þar sem við höfum aðallega verið að æfa start. Hástökk og grind- ahlaup höfum við tekið með, en ekki langlaup. Yngri krakkana höfum við látið hita upp með skokki og teygjuæ- fingum. Helmingurinn af þeirra tíma fer svo í leiki, hjá þeim yngstu eru það eltinga- og dýraleikir. Seinni hluta tímans hjá þeim fer svo í íþróttir, t.d. fótbolta o.fl. Á föstudögum förum við í einhverjar ferðir. Fyrsta föstudaginn fórum við niður að Köldukvísl og krakkarnir fengu að busla í ánni, það var mikið fjör. Við vorum líka einkar heppin með veður fyrstu vikuna. S.l. föstudag fórum við út í Viðey. Við fór- Tíkin Kapí kennir hundakúnstir. Iþróttir og útilíf meira en leikjanámskeið í rigningu og sudda stóðu þau, 25 stykki af börnum í beinni röð og síðan var skokkað af stað. Sumir ákafír og fullir metnaðar, vildu vera fyrstir, aðrir löturhægt og vildu frekar vanda sig. Þetta voru krakkar í Mosfellssveit að hita upp fyrir átök dagsins á íþróttanámskeiði sem fram fer við Varmalaug þessa dag- ana. Leiðbeinendur á náms- keiðinu eru Ólafur Gíslason íþróttakennari og Alfa R. Jó- hannsdóttir íþróttaþjálfari. Aukaleiðbeinandi er tíkin Kapítóla, kölluð Kapí. Aðspurður kvað Olafur um fjörutíu krakka taka þátt í þessu námskeiði. Þeim væri skipt í þrjá aldurshópa, 5-7 ára, 8-9 ára og 10-12 ára. Hvað eru margir í hverjum hóp? Upphaflega var meiningin að hafa átta hópa og skipta því niður þannig að í einum hópn- um væru bara 5 ára krakkar, í öðrum bara sex ára, o.s.frv. Hugmyndin var að hafa tíu krakka í hverjum aldurshóp. Nú, svo var þátttakan ekki meiri, svo við breyttum þessu í þrjá hópa og þá settum við hámark 15 í hóp. Það er alveg yfirdrifið, sérstaklega í yngri hópunum. Ánnars verður að segja eins og er að þetta hefur gengið vonum framar. í upphafi voru þetta frekar ómótaðar hug- myndir. Við reyndum að passa okkur að hafa þetta ekki of yfirgripsmikið, reyndum að sníða námskeiðunum þröng- an ramma svo ekki færi allt út í vitleysu. Það er alltaf betra að bæta við. Hvaða íþróttir hafíð þið æft? Hjá þeim eldri, 10-12 ára, um um hádegi, grilluðum úti og fórum í leiki. Það var sextíu manna hópur sem tók þátt í ferðinni. Það sem var skemmtilegast var að í ferð- inni voru foreldrar. Ekki til að passa börnin, heldur til þess að leika sér líka. Við vorum gífurlega ánægð með ferðina, þátttaka foreldranna gaf henni alveg sérstakt gildi. Norrœna húsið „Landið mitt IslantT íslensk skólabörn lýsa landinu sínu með teikningum Sumarsýning Norræna hússins að þessu sinni fjallar um ísland, land og þjóð, séð með augum ís- lenskra grunnskólanemenda. Aðdragandi sýningarinnar er sá, að veturinn 1983 óskaði Norræna húsið samstarfs við Félag ís- lenskra myndmenntakennara um sumarsýningu hússins 1984. Skyldi viðfangsefni sýningarinn- ar vera, hvernig íslensk börn skynja landið sitt, náttúruna og fólkið. Var öllum aldurshópum grunnskólans boðin þátttaka. Á sumarsýningunni eru 140 verk, unnin af 4-14 ára börnum úr 16 grunnskólum alls staðar að af landinu. Sýningin stendur frá 23. júní og er opin daglega frá 14-19. Föstudagur 22. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.